Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.03.1985, Qupperneq 5

Vestfirska fréttablaðið - 28.03.1985, Qupperneq 5
vestlirska iHIiirnir) n, skólastjóri Barnaskóla ísafjarðar: iður grunnskóli—í þágu hvers? menn sem ríkið greiðir laun að fullu og verða m.a. af útsvars- tekjum frá þeim? Þetta segi ég vegna þess að bæði B.í. og G.í. eiga rétt á skólastjóra og yfir- kennara, hvor um sig, auk þess á Bamaskólinn í Hnífsdal rétt á skólastjóra. Allt starfsmenn sem launaðir eru úr ríkissjóði. Einnig er rétt að vara við því sem nefndin hyggst leggja til, að hafa aðeins einn húsvörð í þremur húsum, þar sem áður voru þrír en eru nú tveir. Eftir- litssvæðið eykst svo stórlega, að engin leið er fyrir einn mann að fylgjast með því svo vel sé. Þá er mjög brýnt að fá gangaverði a.m.k. í B.í. og samþykkti skólanefnd að óska eftir slíkum starfsmönnum í haust, en bæjarstjórn sá ekki á- stæðu til að verða við þeirri ósk í vetur. í öllum skólum á stærð við B.Í., sem ég þekki til í, eru gangaverðir. Nemendur á aldrinum 6 til 15 ára eiga fátt sameiginlegt. Meira verður um sambúðar- Lítum til Kópavogsbúa um fyr- irmynd, einnig til nágranna okkar á öðrum Norðurlöndum og víðar. Stórt bákn, í óhentugu húsnæði, eins og nefndin hyggst leggja til, er víðast talið óæski- legt, enda ópersónulegt og illa fallið til uppeldisstarfa skólans. Það stuðlar frekar að múg- mennsku en handleiðslu hvers og eins. Sérstaklega þegar jafn- framt er lagt til að fækka í hópi menntaðs starfsfólks. HÚSNÆÐI SKÓLANNA OG LEIKSVÆÐI FYRIR BÖRN- IN Ef litið er á núverandi hús- næði skólanna, kernur í ljós, að hér á Eyrinni eru þrjú hús og eitt í Hnífsdal. Hvert þessara húsa er byggt út af fyrir sig, sem ein eining. Torvelt yrði að gera úr húsunum þremur hér á Eyr- inni eina skaplega og skynsam- lega heild, t.d. með tengibygg- ingum á milli þeirra. Þó er vel hægt að tengja saman nýja og gamla barnaskólahúsið og gera na, þá leika börnin sér glöð og áhyggjulaus. vandamál sem búast má við að komi fram í kerskni og verri umgengni, þegar svo mörg á börn á þessum aldri eru saman komin. Nauðsynlegt er að hafa í huga, þegar skólar eru skipu- lagðir, að þeir eru engin fram- leiðslufyrirtæki. Hér er verið að fjalla um lifandi fólk á við- kvæntum aldri. Skólum er ætl- að æ meira uppeldishlutverk auk fræðslunnar, hvort sent mönnum líkar það betur eða verr. Því ber að taka mikið tillit til þess við hönnun og skipu- lagningu þeirra. Einn stærsti þátturinn er að skólarnir verði ekki of fjölmennir og leiksvæði barnanna henti þörfum þeirra. úr því eina heild, eins og ráð hefur verið fyrir gert. Þegar við íítum á ióðir skól- anna og leiksvæði kernur eftir- farandi í Ijós: a) Leikvöllur barnanna er þegar allt of lítill og án allra leiktækja. Ekki er að sjá að hægt verði að reisa nýjar byggingar á lóðun- urn, nenra ganga enn frekar á takmarkað rýnti til útileikja. b) Umferð nálægt skólanum er rnikil og fer vaxandi. Leik- svæðið er nánast óvarið fyrir umferð bifreiða. Ekki hef ég séð neinar tillögur til úrbóta í þeim efnum. Hafa ber í huga að rneð fyrirhugaðri byggingu stjórn- sýsluhúss og nýs Kaupfélags- húss er enn meiri umferð beint að hjarta bæjarins, en einmitt á því svæði eru skólabyggingarn- ar. 7. mars s.l. héldu foreldrafé- lög skólanna fund urn einelti og aðkast. Sálfræðingur Fræðslu- skrifstofu Vestfjarða, Ingþór Bjarnason hafði þar framsögu og kom m.a. fram í nráli hans að fræðimenn telja að stórir skólar og auðar malbikaðar skólalóðir stuðla mjög að og ýta undir að- kast og eineiti. Hlutdeild skól- anna verði að vera veruleg í andstöðu gegn þeirri þróun, svo börnunum geti liðið betur. HVAÐA LEIÐIR ERU ÞÁ HELST FÆRAR TIL AÐ BÆTA SKÓLASTARFIÐ VIÐ NÚVERANDI AÐSTÆÐUR? Ég tel að skólahald eigi að vera óbreytt í Hnífsdal, að öðru leyti en því, að forskólanem- endur verði þar en ekki á ísa- firði. Best er að ungir nemendur séu sem næst heimilum sínum í skóla. Einnig þarf að bæta að- stöðuna í skólanum í samvinnu við starfsfólk hans. Barnaskóli ísafjarðar hefur yfir viðunandi húsnæði að ráða eftir að hafa endurheimt sitt gamla húsnæði, sem M.í. hafði á leigu í rúman áratug. Það sem gera þarf er að koma upp tengibyggingu á milli húsanna og stórbæta þegar í stað alla aðstöðu sem fyrir er. Til dæmis að koma upp öflugu skólasafni og athvarfi fyrir nemendur, bæði þá sem þurfa að bíða eftir skólabíl og þá semþurfa á sér- stakri aðstoð að halda. Einnig þarf að stórbæta aðstöðu fyrir handmennt, þ.e. smíðar. Þessar tillögur hef ég sett fram í fjár- hagsáætlunum skólans s.l. 2 — 3 ár, en engar undirtektir fengið hjá bæjaryfirvöldum og er það mjög alvarlegt mál. Þá þarf að stórbæta aðstöðu og öryggi barnanna á leikvelli skólans og er það afar brýnt mál sem þolir enga bið. T.d. kemur til greina að loka Aðalstræti og Austur- vegi fyrir framan skólahúsið og koma þar fyrir aðstöðu fyrir börnin. Þá þarf að girða lóðina af. Þetta er í stuttu máli það sem gera þarf í málefnum B.Í., en of langt mál væri að gera grein fyrir því í smáatriðum. En skal gert ef tilefni gefst til. Varðandi Gagnfræðaskóla ísafjarðar er þörfin mest, þar sem allt hefur verið óbreytt í marga áratugi, nema hvað Framhald á bls. 6 Við kynnuzn nýjung hjá okkur: Söluumboð fyrir Hans Petersen hf. JÍIM W-T 'vvw gæðaframköllun • Filmumóttaka fyrir H-Lúx gæðaframköllun • Allar gerðir af KODAK-filmum 20% kynningarafsláttur á KODAK-fiknum í þessarí viku • KODAK-myndavélar • KODAK-videospólur • YASHICA-myndavélar • UNOMA T-flöss • Sjónaukar • Myndarammar © PÓLLINN HF. POLLINN HF. SÍMI 3792

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.