Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1984, Side 6

Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1984, Side 6
vestfirska vsstfirska rRETTABLAuID [ FRETTABLADID hefur heyrt AÐ næst á dagskrá hjá Litla leikklúbbnum sé Kjart- anskvöld, blönduö dagskrá unnin uppúr verkum Kjart- ans Ragnarssonar, leikrita- skálds. Tekin veröa atriöi úr flestum leikritum Kjart- ans, s.s Saumastofunni, Týndu teskeiöinni, Skiln- aði, Peysufataeginum, Jóa og fleirum. María Maríus- dóttir mun leikstýra og velja efni ásamt fleiri meö- limum LL. Stefnt er aö frumsýningu um miöjan maí... AÐ fólk á nokkrum bæjum viö norðanvert Djúp heyri vel í Rás 2 án allra auka- loftneta. Skyldi þaö eiga einhvern þátt í að nytin minnkaði í kúnum í vetur? AÐ maður nokkur á Flateyri vilji nota fjárlagagatiö fræga til að búa til jarð- göng yfir á ísafjörð... Kabarett á Suðureyri (sfirðingar eru ekki einir um kabaretthald á Vestfjörðum. Á sunnudaginn hyggjast Súgfirð- ingar frumsýna fjölskyldukaba- rett í félagsheimili staðarins. Hann verður síðan fluttur Þing- eyringum laugardaginn 5. maí. A kabarettinum verður ýmis- legt til skemmtunar, kórsöngur, tvöfaldur kvartett treður upp, fluttur verður tvísöngur við gítar- undirleik, einnig frumsamið lag um Súgandafjörð. Þá verða gam- anvísur og gamanþættir á boð- stólum, samleikur á fiðlu og har- monikku, og Boy George kemur fram. Aðaldriffjöðurin í þessu kabar- etthaldi hefur verið Einar Logi Einarson, skólastjóri tónskólans, en ágóða af sýningum, ef einhver verður, fer til kaupa á orgeli fyrir kirkjuna. Ogeðslegt fugladráp á Oshlíð: Kom að hálfdauðum múkkum á Óshlíð — fuglinn friðaður á þessum árstíma Magnús Hansson f Bolung- arvík hafði samband við blaðið og sagði frá Ijótum aðferðum við fugladráp á Óshlíðinni nú á dögunum. Sagðist hann hafa komið að tveimur múkkum á götunni í gærmorgun. Hefði annar verið skotinn í gegnum hálsinn, en af hinum hefði ver- ið skotinn annar vængurinn og var hann hálfdauður þegar að var komið. „Það er lítilmann- legt hvernig menn virðast geta komið fram við skynlausar skepnur,“ sagði Magnús og sagði þetta ekki vera í fyrsta íbúð óskast Óskum eftir að taka á leigu fjögurra herbergja íbúð. Hugsanleg leiguskipti á 4—5 herbergja íbúð í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 4160. Ibúðarhúsnæði Viljum taka 3ja — 4ra herbergja íbúð á leigu fyrir starfsmann. VÉLSMIÐJAN ÞÓR HF. ÍSAFIRÐI — SÍMI 3711 DANSLEIKUR í Góðtemplarahúsinu mánudagskvöld 30. apríl kl. 23:00 — 3:00 Borðapantanir frá kl. 22:30 Fagnið 1. maí í Gúttó Alltaf sama fjörið Ásgeir — Margrét — Dúddi — Palli o 1 H A pLEGGUR \ OG SKEL J fataverslun barnanna Nýjar vörur í hverri viku. Buxur — Vesti — Jakkar — Samfestingar — Strigaskór. Mikið úrval af ungbarnafatnaði. Leggur og skel Ljóninu, Skeiði Sími4070 E o (ö ö) D> 3 o Hljóðfæraversliin á Patreksfírði skipti sem hann kæmi að fugl- um í svona ásigkomuiagi. „Það er allt annað en skemmti- legt þegar ferðafólk er að koma á sumrin að sjá þetta liggjandi eins og hráviði útum alla hlfð,” sagði Magnús. Þess má geta í þessu sambandi að múkki er friðaður frá 31. mars til 1. september ásamt fuglum eins og lóm, súlu, stokkönd, skúm, hvítmáf, bjartmáf, hettu- máf og ritu. Það er því ljóst að athæfi viðkomandi byssubófa á Óshlíðinni varðar við lög. Það eru einungis kjói, svartbakur, sílamáf- ur. silfurmáfur, og hrafn sem veiða má allt árið. Þeim tilmælum er hér með beint til byssueigenda að fara að lögum við fugladráp og láta af öllum óþverrahætti. Gláma, því rammvestfirska nafni, heitir ný versiun á Pat- reksfirði. Þetta er hljóðfæra- verslun og er hún til húsa að Stekkum 19. Eigendurnir eru tveir, Hilmar Árnason og Eivind Solbakk. Sá síðarnefndi er jafnframt tónlistarkennari á staðnum og hefur háskólapróf í hljómsveitarstjórnun. Þetta er annar vetur Eivinds á Patreks- firði, en hann er norskur. Að sögn Hilmars Árnasonar hefur verslunin alls konar hljóð- færi á boðstólum auk fylgihluta. Þeir flytja inn sjálfir og selja bæði í heildsölu og smásölu. Þannig hafa þeir einkaumboð fyrir Eminent orgel á íslandi og hafa hug á að dreifa þeim í aðrar hljóðfæraverslanir. Hilmar sagði að þó markaður- inn væri takmarkaður hefði selst ótrúlega mikið af hljóðfærum síð- SÓLBAÐSSTOFA AUSTURVEGI 13 SÍMI3026 OPIÐ FRÁ 7:00 TIL 23:00 ÞÆGINDI HREINLÆTI GÓÐ ÞJÓNUSTA an verslunin var opnuð. Verslun- in er einungis opin á föstudögum og laugardögum. Þess má geta að á Patreksfirði er nú komin vísir að lúðrasveit og skipa hana 30 manns, mest börn. Skíðamót Islands: Isfirð- ingar hlutu flest verðlaun • fsfirðingar hlutu flest verðlaun á skíðalandsmót- inu sem fram fór á Akureyri um páskana, hlutu alls 18 verðlaun, 6 gull, 7 silfurog 5 brons. Verður þetta að teljast dágóð frammistaða. Guðmundur Jóhanns- son vann 3 gull. Hann sigr- aði með yfirburðum í stór- svigi, var í sigursveit ísfirð- inga í flokkasvigi og vann alpatvíkeppnina. Stella Hjaltadóttir vann svo hin gullin þrjú með því að sigra í 3,5 km og 5 km göngu 16—18 ára og þessi árangur færði henni að sjálfsögðu sigur í göngu- tvíkeppninni. Stórglæsi- legt hjá Stellu. 6,5 m. Húsnæði til leigu Þetta húsnæði, sem er á neðri hæð í Ljóninu á Skeiði, er til leigu. Hentar vel fyrir verslun, sjoppu, veitingastað, skemmtistað eða fyrir léttan iðnað. Einnig er laus einn verslunarbás á efri hæð. Allar nánari upplýsingar gefur Heiðar Sigurðsson á staðnum eða í síma 3441 á kvöldin og 4211 á daginn. Húsnæðið er laust nú þegar. Ljóniö s.f. Skeiöi. 10,0 m. X c = ca. 280 fermetrar. E o of 16,5 m. Gluggar

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.