Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1984, Page 4
ísafjarðarkaopstaðar
Viðtalstímar
Föstudaginn 27. apríl verða bæjarfulltrú-
arnir Kristján Jónasson og Árni Sigurðsson
til viðtals við bæjarbúa á bæjarskrifstofun-
um að Austurvegi 2, frá kl. 17:00 — 19:00.
BÆJARSTJÓRINN Á ÍSAFIRÐI
BÆJARFÓGETINN Á ÍSAFIROI
SÝSLUMAÐURINN í ÍSAFJARÐARSÝSLU
Lausar stöður
Við embætti bæjarfógetans á ísafirði og
sýslumannsins í ísafjarðarsýslu eru lausar
til umsóknar þrjár stöður lögregluþjóna til
afleysinga frá 1. júní til 15. september 1984.
Þá eru lausar til umsóknar tvær stöður
héraðslögreglumanna í Flateyrarhreppi.
Umsóknum skal skila til skrifstofu minnar
eigi síðar en 15. maí 1984 á eyðublöðum, er
fást á öllum lögreglustöðvum.
24. apríl 1984
Bæjarfógetinn á ísafirði
Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu
Pétur Kr. Hafstein.
Póstur og sími
Laus staða
50% starf póstafgreiðslumanns er laust til
umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 10. maí.
Upplýsingar veitir stöðvarstjóri.
PÓSTUR OG SÍMI, ÍSAFIRÐI
SANDFELL HF PÓSTHÓLF 111 - 400 ÍSAFJÖRÐUR
Tilkynning til
hluthafa Sandfells hf.
Ný jöfnunarhlutabréf hafa verið gefin út í
samræmi við samþykkt síðasta aðalfundar
félagsins. Verða þau afhent hluthöfum á
skrifstofu félagsins gegn framvísun eldri
hlutabréfa.
Arður verður greiddur fyrir árið 1982 gegn
framvísun arðmiða.
STJÓRN SANDFELLS HF.
vestfirslta I
FRETTABLACID
„i Vín er tónlistarkennsla mikil nákvæmnisvinna. Þar
er mikilvægt”
allt undir smásjá og hvert einasta smáatriði
er
Fyrir nokkrum árum birt-
ust hér í Vf teikningar sem
vörpuðu skoplegu ljósi á líf-
ið og tilveruna. Sumar þess-
ara teikninga komu alla leið
frá Vín, þeirri háborg menn-
ingar og lista, til að birtast í
blaðinu okkar.
Það var Salbjörg Sveins-
dóttir sem teiknaði þessar
myndir. Hún er nú komin í
heimsókn í heiða daiinn,
þ.e.a.s. Hnífsdalinn, en und-
anfarin ár hefur hún meðal
annars numið við Tónlistar-
skóla Vínarborgar. Þar áður
var hún í Tónlistarskóla
Reykjavíkur og þar áður hjá
Ragnari okkar H. Við sótt-
um Salbjörgu heim áður en
hún hélt á vit heimsmenn-
ingarinnar aftur.
„Ég er búin að vera tæp
fimm ár í Vín, e'n hef verið
mikið á flandri um löndin
í kring, Ungverjaland,
Júgóslavíu, Tékkóslóvakíu
og fleiri lönd. Það er svo
auðvelt að ferðast þegar
maður er þama úti. Mér
líkar mjög vel í Vín af
mörgum ástæðum en sér-
staklega af því að þar er
mjög mikið um að vera í
tónlistarlífinu.
Það er mjög
sjokkerandi
að koma frá íslandi og fara
í tónlistarnám í Vín. Hér
heima var maður kannski
sæmilegur hljóðfæraleikari,
en þegar maður kemur til
Vínar þá veit maður smæð
sína því þangað safnast
toppfólk hvaðanæva úr
heiminum. Mér virðast
Austurríkismenn vera
margfalt námkvæmari en
íslendingar. Þeir halda uppi
miklu meiri aga í skólunum
og gengur það jafnvel alltof
langt. Kennarar eru alveg
einráðir í kennslunni. Á
Islandi er það aftur á móti
öfugt, því þar vaða nem-
endur uppi.
I Vín er tónlistarkennsla
mikil nákvæmnisvinna. Þar
er allt undir smásjá og hvert
einasta smáatriði er mikil-
vægt. En það kemur sér vel
þegar farið er að spila á
tónleikum að hafa unnið
undir slíkri smásjá — það
kemur aðeins betur í veg
fyrir taugaóstyrk að vita að
maður hefur nokkurn veg-
inn hreina samvisku gagn-
vart tónverkinu sem á að
spila.
Það sem ég kæmi
til með að sakna mest frá
Vín eru kunningjarnir sem
ég hef eignast þar á þessum
árum. Og það eru ekki aðal-
lega Austurríkismenn, það
er fólk frá mörgum þjóð-
löndum, því að í Austurríki
er nefnilega stórt alþjóðlegt
samfélag Bahá‘ia. Þarna
kynnist maður líka af eigin
raun ýmsu sem aðeins heyr-
ist í fréttum uppi á íslandi.
Heimurinn minnkar eigin-
lega. Það er líka orðið svo
stutt að fara frá Hnífsdal til
Vínarborgar. I fyrsta skipti
sem ég fór var þetta einsog
að fara á heimsenda. Það er
til marks um framfarirnar á
þessu tímabili að fyrsta vet-
urinn minn úti var erfitt að
ná símasambandi heim, en
núna tekur maður bara upp
tólið.“
Salbjörg sagði að í Aust-
urríki byggju nú um 20 ís-
lendingar. Sumir væru giftir
Austurríkismönnum, en
meirihlutinn væri við nám
og flestir við tónlistamám,
aðallega söngnám. Islend-
ingamir þar eru vanir að
koma saman og halda
þorrablót á vetuma að
gömlum sið, auk þess sem
þeir hittast reglulega á einu
kaffihúsi í Vínarborg til að
spjalla saman á móðurmál-
inu.
Salbjörg hefur
ásamt öðrum haldið nokkra
tónleika í Vín og nágrenni
undanfarin tvö ár, t.d. í til-
efni af mannré*ttindadegi
Sameinuðu þjóðanna o.fl.
slíku. Einkum hefur hún
leikið með sænskri stúlku,
Borit Carlsson að nafni, en
hún spilar á selló. Þegar
Salbjörg er þarna á æflngu með Borl