Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.03.1984, Side 1

Vestfirska fréttablaðið - 22.03.1984, Side 1
12. tbl. 10. árg. vestfirska 22. mars 1984 fRETTABLAÐIS FLUGLEIÐIR ISAFJARÐARFLUGVELLI SÍMI 3000 OG 3400 FLUGLEIDIR Vorum að taka upp: Boli — Pils — Buxur Samfestinga fyrir dömur og herra o.fl. o.fl. Verslunin tJmto ísafirði sími 3103 Vatneyrí hf. á Patreksfírdi: Hyggst hefja rækjuviimslu í sumar — hefur keypt fíystihús Skjaldar „Við erum að gera okkur vonir um að rækjuvinnsluleyfi fáist allra næstu daga og þá verði hægt að taka ákvörðun um tækjakaup, þannig að inn- an tveggja, þriggja mánaða verði hægt að hefja vinnslu.” Þetta sagði Bolli Ólafsson, stjórnarmaður í Vatneyri h.f. á Patreksfirði. en fyrirtækið á- formar að hefja rækjuvinnslu á komandi sumri. „Við stefnum á djúprækjuna og ætlum að gera ráð fyrir því að það fáist veiðileyfi í samvinnu við Grænlendinga hérna á Dohrnbanka sem er alveg við bæjardyrnar hjá okkur. Við höf- um hlerað að góðar vonir séu um það, jafnvel á næsta ári, þegar Grænlendingar komast út úr Efnahagsbandalaginu. Til upp- fyllingar höfum vi hugsað okkur að vinna Rússarækju." Vatneyri h.f. var stofnað í okt- óber í fyrra og eru hluthafar ýmsir iðnaðarmenn, útgerðar- menn, sjómenn og fleiri. Fyrir- tækið hefur keypt af Byggðasjóði frystihús Skjaldar og er búið að standsetja vinnslusalinn. Þá er verið að Ijúka við endurbætur á frystitækjasal. Síðan verður frystiklefinn tekinn í gegn í vor. Bolli Óiafsson sagði að upp- haflega hefði rækjuvinnslan ver- ið ht asuð sem framtíðarverkefni. en fy st kvótinn hefði reynst jafn lítill og raun ber vitni telji þeir ekki grundvöll fyrir að hefja fisk- vinnslu í sumarbyrjun eins og áætlað var. Blaðinu hefði því verið snúið við og rækjan sett á oddinn. Það kom fram hjá Bolla að rækjuvinnsla var síðast stunduð á Patreksfirði fyrir 30 — 40 ár- um. Þó hefur einn aðili á staðn- um rækjuvinnsluleyfi, en hefur ekki nýtt það. 5—6 bátar, 10 — 15 tonn hver, munu leggja upp hjá fyrir- tækinu. Einnig einn 200 tonna bátur, Jón Þórðarson, en hann stundaði einmitt rækjuveiðar í fyrrasumar og lagði þá upp á Isafirði. Þeir Patreksfirðingar vilja síður missa hann útúr bæn- um aftur og standa nú yfir við- ræður um að Vatneyri kaupi bát- inn. Á Patreksfirði gera menn sér vonir um að hið nýja fyrirtæki fylli upp í tómið sem varð á vinnumarkaðnum eftir að Skjöldur safnaðist á vit feðra sinna. Flugstöðvamar á Þing- eyrí og Patreksfírði: Útboð í innréttingar opnuð Sem kunnugt er standa nú fokheldar flugstöðvar á Þing- eyri og Patreksfirði. Nú hefur verið auglýst útboð á innrétt- ingum f þessar stöðvar og verða þau opnuð í Reykjavík miðvikudaginn 28. mars. Mið- að er við að vinna við stöðvarn- ar hefjist síðan um mánaða- mótin aprfl — maí og Ijúki fyrir haustið. Flugstöðvar þessar eru byggðar eftir sömu teikningu og eru ná- kvæmlega jafn langt á veg komn- ar. Stærð þeirra er rúmir 200 fermetrar og með tilkomu þeirra batna aðstæður á flugvöllunum mjög. Sem dæmi má nefna að á Þingeyri hefur flugstöð verið til húsa í stýrishúsi og skúr sem upphaflega var á ísafjarðarflug- velli. IÞROTTAMAÐ UR ARSINS í hófí á Hótel ísaGrði í gær var Einar Ólafsson, skíðagöngumaður sæmdur nafnbótinni íþróttamaður ársins 1983 á ísafírði. Ólafur Helgi Ólafsson, form. ÍBÍ, aíhenti einnig viður- kenningarskjöl þeim íþróttamönnum sem unnið höfðu íslandsmeistaratitil, sett íslandsmet, keppt með landsliði eða farið á Ólympíuleika. Þeir sem hlutu þessa viðurkenningu voru, auk Einars, f.v.: Stella Hjaltadóttir, Ingólfur Amarson, Martha Jörundsdóttir, Atli Einars- son og GuðmumþtL Jóhannsson. A mvndina vantar Guðmund Magnússon. Bikarmót í Alpagreinum: Daníel Hilm- arsson og Nanna Leifs- dóttir unnu tvöfalt Bikarmót f alpagreinum fór fram á Seljalandsdal um síð- ustu helgi. Veður og færi var hið ákjósanlegasta á laugar- deginum, en öllu lakara á sunnudeginum. Allt sterkasta skíðafólk landsins var mætt til keppni og var búist við harðri og spenn- andi keppni. í karlaflokki reyndist Daníel Hilmarsson þó vera í nokkrum sérflokki, vann keppinauta sfna með miklum mun í báðum greinum. í stór- sviginu var hins vegar hörð keppni um 2. — 4. sæti. Úrslit- in: STÓRSVIG KARLA 1. Daníel Hilmarsson, D 105,95 2. Guðm. Jóhannss. I 107,15 3. Atli Einarsson, í 107,66 STÓRSVIG KVENNA 1. Nanna Leifsdóttir, A 94,04 2. Signý Viðarsdóttir, A 94,34 3. Anna Malmquist.A 96,15 SVIG KARLA 1. Daníel Hilmarsson, D 94,71 2. Árni Þór Árnason, R 96,16 3. Ólafur Harðarson, A 98,18 SVIG KVENNA 1. Nanna Leifsdóttir, A 97,58 2. Hrefna Magnúsdóttir, A 98.66 3. Sigrún Grímsdóttir, I 108,72 Karlabrautirnar lagði Haf- steinn Sigurðsson en kvenna- brautirnar lagði Ásgeir Magnús- son. Við byggjum Tónlistarskóla: Kabarett frumsýnd- ur í kvöld Ahugafólk um byggingu tón- listarskóla á ísafirði, verður með kabarettsýningar f Félags- heimilinu f Hnífsdal n.k. fimmtudags- og föstudags- kvöld kl. 20.30. Kabarrettinn verður í svipuð- um dúr og á s.l. ári, en þá var kabarett sýndur fimm sinnum nánast alltaf fyrir fullu húsi. Gestir munu allir sitja við dekkuð borð og verða kaffi og kökur borin fram í hléinu og er það innifalið í aðgöngumiðan- um. Meðal þeirra sem koma fram, eru Ólafur Kristjánsson úr Bolungarvík, sem verður kabarettstjóri, auk þess, sem hann leikur á píanó við nokkur tækifæri, Jónas Tómasson tónskáld, sem er aðal driffjöðr- in í fjölda atriða og Sigríður Ragnarsdóttir kona hans, Lára Helgadóttir og Einar Valur dansa Jitterbug upp á gamla mátann, hjónin Maria Kyriacou og Ralph Hall tónlistarkennar- ar leika, og Steinþór Þráinsson og Soffía Guðmundsdóttir syngja. Þá syngja Rósariddar- arnir og litla sinfóníuhljóm- sveitin leikur undir stjórn stóra Framhald á bls. 3 | Júlíus farinn til breyt- j j inga í Noregi j I I I I I I I I I I I I L — seldi 215 tonn af karfa í Bremerhaven í gær Togarinn Júlíus Geir- mundsson frá ísafirði mun ekki dýfa trolli í sjó næstu tvo mánuðina. Ástæðan er sú að fyrirhugaðar eru umfangs- miktar breytingar á skipinu, einsog við sögðum frá f jan- úar, og mun þeim ekki verða lokið fyrr en um mánaðamót- in maí — júní. Hér er m.a. um að ræða breytingar á snúningshraða vél- arinnar, hann verður minnkaður úr 375 snúningum í 150 — 160 snúninga. Jafnframt verður skrúfan stækkuð mikið og fæst þannig aukinn togkraftur. Breytingarnar verða gerðar í Volda í Noregi og á skipið að vera mætt á sunnudaginn. Reiknað var með að það seldi í gær um 215 tonn af karfa í Bremerhaven, en verð á karfa er þrefalt hærra þar en hér. Að sögn Kristjáns Jóhanns- sonar hjá Gunnvör er óvíst hvort þetta stopp skipsins hefur meiri áhrif á vinnu hjá íshúsfé- lagi ísfirðinga, þar sem það leggur upp. en ella hefði orðið vegna kvótaskiptingarinnar. Hann benti líka á að togarar hefðu áður verið frá án þess að það bitnaði illa á frystihúsinu. J

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.