Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 5
5 vsstfirsiia I Firmakeppni Knattspyrnuráðs: Besta liðið vann 60 leikmenn kepptu fyrir 80 fyrirtæki Að lokinni keppni. Á verðlaunapalli er sigurliðið sem var skipað þeim Óskari Jakobssvni, Hauki Benediktssyni, ^ Hilmari Jónssyni og Arnóri Gunnarssyni, talið frá vinstri.Þeir kepptu fyrir Vestfirska fréttablaðið, ísfang h/f Skipas- míðastöð Marsellíusar h/f og Halldór Sigurðsson IS-14. Þeir sigruðu í úrslitaleiknum með fimm mörkum gegn einu. Til vinstri er liðið sem hafnaði í öðru sæti. Það skipuðu þeir Ragnar Torfi Jónasson, Sigurlín Pétursdóttir, Guðjón Ólafsson og Guðmundur Kristjánsson, en hann vantar á myndina. Þau kepptu fyrir Búðanes h/f, Pensilinn h/f, Guðmund Þórðarson byggingarmeistara og Orkubú Vestfjarða. Lengst til vinstri er liðið sem varð í þriðja sæti. Það skipa Jakob Tryggvason, Yngvi Gunnarsson, Jón Páll Hreinsson og Gunnar Friðriksson. Þeir kepptu fyrir hönd heildverslunar Hafsteins Vilhjálmssonar, Krúsarinnar, Útvegsbanka Islands h/f ísafirði og Kciknistofu Vestfjarða. Dregið um röð liðanna í undanúrslitum. Það er Jóhann Torfason sem liggur þarna á hnjánum, en liann bar hit- ann og þung- ann af undir- búningi firma- keppninnar. Honum til að- stoðartil vinstri er Pálina Jóhannsdóttir. Ungi pilturinn sem virðir mið- ann fyrir sér með spekings- svip heitir Elm- ar Jónbjörns- son. Vestfirska fréttablaðið, ísfang h/f, Skipasmíðastöð Marscllíusar h/f og Halldór Sigurðsson ÍS-14, sigruðu í firmakcppni Knatt- spyrnuráðs ísafjarðar í innanhúss- knattspyrnu sem fórfram í íþrótta- húsinu í Bolungarvík á laugardag. Þar kepptu 60 lcikmenn fyrir hönd 80 fyrirtækja. Kcppnin var meö út- sláttarfyrirkomulagi. Hvert lið hafði fjögur fyrirtæki á bak við sig því einn leikmaður keppti fyrir hönd hvers fyrirtækis. Keppnin fór hið besta fram. Skipulag reyndist gott og stóðst tímaáætlun nær alveg. Knatt- spyrnuráð vill þakka öllum þeim fyrirtækjum sem þátt tóku í keppn- inni, fyrir stuðninginn. 50% afsláttur til Akureyrar á miðvikudögum og sunnudögum. Þessir dagar eru merktir með rauðu í vetraráætlun okkar, sem liggur frammi hjá umboðsmönnum, ferðaskrifstofum og á flugvöllum. Upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vestfjarða og Flugleiðum. fluqfélaq noróiirland< lif Gunnar Friðriksson sem keppti í liði nr 2. sækir vasklcga gegn Pálma Gunn- arssyni í liði 4. Sigurvegarar taka við verð- launum.Efster Gísli Jón Hjaltason að taka við verð- launum fyrir Is- fang h/f. Þá kemur Sævar Birgisson sem tekur við fyrir hönd Skipa- smíðastöðvar Marsellíusar h/f. Guðmund- ur Konráðsson Eggertssonar tekur við fyrir hönd Halldórs Sigurðssonar ÍS-14. Neðst má sjá Ólaf Geirsson rit- stjóra Vest- firska og Pál Ásgeirsson blaðamann hampa verð- launagripnum. Súðavík: Færri fá en vilja „Hjá okkur komast færri að en vilja, þegar auglýstar er íbúðir í verkamannabústaða- kerfinu," sagði Guðmundur Hciðarsson, sveitarstjóri í Súðavík í viðtali við Vcstfirska frcttablaðið. í sumar var úthlut- að og byggðar fjórar nýjar íbúð- ir og er þegar búið af afhenda cigendum tvær en hinunt tvcim er fyrirhugað að afhenda fyrir jól. Guðmundur sagði, að þeir sem sæktust eftir þessum íbúð- um, sem byggðar væru á fclags- legum grunni, væri bæði ungt fólk, sem væri að hefja sjálf- stæðan búskap og flytjast úr for- eldrahúsum og aðrir, bæði að- fluttir og heimafólk. „Hér í Súðavík er ávallt eftir- spurn eftir húsnæði og þá eink- um leiguhúsnæði," sagði sveit- arstjórinn ennfremur." Stór hópur fólks hefur áhuga á að setjast hér að og kanna hvcrnig því líkar vistin. Við öðru er hinsvegar ekki að búast en þetta fólk vilji fyrst búa í leiguhúsn- æði og taka síðan ákvörðun þegar reynsla er komin á búset- una,“ sagði Guðmundur.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.