Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 4
4 ísafjarðarkanpstaðnr Frá Barnaskóla ísafjarðar Sýning á vinnu nemenda verður í skólanum sunnudaginn 20. maí kl. 14:00 —19:00. Allir velkomnir. Skólastjóri Garðlönd Þeir aðilar, sem haft hafa á leigu garðlönd hjá ísafjarðarkaupstað og hyggjast halda þeim, verða að hafa greitt leigugjald til bæjar- sjóðs ísafjarðar fyrir 25. maí n.k. Eftir þann tíma verða garðarnir leigðir öðrum. Bæjarstjóri Frá Húsmæðraskólanum Ósk Sýning á verkum nemenda á postulínsmáln- ingar-, keramik-, vefnaðar- og bútasaums- námskeiðum, verður opin sunnudag og mánudag 20 — 21. maí n.k. kl. 17:00 — 22:00 báða dagana. Skólastjóri. Vinnuskólinn Unglingavinna Vinnuskólans byrjar föstudag- inn 1. júní og er ætluð unglingum fæddum 1969 — 1971. Skráning hefst á bæjarskrif- stofunum (hjá Birnu) föstudaginn 18. maí. Laus störf Flokkstjóra vantar við Vinnuskólann. Um er að ræða starf í 2 mánuði. Umsóknum sé skil- að til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á bæjar- skrifstofunni fyrir 25. maí. Einnig vantar flokkstjóra á starfsvelli, um er að ræða 2 mánaða starf. Umsóknum sé skil- að til félagsmálafulltrúa fyrir 25. maí. Hreinsunarvika 21. til 29. maí 1984 Á tímabilinu 21. til 29. maí n.k. verður almenn hreinsunar- herferð í bænum. Við biðjum þig að hreinsa allt rusl af lóð- inni þinni, fegra hana og snyrta, og munt þú fá aðstoð við að koma ruslinu í burtu og mun sorphreinsunarbíllinn fara um íbúðarhverfi bæjarins á eftirtöldum dögum og hreinsa það rusl, sem komið er út á götu: Mánudag 21. maí Af svæðinu Suðurtangi að Austurvegi Þriðjudag 22. maí Af svæðinu Austurvegur að Sólgötu Miðvikud. 23. maí Af svæðinu efri bærinn ofan Sólgötu ogTúnin Fimmtud. 24. maí Af svæðinu í Holtahverfi Föstudag 25. maí Af svæðinu í Hnífsdal Laugardag 26. maí Almennur hreinsunardagur Mánudag. 28. maí Yfirferð á Eyrinni og efri bærinn Þriðjudag. 29. maí Yfirferð í Holtahverfi og Hnífsdal Um frágang á rusli, er rétt að taka fram, að nauðsynlegt er að aðskilja brennanlegt rusl frá óbrennanlegu og binda fyrir pokana. Bent skal á að óbrennanlegt rusl, svo sem grjót, gler og járn veldur skaða á sorpbrennsluofninum og þarf því að setja sér í poka. Dagana 21. til 25. maí n.k. geta þeir sem losna vilja við bílhræ eða kofa af lóðum sínum, fengið aðstoð áhalda- húss bæjarins við brottflutning, eigendum að kostnaðar- lausu. í því skyni skal hafa samband við Benedikt Egils- son, bæjarverkstjóra, í síma 3443. Við hvetjum alla Isfirðinga til þess að leggja sitt af mörkum til þess að hreinsa og fegra bæinn og taka þátt í hreinsun- arherferðinni. Almennur hreinsunardagur Almenn félagasamtök í bænum munu fara um bæinn og hreinsa opin svæði, laugardaginn 26. maí. Byrjað verður kl. 9:00 við áhaldahús bæjarins og er almenningur hvattur til að taka þátt í hreinsuninni og mæta við áhaldahúsið þennan dag. Minnumst þess að hreinn bær er okkur kær Minnumst þess að hreinn bær er betri bær Bæjarstjórinn á ísafirði I vestfirska rRETTABLACHI Stofnun, þetta ægilega orð. I læri hjá hinum vangefnu - um leiksýningu Sólheimaleikflokksins Sunnudaginn 6. maí s.l. gafst ísfirðingum kostur á að sjá all óvenjulega leiksýningu í Al- þýðuhúsinu. Var þar kominn ieikflokkur frá Sólheimum í Grímsnesi með sýninguna Líf- myndir, en það er látbragðsleik- ur eftir Magnús J. Magnússon og Halldór Júlíusson. Þetta var í annað skipti sem leikurinn var sýndur, en hópurinn hyggst sýna víðs vegar um landið í maí. 31. maí verður síðan lagt upp í mánaðar leikför um Skaninavíu og sýnt á öllum Norðurlöndun- um, nema Finnlandi. Leikendur eru 13 og allir vistmenn að Sól- heimum en leikstjóri er Magn- ús J. Magnússon. KJAFTSHÖGG Á FOR- DÓMA Lífmyndir var kjaftshögg á þau okkar sem vaða í villu og svima um getu og þarfir van- gefinna. Sumir áhorfenda létu svo ummælt eftir sýninguna að þeir hefðu skammast sín fyrir fáfræðina, — þeir hefðu haldið að ekki væri hægt að setja upp sýningu með svona fólki. Einn ágætur félagi í Litla leik- klúbbnum sagðist aldrei hafa orðið fyrir jafn sterkum áhrif- um á nokkurri leiksýningu. Alltof mörg sæti vitnuðu um fordóma þeirra sem að öllu jöfnu sækja sambærilega list- viðburði. Sjálfur hefði ég misst af sýningunni ef ég hefði ekki hitt leikstjórann að máli daginn áður. LJÓÐRÆNN BLÆR Lífmyndir fjallar á skýran, en þó gagnrýnin hátt, um viðbrögð umhverfisins við vangefnu barni, —útskúfunina, skiln- ingsleysið. Jafnframt eru til- tilfinningalífi og þörfum hinna vangefnu gerð góð skil á einkar nærfærinn og viðfeldinn hátt. Túlkun þessa dramatíska efnis leystu leikendur svo vel af hendi að það hefði tæpast hvarflað að manni að um van- gefið fólk væri að ræða ef mað- ur hefði ekki vitað það fyrir- fram. Með vel valinni tónlist og samspili lýsingar, búninga og leiktjalda tókst að mínu mati að skapa sýningunni afar hugljúf- an, ljóðrænan blæ. Hið eina sem mér dettur í hug að setja útá'er að sum atriðin voru of- urlítið langdregin, en kannski var það bara af því ég stóð uppá endann alla sýninguna. PÍSLARVOTTAR? Verkið samanstóð af all- mörgum atriðum og var hvert um sig kynnt með spjaldi sem tveir leikendur héldu á milli sín. Hvítt spjald með svartri áletrun, borið af svartklæddu fólki með hvítmáluð andlit; drungaleg lýsing. Og stóðu þarna þögul með skiltið fremst á sviðinu töluvert lengi. Svo lengi að lesa hefði mátt áletrunina a.m.k. 20 sinnum En hver nennir að standa í því? Enginn, heldur fer maður að hugsa, brjóta heilann um innihald orðsins á spjaldinu, hvað það hafi í för með sér, hvort það sé rökrétt framhald af því sem áð- ur er skeð. í stuttu máli: reynir að grafast fyrir um boðskap verksins. Um leið veit maður að þeir sem spjaldið bera eru sjálfir vangefnir, hafa e.t.v. gengið sömu píslarvættisgönguna og persónurnar í verkinu. Sektar- kenndin grefur um sig. Að vekja til umhugsunar er einmitt aðall góðrar sýningar. Að hrista upp í okkur egóistun- um sem hlaupum í lífsgæða- kapphlaupi að feigðarósi. För- um í læri hjá hinum vangefnu. Þeir eiga erindi og spurning hvort nokkuð þurfi að flíka tengslunum við Sólheima á auglýsingaplakötunum. Þau stilla sér upp eins og dæmt fólk.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.