Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 28.03.1985, Blaðsíða 10
Kabarett á Isafirði Áhugafólk um byggingu tón- listarskóla á (safirði verður með hinar sívinsælu kabarettsýning- ar í Félagsheimilinu í Hnífsdal fimmtudagskvöldið 28. mars, föstudagskvöldið 29. mars og sunnudagskvöldið 31. mars næstkomandi kl. 20.30. Kabarettinn verður í svipuðum dúr og síðustu árin. Samúel J. Samúelsson verður kabarett- stjóri, en fram koma auk hans fjölmargir skemmtikraftar — söngvarar, dansarar, tónlistar- menn og leikarar. Gestir munu allir sitja við dekkuð borð og njóta góðra veitinga í hléinu. Þeir fjölmörgu, sem að skemmtuninni standa, gefa vinnu sína, svo að tekjurnar renni óskiptar í byggingarsjóð tónlist- arskólahúss á ísafirði, er senn mun rísa af grunni. ísfirðingar og nágrannar. Notið þetta einstaka tækifæri FRETTABLASIS Ódýrar Kaupmannahafnarferðir BSRB: Engar biðraðir á landsbyggðinni „Grátsöngvarinn.“ Frá sýningum í fyrra. til sameiginlegrar skemmtunar fyrir alla fjölskylduna, um leið og þið styðjið og styrkið hina lang- þráðu tónlistarskólabyggingu. Miða er unnt að panta í Bók- hlöðunni í síma 3123 eða kaupa þá við innganginn. Miðar kosta kr. 200 fyrir börn og kr. 400 fyrir fullorðna, og eru veitingar inni- faldar í miðaverðinu. Flestir hafa líklega heyrt eða lesið fréttir um ótrúlega langa biðröð félaga í BSRB fyrir utan söluskrifstofu Samvinnuferða — Landsýnar í Reykjavík fyrir skömmu. Þar kepptust menn um að fá keyptar ódýrar Kaup- mannahafnarferðir sem ferða- skrifstofan bauð upp á í sam- Skipverjar á Gylli keyptu bandstækin aftur mynd- — á uppboði á ísafirði Nauðungaruppboð á ýmsu lausafé var haldið á vegum sýslumannsembættisins á ísa- firði, laugardaginn 23. mars síð- astliðinn við húsnæði Bifreiða- eftirlitsins á Skeiði. Meðal þess sem selt var voru 13 myndbandstæki, heimilis- tæki, myndbandsspólur og ým- islegt fleira. Þetta voru munir sem tekin hafa verið lögtök í og eins var búið að gera fjárnám í öðrum hlutum. Svo voru þarna munir sem lagt var hald á í Gylli 5. mars, og gerðir voru upptækir með dómssátt þann 14. mars, síðastliðinn. Smyglvarningurinn úr Gylli fór mestallur aftur til fyrri eig- enda og sá Einar Oddur Krist- jánsson, framkvæmdastjóri Hjálms hf., um að bjóða í góss- ið. Það vakti eftirtekt og óá- nægju meðal Flateyringa, og e.t.v. fleiri, að einn maður bauð ákaft í myndbandstæki á móti Einari. Var látið að því liggja í frétt í DV á mánudaginn að hann hefði verið á vegum em- bættisins í þeim tilgangi að hækka verð á þessum tækjum, en umræddur einstaklingur er í lögreglunni á ísafirði og því starfsmaður sýslumannsem- bættisins. Vf hafði samband við upp- boðshaldarann, Lárus Bjarna- son fulltrúa, og sagði hann að enginn á vegum uppboðshald- ara hefði á nokkurn hátt reynt að hækka upp verð á þeim varningi sem þarna var boðinn upp. Hverjum manni væri frjálst að bjóða í, hvaða starfi sem hann gegndi. Mikill fjöldi fólks var við uppboðið og komst blaðamað- ur Vf hvergi nærri því að sjá það sem boðið var upp þá stund sem hann stoppaði við. vinnu við BSRB. Vestfirska fréttablaðinu lék forvitni á að vita hvort þetta kostaboð næðí einnig til lands- byggðarinnar og hvort við mættum e.t.v. eiga von á að sjá opinbera starfsmenn á ísafirði raða sér upp einhvern morgun- inn fyrir utan Ferðaskrifstofu Vestfjarða, umboðsaðila S/L á Vestfjörðum. Við eftir- grennslan kom í ljós að vissu- lega hafði félagsmönnum BSRB úti á landi verið gefinn kostur á þessum ferðum og höfðu þeir fengið tilkynningu um það í félagsriti sínu, Ás- garði. En þeir þurfa ekki að stilla sér upp í neina biðröð heldur þurftu þeir aðeins að hringja suður í ferðaskrifstof- una og panta miða. Vf er kunn- ugt um að einhverjir ísfirðingar hafa notfært sér þetta. Skólaskemmtun barnaskólans í kvöld Skólaskemmtun Barnaskóla ísafjarðar verður haldin í kvöld, fimmtudag, klukkan 21:00. Um- gerð skemmtunarinnar er þjóð- sögurnar. Börnin leika t.d. Gilitrutt, 18 bama föður í álfheimum, Bakkabræður, Grettisljóð verð- ur lesið og leikið og svo er eins konar skrautsýning byggð á Ijóðinu Kirkjuhvoli. Fleira verður einnig á dagskrá. Flytj- endur þessarar dagskrár eru börn frá 7 til 12 ára aldri. Miðaverð er kr. 200 fyrir fullorðna og 100 fyrir börn. Ágóðinn rennur í ferðasjóð 6. bekkjar. Öllum er heimill að- gangur. Öldungamót á skíðum Það var svo sannarlega fullt út úr dyrum á uppboðinu. Dagana 30. og 31. mars n.k. verður haldið Öldungamót á skíðum á ísafirði. Þar verður keppt í Alpagreinum í flokki 30 ára og eldri, en í göngu í flokki 35 ára og eldri. Björn Helgason Loðnan er gengin á miðin út af Vestfjörðum og hefur þorsk- urinn nú snúið sér að því að éta loðnu og er hættur að bíta á króka. Afli er því sáralítill hjá línubátum en það fréttist af mjög góðri veiði í net og troll. T.d. kom Sölvi Bjarnason með um 100 tonn eftir þriggja daga veiðiferð, en að sögn stúlkunn- ar sem varð fyrir svörum hjá Hraðfrystihúsinu á Bíldudal, var fiskurinn ógeðslegur, stút- fullur af loðnu, með blóð- sprungin þunnildi og gífurlega MIKIÐ AFORMUM. ísafjarðartogararnir virðast ekki vera á leið í land, allavega draga þeir það í lengstu lög. Páll Pálsson setti Hafrann- sóknarmennina í land og hélt áfram á veiðum. BESSI landaði um 150 tonnum, mest þorski, á þriðjudaginn. GUÐBJARTUR eríslipp. PÁLL PÁLSSON er á veiðum. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON er á veiðum og mun sigla með afl- ann. GUÐBJÖRG er á veiðum. SÓLRÚN landaði 15 tonnum af rækju á laugardaginn. HEIÐRÚN erá veiðum. DAGRÚN landaði 140 tonnum á mánudaginn, mest þorski. ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR er á veiðum. GYLLIR kom inn á laugardag með tæp 99 tonn af blönduðum afla. SLÉTTANES er á leið til Cux- haven í söluferð með um 180 tonn. FRAMNES I. landaði 78 tonn- um, mest þorski, á fimmtudag- inn. SÖLVI BJARNASON kom inn á mánudagOinn með um 100 tonn af þorski. TÁLKNFIRÐINGUR landaði um 145 tonnum af þorski á þriðju- daginn. SIGUREY er á leiö í siglingu til Þýskalands. HAFÞÓR er á veiðum- tekur við þátttökutilkynningum í síma 3722 á ísafirði og veitir einnig allar upplýsingar um mótið og það sem því fylgir. Öldungamótið fór fyrst fram á Akureyri fyrir fjórum árum, og hefur verið haldið árlega þaðan af. Þetta er í annað sinn, sem ísfirðingar fá að halda mótið, en síðast þótti það takast með afbrigðum vel. Kempur fyrri ára úr skíða- íþróttinni hafa löngum lagt metnað sinn í að mæta á þess- um mótum og rifja upp gamla takta, bæði í brautum og utan þeirra. ísfirðingar vonast eftir góðri þátttöku og fjörugu móti. Með- al þeirra sem búist er við að mæti eru kallar eins og Jonni Vilbergs, ívar Sigmundsson, Kiddi Ben, Reynir Brynjólfs, Silli, Hafsteinn og fleiri. í kvennaflokki hafa þær mætt, Karóiína, Jakobína, Marta Bíbí og ef til vill fáum við að sjá Ár- dísi Þórðar, Systu Jóns og fleiri góðar, ef þær eru þá ekki of ungar. í göngunni verða þá kallar eins og Matti Sveins, Gunnar Pétursson, Trausti Sveinsson og fleiri og fleiri. Svo hafa stundum komið fram ó- væntir „huldumenn“ á þessum mótum. Mönnum er því best að vera við öllu búnir. (Fréttatilkynning) BILALEIGA Nesvegi 5 - Súöavík S 94 - 4972 - 4932 Grensasvegi 77 - Reykjavík s 91-37688 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.