Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 11

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 11
I TÉitíÍrsi I rRETTABLAEID Bækur frá Almenna bóka- félaginu Kvæði '84 Út er komin hjá Almenna bóka- félaginu ný Ijóðabók eftir Krist- ján Karlsson sem nefnist Kvæði 84. Er þetta 4. Ijóðabók skálds- ins. Kristján er eitt af sérstæðustu skáldum okkar, nýr og ferskur og er óhætt að segja að Ijóð hans séu uppspretta nýrra hugmynda og nýrra aðferða í skáldskap. I einni af fyrri Ijóðabókum sín- um segir Kristján Karlsson að „kvæði sé hús sem hreyfist." Hann hefur ennfremur látið svo um mælt að ,,kvæði eigi hvorki að vera flöt rökræða né blaut dula, það verður að rísa af papp- írnum af eigin rammleik. Ef það gerir það ekki væri efni þess betur komið í öðru formi. Hugsun kvæðis og tilfinning er ekkert annað en kvæðið sjálft: hús þess.“ Kvæði ’84 eru 90 bls. að stærð og prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Á ferð um ísland Rejse paa Island eftir danska skáldið Martin A. Hansen, komin út á íslensku í þýðingu Hjartar Pálssonar. Martin A. Hansen (1909 — 1955) var eitt af höfuðskáldum Dana á sinni tíð og mikill aðdá- andi Islands og íslenskra bók- mennta. Hann átti þess kost að ferðast einu sinni á sinni stuttu ævi víðsvegar um landið sumarið 1952 og þá varð bókin Rejse paa Island til. Með honum var mynd- listarmaðurinn Sven Havsteen- Mikkelsen sem margir íslending- ar þekkja persónulega. Nú er þessi frábæra bók um Island loks komin út á íslensku og er hún í þýðingu Hjartar Páls- sonar. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er kynnt þannig á káþu: „ísland er stórbrotið, en ekki broshýrt við fyrstu sýn, og fólkið jafnvel ekki heldur. En skáldið Martin A. Hansen vissi vel að það var aðeins skel. Hann þekkti þetta land og þetta fólk, ekki af því að hann hefði verið hér áður, heldur af því að hann var heima í íslenskum bókmenntum. Enda átti viðmótið eftir að hlýna. ísland kringum 1950, fjöll þess og fólk, dýr og blóm, rís uþp af síðum þókarinnar, og í baksýn birtast þersónur fslendinga- sagna, saga og nútími renna saman íeinaglitrandi heild. Enda var sagt um bókina við útkomu hennar: Sjaldan hafa höfundur og land tekist svo innilega í hendur og fsland og Martin A. Hansen í þessari bók. fslenska útgáfan er með myndum Sven Havsteen-Mikk- elsens. Hún er 243 bls. og unnin í Prentsmiðjunni Odda. íslensk haglýsing Bók um íslensk efnahagsmál. Út er komin á vegum Almenna bókafélagsins bók um íslensk efnahagsmál undir nafninu Is- lensk haglýsing. Er hér um að ræða 12 ritgerðir eftir íslenska hagfræðinga um mismunandi þætti í þjóðarbúskap okkar, en ritstjóri og umsjónarmaður verksins er Þórður Friðjónsson hagfræðingur. Höfundar ritgerðanna eru þessir: Ásmundur Stefánsson, Björn Matthíasson, Bolli Þór Bollason, Eiríkur Guðnason, Guðmundur Magnússon, Jóhannes Nordal, Jón Sigurðsson, Jónas H. Har- alz, Ólafur Björnsson, Þórður Friðjónsson, Þráinn Eggertsson. Bókin er einkum ætluð til kennslu í íslenskri haglýsingu við Háskóla íslands, en hver sá sem áhuga hefur á hagfræði og ís- lenskum efnahagsmálum getur haft gagn og ánægju af bókinni, enda er í henni að finna sumt af því besta sem skrifað hefur verið um þjóðarbúskap íslendinga, segir Þórður Friðjónsson í for- mála fyrir henni. Bókin er 237 bls. að stærð, gefin út sem kilja. Tölvubók AB Tölvur og hvernig þær eru not- aðar. Gefin út af Almenna bókafélag- inu í samvinnu við Stjórnunarfé- lag fslands. Almenna bókafélagið hefur sent frá sér bók um notkun og hagnýtingu tölva undir nafninu Tölvubók AB. Meginhluti hennar er upphaflega saminn fyrir tölvu- kennslu á vegum breska sjón- varpsins (BBC) af þremur sér- fræðingum, þeim Robin Brad- hear, Peter de Bono og Peter Laurie. Þýðandi er Björn Jóns- son. Við BBC-bókina hefur hér ver- ið bætt 25 blaðsíðna viðauka sem heitir Notkun tölva í íslensku atvinnulífi og hafa samið hann þeir Gunnar Ingimundarson, Jón Sc. Thorsteinsson og Páll K. Pálsson. Auk þess er orðskýringarkafli, þar sem merking hinna íslensku nýyrða er rækilega skýrð og tek- ið fram hvernig tilsvarandi orð er notað í ensku. Tölvubók AB er fyrst og fremst hugsuð sem hagnýt kennslubók og er gefin út í samráði og sam- vinnu við Stjórnunarfélag fs- lands. En einnig er unnt að nota hana við sjálfsnám og er orð- skýringakaflinn ekki síst mikil- vægur í sambandi við það. Tölvubók AB hefst á auðveld- um byrjunaratriðum, en þeir sem farið hafa vandlega í gegnum hana eiga að geta unnið við tölv- .NIUAR INEÐRA SVEINN EINARSSON 1 ur í fyrirtækjum og hafa fengið hugmynd um hve ótalmarga og margvíslega möguleikatölvurnar veita. íslenska þættinum er skipt í nokkra kafla sem heita: Tölvu- væðing atvinnulífs, Notkun tölva í sjávarútvegi,(við fiskveiðar og fiskvinnslu) Notkun tölva í iðnaði (við bókhald, framleiðslustýringu og framleiðslueftirlit). Tölvubók AB er 236 bls. að stærð, pappírskilja í allstóru broti. Fjöldi skýringamynda er í bókinni. Níu ár í neðra Út er komin á vegum Almenna bókafélagsins minningabók Sveins Einarssonar frá því að hann var leikhússtjóri í Iðnó. Bókin er kynnt þannig á bókar- kápu: „Sveinn Einarsson var leik- hússtjóri í Iðnó á gróskuárum Leikfélags Reykjavíkur 1963 — 1972. Þá voru tekin til sýningar hin margvíslegustu leikverk, sum sannarlega mikils háttar, og leik- húsið var afar vel sótt. Sveinn segir hér frá þess- um ágætu 9 árum sínum í hinu þrönga en vinalega leik- húsi, árum sem einkenndust af framsækni og bjartsýni. Hann segir frá kynnum sínum og sam- vinnu við leikara, lífinu á vinnu- staðnum Iðnó og lýsir því hvernig leikverkin hlutu þá ásýnd sem leikhúsgestir fengu að sjá. Að baki þeirri ásýnd lágu oft mikil á- tök, stundum brosleg, en um- fram allt mikil vinna. En leik- húsgestir fá ekkert um það að vita. Níu ár í neðra fjallar um þá Iðnó sem leikhúsgestum er ekki sýnd.” Níu ár í neðra er með mörgum myndum frá leiksýningum í Iðnó, nafnaskrá og leikritaskrá. Hún er 220 bls. og unnin í Prent- smiðjunni Odda. Öskrið Almenna bókafélagið hefur sent frá sér skáldsöguna, Öskrið eftir nýjan höfund, Lilju K. Möller. Lilja er ungur Reykvíkingur, fædd 1953, víðförul og víðlesin. „Öskrið er áhrifamikil skáld- saga, í senn átakanleg og sþaugileg, um unga og draum- lynda konu sem ber nafnið Ára. Hún leitar árangurslaust að ást og skilningi í tilfinningasnauðum heimi og berst fyrir því að við- halda einstaklingseðli sínu gagnvart móður, sambýlismanni og samfélagi...” Öskrið er 188 bls. að stærð og prentuð í Prentverki Akraness. Ljónið, nornin og skápurinn Almenna bókafélagið hefur sent frá sér ævintýrabókina Ljónið, nornin og skápurinn eftir breska höfundinn heimskunna, C.S. Lewis. Þýðandi er Kristín R. Thorlacíus, en myndir eru eftir Pauline Bayes, sem myndskreytt hefur flestar C.S. Lewis-bækur, hvar sem þær koma út í heimin- um. Ljónið, nornin og skápurinn er að sjálfsögðu fyrst og fremst fyrir börn þó að lesendur á öllum aldri hafi skemmtun af að lesa hana. Hún segir frá töfralandinu Narníu þar sem alltaf er vetur, því að nornin sem ræður þar ríkjum vill hafa þaö svo. Fjögur Lundúna- börn koma að undirlagi hennar inn í þetta land, nornin ætlaði að hafa gagn af þeim, en það fór öðruvísi en hún hafði ætlað. Ljónið, nornin og skápurinn er 189 bls. OPIÐ: Föstudag 21. des. kl. 9:00 — 19:00 Laugardag 22. des. kl. 9:00 — 23:00 Sunnudag 23. des. kl. 13:00 — 18 )0 Mánudag 24. des. kl. 10:00 — 16:00

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.