Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1985, Page 1

Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1985, Page 1
3. tbl. 11. ðrg. vestfirska 25. janúar 1985 FRETTABLASIS Til Reykjavíkur. Til Akureyrar. FLUGLEIDIR Panasonic RXC45L Varanleg gæði á góðu verði Verslunin ísafiröi sími 3103 Nauðungaruppboð: Einbýlishús á Suðureyri selt á 50.000 krónur — Uppboðum, fjárnámum og lögtökum fjölgaði mikið á síðasta ári Nauðungaruppboðum, lög- tökum og fjárnámum fjölgaði mjög í ísafjarðarsýslum og á ísafirði á síðasta ári, ef miðað er við árið þar á undan, og eru allar horfur á því að enn verði fjölgun á þessu ári, að sögn Péturs Hafstein, sýsiumanns ísafjarðarsýslna og bæjarfó- L.„______________________ geta á ísafirði. Ef árin 1983 og 1984 eru borin saman kemur í ljós að nauðungaruppboð sem komu til framkvæmda með svokall- aðri fyrri sölu á árinu 1983 voru 5 en urðu 26 árið 1984 og er það 420% aukning. Yfirleitt er beðið um svokallaða seinni sölu í svona málum og er það þá sem hin eiginlega og end- anlega sala fer fram. Þeim málum fjölgaði úr 3 árið 1983 í 5 árið 1984. þar af voru 3 fast- eignir seldar á Flateyri á seinni hluta ársins og var þar í öllum tilfellum um að ræða einhvers konar íbúðarhús- næði. Lögtök voru 111 árið 1983 en urðu 418 árið 1984, sem er 277% aukning. Fjár- nám voru 210 árið 1983, en urðu 293 árið 1984 og er það 40% aukning. Nú þegar hafa tvær eignir verið seldar seinni sölu á nauðungaruppboðum á þessu ári, einbýlishús á Suðureyri sem var selt á 50.000 krónur og íbúð á ísafirði sem fór á 450.000 krónur. Áðurnefnt hús á Suðureyri hlýtur að vera ódýrasta hús á íslandi. _________________________I íþróttamaður ársins 1984 Ingólfur Arnarson sundmaður var útnefndur íþróttamaður árs- ins 1984 af bæjarstjórn Isafjarðar í hófi sem haldið var af þessu til- efni á Hótel ísafirði í gærkvöldi. Meðal afreka Ingólfs á nýliðnu ári má nefna 2 íslandsmet, 17 Vestfjarðamet, auk þess að hann hefur styrkt lið sunddeildar Vestra mjög í þeim mótum sem hún hefur tekið þátt í á liðnu ári. Ingólfur er aðeins 15 ára gamall og má vænta þess að hann eigi eftir að vinna enn fleiri og glæsi- legri sigra á komandi árum, sér og sinni byggð til sóma. í áðurnefndu hófi voru einnig heiðraðir þeir ísfirsku íþrótta- menn sem hafa orðið íslands- meistarar, sett íslandsmet, og þeir sem hafa verið valdir í Olym- píu- eða landslið. Þetta var allstór hópur eða 15 manns að Ingólfi meðtöldum. Hér á eftir fara nöfn þeirra ásamt þeim greinum sem þeir unnu afrekin í: Ásta Hall- dórsdóttir skíði, Atli Einarsson skíði/knattspyrna Bára Guð- mundsdóttir sund, Einar Ólafs- son skíði, Eyrún Ingólfsdóttir skíði, Guðbjörg Ingvarsdóttir skíði, Guðjón Ólafsson skíði, Ingólfur Arnarson hefur tekið við bikarnum og viðurkenningarskjali úr hendi Guðmundar Sveinssonar forseta bæjarstjórnar. Ingólfur Arnarson sund, Ólafur dóttir skíði, Rúnar Jónatansson Þuríður Pétursdóttir sund og Sigurðsson skíði, Ósk Ebenesers- skíði, Stella Hjaltadóttir skíði, Guðmundur Jóhannsson skíði. Tveir menn handteknir ir eiturlyfjasölu — Komu í „helgar- ferð“ til ísafjarðar IJm síðustu helgi voru 2 menn sem gistu á Hótel ísafirði hand- teknir fyrir dreifingu fíkniefna á ísafirði og voru nokkrir ísfirð- ingar handteknir líka og einnig voru fleiri færðir til yfirheyrslu vegna þessa máls. Mennirnir tveir sem eru á skrá Fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík fyrir fíkniefnamis- ferli, gistu á hótelinu um helg- ina og höfðu með sér umtalsvert magn fíkniefna sem þeir dreifðu til neytenda hér í bæn- um. Efnin sem um er að ræða eru amfetamín og kannabisefni. Líklegt er talið að Reykvíking- arnir hafi komið hingað bein- línis í þeim tilgangi að selja hér þessi efni og ótrúlegt að lög- reglan hafi komist yfir allt sem þeir höfðu meðferðis. Því er fólk beðið að hafa augun hjá sér og láta vita ef það verður vart við eitthvað af þessum hættu- legu efnum í umferð. Reykvíkingarnir tveir voru úrskurðaðir í allt að 7 daga gæsluvarðhald og hafa nú verið fluttir til Reykjavíkur. Engin lýsing | á Skutuls- i fjarðarbraut r / ; i ar J Þeir sem óku eftir Skut- ■ ulsfjarðarbrautinni milli | Holtahverfis og Eyrarinnar á I ísafirði í síðustu viku hafa ! tæplega komist hjá því að I taka eftir því að þar var I Vegagerð ríkisins að vinna J að einhverjum lagfæringum. I Gísli Eiríksson, umdæm- • isverkfræðingur hjá Vega- I gerðinni tjáði Vf að þeir I hefðu verið að nota góða I veðrið til að snyrta kringum J veginn, laga vatnsrásir og I þ.h. Það er líklega ekki oft I sem Vegagerðin getur staðið J í slíkum framkvæmdum um ■ þetta leyti árs. Gísli var | spurður að því hvort vænta ■ mætti lýsingar á næstunni á ! þeim kafla vegarins sem enn I er óupplýstur. Hann sagði I ekkert um það hægt að segja J hvenær lýsing kæmi á þenn- I an kafla, en það yrði tæplega I í sumar, hvað sem síðar yrði. Karvel Pálmason, alþing- I ismaður er í samgöngunefnd J og einnig í fjárveitinganefnd. J Hann var spurður um það | hvort hann vissi eitthvað til I þess að þessi lýsing væri á | dagskrá. Hann sagðist halda I að forráðamenn Vegagerð- 1 arinnar teldu að til þessa J verks þyrfti sérstaka fjár- 2 veitingu og honum var I kunnugt um að ísfirskir * bæjarráðsmenn hefðu tvö | síðastliðin haust farið fram á I það við fjárveitinganefnd að I hún veitti fé til þessara J framkvæmda, en ekkert I hefði komið út úr því enn. L.........................J

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.