Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1984, Side 2

Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1984, Side 2
vestlirska I rftETTABLADID \ restfirska n 1 FRETTABLAÐIÐ 1 Vikublad, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 — Skrifstofa Hafnarstræti 14, sími 4011 — Opin virka daga frá kl. 10:00 — 12:00 og 13:00 — 17:00 — Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325 — Útgefandi og ábyrgðarmaður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100 — Verð í lausasölu kr. 22,00 — Auglýsingaverð kr. 110,00 dcm. — Smáauglýsingar kr. 210,00 — Áskriftarverö er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá — Prentun: Prentstofan ísrún hf. sími 3223. Jóhannes Jakobsson: HORN STRAND AÞANKAR Skerandi óp fæðandi kon- unnar gerði þögn hinna enn átakanlegri. Myndavélin tók stikkprufur og sýndi sömu neyðina í hverju skoti með óverulegum blæbrigðum: ör- magna, afmyndað fólk, hár- laust og brennt, gamalt fyrir aldur fram, og úr sljóum aug- um þess skein vonleysið, um- komuleysið og skilningsleys- ÍJTÍ BLÁINN í dag skrífar Rúnar Helgi ið. Af hverju þurfti þetta að gerast? — Tár stalst yfir hvarma, eitt tár. Unga konan hélt áfram að æpa barnið úr kviðnum við þessar óviðeigandi aðstæður. Loks rataði linsan á hana, út- glennta í magnvana kösinni. Svo heyrðist barnsgrátur, venjulegur barnsgrátur, án þess að nokkrum stykki bros á vör. Aumingja barnið að fæöast í engan heim. Móðirin rekur upp vitfirrtan hlátur yfir fáránleik fæðingar- innar og skömmu síðar er myndin búin með þeim eftir- mála að þetta sé nú bara vasaútgáfa af því sem senni- lega mundi gerast í kjarnorku- stríði. Myndinni sé ætlað að vera þjóðum heimsins víti til varnaðar. BAHÁ I TRÚIN Upplýsingar um Bahá'i trúna eru sendar skrlflega, ef óskað er. Utanáskrift: Pósthólf 172, Isafirði. Opið hús að Sund- stræti 14, sími 4071 öll fimmtudagskvöld frá kl. 21:00 til 23:00. AAFUNDIR Kl. 21:00 á þriðjudagskvöld- um og kl. 11:00 á sunnu- dögum að Aðalstræti 42, Hæstakaupstaðarhúsinu. Sími3411. AA DEILDIN BARNAPÖSSUN Er einhver stelpa sem vill passa mig eftfr hádegi í sum- ar. Ég heiti Anita er eins árs og á heima í Holtahverfinu. Ef svo er hringið þá í síma 4337. En vill nokkur þjóð kjarn- orkustríð? Vill nokkur ala barn sitt í engan heim? Enginn hef- ur heyrst játa því. Hvernig í ósköpunum stendur þá á öll- um þessum bombum? Skilningsleysi mitt er mikið. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju það þarf að vera sem enginn vill að sé. Og ég er ekki einn um það. Ósjálfrátt fyllist maður reiði, heilagri reiði yfir því hvernig veröldin er í hendur okkar unga fólksins búin. En þessi reiði fær enga útrás, því þaö er ómögulegt að finna söku- dólg. Ekki getur maður stillt foreldrum sínum upp við vegg og gert þá að píslarvottum heillar kynslóðar: það var ykk- ar kynslóð sem fyllti heiminn af bombum, svei! — En mamma og pabbi hafa bara aldrei komiö nálægt því að smíða sprengjur og eru á móti þeim einsog allir aðrir. Hver stóð þá eiginlega fyrir þessu? Og tii hvers? Enginn er svo heimsk- ur að ætla að nota þessi morötól, það væri að fyrirfara sér og sinni þjóð. Til hvers þá að smíða helsprengjur sem ekki á að nota, því okkur er jú sagt að ekki eigi að nota þær? Til hvers í ósköpunum?? Til að varðveita friðinn segja þeir. Vart hafa þeir sleppt oröinu þegar fregnir berast af styrj- öldum utanúr heimi. Saklausir borgarar liggja í ná sínum einsog hráviði. Barn grætur í rústum. Þessu getum við fylgst með í sjónvarpinu, en helstríð mundum við ekki sjá á skjánum nema uppdiktað. Þó „Daginn eftir'‘ hafi verið ósköp sakleysisleg mynd þá var samt gott að koma útá tröppur Alþýðuhússins og sjá að heimurinn var ennþá til, að Ijósin spegluðust í lygnum Pollinum og vor var í lofti. Enn er tími til stefnu, enn er mögu- leiki. En hvernig? Hvernig á að koma því í kring sem allir vilja? Ég fórna höndum. TIL SÖLU Svifdreki til sölu, tilvalinn fyrir byrjendur Finefly. Kennsla innifalin. Upplýsingar í síma 3598. ATHUGIÐ Að gefu tilefni er óviðkom- andi stranglega bönnuð öll selveiði í landareign Reykja- fjarðar og Þaralátusfirði í Grunnavíkurhr. N—ísafjarð- arsýslu. Landeigendur TIL SÖLU 10 mánaða Electrolux—ís- skápur. Upplýsingar í síma 4248. (BÚÐARHÚSNÆÐI Öska eftir að taka 3ja til 4ra herbergja íbúð á leigu á ísa- firði. Get boðið 2ja herbergja íbúð í Reykjavík í leiguskipt- um.Upplýsingar í síma 4268 eftirkl. 19:00. Nú þegar félög og skrifstofur eru í óða önn að ganga frá ferðaáætlun sumarsins, er ekki úr vegi að hugleiða öryggismál ferðamanna sem leggja leið sína um Hornstrandir. Eins og flestir vita er þar aöeins hægt að ferð- ast fótgangandi á landi. Þar eru allar ár óbrúaöar frá Ófeigsfirði og vestur að ísafjarð- ardjúpi. Þessar ár eins og marg- ar aðrar geta orðið með öllu ófærar á einni nóttu, ef svo hátt- ar veöráttu. Þær vatnsmestu á austanveröum ströndum eru Ey- vindarfjarðará, Meyjará, Bjarna- fjarðará og Reykjafjarðarós, þær tvær síðastnefndu jökulár. Það hefur nokkrum sinnum hent aö fólk hefur snúiö við í Reykjafirði vegna vatnsflaumsins í tjeðum ám, aö ráði kunnugra. Einn hóp- ur ferðamanna kom norður á Strandir 1982 frá Ófeigsfiröi, og útbjó fleka úr rekaviði og tókst að ferja fólkið, 8 manns, áfalla- laust yftr-Eyvindarfjarðará. Ekki vil ég ráðleggja að treysta á slíkt. Svo verður að geta þess að frá Dröngum var fólkið flutt framhjá Meyjará og Bjarnafjarð- ará. Við í Reykjafirði fréttum af ferðum hópsins og bóndinn í Öfeigsfiröi hafði af því áhyggjur hvernig úr rættist hjá fólkinu. Höfðum við bát til taks og fórum til móts við hópinn þegar til hans sást og ferjuðum tiann framhjá Reykjafjarðarós, sem var í svo miklum vexti þessa daga að ég minnist ekki að hafa séð hann meiri. Nú voru þessir júlídagar sem hér um ræðir bestu og blíð- ustu dagar þess sumars. Hlý suðvestanátt, nokkuð hvöss stundum og sól skein nótt sem dag. Einhverjum kann að finnast að svona lagaö geti ekki staðist, en það er satt samt. Viðbrögð náttúrunnar eru stundum tor- skilin, en þessir miklu vatnavext- ir í ánum eiga sér eðlilegar for- sendur. Það er mín reynsla af íslenskum ferðamönnum nú til dags aö þeir eru mjög óglöggir að velja sér vöð á ár, vaða helst þar sem styst er yfir. Húsnæöismál ferðamanna á Hornströndum þarf líka að taka til umfjöllunar og úrbóta. Til er ætlast að fólk búi í tjöldum og er það gott svo langt sem það nær. Skýli SVFI eru aðeins heimili í neyðartilvikum eins og það er orðað í tilkynningum. Nú er þetta teygjanlegt hugtak, telst það neyðartilvik þegar fólk kem- ur í náttstað holdvott en hresst og heilbrigt? Ég veit af reynslu að fólk færi í skýli SVFÍ ef til staðar væri, þótt ástandið væri ekki svo vont sem hér er nefnt. Þetta leiðir til misnotkunar, of mikils álags á skýlin. Leyfi ég mér birta hér orðrétt nokkrar línur úr skýrslu minni til Náttúruverndarráðs 1982. ,,Ég var að tala um skýlið í Furufirði og er best að Ijúka því, 12. ágúst kom ég þar síðast, þá er stödd þar ensk fjölskylda, doktor með konu og 4 dætur, giska á aldur 10—20 ára. Þrjár þær yngstu sátu í hnipri á gólfinu í svefn- pokum upp að höndum. Þaö rétt sást lífsmark í eldavélinni, sem er í mesta óstandi, ekki hægt að loka eldhólfi og gat á hnéröri úti, en hefur verið vafið í álpappír, umbúðum af matvælum. Eldivið- ur var nægur inni en rennandi blautur og sviðnaði því í eld- stæðinu. Húsið fullt af raka, þungu lofti og óvistlegt á allan máta." Þeir sem hafa eftirlit með skýl- Frá sundlauginni í Reykjafirði unum kenna ferðamönnum um slæma umgengni og mætti hún að vísu vera betri. En mér virðist stundum gæta nokkurrar óvildar í garð ferðamanna hjá eftirlits- mönnum skýlanna og því er stundum trassað að gera við það sem mætti kalla eðlilegt slit. Eldstórnar endast mjög illa í þessum köldu húsum. Ljóst er að aldrei ætti að beina fleiru fólki vísvitandi á einn stað á Hornströndum, en svo að hægt sé að koma því í húsaskjól þegar slagveður geisa. Ég hef fyrir satt að oft á undanförnum sumrum hafi verið 60—70 samankomið í Hornvík. 9. ágúst 1982 varð 35 manna hópur aö flýja tjöld sín undan óveðri, í skýli SVFÍ í Höfn í Horn- vík og þótti þá þröngt á þingi. Fólk getur ekki sest í bíl sinn og ekið heim þegar illa viðrar á Hornströndum. Það verður að sitja þar sem það er statt, unz veðrinu slotar. Það hefur verið hljótt um þetta friðland á Alþingi síðan lög um það voru sett og ákveðið var að beina aukinni umferð á það svæði m.a. til að létta á ofsetnum stöðum á há- lendinu og sunnanlands. Ég lít svo á að tímabært sé að háttvirt Alþingi og þeir sem skipuleggja ferðir á Hornstrand- ir, fari nú að huga að öryggis- málum ferðalanga um þennan landshluta. Með vaxandi um- ferö, skapast aukin hætta á slys- um. Að fara að undirbúa að setja göngubrýr á vatnsmestu árnar nú þegar og vinna að því verkefni áfram. Beita sér fyrir byggingu ferða- mannaskála á aðalánigastöðum ferðafólks í þessu stórbrotna, hálenda og svipmikla land- svæði. í þeirri góðu trú eru þess- ar hugleiðingar fram settar. SUNDLAUGIN ( REYKJAFIRÐI Sundlaugin í Reykjafirði var byggð á árunum 1937—1938 og vígð 2. júlí það ár. Það var eins með þetta fyrirtæki og svo mörg önnur á þessum tíma, sem ung- mennafélögin og einstaklingar beittu sér fyrir, voru af vanefnum reist. í stuttu máli af áhuganum einum. Laugin er 8 x 20m og mesta dýpi er 1,70m. Á síðast- liðnu ári voru 45 ár liðin síðan hún var tekin í notkun. Má und- ur kalla að hún skuli enn halda vatni, að vísu hafa heimamenn lagt á sig nokkra fyrirhöfn ár hvert til að svo mætti vera. Nú verður ekki lengur komist hjá því að hefja endurbætur sem duga til frambúðar. Það er andleg og líkamleg hressing þreyttum ferðamanni að komast í heitt bað. Kannski má segja að þetta sé „perla í eyðimörkinni" eða þannig hefur mér komið fyrir sjónir viðbrögð og undrun ferðafólks þegar því hefur gefist kostur á að njóta þessarar heilsulindar á svo af- skekktum stað. En endurbætur kosta peninga og það vefst fyrir manni hvernig þeirra skal aflað. Vil ég hér beina þeirri ósk til stofnana og félaga sem um ferðamál fjalla að gefa góð ráð og leggja okkur lið. Mætti þar nefna Ferðamálaráð, ferðafélögin og ferðaskrifstofur sem skipuleggja ferðir um Horn- strandir. Þá má ekki gleyma því ráöuneyti sem þessi mál heyra undir og mættu vestfirsku þing- mennirnir koma þar til liðs. Viö eigendur Reykjafjarðar höfum á síðustu árum mælst til þess við ferðafólk sem af fúsum og frjálsum vilja hefur haft orð á því að greiða fyrir tjaldstæði, bað og aðra aðstoð, að það meti það sjálft og greiði þá hver eftir efnum og ástæðum, og hefur það runnið í sundlaugarsjóð. Hafa nokkrir hópar og einstakl- ingar gert það mjög myndar- lega, þótt ekki séu nöfn tilgreind þá eru þau geymd og kærar þakkir til ykkar allra. Ég hef verið félagi í Ferðafé- lagi íslands frá 1936 og get ekki stillt mig um að minna þá á að þeirra hópar hafa notiö góðra stunda í sundlauginni og annar- ar fyrirgreiðslu í Reykjafirði en aldrei látið neitt af hendi rakna svo ég minnist, taki sig nú á og leggi okkur liö. Þá vil ég senda öllum nemendum mínum frá sundnámskeiðum í Reykjafirði kærar kveðjur og vænt þætti mér um ef þeir sæju sér fært aö minnast liðinna daga í Reykja- firði við sund og leik, með því aö styrkja endurbætur á sundlaug- inni okkar. Smáauglýsingar

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.