Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 8
vestfirska [ rHETTABLASIS Upprennandi snillingar í Tónlistarskóla ísafjarðar. Tónlistarskólinn: Innritun stendur yfir Kaupfélagið færir út kvíarnar Kaupfélag tsfirðinga hefur tekið á leigu húsnæði það sem verslunin Silfurtorgið hafði áður til umráða. Hyggst Kaupfélagið færa vefn- aðavöru og búsáhaldadeild sina í nýja húsnæðið. Það rými sem vefn- aðavöru og búsáhaldadeild hafði áður ætlar Kaupfélagið að taka undir matvöruverslun. Stækkar þá matvöruverslun K.í. um helming, miðað við núverandi stærð. Verslunarstjóri f nýju versluninni verður Agnes Aspelund. Bolungarvík: Bæjarblað á döfinni Alþýðubandalagsmenn f Bolung- arvík eru þessa dagana alvariega að fhuga útgáfu bæjarblaðs f Bolung- arvfk. Að sögn Kristins Gunnarssonar bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins ætti blaðið að vera fyrst og fremst fréttablað en einnig ætti það að vera vettvangur málflutnings og skoðanaskipta um bæjarmál í Bol- ungarvík og ýmislegt sem varðar þeirra hagsmuni eingöngu. Krist- inn sagði að þetta hefði lengi verið í bígerð, en nú væri mikill hugur í mönnum að láta til skarar skriða. Hann sagði að það hefði lengi vantað á staðnum eitthvert blað eða málgagn þar sem menn gætu látið í ljósi skoðanir sínar á mál- efnum bæjarins. Vantar þig bíl? Mikið framboð virðist nú vera af notuðum bflum á ísafirði og ná- grenni. Gott dæmi um það er að f sfðasta Fréttabiaði auglýsti blaðamaður blaðsins eftir notuðum bfl. Strax það kvöld höfðu samband við hann nfu manns sem buðu bíla til kaups. f allt hringdu þrettán manns út af auglýsingunni. Ailflestir voru til- búnir að slá tuttugu prósent eða meira af verði bflsins ef um stað- greiðslu yrði að ræða. Af þessu má ráða að fremur erfitt mun vera að losna við bfla á þessu svæði en aft- urámóti þeim mun auðveldara að kaupa. Það skal tekið fram að blaða- maður fann úr þessum hópi bfl sem honum hentaði, og að auglýsingin var ekki sett f blaðið f þeim tilgangi að gera könnun á bílamarkaði vest- firðinga. vestfirska rRETTABLADIS Nú stendur innritun nemenda i Tónlistarskóla ísafjarðar sem hæst, og fer hún fram að Smiðjugötu 5, kl. 5 — 7 síðdegis. Allvel hefur tekist að manna skólann hvað kennara snertir, og eru nokkrir nýir kennarar við skól- ann. Margrét Bóasdóttir söngkona, sem er ein af best menntuðu söngv- urum okkar fslendinga, mun kenna söng við skólann, en það hefur lengi verið draumur aðstandenda skólans að koma upp reglulegri söng- kennslu. Lúðrasveit skólans fær aftur sinn „gamla“ stjórnanda, Ralph R. Hall, en hann var hér vet- urinn 1983 — 1984 og endurreisti þá skólalúðrasveitina af miklum krafti. Kona hans, Maria Kyriakou, mun eins og þá annast strengja- kennslu við skólann, og hefur mik- inn áhuga á að fá unga nemendur á fiðlu og selló. Það er mikill fengur fyrir skólann að fá þessi hjón aftur hingað til kennslu og gleðiefni, að þau skuli vilja setjast hér að. Þá hefur Soffía Vagnsdóttir tón- menntakennari frá Bolungarvík failist á að koma á fót forskóla- kennslu fyrir byrjendur við skólann ef næg þátttaka fæst. Mun Sigriður J. Ragnar annast þessa kennslu með Soffíu, en kennslan fer fram í hópum og er fólgin í hreyfingu og leikjum auk nótnakennslu og fleira. Auk þessara kennslugreina er kennt á píanó, þverflautu, blokk- flautu, klarinett, gftar og svo tón- fræðigreinar. Eru kennarar á þessi hljóðfæri flestir þeir sömu og und- anfarin ár. Skólinn verður settur við hátíð- lega athöfn i ísafjarðarkirkju sunnudaginn 29. september kl. 5 síðdegis. ATVINNA Starfskraft vantar í Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins, ísafirði. Umsóknum skal skila til útsölustjóra. 0 SIMINN OKKAR ER 4011 vestfirska FRETTABLADIE íbúð til sölu Tilboð óskast í 4 — 5 herbergja íbúð að Stórholti 7, 3. hæð. íbúðin er 117 m2 að stærð og fylgir henni bílskúrsréttur. Upplýsingar gefa Brynja eða Jón Axel í síma 3352. Veitingahús Skeiði © 4777 Fyrirtæki, félagasamtök, sjómenn, starfsmannaféiög! Árshátíðir, matarveislur, kvöldverðarfundir Þinghóll býður veisluþjónustu fyrir minni og stærri hópa með hámarksgæðum og góðri þjónustu Pantið tímanlega Fimmtudag Föstudag Laugardag Sunnudag OPIÐ kl. 21:00 — 23:30 kl. 19:00— 3:00 kl. 19:00— 3:00 kl. 21:00 — 23:30 Borðapantanir í símum 4777 og 3051 Verið velkomin í Þinghól EKKI ER RAÐ NEMA í TÍMA SÉ TEKIÐ! Búum bflinn vel undir veturinn Ökum aðeins á öruggum vetrarhj ólbörðum j \ ____ Bílalökk Bíla varahlutir Málningarvörur Verkfæri í verslun okkar eru ávallt til hreinlætistæki í miklu úrvali juj AUK ÞESS SEM LAGERINN ER BIRGUR AF ÖLLU EFNI TIL PÍPULAGNA Getum boðið dugmiklu fólki störf hjá traustu ÍT\ VÉLSMÐJA BOLUNGAVÍKUR HF. V BOLUNGAVÍK - SÍMAR 7370 0G 7380

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.