Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 4
4 t5 vestlírska TTABLASIO Hjá okkur fæst ýmislegt í jólapakkann t.d. speglar, snyrtitöskur, sundpokarog frábærar grifflur á smáfólkið. Hinar þekktu snyrtivörur frá REVLON og JADE. Einnig gjafakassar fyrir herrana. OPNUNARTÍMI í DESEMBER Alla daga nema sunnudaga. Laugardag 5. des. kl. 9 - 16 Laugardag 12. des. kl. 9 - 18 Laugardag 19. des. kl. 9 - 20 Miðvikud. 23. des. kl. 9 - 20 LOKAÐ AÐFANGADAG HÁRGREIÐSLUSTOFA SNYRTIVÖRUVERSLUN \/ AÐALSTRÆTI 11 ÍSAFIRÐI SÍMI 3517 BOLVÍKINGAR! Þeim, sem ætla að setja Ijós í kirkju- garðinn á aðventu, er vinsamlega bent á eftirfarandi: • Athuga að kaplar séu í góðu lagi. • Hafa tengingar öruggar. • Hafa jarðtengdar klær á kapalenda. • Ekki hafa stærri perur en 25 wött. Kirkjugarðsvörður. FORNÁM Tökum við nýjum nemendum í fornám eftir áramót. Kennslugreinar eru: íslenska, danska, enska, stærðfræði og íþróttir. Kjörið tækifæri fyrir þá sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi. Umsóknir sendist Héraðsskólanum Núpi. 471 þingeyri. Skólastjóri. „Eitt er að vilja, annað að gera...“ Framhald af grein Sigurðar Jóhannssonar vegna sjúkrahússmálsins „STÓRA BOMBAN" Stóra bomban í sjúkrahúsmálinu í dag er uppsögn Einars Hjaltasonar yfirlæknis. Undirritaður tekur heils hugar undir það að mikil eftirsjá er að Einari. Og hvað byggingarnefnd viðkemur hefur samstarfið við hann verið með ágætum. Einar hefur alla tíð lagt sig í líma við að ýta sjúkrahús- málinu áfram. Að honum hafi þótt ganga seint láir enginn. Enginn er heldur undrandi á, þótt hann taki góða stöðu er honum býðst annars staðar. Þannig ganga málin einfald- lega fyrir sig. Góðir menn eru eftir- sóttir. Og síðastur allra mun for- maður byggingarnefndar misvirða það við Einar Hjaltason þótt hann noti tækifærið, þegar hann segir upp og þrýsti á um að ljúka byggingunni. Svo sammála höfum við verið ym nauðsyn þess og talið það forgangs- verkefni. Það eru hinsvegar helber ósannindi hjá Herði Högnasyni er hann heldur því fram að yfirlæknirinn hafi sagt upp störfum vegna þess að hann ætli ekki að láta hafa sig að fífli. Hörður veit miklu betur, en hyggst notfæra sér stöðuna sem upp kemur, við upp- sögnina. Hann veit að málið er til- finningamál og auðvelt að gera úr því úlfalda. En stöldrum við og skyggnumst ör- lítið um. í fundargerð stjórnar FSÍ 17. mars 1987 VI. lið, er greint frá bréfi yfirlæknis, dags. 19.des. 1986 ( hefur því legið í salti í 3 mánuði) hvar hann „fer fram á, að læknar við stofn- unina hafi aðgang að lykluin að rann- sóknarstofu, röntgendeild og sónar- herbergi.!!! (Hverjir aðrir ættu frekar að hafa þar lyklavöld?) Já það geta komið upp mál, þar sem menn gefast upp og láta ekki lengur hafa sig að „fífli", enda var framkvæmdastjóra falið að leysa málið í samráði við yfir- lækninn. TRÉSMIÐURINN OG VERKTAK- INN Margar eru kórvillurnar í grein Harðar. En þó er verst, ásakanir hans um að byggingarnefnd skyldi ekki notfæra sér crfiðlcika hjá vcrktaka til að reka hann frá störfum. Barna- skapnum um að byggingarnefnd hafi verið slíkt „ í lófa lagið „ hefur verið svarað. Hitt skal eitt fullyrt, að vandamálin er upp komu í kjölfar erf- iðleika verktakans, hafa verið leyst á skynsamlegri, fljótvirkari og ódýrari hátt, en tillaga Harðar Högnasonar gerði ráð fyrir. Sjálfs hans vegna hefði þessi hluti greinarinnar betur verið óskrifaður. FÁUM ER ALLS VARNAÐ Það væri synd og skömm að viður- kenna ekki að í einu tilfelli hefur einkastríð félaganna borið umtals- verðan árangur. Þar á ég við 20 mill- jón króna viðbótina til tækjakaupa, sem er ýmsum hinn æðsti og eini draumur. En líkt og sagnfræðinga er oft háttur, freistast Hörður til að leggja eigið mat á aðstæður og gengur frásögnin þar eftir. Á fundi byggingarnefndar með sveitarstjórnarmönnum föstudaginn 13. mars 1987 var ákveðið að leita eftir samþykki heilbrigðisráðuneytis- ins á tækjalista samhliða var óskað eftir heimild til lántöku. Öll bréf þessu að lútandi voru komin í hendur ráðuneyta, þingmanna og banka strax næsta mánudag. Heilbrigðis- ráðuneytið brá skjótt við og sam- þykkti listann. Þáverandi fjármála- ráðherra ákvað hinsvegar að lækka upphæðina í 35 milljónir króna. Heil- brigðisráðuneytið staðfesti lækkun- ina með því að biðja heimamcnn um að leggja fram forgangsröðun á tækj- um með hliðsjón af ákvörðun fjárm- álaráðherra. Öllum þingmönnum var þetta kunnugt. Það tengist hins vegar engu „ vonleysi byggingarnefndar" að fjármálaráðherrann ákvað að gera það fyrir flokksmenn sfna hér vestra ( enda mun hann hafa verið minntur á gefin loforð) sem hann var búinn að synja byggingarnefnd um. En hví skyldi ekki vera sama „ hvaðan gott kemurl!" „KVARTAÐ UNDAN ÁHUGALEYSI OG LINKU“ Með útboði 4. áfanga töldu menn sig sjá fyrir. að hægt yrði að flytja starfsemi sjúkrahússins yfir í nýja húsið, er honum lyki. Áfanganum átti samkvæmt útboði að ljúka 1. apríl s.l. Margar ástæður eru fyrir því að svo varð ekki.En til að gefa lesendum smá yfirsýn yfir hina dáðlausu bygg- ingarnefnd, sem annað tveggja lætur hlutina seint eða aldrei frá sér fara, skv. sérfræðilegu mati, birti ég hér úrdrátt úr bréfi byggingarnefndar til Heilbrigðisráðuneytisins frá S.júní 1986. Þarsegirm.a. eftiraðgetiðhef- ur verið dagsetningar verkloka 4. áfanga og umfangi hins 5.: „En til að unnt sé að nýta húsið strax að loknum 4.áfanga þarf nú þeg- ar að ganga frá pöntun á ýmis konar tækjum og búnaði.lækningatækjum, sem öðrum, svo frágangur innanhúss tefjist ekki af þeim sökum........ ..Þungamiðjan í þessu öllu er þó auð- vitað, að nægilegt fjármagn verði tryggt á næsta ári (1987) til kaupa á öllum þeim tækjum og búnaði sem til þarf, svo unnt verði að hefja starfseini sjúkrahússins strax að loknum 4. áfanga. Bygging sjúkrahússins hefur tekið langan tíma, sem ekki þýðir að fárast um í dag. En það væri ekki aðeins, að illa væri farið með fjármuni, held- ur ylli það gífurlegum vonbrigðum heimamanna, ef við að loknum 4. áfanga stæðum uppi með tilbúið sjúkrahús, en óstarfhæft sakir tækja- skorts. Slíkt má ekki ske." Síðan er áréttuð nauðsyn þess að ljúka byggingunni að fullu. Um það segir: „Eftir áratugs langa byggingarsögu sjúkrahússins er þaö Vestfirðingum mikið kappsmál að lokið verði við húsið. Vér leyfum oss að vænta að svo verði um hnúta búið, að á árinu 1987 flytjist starfsemin úr gamla hús- inu og jafnframt að tímasettur verði lokafrágangur hússins. Lengur má það ckki dragast að Vestfirðingar fái sjúkrahús sem rís undir nafni. Til að undirstrika þýðingu málsins höfum vér sent ýmsum aðilum afrit af þessu bréfi og er þeirra getið ncðan- rnáls." Tilnefndir aðilar er fengu afrit af bréfinu voru: Framkvæmdadeild I.R., Fjárlaga og hagsýslustofnun, Jes Einar arkitekt, þingmenn Vest- fjarða, Yfirlæknir FSÍ og sveitar- stjórnir er aðild eiga að byggingunni. En eitt er að vilja, annað að ráða, en hið lakasta af öllu er að kenna öðrum um allt er miður fer. SJALDAN ER EIN BÁRAN STÖK. Vera má að ég hafi fallið í þá gryfju að elta ólar við atriði er ekki voru svaraverð og grein mín því orðin svo löng, sem hún ber með sér. En þar sem éggaf í skyn að „pillugjöf" Harð- ar væri ekki einangrað fyrirbæri, þá má almenningur vel vita, að fyrrv. héraðslæknir taldi sér sóma að því að væna byggingarnefndina um „ rósemi og hæversku" vegna þess að hún „ vinnurstarf sitt í sjálfboðavinnu" eins og hann komst að orði. Síðan endurhæfingardeildin tók til starfa hafa æði margir sótt þangað. Vonandi flestir til góðs. En trúi því hver, sem trúa vill, að einmitt þessi deild gaf tilefni til ámæla á hendur formanni byggingarnefndar. I bréfi til til stjórnar FSÍ, og sem ekki var haft fyrir að senda nefndinni afrit af,er því andmælt að geymslur skuli hafa verið teknar undir endurhæfingar- deildina. Þar segir: „Nú hefur það skeð, að endurhæf- ingardeildinni hefur verið úthlutað geymslunum þrem um alla framtíð (!) Einungis þurfti samráð starfsmanna spítalans (!!!) við formanninn og arki- tektinn. Vitað var um afnot endur- hæfingardeildar af rúmageymslunni undir nuddpott og er allt gott um það að segja. Þar er rúmt pláss fyrir pottinn, jafnvel þó herbergið væri tvískipt með vegg. Kæmi hinn hluti þess að góðum notum fyrir aðra starf- semi deildarinnar. Öðru máli gegnir um hinar geymslurnar. Þær ætlar deildin að nota fyrir meðferðarbekki og skrifstofu. Þegar tillit er tekið til þess að endurhæfingarsalurinn er 73,5 fm. þá fáum við ekki skilið að smáhluta hans var ekki hægt að stúka af fyrir skrifstofu og bekkina. Er spurning hvort að 168 fm (sundlaugin ekki meðtalin) nýtist endurhæfingar- deildinni, miðað við fyrirsjáanlegan fjölda meðferðarsjúklinga." Síðan er farið fram á að stjórn FSÍ mótmæli vinnubrögðum formanns byggingarnefndar (hvar kjarkinn brast?) og biðja byggingarnefnd að reyna framvegis að leita álits ráðandi aðila á FSÍ, áður en stórfelldar breyt- ingar eiga sér stað í nýbygging- unni.(Lbr. mín) Af hógværð benti byggingarnefnd „hinum ráðandi aðilum" á, að auðvit- að væri það heilbrigðisráðuneytið, sem eitt hefði vald til að hvika frá samþykktum teikningum. Enda tók það ákvörðunina. Hitt fór ég aldrei dult með, að ég studdi eindregið breytinguna og taldi húsrýminu betur varið fyrir endurhæfingadeildina, en til að hýsa gömul rúm og einnota pappírsvörur o.þ.h. Fyrir það er nóg rými f þakhæð, sem hefur fermetra- tölu hátt í grunnflöt gamla spítalans. Það skal svo eftirlátið þeim er notið hafa aðstöðunnar í endurhæfingar- deildinni um að dæma, hvort þeir telja þar ofrausn í húsnæði og skynsamlegra hefði verið að nota það fyrir geymslur. Ég kvíði ekki úrslitum skoðanakönnunar. HÆPINN SAMANBURÐUR Til að leggja áherslu á sleifarlagið við sjúkrahúsið flaggar hjúkrunar- fræðingurinn stjórnsýsluhúsinu. Og nú fær hann til liðs við sig sjálfan rit- stjóra „Vestfirska". Stjórnsýsluhúsið er falleg bygging og áreiðanlega vel að henni staðið á allan hátt. En ein- faldur samanburður þeirra félaga er vægast sagt hæpinn. Vegna þess að í öðru tilfellinu er um að ræða bindandi samning er ríkið gerir við marga að- ila, en í hinu ræður rfkið alfarið ferð- inni. Sanngjarnara hefði verið að bera saman Menntaskólann og sjúkrahúsið. En auðvitað er mér Ijóst að það studdi ekki málstaðinn. LOKAORÐ Byggingarnefnd er það vel Ijóst að margt hefði mátt á annan veg vera í sjúkrahússbyggingunni. Öll árin höfum við beðið um sérstakan eftir- litsmann fyrir bygginguna, en án ár- angurs. Þetta vita allir er þurftu að vita, þingmenn og ráðherrar. Eftir- litsmaðurinn hefði síðan gegnt hlut- verki byggingarstjóra. Þá vita sömu aðilar um óánægju byggingarnefndar með seinagang á útboðum. En allt hefur komið fyrir ekki. Ástæðurnar eru margþættar og sjálfsagt hefur hver sína útgáfu. Umræða um málefni er oft af hinu góða, enda sé henni þá beint í farveg réttmætrar gagnrýni og leiðbeininga. Sé hún aftur á móti byggð á sleggju- dómum og vísvitandi röngum fullyrð- ingum, er hætt við að hún skaði mál- staðinn. Að mínu mati er grein Harð- ar Högnasonar af hinu síðarnefnda. Hann, sem og framkvæmdastjóri gamla spítalans, sbr. það sem haft er eftir þeim félögum í Alþýðublaðinu, er auðvitað frjáls að áliti sínu á þeim mönnum sem undanfarinn áratug hafa reynt að leggja sjúkrahúsmálinu lið með setu sinni í byggingarnefnd. Til þeirra starfa buðu þeir sig ekki fram, en voru til þess valdir af rétt- kjörnum sveitarstjórnum. Enginn byggingarnefndarmanna skorast undan ábyrgð, en tilvist þeirra er ann- ara. Byggingarnefnd hefur frá upphafi verið Ijós sá þröngi stakkur er henni var sniðinn. Um hann vitnar afstaða heilbrigðisráöherra og ráðuneytis er greint var frá í upphafi. Þá er nefnd- inni ljóst að það eru sveitarstjórnirn- ar, sem taka ákvörðun og ábyrgð á útgjöldum hcimamanna, en ekki byggingarnefnd. Þetta hefur Alþýðu- blaðsvinunum ekki verið Ijóst sem skyldi. Þess vegna hafaþeirekki taliö sig þurfa samþykki kóngs né prests. En „ Palli" sem var einn í heiminum var nú barasta í ævintýrinu. Veruleik- inn er allur annar. Sigurður Jóhannsson formaður bygg- ingarnefndar HSÍ.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.