Vestfirska fréttablaðið - 17.05.1984, Page 10
LJOSRITUM
meðan beðið er.
Pappísstærð A-4 (21x30 cm) verð kr. 5,00 á örk
A-3 (30x42 cm) verð kr. 6,00 á örk
Einnig er hægt að minnka og stækka,
hægt að Ijósrita á glærur
og löggiltan skjalapappír.
Bókaverzlun
natsiáttur er veittur frá Jónasar Tómassonar
ofangreindu verði. ísafirði - Sími 3123
hjl
vestfirska
FRETTABLASIS
ERNIR V Símar 3698 og 389
V ISAFIROI
BÍLALEIGA
t
vestfirska
3
hefur
heyrt
Að áberandi kurr sé nú í
Súgfirðingum. Rekstur
Fiskiðjunnar Freyju hefur
gengið brösuglega um
skeið og þar sem ekki er
um auðugan garð að
gresja í atvinnumálum
plássins þegar henni
sleppir hefur það haft áhrif
á allt mannlíf í þorpinu. S.l.
tvö ár hafa um 60 manns
flust burt og um 40 til við-
bótar hugsa sér nú til
hreyfings, margir hverjir
gamlir Súgfirðingar. Nú er
svo komið að mörg hús
standa tóm eða hálftóm á
staðnum og einbýlishús
eru nánast á útsölu og selj-
ast þó ekki. Telja sumir að
þessi sölutregða kunni að
stemma stigu við enn frek-
ari mannflótta. Heimildir
blaðsins herma að tvær
meginástæður liggi að baki
óróa Súgfirðinga: mikil ein-
angrun og umdeildur rekst-
ur Freyju síðan Sambandið
tók við. Þar hafa verið tíð
verkstjóraskipti, erjur og
uppsagnir, en uppsögn
þýðir nánast brottvísun úr
þorpinu, því ekki er í mörg
önnur hús að venda. En til
að sanna fyrir umheiminum
að þeir væru ekki dauðir úr
öllum æðum héldu Súgfirö-
ingar mikinn kabarett ný-
verið og hlaut hann góðar
undirtektir...
Að á sunnudaginn hafi ver-
iö haldinn fundur í bygg-
ingarnefnd nýs íþrótta-
húss, þar sem Vilhjálmur
Hjálmarsson lagði fram
hugmyndir að hönnun og
útliti hússins. Um þrjár að-
altillögur er að ræða og
gera þær allar ráð fyrir að
byggð verði íþróttamið-
stöð, þ.e. bæði sundlaug
og íþróttahús með sameig-
inlegri baðaðstöðu. Þessar
hugmyndir verða nú kynnt-
ar íþróttaforystunni en
stefnt er að því að Ijúka
hönnun í ár og hefja fram-
kvæmdir á því næsta...
Rækjuúrgangur til vandræða
- veldur mengun og elur vargfugl sem skapar slysahættu við flugvöllinn
,lá án halH haA moni cpnin \/irtict frfim til hpcc^ hítÍM hnft v;pri hó lióct hvaÓa hættir vinncl-
„Já, ég held það megi segja
að úrgangur frá rækjuverk-
smiðjunum sé orðinn vanda-
mál, sérstaklega vegna þeirrar
aukningar sem er að verða á
rækjuúrgangi," sagði Jón Jó-
hannesson hjá Rannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins þegar Vf
leitaði álits hans varðandi þetta
mál. „Þessi úrgangur er hér á
versta stað í bænum og elur
máf og aðra fugla, sem er vara-
samt gagnvart flugvellinum. Og
ef úrgangurinn er ekki grafinn
jafnóðum myndast ammoníak-
stækja sem gæti spillt góðum
sumardegi."
Jón sagði ennfremur að sjórinn
virtist fram til þessa hafa haft
undan að hrjóta rækuskelina nið-
ur. Núna hefði vinnslan hins vegar
þrefaldast og stór hluti hennar
færi fram yfir heitustu mánuði
ársins. en þá ganga hin óæskilegu
efnaskipti hraðast.
Hvað lausnir vandamálsins
varðar sagði Jón skammtímalausn
væri að losna við úrganginn þann-
ig að hann yrði ekki til óþrifnaðar.
Langtímalausn væri aftur á móti
að nýta skelina, því í henni væru
hugsanlega verðmæti. Þannig
mætti nýta rauða litarefnið í
henni, eggjahvítuefnið og kítin,
sem er burðarefnið í skelinni. Ekki
væri þó Ijóst hvaða þættir vinnsl-
unnarværu arðbærir.
Vf sneri sér til Harðar Guð-
mundssonar flugmanns, og leitaði
álits hans á þessu vandamáli.
Hann sagði óvenju mikið um fugl
við flugvöllinn og benti það til
þess að hann hefði æti einhvers
staðar nálægt. „Hann dregur
drullu og slóg uppá brautina og
liggur á þessu. Þetta skapar stór-
hættu fyrir vélarnar og dæmi eru
um það í vetur að 18—20 stykki
hafi farið í vél hérna.“
Hörður sagðist einmitt hafa ver-
ið að lesa grein í ensku blaði um
hættuna sem flugvélum stafaði af
fugli. Þar var fuglun um líkt við
fjaðra—eldflaugar (feathered
missiles) og lýsirþað hættunni vel.
Ekki nóg með það, heldur eru
dæmi um að fuglinn hafi dregið
línukróka uppá braut og lá við
stórslysi í vetur þegar sprakk á
hjólbarða vélar frá Sverri Þór-
oddssyni af þeirra völdum.
„Þetta er hreinasta plága hér í
firðinum og nauðsynlegt að gera
eitthvað til að stemma stigu við
þessu," sagði Hörður Guðmunds-
son, flugmaður.
Þess má geta að Tækniþjónusta
Vestfjarða hefur verið falið að
gera úttekt á því hvernig vænleg-
ast sé að losna við rækjuúrgang.
Guðmundur Þórarinsson í herbergi sínu.
Nú er sumarið komið á al-
manak Þjóðvinafélagsins og
sjálfsagt önnur dagatöl líka, og
vertíð lokið hjá línubátum.
Nokkrir hundsa þó dagatölin og
halda áfram veiðum hvað sem
tautar og raular. Aðrir sleikja
hafnarbakkana að loknu erfiðu
úthaldi og enn aðrir tróna ber-
rassaðir í slipp. Svo er nú það.
Rækjuveiðunum í Arnarfirði
lauk á þriðjudagskvöld og hafði
þá næstum tekist að veiða uppí
kvótann. Rækjan hafði smækk-
að töluvert áður en lauk að
sögn Bílddælinga. Rauðbæ-
inga, þ.e. ísfirðinga, skortir nú
meira rauðagull og hafa á-
kveðnir aðilar verið að þreifa
fyrir sér um leigu á ákveðnum
togara BÚR, nánar tiltekið þess-
um með rithöfundarnafninu, til
að fylla uppí rækjugatið.
BESSI landaði á föstudag í sfð-
ustu viku tæpum 150 tonnum,
uppistaðan grálúða.
GUÐBJARTUR landaði sama
dag 70 tonnum af grálúðu og
karfa.
POLLINN HF
Isafiröi ,
Sími3792
FERMINGARGJAFIR
ÚRVALIÐ HEFUR SJALDAN VERIÐ MEIRA
Sinclair-tölvur
100 gerðir forrita
Bit-90 tölvur
BBC-tölvur
Tölvuspil
Vasadiskó
Ferðatæki
Marantz hljóm-
flutningstæki
Vasareiknivélar
Útv.vekjarar
Hárkrumpur
Hár-krulluburstar
Sólarlampar
Rakvélar
Borvélasett
Skrifborðsljós
Hljómplötur
Quarts-vekjarar
og margt fleira
SJÓN ER SÖGU RÍKARI
PÁLL PÁLSSON landaði 204
tonnum á laugardaginn og var
helmingurinn þorskur en restin
grálúða.
ELlN ÞORBJARNARDÓTTIR
kom með 150 tonn af grálúðu
og karfa á þriðjudag.
GYLLIR var væntanlegur í dag
með eitthvað á annað hundrað
tonn af grálúðu og karfa.
FRAMNES I. landaði á þriðju-
dag 171 tonni af grálúðu.
SLÉTTANES var væntanlegt í
gær með rúm hundrað tonn.
SÖLVI BJARNASON skilaði 170
tonnum á land á föstudag,
meiriparturinn grálúða.
TÁLKNFIRÐINGUR kom með
160 tonn á laugardag, en fékk
ekki löndun fyrr en í gær.
SIGUREY landaði 134 tonnum
af grálúðu og karfa á þriðjudag í
síðustu viku.
BJARNI BRNEDIKTSSON land-
aði 20 tonnum af rækju á Bíldu-
dal á föstudaginn.
HAFÞÓR landaði 33 tonnum á
föstudaginn.
Bræðra-
tunga
vígð
Bræðratunga, þjálfunar- og
þjónustumiðstöö fyrir fatlaða á
Vestfjörðum, var vígð við hátíð-
lega athöfn á laugardaginn.
Fjöldi manns var viðstaddur at-
höfnina, þ.á.m. Alexander
Stefánsson, félagsmálaráð-
herra, og lýsti hann stöðina
formlega opna.
1 ræðu sinni sagði Alexander
m.a. að nú væru þáttaskil í mál-
efnum fatlaðra á íslandi. Væri það
einkum að þakka nýjum viðhorf-
um almennings, menntuðu fólki
og öflugum samtökum fatlaðra. Þá
kvað hann hin nýju lög um mál-
efni fatlaðra sem gengu í gildi um
síðustu áramót hafa markað tíma-
mót, nú væri í fyrsta skipti komið
til móts við fatlaða á öllu landinu.
án tillits til þess hver fötlunin væri.
Margir tóku til máls við vígsl-
una og margar gjafir bárust. Var
sérstaklega til þess tekið hve gjaf-
mildir Vestfirðingar væru.
Þrír vistmenn bjuggu í húsinu
þegar það var vígt og heilsuðu
þeir gestum hlýlega við inngang-
inn. Við fengum að líta inn í
herbergi þeirra. Guðmundar Þór-
arinssonar (mynd). Hann sagðist
vera með bróður sinum. Hjalta, í
herbergi og væru þeir úr Bolung-
arvík, en hefðu komið að sunnan
til að dveljast í Bræðratungu.
Guðmundur sagðist vera mjög
ánægður með herbergið og
Bræðratungu, sér líkaði vel þar.
Hann sagðist hafa komið rétt eftir
páska til dvalar í Bræðratungu.
Við óskum honum og öðrum
heimilismeðlimum alls góðs í
framtíðinni.
BILALEIGA
Nesvegi 5 — Súðavík — 94-6972-6932
Grensásvegi 77 — Keykjavík — 91-37688
Sendum bflinn
Opið allan sólarhrínginn