Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 4
vestlirska I FRETTABLADtD Kveðja að sunnan Enn berast váleg tíðindi um sjóslys og mannskaða á Vestfjörðum. Enn sækir sæguðinn sínar blóðfórnir. Vestfirskir sjómenn verða að lúta þeim örlögum, að ekki koma þeir allir aftur að landi. Slík hefur hin harða lífsbarátta verið um aldir vestra. Ómild og sviptasöm veðrátta skapar Vestfirðingum hörð skilyrði til að sækja fang í sjó, en þeir hafa einatt sýnt manndóm og kjark í þeim ójafna leik við náttúruöflin. Þótt við þekkjum þessa hörðu baráttu og höfum orðið á bak að sjá mörgum vöskum manninum, verður manni engu að síður orðfall þegar slík sorgar- tíðindi berast. Ungir menn falla undir sigðina, mann- vænlegir og traustir drengir hljóta sitt skapadægur löngu fyrr en nokkur ætlaði. Slíkar fregnir eru öllum harmafregnir. Missir þessar vösku drengja er ekki einungis missir hinna vestfirsku byggða, hann er missir okkar allra, íslensku þjóðarinnar. Að góðum drengjunt er ævin- lega eftirsjá og harmur, mestur þó nánustu ættingjum og vinum. Við Vestfirðingar sem búum fjarri fornri heimabyggð sendum þeim öllum innilegar og djúpar samúðarkveðjur. Okkur öllum sem enn eigum lifsanda i brjósti, ber að leita allra ráða og leiða til þess að koma í veg fyrir slys. Einn þeirra vina sem kveðjum og flytjum i minningaheim, átti móður sem mjög lagði sig fram um slysavarnastarf. Megi í minningu hennar og sonar hvetja einn sem alla til dáða í þeirri veru, að einskis verði látið ófreistað til þess að vernda líf og heill þeirra vösku manna sem sækja sjóinn, okkur landfólk- inu til lífs og auðnar. Með því mætti fækka amastund- um. Högni Torfason. Við þökkum ykkur öllum hjartanlega sem heiðruðu minningu Ólafs Össurarsonar og Valdimars Össurarsonar Vottuðu okkur samúð og veittu okkur styrk Guðbjörg Hermannsdóttir og systkini hinna látnu. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við fráfall sonar míns, bróður okkar og mágs, Hauks Böðvarsonar, skipstjóra Túngötu 20, ísafirði. Böðvar Sveinbjarnarson. Bergljót Böðvarsdóttir Jón Guðlaugur Magnússon Eirfkur Br. Böðvarsson Halldóra Jónsdóttir Kristín Böðvarsdóttir Pétur Sigurðsson Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall eiginmanns míns og föður sonar okkar og bróður. Daníels Stefáns Jóhannssonar Lára M. Lárusdóttir Jóhann S.H. Guðmundsson Ásdís Ásgeirsdóttir, systkini og aðrir aðstandendur Marías Þ. Guðmundsson: Hafa skal það, sem reynist í orðavali manna a meðal hefir verið látið að því liggja að. ég undirritaður. hafi á fundi þeim. er Bæjarstjórn ísafjarðar boðaði til og haldinn var 20. mars s.h. borið nafngreinda menn sökum. varð- andi umgengni við fyrri girðingu bæjarlandsins. Vil ég koma á framfæri eftirfarandi athuga- semd. vegna þeirra fjölmörgu sem ég veit að vilja vita hið sanna. en láta sér ekki nægja fréttahurð. þeirra er feta I fótspor ..Leitis- Gróu". Á nefndum fundi lét ég þau orð falla. að ég teldi fyrirhugaða ea. 6 km. girðingu um bæjarland- ið ekki ná þeim tilgangi. sem til væri ætlast og því 25 millj. króna. sem til þessa verks var ætlað nýttust betur á annan veg og útsvars- og skattgreiðslu borgara betur varið á annan hátt. Á áðurgreindum fundi sagði ég “að ég hefði tvívegis gengið upp Aðalfundur Sæfara lagsmanna. Félagið hefur sótt um athafnasvæði við Úlfsá. en þar er fyrirhugað að reisa sportbátahöfn fljótlega. samkvæmt nýju skipu- lagi. Jafnframt liafa staðið yfir við- ræður við olíufélögin varðandi aðstöðu til eldneytisorku frá ben- sínstöðinni við Hafnarstræti. í ráði er að fá aðstöðu þar sem liægt verður að dæla elsneyti beint á báta félagsmanna. Endurnýjaður var samningur- inn við Samvinnutryggingar um tryggingu báta félagsmanna og erður hann nteð sama sniði og síðatliðið ár. Þetta munu vera hagstæðustu tryggingar á sport- bátum í dag. Á fundinum ko fram að menn eru mjög uggandi vegna aðstöðu nú í sumar. þar sem bátaeign félagsmanna hefur aukist um helming. Nú munu félagsmenn eiga um 50-60 báta. og fjölgar með hverjum deginum sem líður. Félagið hefur í því sambandi farið þess á leit við (bæjaryfir- völd) hafnarnefnd að félagið fái aukin afnot af flotbryggjum og lögð verði fleiri bólfæri í Sunda- höfninni. Treystir félagið að hafnarnefnd afgreiði málið fyrir 1. maí. þar sem sportbátaeigendur fara þá að setja niður báta sína. Nú í sumar eru fyrirhugaðar hópferðir á vegum Sæfara. og komið hefur til tals að farin verði hópferð til Hólmavíkur eða í Aðalfundur Sæfara sport- bátaeigenda ísafirði var hald- inn þann 13. apríl s.l. Á fundin- um mættu um 40 félagar. Á fundinum var stjórn fé- lagsins endurkjörin og hana skipa eftirtaldir: Jónas H. Eyjólfsson, for- maður. Tryggvi Tryggvason, gjald- keri. Pétur Svavarsson, ritari. Jósef Vernharðsson og Kristín Hálfdánardóttir, með- stjórnendur. Baldur Ólafsson og Birgir Ólafsson, endurksoðendur. Félagsmesnn eru nú orðnir 90 og mikill áhugi virðist vera fyrir sportbátaútgerð. Sést það best á því að félögum í Sæfara hefur fjölgað um 65 frá síðasta aðalfundi. Síðastliðið sumar gekkst félagið m.a. fyrir skemmtidagskrá á sjó- mannadaginn svo og nokkrum hópferðum um Isafjarðardjúp. Fjölskylduferð var farin að Hest- eyri í Jökulfjörðum. I þá ferð fóru um 40 manns. Félagið stóð fyrir námskeiðum í siglingafræði og sóttu'þau um 45. en 40 manns luku prófi. þar af tvær konur. Námskeið þessi gefa mönnum réttindi til að stjórna bátum allt að 30 tonnum. við strendur íslands. Að undanförnu hafa staðið yfir viðræð'ur við bæjaryfirvöld um fyrirhugaða aðstöðu fyrir báta fé- og niður með girðingu þeirri, sem sett var milli fjöru og kletta. á sínum tíma. til varnar ágangi Marías Þ. Guömundsson sannara sauðfjár hér á eyrinni. e-',- pví sem næst innan eldri marka kaupstaðarins. Girðing þessi var sjáanlega klippt með töngum á 4 stöðum að utanveröu og 5 stöðum að innanverðu. Ég læt aðra um getsakir hverjir hér hefðu verið að verki. það ætla ég mér ekki á þessum stað". Á þennan veg féllu orð mín. Máltæki eitt segir: ..Sannleikan- um verður hver sárreiðastur". Hafi þeir hinir ..reiðu" tekið verknaðinn ..klippt með töngum" til sín þá er það þeirra mál en ekki mitt. Nafn eða nöfn nefndi ég enginn. svo þar fara sögumenn í „geitarhús að leita ullar". Um annað orðaval. er hinir „reiðu menn" láta sér um munn fara að ég eða kona mín „tímum ekki að girða" húslóðina nr. I5 við Miðtún læt ég mér fátt um finnast. í þessum bæ er fullt af „forljót- um girðingum". mörgum ílla við- haldið. sem vel mættu missa sig. enda er það talið sjálfsagt í vel- hirtum þéttbýlisstöðum. að girð- ingar um húslóðir séu ekki æski- legar. Vel má vera að „garður (landa- merki) sé grannasættir" hjá þeim. sem haldnir eru smáborgarahætti löngu liðins tíma. Allir þeir sem vilja. geta séð. ef þeir koma til vel hirtra þéttbýlisstaða að sú „girð- inga-menning" tilheyrir liðinni tíð. Augljós dæmi þess eru hvar- vetna deginum Ijósari. Breiðafjarðareyjar. dagana 13. til I8. júní. Þá er fyrirhuguð fjöl- skylduferð í Jökulfirði í ágúst eins og s.l. sumar. Einnig er i undirbúningi fisk- veiðikeppni r lok júlí sem félagið mun standa að. Uppi er áform um að félagið standi fyrir sjóralli um Djúpið og er það mál í athug- un. Þá mun félagið vera með skemmtidagskrá á sjómannadag- inn samkv. venju. Fyrirhuguð er fljótandi bátasýning eftir dagskrá sjó Fyrirhuguð er fljótandi báta- sýning eftir að dagskrá sjómanna- dags lýkur. Þar mun fólki vera gefin kostur á að skoða bátana og prufa. Vil selja TIL SÖLU Bifreiðin (-650, sem er VOLVO De Luxe, árgeró 1976 ertil sölu. Upplýsingar gefur Guðmundur í síma 3650 I vestfirska rEDTTABLADID Verslun Fjarðarstræti 16, ísafirði sími3298 Hreinlætistæki Handlaugar Baðkör Sturtubotnar W.c. Margar gerðir og litir Metabo verkfæri Borvélar Hjólsagir Stingsagir Slípirokkar o.m. fleira Eldhúsvaskar — Blöndunartæki Ennfremur allt efni til pípulagna, úti og inni

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.