Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 11

Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 11
"vestílriki I ÍTTABLAÐIB Vestfirska fréttablaðiö kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnar- skrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011, svarað er allan sólarhringinn. Blaðamaður og Ijósmyndari: Páll Ásgeirsson. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Ólafur Geirsson, ritstjóri. Prentun: Prentstofan ísrún hf., (safirði. Verð í lausasölu kr. 70,00. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. I vestfirska I FRETTABLADID Gengid falsað fyrir höfuðborgarsvæðið Vegna þess að ríkisstjórnin heldur dauðahaldi í svo- kallaða fastgengisstefnu sína, þá tapa þau svæði landsins, þar sem höfuðatvinnugreinarnar eru fisk- vinnsla og fiskveiðar, milljörðum króna, sem síðan verða til þess að halda uppi fölskum og óeðlilegum lífs- kjörum á höfuðborgarsvæðinu. Milljarðar króna renna af landsbyggðinni þar sem aðallega er unnið að útflutningsatvinnugreinunum, til höfuðborgarsvæðisins þar sem verslun, viðskipti og þjónusta blómstrar í skjóli falsks gengis, sem haldið er uppi af ríkisstjórn, sem rígheldur í þá blekkingu, að hægt sé að halda í fastgengisstefnu í 25%-30% verð- bólgu. Ef nokkrir milljarðar rynnu frá höfuðborgarsvæðinu og út á landsbyggðina vegna rangrar gengisskráningar krónunnar, væri allt orðið löngu vitlaust. Forsvarsmenn kröfuhópa væru búnir að lýsa yfir vandlætingu sinni á því óréttlæti, að höfuðborgarbúar væru látnir blæða fyrir landsbyggðina. Flagspekingar mundu vitna í málinu og svo framvegis. Raunar er næsta víst, að slíkt misgengi höfuðborgarsvæðinu í óhag, yrði fljótt leiðrétt. Nú er það hinsvegar landsbyggðin, sem tapar á rangri gengisskráningu og höfuðborgarsvæðið græðir. Þá segir enginn neitt. Forsvarsmenn landsbyggðarinnar láta sér vel líka - eða ekki verður annað heyrt. Hávaðinn vegna þessarar milljarða millifærslu frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins er lítill sem enginn. Hversvegna skyldi misrétti, sem lendir á landsbyggð- arbúum vekja minni athygli heldur en misrétti gagnvart höfuðborgarbúum? Svarið liggur meðal annars í því, að í áróðursstríðinu mikla, sem stöðugt geisar í nútíma- þjóðfélagi, hefur landsbyggðin tapað. Raunar er varla hægt að segja að hún hafi tapað, því líklega hefur lands- byggðin aldrei barist á réttum vígstöðvum í þeirri styrjöld. í áratugi hefur Iandsbyggðin ekki skipt sér neitt veru- lega af því, hvað gert er með tekjurnar, sem skapast af framleiðslunni, sem fram fer á landsbyggðinni. Þeim hefur verið ráðstafað í Reykjavík. Áróðursstríðið hefur síðan valdið því, að landsbyggð- arfólkið hefur smám saman farið að trúa því, að það sé ómagar á framfæri höfuðborgarbúa. Síðan hafa smámol- ar hrotið af borðum höfuðborgarsvæðisins í formi alls- konar framlaga og styrkja sem dreift hefur verið um landið. Landsbyggðarfólkið hefur hinsvegar alveg látið hjá líða að krefjast réttmæts hluta síns af tekjunum, sem verða til hjá þeim og þeim ber með réttu. Ef sú tekju- skipting verður rétt en ekki skekkt með gjaldeyris- hömlum, millifærslum og gengisrangfærslum, þá þarf landsbyggðin engu að kvíða. Fá þarf enga sérstaka byggðasjóði, landsbyggðinni til styrktar. Pá getur hún séð um sig sjálf. Til þess að það megi verða, verður fólk að gera sér grein fyrir stöðu sinni og láta ekki moldviðri áróðursins blekkja sig. Ó G Á í myrkri gildir að sjást. Notaðu endurskinsmerki! M i UMFERÐAR Famrheillf\ lÍRÁD ?S!87\J Kirkjulíf ísafjarðarprestakall Viðtalstímar sóknarprests- ins eru þriðjud. -föstud. kl. 13:30-15 í safnaðarheimilinu Sólgötu l,sími3171. Aðrirtímar eftir samkomulagi. ísafjarðarsókn: Kirkjuskóli í sal Grunnskólans á sunnudagsmorgun kl. 11. Strætisvagninn fer sína venjulegu leið úr Holtakerfi. Hnífsdalskapella: Fjölskylduguðsþjónusta sunnud. kl. 17. Aðalsafnað- arfundur Hnífsdalssóknar á eftir. Birkimelur á Barðaströnd: Fjögur hús í byggingu —íbúum fjölgar og framkvæmdir mikl- ar á þessum vaxtabroddi byggðarlagsins Áætlað er að hefja byggingu fjögurra húsa við Birkimel á Barðaströnd á vori komanda. Þá verður einnig hafist handa um lagningu bundins slitlags á götur byggðakjarnans sem telur nú um 60 manns en alls eru 190 íbúar í Barðastrandahreppi og fer þeim fjölgandi. Mikil og trygg atvinna hefur verið í hreppnum en helstu at- vinnugreinar eru skelveiðar, grásleppuveiði, þjónusta auk þess sem rekin er saumastofa í Krossholti. Nú er unnið að hafnarbótum á Brjánslæk og verið er að gera lendingarbætur fyrir smábáta við Haukabergs- vaðal. „Hér er eini vaxtarbroddur- inn á sunnanverðum Vestfjörð- um“ sagði Torfi Steinsson skólastjóri í Krossholti í samtali við Vestfirska fréttablaðið um þessi mál. Kapella vígð í MI Sr. Sigurður Guðmundsson settur biskup íslands vígði altari og blessaði kirkjumuni og samkomusal Mennta- skólans á ísafirði á sunnudaginn var. Biskup predikaði við messu og var mikill fjöldi viðstaddur. Þar með hefur ísafjarðarsöfnuður fegnið samastað um sinn. Myndirnar eru frá athöfninni á sunnudaginn. r----------------------------- 1 j FASTEIGNA- j i VIÐSKIPTI i j ÍSAFJÖRÐUR: | Einbýlishús/Raðhús: | | Miðtún 39, Nýlegt raðhús á | | tveimur hæðum, ásamt bílskúr. | | Laust strax. I Tangagata 6, ca 160 fm einbýlis- I I hús með tveimur íbúðum. Uppi: | I 3ja herb. ibúð, niðri: 4ra herb. | | íbúð ásamt risi og kjallara. | i Norðurvegur 2, álklætt hús, mik- I I ið endurnýjað, ásamt kjallara. J 4-6 herb. íbúðir: J Stórholt 7,117 fm íbúð á 2. hæð J J í fjölbýlishúsi. ■ Sundstræti 30, ca 140 fm íbúð í . • kjallara í þríbýlishúsi. | Stórholt 13, 110 fm íbúð á 3.h. í | | fjölbýlishúsi, ásamt bílskúr. I Mjallargata 6, 100 fm íbúð í þrí- I I býlishúsi, ásamt háalofti. Skipti á I I stærri eign möguleg. | i 3ja herb. íbúðir: i Sólgata 8, 70 fm íbúð á 1. hæð i I I þríbýlishúsi. I J Hrannargata 9, 100 fm sérbýli. J J Skipti á stærri eign möguleg. ■ Stórholt 11, 75 fm íbúð á 3.h. í j ■ fjölbýlishúsi. | Heimabær 5, 80 fm íbúð á e.h. í | | fjórbýlishúsi. I Stórholt 11, ca 85 fm íbúð á 2 I I hæð, ásamt bílskúr. I i Stórholt 7, 75 fm íbúð á 1. hæð i I í fjölbýlishúsi. J Fjarðarstræti 9, 76 fm íbúð á 3. J J hæð í fjölbýlishúsi, ásamt sérg- J J eymslu í kjallara og risherbergi. ■ Aðalstræti 32, 70 fm íbúð á e.h., | ■ ásamt kjallara. | Hreggnasi 3, ca 70 fm íbúð á | | ae.h. í tvíbýlishúsi, ásamt kjall- | | ara. | I 2ja herb. íbúðir: I Sundstræti 24, 60 fm íbúð í þrí- I I býlishúsi. I i Sundstræti 29, íbúð á n.h. í fjór- J i býlishúsi, sér þvottahús og i i geymsla. J Hlíðarvegur 27, 55 fm íbúð á J J n.h. í tvíbýlishúsi, uppgerð að J [ hluta. • Fyrirtæki: I Gosi, Mánagötu 2. Sælgæti- . J sverslun og billjardstofa, í fullum J [ rekstri. j Tryggvi i : Guðmundsson | : hdl. j ! Hrannargötu 2, ísafirði, ■ i sími 3940. Af fólki Skírnir: Hafþór Ingi Haraldsson, Túngötu 3, f.21.10.87. sk.7.11. Hilmar Örn Óttarsson Eik- land, Tangagötu 15b, f.9.8.87. sk.8.11. Sveinn Yngvi Valgeirsson, Sunnuholti 4, f.7.8.87. sk.21.11. Ólöf Dröfn Sigurbjörns- dóttir, Aðalstræti 12, f.28.8.87. sk.21.11. Ásrún Sigurjónsdóttir, Móholti 5, f.18.9.87, sk. 21.11. Andlát: Sigurjón Hinriksson, Aðal- stræti 15, f.7.6.49. d.9.11.87. útf. 14.11. Smá- auglýsingar TIL SÖLU Til sölu Lada station árgerð 1986. Ekinn 17 þús km. útvarp, sílsalistar, grjótgrind. Sumar og vetrardekk fylgja. Upplýsingar í síma 6261 eftir kl. 17.00.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.