Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 4
4 Isafjarðarkaopstaðar Lausar stöður Starfsmann vantar í hlutastarf við hunda eftirlit í ísafjarðarkaupstað. Upplýsingar veitir heilbrigðisfulltrúinn. Starf svæðisstjóra skíðasvæðis í Selja- landsdal er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 29. sept. n.k. Upplýsingar gefur íþrótta- og æskulýðsfull- trúi. Staða aðstoðarmanns fjármálafulltrúa hjá ísafjarðarkaupstað er laus til umsókn- ar. Um er að ræða Vz eða 1 stöðu. Umsóknarfrestur er til 27. sept. n.k. Upplýsingar gefur undirritaður eða bæjar- ritari í síma 3722 eða á bæjarskrifstofunum. _________________________Bæjarstjórínn. Leikskóli v/Hlíðarveg 2 stöður starfsmanna eftir hádegi eru laus- ar til umsóknar. Um er að ræða 65% starf. Upplýsingar veitir Jóhanna Hlöðversdóttir í síma 3185. ________________________ Dagmæður Dagmæður óskast nú þegar á ísafirði og í Hnífsdal. Upplýsingar í síma 3722._____________ Heimilisþjónusta Starfsmaður óskast í 75% — 100% starf í heimilisþjónustu. Upplýsingar í síma 3722. Húsnæði óskast 60 — 100m2 íbúð eða eldra hús, helst á Eyrinni, óskast til leigu fyrir starfsmann Isafjarðarkaupstaðar. Upplýsingar veitir undirritaður í síma 3722. ______________________Félagsmálastjórí. Kvöldskólinn á ísafirði — Fræðsla fullorðinna — Framlengdur er frestur um stöðu forstöðu- manns til 27. september n.k. Upplýsingar um starfið veitir formaður skólanefndar grunnskólans, í síma 3580. ___________________________Skólanefnd. Grunnskólinn á ísafirði verður settur í sal skólans sunnudaginn 22. september kl. 16:00. Foreldrar, nemendur og aðrir velunnarar skólans velkomnir. Skólastjórí. Laust starf Starf aðalbókara hjá bæjarsjóði er auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til miðvikudags 25. september n.k. Frekari upplýsingar veitir undirritaður í síma 94-3722 eða á bæjarskrifstofunum, Austurvegi 2. _________________Bæjarstjórínn á ísafirði. Iðnskólinn á ísafirði verður settur í húsnæði skólans föstudag- inn 20. september kl. 17:00. Skólastjórí. SIMINN OKKAR ER4011 I vestfirska rRETTABLAJIÐ vestfirska I rRETTABLASlS Ábyrgðin, mátturinn og dýrðin — Spjallað við Valdimar Lúðvík um vegagerð, flug, radarstöð og fleira Maður er nefndur Valdimar Lúðvík Gíslason og býr í Bolungarvík. Hann hefur að undanförnu gagnrýnt Yegagerð ríkisins nokkuð fyrir framkvæmdir á veginum um Óshlíð. Hefur Yaldimar verið ómyrkur í máli, eins og hans er vandi, og hafa hann og Vegagerðin skipst á föstum skotum og lausurn. Við tókum Valdi- mar tali á dögunum og frædd- umst um skoðanir hans á samgöngu- málum og ynisu fleiru. Við byrjuðum á því að tala um Óshlíðarveginn. „Það sem við stöndum frammi fyrir núna, er að það er búið að ákveða, af samgönguyfirvöldum og Vega- gerð ríkisins að gera ekki jarðgöng um Óshlíðina. Heldur átti að breikka veginn, útbúa svokallað öryggisbelti fyrir ofan hann, og byggja yfir hættulegustu staðina. Það er byrjað að vinna eftir þessari ákvörðun og búið að leggja tvo þriðju af leiðinni bundnu slitlagi. Að ofanverðu er búið að ganga frá veginum eins og hann á að vera. Við Sporhamarsleitið, sem er að mínu áliti haettulagasti kafli leiðar- innar er öryggisbeltið fyrir ofan veginn aðeins 2 til 3 metrar á breidd, eins og venjuleg vatnsrás. Þetta belti þyrfti að mínu mati að vera 30 til 40 metrar. Við Spor- hamarsleitið falta sjaldan snjóflóð en ég myndi segja að 80 til 90 pró- sent af því grjóthruni sem verður á Óshlíð væri á þessum kafla á Spor- hamarsleitinu. Samt hefur aldrei staðið til að byggja yfir veginn á þessu svæði. Það á að byggja yfir hann á þremur stöðum. I fyrsta lagi yfir stórt gil fyrir innan Haldið, þar sem er mikil snjóflóðahætta. Og síðan á tveimur stöðum í Hvann- gjánum. Helgi Hallgrímsson yfir- verkfræðingur vegagerðarinnar segir að það hafi verið gert ráð fyrir 14 metra breiðu öryggisbelti við Soprhamarsleitið. Það er ekki hvemig sem á því stendur. HEFÐI VILJAÐ FÁ MÁLEFNALEGRI SVÚR Ég held að yfirmenn Vegagerð- arinnar í Reykjavík ættu að koma og sjá fráganginn á veginum, og þeir ættu ekki að vera svona við- kvæmir fyrir gagnrýni. Ég hefði gjaman viljað sjá jákvæðari og málefnalegri svör frá Vegagerð- inni. Það er ljóst að öryggisbeltið er of mjótt. Það er núna mánuður síðan rásin var hreinsuð og hún stendur núna full af grjóti. Þarna þarf að breikka vegrásina í að minnsta kosti 30 til 40 metra. Og það þýðir ekkert fyrir Vegagerðina að slá því fram að það sé of dýrt, ég vil fá einhver svör um það hvað það kostar. Ég trúi ekki að það kosti offjár eins og spekingamir hjá Vegagerðinni halda fram. ER VEGURINN HÆTTULEGRI NÚ? Ég hef aldrei haldið því fram að vegurinn sé hættulegri en hann var, það er reginmisskilningur. Vegur-

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.