Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 5
5 ■5 vestíirsKa KOMA SKEMMTILEGA Á ÓVART cm Smellurinn Z-IOO seldist upp á mettíma Lúxusinn Z-300 er gott dæmi um iiágæðavöru á góðu verði eöy Tækið sem uppfyllirgæðakröfurneytandans. Samkvæmt könnun bresku neytendasamtakanna, kemurframað Panasonic bila langminnst allra VHS tækja Panasonic er eitt mest selda VHS tæki í heimi GpU CpU CpU CpU GpUi CpU Nýjar bækur Loftleiða- ævintýrið Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá sér Alfreðs sögu og Loftleiða. Jakob F. Ásgeirsson skráði eftir frásögn Alfreðs og ýmsum fleiri heimildum. I bókinni rekur Al- freð Elíasson fyrrverandi for- stjóri minningar sínar og greint er frá tilurð og sögu Lofteliða, „hvernig fyrirtækið óx úr nánast engu upp í að verða stórveldi á íslenskan mælikvarða," segir í frétt frá forlaginu. „Fjallað er um íslenska flug- sögu sem nær hápunkti með saminingu Flugfélags (slands og Loftleiða sem sumir vilja kalla stuld aldarinnar." Alfreð Elíasson segir hér frá uppvaxtarárum sínum, dvöl vestan hafs, fyrstu kynnum af flugi og flugmálum, og koma hér við sögu allir helstu forvígismenn í íslenskum flugmálum við stríðs- lokin. Þá er greint frá stofnun Loftleiða og baráttu þeirra fyrir stöðu sinni á hinum harða mark- aði Atlantshafsflugsins. Frá- sögnin er studd margvíslegum gögnum, samtímafrásögnum blaða, munnlegum upplýsingum svo og einkaplöggum sem ekki hafa fyrr verið hagnýtt. „Hér kemur því fram ýmislegt sem hingað til hefur verið á fárra vlt- orði um hvað gerðist bak við luktar dyr fundaherbergja og forstjóraskrifstofa þegar teflt var um völd og metorð í stærsta fyr- irtæki íslendinga," segir í kynn- ingu forlagsins. Má því segja að bók þessi sé grundvallarheimild um sögu flugmála á íslandi. Bók þessi er tileinkuð „öllum þeim sem lögðust á eitt að gera Loftleiðaævintýrið að veruleika." Saga þessa fyrirtækis er því megininntak bókarinnar, og frá- sögninni lýkur við sameiningu Loftleiða og Flugfélags íslands. Aðdragandi hennar er rakinn í ít- arlegu máli og greint frá harðvít- ugum sviptingum bak við tjöldin þegar stjórnvöld knúðu sem á- kafast á um sameiningu. Urðu á- rekstrar þar harðir, einkum er til þess kom að meta eignir félag- anna og ákveða um valdahlutföll hvors aðila um sig í hinu nýja fé- lagi. Alfreös saga og Loftleiða er stór bók, 350 bls. og ríkulega myndskreytt. í eftir mála gerir skrásetjari grein fyrir helstu heimildum, og aftast er skrá um mannanöfn. Bókin er prentuð hjá Prentsmiðjunni Odda hf. Kápa er hönnuð í Auglýsingastofunni Octavo. Sendum öllum vinum og velunnurum okkar bestu jóla- og nýársóskir. Þökkum veittan stuðning á liðnu ári. AFS á ísafirði

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.