Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 10
NÚ ERU KOMNAR FE RÐ ATÖSKLJ RNA R Léttar gallontöskur, 70 cm.............kr. 860,- Gallontöskur m/hjólum..................kr. 1120,- Sterkar nælontöskur....................kr. 1700,- Stórar, harðar fibertöskur ............... 4640,- BÓKAV. JÓNASAR TÓMASSONAR SÍMI3123 ÍSAFIROI Að Jóbann Torfason sem áöur var svasðisstjóri skíðasvæðisins á Seljalandsdal hyggist snúa sér að kennslu. Höfum við sannfrétt að hann sé ráðinn smíðakennari við Grunnskólann. En enginn getur lif- að af kennaralaunum og herma fréttir að Jóhann ætli að reka sjoppu í frístundum sínum til þess að brauöfæða sig og sína. Að Geirþrúður Chariesdóttir hafi verið ráðin gjaldkeri við sýslu- mannsembættið á ísafirði Að það megi ekki hrófla við siátur- húsi Kaupféiags ísfirðinga vegna þess að öll mannvi.-ki þar á lóðinni flokkist undir fomminjar. Að honum hafi orðið heldur kalt kettinum sem lokaðist inni í lausfrystinum í hrað- frystihúsi Hjálms h.f. á Flat- eyri. Var kötturinn lokaður inni frá því snemma morguns og langt fram eftir degi, í alls níu tfma. Kötturjinn var ailur orðin gráhélaður en gat þó stokkið út úr skápnum þegar hann loks var opnaður um kvöldið. Þess má geta að inni í skápnum er 40 stiga frost og tekur það fiskflök um 45 mí útur að frjósa í því hitastigi. Að Litli Leikklúbburínn á ísa- firði sé búinn að ráða leik- stjóra fyrir haustverkefnið. Mun vera afráðið aö Sigríður Hagalín komi og setji upp fyrir LL. Sigríður á einmitt 40 ára leikafmæli um þessar rnundir. GUÐBJÖRG landaði 140 tonnum á þriðjudag, aflinn var þorskur og koli. 40 tonn af kola voru sett í gáma. Kynningar- og stofnf undur sam- taka um jafnrétti Samtök um jafnrétti milli lands- hluta halda nú i næstu viku kynn- ingar- og stofnfundi félagsdeilda f samtökunum viðsvegar um Vest- firði. Samtök þessi berjast eins og nafnið bendir til fyrir jafnrétti miiii landshluta. Til að sá jöfnuður komist á hafa samtökin meðal ann- ars bent á að koma þurfi upp fylkjaskipulagi á fslandi (landinu verði skipt i fimm fylki.) Hvert fylki á að hafa sinn eiginn seðlabanka, jafnframt því að hafa frjálsan ráð- stöfunarrétt á auðlindum sfnum. Þrír sóttu um starf svæðis- stjóra Umsóknarfrestur um starf svæð- isstjóra á Seljalandsdal er runninn út og sóttu þrír menn um starfið. Einn þeirra óskaði nefnleyndar, en hinir tveir eru Jakob Þorsteins- son, og Kristján Kristjánsson. Nú um þessar mundir eru lausar til umsóknar staða aðalbókara hjá bænum svo og staða byggingarfull- trúa. Engin umsókn hefur borist um starf aðalbókara, enda var það ekki auglýst fyrr en á siðasta fimmtudag. Hagvangur hefur séð um að auglýsa eftir byggingarfulitrúa og fór bæj- arstjóri til Reykjavfkur að ræða við umsækjendur, nú á þriðjudag. BESSI er að koma úr siglingu, hann seldi í Þýskalandi 132 tonn af karfa fyrir 36.15 kr. kílóið. GUÐBJARTUR landaði á þriðjudag 60 tonnum af blönduðum afla, megnið af því fór í gáma. PÁLL PÁLSSON landaði á þriðjudag 82 tonnum. Aflinn var blandaður og fóru 36 tonn í gáma. ELÍN ÞORBJARNARDÖTTIR landaði á miðvikudag 60 tonnum, aflinn var nær ein- göngu þorskur. Formaður Samtaka um jafnrétti milli landshluta er Pétur Valdi- marsson, og var hann kosinn for- maður á landsfundi sem haldinn var í Mývatnssveit í sumar. í sam- tali við Pétur kom fram að félags- deildir eru nú orðnar hátt í fimmtíu og skráðir félagar eitthvað á milli sjö og átta þúsund. Sem dæmi um þann hljómgrunn sem samtökin hafa nefndi hann að þar sem geng- ið hefði verið í hús og fólki boðið að gerast félagar, hafa þeir sem ekki hafa viljað vera með, verið einungis um 0,1 prósent, þ.e. 99 prósent þátttaka. Að lokum sagðist Pétur vona að Vestfirðingar fjölmenntu í samtök- in og hjálpuðu þeim að vinna að viðfangsefni sínu. Fundimir hér á Vestfjörðum verða sem hér segir Bolungarvík Sunnud. 22.9. kl. 16 .00 í Verkalýðshúsinu Isafjörður Sunnud. 22.9. kl. 20.30 á hótelinu Suðureyri mánud. 23.9. kl. 20.30 í Félagsheimilinu Flateyri þriðjud. 24.9. kl. 20.30 í kaffistofu Hjálms hf. Þingeyri miðvikud. 25.9. kl. 20.30 í Félagsheimilinu. Bíldudal fimmtud. 26.9. kl. 20.30 í Félagsheimilinu Patreksfirði föstud. 27.9. kl. 20.30 í Félagsheimilinu. Ein félagsdeild er nú starfandi á Vestfjörðum og er það á Flateyri. Fyrir hönd samtakanna mæta á fundinn þau Hólmfríður Bjama- dóttir og Pétur Valdimarsson. GYLLIR landaði 28 tonnum á laugardag eftir stutta veiði- ferð vegna smábilunar. SLÉTTANES landaði á mið- vikudag 170 tonnum af blönduðum afla. TÁLKNFIRÐINGUR landaði á mánudag 56 tonnum þar af fóru 23 tonn af kola í gáma. SIGUREY landaði á miðviku- dag 85 tonnum af blönduðum afla. Fremur dræmt fiskirí hefur verið hjá handfærabátum undanfarið og eru menn nú sem óðast að taka trillur sínar upp fyrir veturinn. © PÓLLINN HF Isafirði Sími3792 NYJA YASIIICA TOLYAN ERKOMIN STÓRKOSTLEGUR GRIPUR Á AÐEINS 11.800 KRÓNUR NOTAR MSX STÝRIKERFIO. ÍSLENSKAR EFIOBEIN- INGAR OG ÍSLENSK STAFAGERÐ FYLGIR MEÐ KOMDU OG LÍTI LJ Á GRIPINN vestfirska FRETTABLASIS : i 0 = ERNIR P Símar 3698 og 3898 ISAFIROI 3 BÍLALEIGA Sundlaug opnuð Sundlaug lokað Eins og flestum er kunnugt um var Sundhöllin á ísafirði lokuð bróðurpart sumarsins. Fljótlega eftir að hún var opnuð eftir þær endurbætur sem gerðar höfðu verið var henni hinsvegar lokað aftur. Blaðamaður hafði samband við Björn Helgason iþróttafuiitrúa vegna þessa. Bjöm svaraði þvi til að þegar Sundhöllin hafi verið opnuð eftir stoppið í sumar, hafi menn haldið að mótorar fyrir nýja loft- ræstikerfið væm væntanlegir innan tveggja daga. Þegar það svo brást var bmgðið á það ráð að loka aftur þar til umræddir mótorar kæmu. Mótorar þessir era til þess ætlaðir að knýja áfram loftræstikerfi sem komið hefur verið fyrir í Sundhöll- inni og sér meðal annars um að koma í veg fyrir rakamyndun. Áætl- að er þeir berist nú i lok þessarar viku og mun Sundhöllin að öllum líkindum opna snemma í næstu viku. Myndlist og tónleikar — í Bolungarvík og á Flateyri Torfi Jónsson, skólastjóri Myndiistar- og handiðaskóla ís- lands opnar málverkasýningu i Ráðhúsinu í Bolungarvik í dag kl. 18:00. Sýningin stendur í þrjá daga. Myndimar em málaðar á Vest- fjörðum. í tilefni af sýningu Torfa halda Ingveldur Hjaltested söng- kona og Jónína Gfsladóttir tónleika í Félagsheimili Bolungarvíkur iaugardaginn 21. september kl. 16:00. Á efnisskránni era íslensk lög, lög eftir Grieg og Sibelius og ariur eftir Mozart, Mascagni og Puccini. Torfi opnar sýningu sína á Flat- eyri sunnudaginn 22. september kl. 14:00 í samkomusal Hjálms h.f. Þá um kvöldið halda Ingveldm og Jón- ína tónleika á sama stað kl. 21:00. Viljum við nota þetta tækifæri til að þakka Torfa, Ingveldi og Jónínu fyrir þessa góðu heimsókn og hvetja fólk til að missa ekki af þessum viðburði. Frétt frá Leikfélagi Flateyrar. Nokkur böm í Holtahverfi héldu hlutaveltu um daginn fyrir húsbyggingar- sjóð Tónlistarskólans. Þau söfnuðu munum bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum og fengu allsstaðar hinar bestu móttökur. Afrakstur hiutaveltunnar var kr. 2.450,- sem þau færðu styrktarsjóði húsbyggingarinnar að gjöf. Þessi framtaks- sömu böm vora Ámý Elínborg Ásgeirsdóttir, Ásgeir Hjörtur Ásgeirsson, Lára Sverrisdóttir, Páll Sverrisson og Pétur Magnússon. Á myndina vantar Láru Sverrisdóttur. BÍLALEIGA Nesvegi 5 - Súðavík S 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegi 34 - V/Mlklatorg S 91-25433 Afgreiðsla á Isafjarðarfiugvelli s 94-4772 Sendum bílinn Oplð allan sóiarbringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.