Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 12
Skemmtilegargjafavörur ímiklu úrvali 20% afsláttur af Bosch rafmagnsverkfærum Jólasveinarnir verða í versluninni kl, 16.00 á laugardaginn og kl. 20.00 á Þorláksmessu. ]E3|E3|E3 Q|Q]Q|Q|Q|Q |E3|E3|Q|Q|ePE3|E3|E3|- m m: = m m' □ppirnpOT DDODODDD ODODOOOO JON F. EINARSSON BQLUNGAVIK SIMI7353 0G 7351 vestfirska FRETTABLADID vestfirska FRETTABLASIS hefur heyrt Að síminn í Barnaskólanum í Hnífsdal sé kominn í lag. Þaö kom f Ijós aö músagangur sem er geipimikill í húsinu átti sök á vandræðunum. Mýs í ætisleit höfðu nagað og bitið símaleiðslurnar svo að ekkert virkaði eins og til var ætlast. Að Bryndís Schram hafi á Sælkerakvöldi á Hótel ísafirði á laugardaginn sagt að ísfirð- ingar væru ágætis fólk þó að þeir væru montnir, sérlund- aðir, kvensamir og vondir með víni. Þetta ásamt því að konur hér væru mjög ver- gjarnar gerði þá að indæiís fólki. Fékk hún þau svör að mið- að við það sem að framan er skráð þá væri ekki undarlegt, þó hún hefði fallið svo vel inní ísfirskt samfélag sem raun bar vitni. Að allir nemendur Tækni- skólans hafi skílað auðu í stærðfræðiprófi sem þeir gengust undir fyrir skömmu. Braust þar fram megn óá- nægja sem ríkt hefur með kennslu í stærðfræði í haust. Hafði kennslan veriö slík aö enginn nemendanna átti möguleika á því aö standast prófið. Að á áðurnefndu sælkera- kvöldí hafi það vakíð mikla kátínu þegar Bryndís Schram benti á nærliggjandi borð og talaði um að þar sætu gildir framsóknarbændur. Sá sem sneri baki í hana var Engilbert Ingvarsson á Mýri. Að Skutull sé nú að koma út eftir allan Þyrnirósarsvefninn Herma menn að þeir Kristján Jónasson og Finnbogi Her- mannsson hafi vakið hann og séu nú að hjálpa honum á fæturog íjólafötin. Aðá fundi í Grunnskólanum hafi Finnbogi Hermannsson verið húðskammaður fyrir eitthvert flfm um kennara sem birtist í Vestfirðingi fyrir rúmu ári. Þeir segja aö kennara- stéttin sé eins og fíllinn. Hún gleymi aldrei neinu. Að jólagjöf kennarans í ár sé hagnýtt tæki til nota við aö halda uppi aga. Nefnilega þumalputtayddari. Norðurtangt: Nýjustu tækni beitt við verkun á smokkfíski Flestir kannast eflaust við að hafa heyrt stjómmálamenn tala i landsföðurlegum tón um líftækni- iðnað og fleira f þeim dúr sem eigi að geta verið bjargvættur fsiensks atvinnulffs f framtfðinni. Það sem heist hefur heyrst talað um er vinnsla einhverskonar örvera, eða ensýma úr þorskslógi. Þessar ör- verur er siðan hægt að láta gera ýmsa hluti, t.d. era þær víða ómiss- andi f matvælaiðnaði, lyfjafram- leiðsiu og fleira f þeim dúr. Þetta eru gjaraan mjög dýr efni sem era framleidd með fremur háþróaðrí tækni. Rannsóknir á þessu sviði hófust í Noregi fyrír um það bil 10 áram sfðan og er nú búið að setja á stofn f Noregi litla verksmiðju sem framleiðir eingöngu efni sem notað er i mjólkuríðnaði. Er það unnið úr fiskslógi og er verulega ódýrara en samskonar efni sem fyrír var á markaðnum. Hjá Norðurtanganum á Isafirði er nú verið að vinna að nýstárlegri notkun örvera í matvælaiðnaði. Þar eru notuð sérstök ensým til þess að meðhöndla smokkfisk í því skyni að gera hann hæfari til menneldis. Smokkfiskur er eins og flestir vita einna helst notaður í beitu, þó hefur færst í vöxt á undanfömum árum að hann væri seldur til manneldis. Sá böggull hefur þó fylgt skammrifi að smokkfiskur sem veiðist hér við land er nokkuð seigari undir tönn en bræður hans úr suðlægari höfum. Yst á smokkfiskkápunni er þunn dökk himna sem þarf að fjarlægja áður en hann er matreiddur, undir Tríllukarlar sameinast Stofnfundur Landssam- bands smábátaeigenda var haldinn fyrir skemmstu. Markmið samtakanna er fyrst og fremst að vera á varðbergi gagnvart opinberri stjórnun veiða og einnig að tryggja sem best afkomu og allan rétt smá- bátaeigenda. Smábátaeigend- ur eru nú um það bil þriðjung- ur íslenskra sjómanna að höfðatöiu, og er þeim úthlutað sem nemur þremur prósentum af heildarþorskafla þjóðar- inna. í stjórn samtakanna voru kosnir Arthúr Bogason for- maður, Haraldur Jóhannsson Grímsey varaformaður, Svein- bjöm Jónsson Súgandaflrði, Sigurður Gunnarsson Húsa- vík, Birgir Albertsson Stöðv- arfirði, Skjöldur Þorgrímsson Reykjavík og Albert Tómas- son. fiski sem er fólgin í því að skepnan er lögð í ensýmupplausn sem að leysir upp bindiefni í þessari glæru himnu sem áður er minnst á, og Starfsmenn Norðurtangans vinna við hreinsun á smokkfiski. henni er önnur glær himna sem hingað til hefur ekki verið hægt að fjarlægja. Nú er hafin í kjötvinnslu Norðurtangans meðferð á smokk- gerir það að verkum að óþarft er að fjarlægja hana fyrir matseld. Síðan er smokkfisknum pakkað í neyt- endapakkningar og hafa Norður- tangabændur vart undan að fram- leiða þetta lostæti fyrir veitingahús á höfuðborgarsvæðinu. Vf. ræddi lítillega við þá Helga Hauksson verkstjóra í kjötvinnslu Norður- tangans og Kristján Jóakimsson en þeir félagar hafa veg og vanda af þessari starfsemi. Þeim bar saman um það að möguleikar á nýtingu örvera í mat- vælaframleiðslu væru fjölmargir, en mikið væri ókannað í þessum efnum og sífellt væru nýjir hlutir að gerast. Þó hefur eins og fyrr segir notkun örvera í þessum iðnaði ver- ið þekkt mjög lengi. Til dæmis eru notaðar ákveðnar bakteríur við verkun á ýmsum tegundum pylsa. Þeim bar saman um að möguleikar íslendinga á þessum sviðum væru töluverðir einkum með sérhæfingu á sviðum fiskiðnaðar í huga. Þetta er aðeins brot að því sem hægt er að gera. Þessi verkunaraðferð sem þeir beita við smokkfiskinn er einstæð og er þetta hvergi annarstaðar gert sem þeim er kunnugt um. Vitinn, sem er ný sjoppa að Aðalstræti 20 á ísafirði, var opnuð 7. desember síðastliðinn. Blaðamaður skaust þangað inn í morgunnepjunni og fékk sér súkkulaði og stóðst ekki freistinguna að smella mynd af þessarí broshýru afgreiðsludömu. Góð þjónusta gerír súkkulaðið enn betra. Bfldudalur: Atvinna glæðist BESSI landaði, mánudag 40 tonnum. GUÐBJARTUR landaöi á mánudag 55 tonnum. PÁLU PALSSON landaði, á mánudag 30 tonnum. HEIÐRÚN landaði mánudag 23 tonnum. DAGRÚN landaði mánudag ca. 33 tonnum. Línubátar frá Bolungarvík hafa Iftið róið en komust þó í 8 tonna afla þegar gaf. HUGRÚN kom inn vegna veðurs af djúprækjunni með lítinn afla. SÓLRÚN hefur hinsvegar verið aö veiðum. 1.500 tonn af loðnu bárust á land í Bolungarvík í vikunni. GUÐBJÖRG landaði á mánu- dag 82 tonnum. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON er enn í breytingu í Þýskalandi. SLÉTTANESH) landaði mánudag 22 tonnum. STEINANESIÐ frá Bíldudal landaði alls 25 tonnum í vik- unni. TALKNFIRÐINGUR landaði á mánudag 25 tonnum. ÞRYMUR fékk 25 tonn í síð- ustu viku. VESTRI frá Patreksfirði hefur fengið 69 tonn af slægðum línufiski frá 1. des. til 14. des. PATREKUR sem einnig er gerður út frá Patreksfirði seldi í Englandi 12. desember 84 tonn og fékk fyrir það 48,20 kr. pr. kíló. MHP: Fiskvinnslan á Bfldudal hefur nú fest kaup á skipi. Er hér um að rieða 250 tonna skip sem áður hét Happasæll og var gerður út frá Garði. Skipið hefur þegar faríð nokkra róðra með Ifnu og fiskað prýðilega, og hefur þetta veríð mikil lyftistöng fyrír atvinnu- Iffið á Bflduda! sem hafði veríð fremur bágborið síðan í haust að togari Bílddælinga Sölvi Bjaraason var seldur á nauðungaruppboði. Skipið hefur hlotið nafnið Steinanes BA. Skipstjóri er Ársæll Egilsson frá Tálknafirði. BILALEIGA Nesvegl 5 - Súöavík S 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegi 34 - V/Miklatorg S 91-25433 Afgreiðsla á ísafjaröarflugvelli S 94-4772 Sendum bílinn Opið allan sólarhrlnginn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.