Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 7
/ / Ulfar Agústsson: Yið Vestfirðingar verðum að viðurkenna staðreyndir Rúmlega 7000 manna byggð þarfnast ekki sextán sveitarfélaga með 80-90 sveitar- stjórnarmönnum, 5 sveitarstjórnum og 6 bæjar- og sveitarstjóra á fullum launum sem ekki verður barist,“ segir Úlfar Agústsson formaður Kaupmanna- félags Vestfjarða. VIÐ VESTFIRÐINGAR VERÐUM AÐ VIÐURKENNA STAÐREYNDIR -hættum að verja byggð á svæð- um sem allir vita að fara urátt úr byggð og sameinumst um sterkan rckstur í stað fallandi smáfyrir- tækja. Á norðanverðum Vestfjörðum cru 450 til 500 manns um hverja matvöruverslun. Talið er að nauð- synlegt sé að mcðalmatvöruversl- un þurfi aö hafa um það bil 1500 manna viðskiptamanna hóp ef vel eigi að vera með rekstur hennar. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Úlfars Ágústssonar, kaup- manns á Isafirði og formanns Kaupmannafélags Vestfjarða á ráðstefnu, sem félagið gekkst fyrir um næstliöna helgi. Hún nefndist: Hvað er að gerast á höfuðborgar- svæðinu? - Hvar stöndum við? „í þcssum efnunt scnt öörum verðum við að viðurkenna stað- reyndir," sagði Úlfar Ágústsson. „Við Vestfirðingar verðunt líka að taka frumkvæöið sjálfir og verjast. Við eigum ckki að setja upp varnir þar sem ckki vcrður varist. Við eiguni hinsvegar að vera raunsæir Vestfirðingar og viðurkennar staðreyndir,“sagði Úlfar ennfrem- ur. 500 MANNS UM HVERJA MATVÖRUVERSLUN EN ÞURFA AÐ VERA 1500 Hann tók.sem dæmi um atriði, sem snéri að kaupmönnum, sem voru fjölmennastir á ráðstefnunni eins og vonlegt var, þar sem aðal- fundur Kaupmannafélags Vest- fjarða var haldinn sama dag. „Kaupmenn á svæðinu frá Arn- arfirði og í Djúp, sem sumir vilja kalla Vesturborg eiga ekki að fljóta sofandi að feigðarósi. „Við eigum að sameinast undir ,eitt félag til reksturs eins öflugs verslunarfyrirtækis. Kaupmenn í Vesturborg eiga síðan að eiga hlutabréf í þessu nýja fyrirtæki og hafa af því arð ef kostur er. Sumum kann að virðast þetta róttækar breytingar en Úlfar sagð- ist hinsvegar aðeins telja þetta viðurkenningu á staðreyndum. Ef kaupmenn á Vestfjörðum eiga að standast samkeppni við stórmark- aði á höfuðborgarsvæðinu, þá væri þetta lciðin. Þctta er í það minnsta betri kostur en að biða eftir gjald- þrotinu," sagði Úlfar Ágústsson. NOTUM FJÁRMAGNIÐ TIL AÐ GERA BÆNDUM KLEIFT AÐ SETJAST AÐ OG STUNDA SÍNA VINNU í ÞÉTTBÝLINU ÞVÍ LANDBÚNAÐUR VIÐ DJÚP ER Á FALLANDI FÆTI Og hann lét ekki þar við sitja. Sem dæmi um staðreynd, sem þyrfti að viðurkenna nefndi hann byggðina í sveitahreppunum við Djúp. Öllum væri ljóst að hefð- bundinn landbúnaður ætti þar mjög undir högg að sækja. Þessi byggð mundi vafalaust leggjast af innan einhvers árafjölda. „Við skulum viðurkenna þessa staðreynd strax. Við skulum ekki þrjóskast við heldur snúast strax til aðgerða. í stað þess að verja peningum í tilgangslaust byggða- stríð þá skulum við nýta þá betur. Allir þeir fjármunir sem nú fara til uppbóta, niðurgreiðslna á afurða- verði, flutningsstyrkja, reksturs djúpbáts, til reksturs og gerðar flugvalla, skóla, heilsugæslukerfis, vegakerfis utan aðalvega og fleira, eiga að notast í öðrum tilgangi. Þessa fjármuni, sem spara má með því að hætta tilgangslausri baráttu eigum við að nota til að þétta byggöina á Vestfjörðum. Við eigum að aðstoða bændur og aðra til þess að koma sér upp húsnæði Stjórn verkamannabústaða í Bolungavík aucflýsir: Auglýst er eftir umsóknum í íbúðir, sem eru til sölu. Um er að ræða tvær íbúðir í Stigahlíð, tvær íbúðir á Þjóðólfsvegi 14 - 16, eina íbúð í Holtabrún 14, og einbýlishúsið að Traðarstíg 2. Umsóknir gilda einnig um endursöluíbúðir, sem koma til endursölu á þessu ári. Réttur til kaupa á íbúð er bundinn við þá, sem upp- fylla eftirtalin skilyrði: a. Eiga lögheimili í Bolungavík. b. Eiga ekki fbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. c. Hafa haft í meðaltekjur þrjú síðustu ár (1984 - 1986) eigi hærri fjárhæð en sem svarar kr. 555.000 fyrir einhleyping eða hjón og kr. 51.000 fyrir hvert barn á framfæri innan 16 ára aldurs. Heimilt er að víkja frá b- og c-liðum í sérstökum tilvik- um. Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofun- um og skrifstofu stjórnar verkamannabústaða. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 11. des- ember 1987. Bolungarvík, 16. nóvemher 1987 Stjórn verkamannabústaða Bolungavík. fyrir sitt heimafólk og jáfnframt skapa sér atvinnutækifæri í vest- firsku þéttbýli. SEXTÁN SVEITARFÉLÖG MEÐ TÆPLEGA 100 SVEITAR- STJÓRNARMENN EN AÐEINS RÚMA SJÖÞÚSUND ÍBÚA Á norðurhluta Vestfjarða, það er frá Arnarfirði og norður í Djúp þarf einnig að sameina sveitarfé- lög, að mati Úlfars. „Rúmlega sjöþúsund manna byggð þarfnast ekki sextán sveitar- félaga með 80 - 90 mönnum í sveit- arstjórnum og 6 bæjar- og sveitar- stjórum á fullum launum. Við verðum í þessum efnum sem öðrum að viðurkenna einfaldar staðreyndir þó leiðinlegar og Ijótar séu.“ „Við verðum lfka að tryggja það, að árlegar betliferðir sveitar- félaga eða fulltrúa þeirra á hendur fjárveitingavaldinu leggist af. I þessum ferðum freistast menn til þess að níða nágranna sína til þess kannski að fá örlítið meiri fyrir- greiðslu til hafna eða einbhvers annars. Slíku verður að linna.“ Úlfar Ágústsson bcnti á að Vest- firðingar þekktu til þcss, þcgar blómlegar byggðir færu í auðn. Bæði þéttbýli og sveitabyggðir. DRÖGUM LÆRDÓM AF FALLI AÐALVÍKUR, HESTEYRAR OG GRUNNAVÍKUR „Fyrir norðan okkur voru þorp hér fyrr á öldinni í Aðalvík, Hcst- eyri og Grunnavík og á þessu svæði var einnig nokkuð blómleg sveita- byggð. Þessi byggð fór að síga sam- an af ýmsum orsökum. En síðan lagðist hún skyndilega öll af, eins og hendi væri veifað." „Við skulum varast að þetta ger- ist aftur hér á Vestfjörðum í mikl- um mæli. Viðurkennum strax að sum landssvæði cru okkur töpuð búsetulega séð. Á öðrum stöðum skulum við síðan búast til varnar og verjast vel,“ sagði Úlfar. Hann benti á að til þess þyrfti meðal annars að stöðva atgervis- flóttann af Vestfjörðum. Við þyrftum að snúa honum við. „Við skulum ávallt muna eftir því, að Vestfirðingar sjálfir vcrða að tryggja að til aðgerða verði gripið. Vestfirðingar sjálfir verða að grípa til vopna. Við verðum að skapa fólkinu tækifæri til að nýta kunnáttu sína, sköpunargleði og framtakssemi," sagði Úlfar Ágúts- son að lokum. DAGMOÐIR ÓSKAST I TÆPAN EINN MÁNUÐ Til að gæta tveggja drengja 3ja og 5 ára gamalla. Upplýsingarveitir Helga ísíma 3711 á vinnutíma og í síma 4439 á kvöldin Vélskóli Islands Innritun nýrra nemenda á vorönn 1988 er hafin. Umsóknir ásamt gögnum um fyrra nám verður að hafa borist skrifstofu skólans fyrir 1. des. nk., pósthólf 5134,125 Reykjavík. Kennsla fer fram eftir áfangakerfi. Nemend- ur, sem hafa stundað nám við aðra skóla, fá nám sitt metið að svo miklu leyti sem það fellur að námi í Vélskólanum. Inntökuskily rði: Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi með tilskildum árangri eða hlotið hliðstæða menntun. Vélavörður: Samkvæmt nýjum lögum um vélstjóranám býður skólinn upp á vélavarðarnám er tekur eina námsönn (4 mánuði) og veitir vélavarð- arréttindi samkvæmt ísl. lögum. Umsóknar- eyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrif- stofu skólans í Sjómannaskólahúsinu kl. 08.00 - 16.00 alla daga. Sími 19755. Skólam eistari.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.