Vestfirska fréttablaðið - 17.05.1984, Qupperneq 3
vestfirska
FRETTABLADID
Vil að þau séu metin
sem leikarar
- segir Magnús J. Magnússon, leikstjóri og
annar höfundur verksins
Að sýningu lokinni röbbuðum
við stuttlega við leikstjórann og
annan höfund verksins, Magnús
J. Magnússon (hann er ísfirð-
ingur), og spurðum hann fyrst
hve langan tíma hefði tekið að
æfa verkið.
Magnús kvað æfingar hafa
hafist í febrúar og þær aðallega
farið fram um helgar.
Magnús hefur áður fengist
við uppfærslu leikrita fyrir
„venjulegt fólk“ og við spurð-
um hann hver væri munurinn á
vinna með því og hinum van-
gefnu.
„Erfiðasti hluturinn í byrjun
er að tileinka þeim ögun. Þegar
búið er að yfirstíga þann hjalla
taka þau á móti leiðsögn og at-
1111 íiii iiii jj|
iii iii | ÍÍi Hii
Við bjóðum þérað versla ódýrt
Tekið er við pöntunum og upplýsingar veittar
varðandi þessi tilboð í síma 4006
milli kl. 12:00 og 13:00
Stærri innkaup milliliðalaust
beint frá framleiðanda
HN — Kjötvinnsla
kr./kg.
1/2 grís, tilbúinn í frysti 159,00
1/2 ungnaut, tilbúið í frysti 179,00
Ungnaut, afturpartur, tilbúinn í frysti 219,00
Ungnaut, frampartur, tilbúinn í frysti 158,00
Dl skrokkur, sagaður í poka 128,90
Dll skrokkur, sagaður í poka 123,30
Sérpakkatilboð:
Fjórði partur nauts á kr. 2.400
Tilbúinn í frysti
Athugið að einungis á þessum tíma er hægt
að taka við pöntunum og veita upplýsingar
varðandi ofangreind tilboð
Sendum um allt land í póstkröfu
Okkar Venjul.
verð smás.v.
Kindahakk, 5 kg. eða meira 141,75 175,50
Nautahakk, 5 kg eða meira 207,90 257,40
Kjúklingar, 1 kassi 157,50 207,00
Franskar, 1800 gr., 1 kassi 118,12 155,25
Parísar, 750 gr., 1 kassi 44,22 57,96
Kjötvinnsla
SUNDSTRÆTl 36 » 4006
21 fets segl-
skúta
er til sölu. Er með
Volvo-Penta vél CB og
VHF talstöð, dýptar-
mæli, útvarpi og fl.
Skipti á bíl koma til
greina.
Upplýsingar í síma
4247. Atli
Magnús J. Magnússon leikstjóri, annar höfundur leiksins.
hugasemdum á sama hátt og
aðrir leikarar. Og þau eru mjög
þakklát."
— Ertu kröfuharður við þau?
„Ég hef stefnt að því að gera
til þeirra kröfur og þau standa
alveg undir þeim. Markmiðið er
að fá áhorfandann til að gleyma
að leikaramir séu vangefnir. Ég
vil að þau séu metin sem leik-
arar. Þess vegna varð leikritið
að vera álíka flókið og önnur
leikrit. Þau eru 13 sem leika 40
hlutverk í Lífmyndum, þannig
að sýningin væri flókin þó leik-
aramir væru allir heilbrigðir."
í TENGSLUM VIÐ OPNUN
BRÆÐRATUNGU
„Við komum vestur í tengsl-
um við opnun Bræðratungu til
að sýna að vangefnir geta staðið
að listtúlkun. Við erum að
reyna að breyta viðhorfum
fólks til vangefinna. Þeir standa
undir meiru en fólk gerir sér
grein fyrir.
Boðskapur sýningarinnar er
sá að vangefnir hafa tilfinning-
ar og þarfir eins og aðrir og eiga
rétt á að hafa skoðanir og að
tekið sé tillit til þeirra. Þau geta
líka tengst tilfinningaböndum.
Þetta fólk hefur verið einangrað
og almenningur ekki gert sér
grein fyrir að það hefur þörf
fyrir að umgangast aðra. Við
viljum líka vekja athygli á því
að þetta er ekki bara fólk sem
situr og gerir ekki neitt. Það
hefur þörf fyrir svipaða
menningarneyslu og heilbrigt
fólk.“
— Hvað hefur það gefið þér
að vinna með hinum vangefnu?
„Þau gefa ríkulega og eru
mjög þakklát. Maður fær mjög
sterk viðbrögð frá þeim. Þetta
kennir manni að umgangast
þau og þá sem eiga við erfið-
leika að stríða eins og venjulegt
fólk.“
Að endingu bað Magnús fyrir
þakkir fyrir móttökumar og
óskaði Vestfirðingum til ham-
ingju með Bræðratungu.
FASTEIGNA-
VIÐSKIPTI
ÍSAFJÖRÐUR:
Hrannargata 10, 3ja herb.
íbúö á efri hæö laus.
Stórholt 9, 4ra herb. íbúð á
1. hæö.
Sundstræti 29, 2ja herb.
íbúö á 2. næð. íbúðin er
laus.
Strandgata 5 a, lítið ein-
býlishús. Laust 1. júní.
Seljalandsvegur 85, lítið
einbýlishús.
Strandgata 5, ca. 120 ferm.
íbúð á neðri hæð í tvibýlis-
húsi. Laus fljótlega.
Túngata 3, 5 herb. íbúð í
suðurenda. Allt sér.
Mjallargata 9, einbýlishús
úr timbri. Stór eignarlóð.
Laust 1. maí.
Fitjateigur 6, ca. 130 ferm.
einbýlishús. Getur losnað
fljótlega.
Lyngholt 11, fokhelt einbýl-
ishús ásamt bilskúr.
Silfurgata 12, lítið einbýlis-
hús. Laust fljótlega.
Gouholt 5, rúmlega fokhelt
135 ferm. einbýlishús ásamt
bílskúr.
Stekkjargata 4, lítið einbýl-
ishús. Selst með góðum
kjörum, ef samið er strax.
BOLUNGARVÍK:
Stigahlíð 2, 2ja herb. íbúð
á jarðhæð.
Þjóðólfsvegur 14,3ja herb.
íbúð á 2. hæð.
Holtabrun 16, 4ra herb.
íbúð á 1. hæð.
Heiðarbrún 4, 138 ferm.
einbýlishús ásamt bílskúr.
Arnar Geir
Hinriksson hdl.
Silfurtorgi 1,
ísafirði sími 4144
AÐUR EN
ALLTFER
STEIK
íí
Viljum við ráða mann
tii auglýsingamóttöku,
aðstoðar við fréttaöflun
og fleira. V2 eða 1/i starf.
Einnig er starf blaða-
manns, fullt starf, laust
frá 1. sept. n.k.
Hafið samband við
Árna í Prentstofunni,
sími 3223 — ísafirði
vestfirska
FRETTABLADIS
Vestfirðingar!
Nú er suðurleiðin opin. Við minnum ykkur
á að hjá okkur er alltaf opið, hvort sem er
að nóttu eða degi.
SÖLUSKÁLI — GISTING
Bær, Reykhólasveit
sími 93-4757