Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1984, Blaðsíða 12
Endurbætur í Alþýðuhúsinu: Ný sæti og hljómflutningstæki Ákveðið hefur verið að miklar endurbætur verði gerðar á Al- þýðuhúsinu á fsafirði í vetur. Keypt verða ný hljómflutnings- tæki fyrir bíóið og ný sæti verða sett í salinn. Pétur Sigurðsson kvaðst reikna með því að húsinu yrði lokað í u.þ.b. þrjár vikur í mars á meðan skipt verður um tækin og sæti. Nýju sætin kváðu eiga að verða hin þægilegustu og standa vonir til að menn geti látið af því að kvarta undan sárindum í afturenda eftir kvikmyndasýningar. Hljóm- flutningstækin sem sett verða upp eru að sögn Péturs hin fullkomnustu, sömu gerðar og þau sem nýlega voru sett upp í Háskólabíói. Fjölgun umferðarslysa Vestfirska fréttablaðinu hafa borist upplýsingar frá Umferð- arráði þar sem saman eru komnar tölur um öll umferðar- slys á íslandi fyrstu 11 mánuði Skelfiskveiðimenn frá Bíldu- dal og starfsfólk Rækjuvers á Bíldudal ásamt fleiri bæjarbúum gáfu Hjálparstofnun kirkjunnar andvirði um 10 tonna af skel eða eins tonns af fullunnum skel- fiski og munu peningarnir renna til hjálparstarfsins í Eþíópíu. Á Bíldudal eru gerðir út 9 bátar á skelfiskveiðar, en síð- astliðinn fimmtudag fóru allir sjómennirnir af þessum bátum út á 5 stærstu bátunum og gáfu alla sína vinnu og þann afla sem á land barst, en hann var eins og ársins. Reyndar er þetta bráða- birgðaskráning en engu að siðuj má lesa það úr þessum tölum að umferðarslysum hefur fjölgað til muna frá fyrra ári. áður segir um 10 tonn. I landi gáfu starfsmenn Rækjuvers alla sína vinnu. Batar og öll aðstaða til vinnslu í landi var og lögð fram án endurgjalds og lögðu fleiri hönd á plóginn. Skipaút- gerð ríkisins ætlar að flytja af- urðirnar endurgjaldslaust til Reykjavíkur þar sem Hjálpar- stofnunin mun koma þeim í verð. Það mun nánast vera orðinn fastur liður á Bíldudal að gefa síðustu sjóferð ársins til líknarmála. Þetta er glæsilegt framtak hjá Bílddælingum og mætti verða öðrum fordæmi. Fyrstu 11 mánuðiársins 1984 létust .24 i umferðinni, en árið 1983 létust 15 á sama tíma. Þeir sem hafa slasast í umferðinni í ár voru orðnir 711 en voru 568 í fyrra. Ýmsar fleiri tölulegar upp- lýsingar voru í þessari skýrslu Umferðarráðs og bar þær allar að sama brunni, slysum fer fjölgandi. Það er því full ástæða til að brýna það fyrir fólki að það fari varlega í umferðinni, sérstaklega nú í svartasta skammdeginu og hálkunni. Skemmdir á bílum og húsum — í rokinu á laugardaginn 1 rokinu sem gekk yfir síðast- liðinn laugardag og aðfararnótt laugardagsins urðu nokkrar skemmdir vegna foks á bílum og húsum og einn bátur slitnaði upp í Sundahöfn og fór upp í fjöru. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var henni tilkynnt um skemmdir á a.m.k. 7 bílum sem höfðu skemmst við það að á þá fauk eitt og annað lauslegt, einnig urðu einhverjar skemmdir á húsum rúður brotnuðu o.fl. vegna foks og þakplötur losnuðu. Klukkan 5 á laugardagsmorgun mældist Þessi bíll fór svona í hálkunni um daginn. Sem betur fer urðu engin meiðsli á fólki, en það er vissara að fara varlega. Höfðingleg gjöf — Bílddælingar gefa andvirði 300 þús- unda af skelfiski til Eþíópíusöfnunarinnar r Þar sem þetta er síðasta I tölublað Vestfirska fréttablaðs- I ins á þessu ári datt okkur í hug I að breyta aðeins út af vananum I og athuga hvað vestfirskir tog- j arar hafa aflað á árinu. Vita- j skuld eru þær tölur sem hér I..------........ fara á eftir ekki endanlegar aflatölur ársins nema hjá stöku skiþum, þar sem sumir eiga eftir að landa einu sinni enn, eða jafnvel tvisvar áður en árið er úti. Þó ættu þessar tölur að gefa þokkalega vísbendingu um ársaflann. Rétt er að taka það fram að ekki er raunhæft að bera þessar tölur saman til að sjá hverjir eru mestir fiski- menn þar sem menn voru bundnir af kvóta og öðru. Sumir hafa látið sér nægja að veiða upþ í sinn kvóta, en aðrir hafa aflað sér viðbótarkvóta af öðrum skipum. Ekki verður af- gangur af kvóta Vestfjarðatog- ara svo vitað sé og hafa þeir sem fengið hafa viðbót líklega orðið að sækja hana að mestu út fyrir fjórðunginn, þó að ekki hövum við neinar áreiðanlegar upplýsingar um kvótakaup. ------------------------1 Þess skal þó getið að eitthvað | hefur verið um það að menn I færðu kvóta á milli skiþa í eigu I sömu útgerðar. BESSI 3300 tonn. GUÐBJARTUR 3612tonn. PÁLL PÁLSSON 4411,256 I tonn. I JÚLÍUS GEIRMUNDSw ON 3270 tonn. GUÐBJÖRG 4940 tonn. HEIÐRÚN 2788 tonn. DAGRÚN 3935 tonn. | ELIN ÞORBJARNARDÓTTIR I 3132 tonn. GYLLIR 3314,347 tonn. FRAMNES I. 2474,950 tonn. SLÉTTANES 3815,348 tonn. SÖLVI BJARNASON 2874 | tonn. I TALKNFIRÐINGUR 3623,102 ■ tonn. SIGUREY 2655,473 tonn. „R(kið“ flutt Jónatan Arnórsson við blómakörfu sem barst í tilefni flutningsins. Brennivínsbúðin, þ.e. útsala ÁTVR á Isafirði, hefur nú verið flutt um set og er komin úr húsi Brunabótafélagsins í næsta hús við hliðina, Aðalstræti 20. Nýja húsnæðið er hið glæsi- legasta og stórbatnar nú öll að- staða verslunarinnar. Plássið sem verslunin hefur nú er 257 fermetrar en til samanburðar má geta þess að í gamla staðn- um var það einungis 119 fer- metrar. Öll vinnuaðstaða hefur stórbatnað og þurfa starfsmenn nú ekki að lyfta þungum áfeng- iskössum á milli hæða, þar sem þeir hafa vörulyftu til að flytja áfengi og tóbak inn á lager í kjallaranum og þaðan aftur. Að sögn Jónatans Arnórs- sonar starfsmanns í „ríkinu“ verður úrval tegunda af áfengi líklega um þrefalt á við það sem var og ættu því allir að geta fengið eitthvað við sitt hæfi hér eftir. veðurhæðin 12 vindstig á Páli Pálssyni sem lá úti á firðinum og beið þess að geta komist í höfn. Þrátt fyrir veðurhaminn urðu engin slys á fólki, en þetta var annasamur tími hjá lög- reglunni. Einhverjar rafmagnstruflanir urðu vegna seltu á línum og datt vesturlína út um tíma, en fljót- lega tókst að koma henni í samband aftur þannig að ekki þurfti að grípa til skömmtunar á rafmagni. Foreldrafélag G. í.: Vill sameinafram- haldsskóla á Isafirði Aðalfundur Foreldrafélags Gagnfræðaskóla Isafjarðar haldinn á ísafirði þann 22. nóv- ember 1984 hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „í greinargerð menntamála- ráðuneytisins um húsnæðismál grunnskóla ísafjarðar, dagsettri 20. maí 1983 segir m.a. um Gagnfræðaskólann: „Tilfinn- anlega vantar húsnæði fyrir bókasafn, kennslu í líffræði og eðlisfræði, sérkennslu, fjölritun og tæki og vinnuaðstöðu kenn- ara. Þá má og nefna samkomu- sal, betri snyrtiaðstöðu, geymsl- ur, aðstöðu fyrir „aksturs“nem- endur og fleira.“ Niðurstöður fyrrnefndrar greinargerðar eru m.a.: „Hefja þarf undirbúning að byggingu viðbótarhúsnæðis fyrir efri hluta grunnskólans.“ Fundurinn skorar á bæjar- stjórn ísafjarðar að beita sér fyrir úrbótum í húsnæðismál- unum hið bráðasta svo skóla- starfið þurfi ekki að líða fyrir þetta lengur en orðið er. Einnig vill Foreldrafélag G.í. benda á að valmöguleikar grunnskóla- nemenda til framhaldsnáms eru mjög takmarkaðir, miðað við flest önnur sveitarfélög lands- ins, sem þegar eru komin með fjölbrautaskóla. Skorar því for- eldrafélagið á bæjarstjórn ísa- fjarðar að vinda bráðan bug að því að sameina framhaldsskól- ana hér í bænum undir einn hatt, með stofnun fjölbrauta- skóla hér á Isafirði, sem þjó aði Vestfjörðum.“ BÍLALEIOA Nesvegi 5 — Súðavík — 94-6972-6932 Grensásvegi 77 — Reykjavík — 91-37688 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.