Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 9
9 Salmar Jóhannsson formaður s Verslunarmannafélags Isafjarðar: „Kaupmenn mega afgreiða sjálfir66 — engin regiugerð í gödi um lokunartíma búða en kjarasamningar aðila ráða ferðinni „Okkur þótti rctt aö vckja at- hygli á samningsbundnum vinnu- tínra verslunarfólks áður cn jóla- törnin hcfst,“ sagði Salmar Jó- hannsson, formaður Verslun- armannafélags ísafjarðar í sam- tali við Vcstfirska frcttablaðið. Tilefnið var auglýsing í blaðinu um hcimilaðan opnunartíma vcrslana, samkvæmt kjarasamn- ingi Landssambands fsl. verslun- armanna við Vinnuveitcndasam- band íslands. „Afgreiðslutími verslana cr frjáls af hálfu bæjaryfirvalda á ísafirði cins og flcstum cr kunnugt. Hinsvegar eru bæði kaupmcnn og afgrciðslufólk bundið af áðurnefndum kjara- samningum," sagði Salmar enn- fremur. Hann sagði að við hefði brugðið, að menn væru tregir til að viðurkenna þessa staðreynd, jafnvel þó svo þeir vissu betur. Ætlun félaga í Verslunarmanna- félagi ísafjarðar væri að láta reyna á þessi ákvæði kjarasamn- inganna nú í descmber. Salmar Jóhannsson benti þó á, að kaupmönnum væri sjálfum hcimilt aö standa við afgrciðslu í vcrslunum sínum án þcss að það yrði talið brot á rcglum um opn- unartíma í kjarasamningum verslunarfólks. UPP ER BOÐIÐ (SALAND Einokunarverslunin og íslenskt samfélag 1602 —1787 eftir dr. Gísla Gunnarsson Á þeim tíma sem danskir kaup- menn höfðu einokun á allri utanríkis- verslun landsins, á árunum 1602— 1787, var hagur (slendinga bágborn- ari en hann hefur verið fyrr og síðar. Þetta var ekki danskri einokunar- verslun einni að kenna. (slendingar voru íhaldssamir og héldu fast í forn- fálega og úrelta siði. Þeir óttuðust allar nýjungar í atvinnumálum. Með þessum orðum hefst kynning aftan á nýrri bók frá Erni og Örlygi eftir dr. Gísla Gunnarsson. Bók þessi er að meginstofni þýðing á bókinni og doktorsritgerðinni „Monopoly Trade and Economic Stagnation", sem kom út í Lundi í Svíþjóð 1983. Nokkrir hlutar þessarar bókar eru þó frumsamdir. Um bókina „Monopoly Trade...." hefur m.a. ver- ið skrifað: ,,( doktorsritgerð Gísla Gunnarssonar er aö finna nýja heild- arsýn um einokunarverslun Dan- merkur á íslandi og um íslenskt sam- félag á 17. og 18. öld. Þessi bók leysir á margan hátt af hólmi bók Jóns Að- ils, Einokunarverslun Dana á Islandi, frá árinu 1919, sem helsta heimildar- verk um þetta efni." Harald Gustafs- son í bandaríska tímaritinu Scandi- navian Studies. „Það er einnig skoðun undirritaðs, að ritið verðskuldi að koma út á ís- lensku og sé það í rauninni töluvert hagsmunamál íslenskri menningu og þjóðlífi." Sveinbjörn Rafnsson í Sögu, tímariti Sögufélags (slands. Bókin er sett og prentuð hjá Prent- stofu G. Benediktssonar en bundin í Arnarfelli hf. Kápu gerði Sigurþór Jakobsson Dr. Kevin Leman mm\ SYSTKINARÖÐIN NIÓTAR MANN- INN Hvar ert þú í röðinni? Eru persónueinkenni okkar og við- horf meðfædd eða mótast þau ef til vill meira af fjölskyldu okkar og uppeldi? Með þessum orðum hefst kynning aftan á nýrri bók frá Erni og Örlygi. Bókin nefnist Systkinaröðin mótar manninn og er eftir dr. Kevin Leman og er þýdd af Guðmundi Þorsteins- syni. Á bókarkápu segir ennfremur: Víst er að staða okkar í röö syst- kina(eða systkinaleysi) mótar okkur öll með afgerandi hætti og hefur var- anleg áhrif á allt okkar líf. Þessi bók er brunnur upplýsinga, sem geta hjálpað þér að bæta sam- skipti þín við aðra, hagnýta þér styrk systkinaraðaripnar og bæta úr veik- leikum hennar, og njóta þeirrar sér- stöðu sem Guð gaf þér. Systkinaröð- in er hlýleg, fyndin, einlæg og skemmtileg aflestrar, og hún hjálpar þér jafnframt að þekkja sjálfan þig betur og að sjá samskipti þín við aðra í skýrara Ijósi. NÝJAR ÍSLENSKAR HLJÓMLÖTUR I seinna lagi Bergþóra Árnadóttir Jakob og Ragnhildur Jakob Magnússon og Ragnhildur Gísladóttir Jón Múli Árnason í fylgd með fullorðnum Leyndarmál Á þjóðlegum nótum Dögun Loftmynd Ýmsir flytjendur Bjartmar Guðlaugsson Grafík Ríó Tríó Bubbi Mortens Megas Hljómplötur ásamt kasettum og geisladiskum eru á 2. hæð BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR Jólabók kratanna? Gullna llugan crcin jólabök- anna í ár og ckki cr ólíklegt að Suðureyri: Villi fískar yel „Kúfiskveiðar á Villa Magg hafa gengið með ágætum að undanförnu og nú um nokkurt skeið hefur hann ávallt komið með fullfermi að landi en það eru um það bil 38 tonn,“ sagði Arnór Stefánsson fram- kvæmdastjóri Bylgjunnar hf. á Suðureyri í samtali við Vestfir- ska fréttablaðið. Villi Magg veiðir kúfisk með sérstökum plóg til vinnslu hjá verksmiðju Bylgjunnar hf. á Suðureyri. „Pessi góði afli fékkst strax eftir að endurbætur voru gerðar á plógnum, sem plægir botninn og safnar saman kúfiskinum. sem síðan er dælt um borð í Villa Magg,“ sagði Arnór enn- fremur. Skipið fer venjulega út um sjöleytið á morgnana og yfirleitt er ekki kontið að landi síðar en klukkan sex síðdegis. Verksmiðja Bylgjunnar hf., sem hönnuð er og uppsett af fyrirtækinu Traust hf. í Reykja- vík, afkastar um það bil 4,5 tonnum af kúfiski upp út sjó. Er þá miðað við vinnslu á kúfi- skinum til beitu, og er nýtingin I6 - I8%. Kúfiskurinn hefur að sögn Arnórs líkað ágætlega og hann hefur það eftir sjómönnum, að kúfiskurinn tolli mjög vel á önglinum ef lagt er í miklum straumi. Einnig telja sumir að kúfiskur sé annarri beitu betri yfir myrkasta tímann í skamm- deginu. margur vestfirskur kratinn muni glugga í hana og kynna sér frásagnir af átökum í Al- þýðuflokknum á árunum á milli heimsstyrjaldanna. Höfundur bókarinnar cr ungur sagnfræð- ingur, Þorlcifur Friðriksson. Gullna flugan er ein þeirra bóka, sem Gunnlaugur Jónas- son bóksali í Bókhlöðunni á ísa- firði nefndi, þegar við ræddum við hann bókasöluna í ár. Gunnlaugur sagði að nýjar bækur hefðu verið að berast síð- ustu vikurnar og væru enn að berast. Salan væri ekki mikið komin af stað en margir væru hinsvegar farnir að skoða bækur. Þetta væri eins og undanfarin ár. Sjálf bóka- kauptíðin hæfistsíðan l(). til I2. descmber ef færi að venju. Perestrojka nefndist nýja bókin, scm er eftir þann fræga mann Gorbatsjov Sovétleið- toga. Undirtitill hennar er -ný hugsun, ný von. Þá nefndi Gunnlaugur Jónasson bókin Aflakónga og athafnamenn. Þar ræðir Hjörtur Gíslason, blaðamaður við þekkta skip- stjóra og sjómenn. Meðal ann- ars Guðjón A. Kristjánsson, skipstjóra á togaranum Páli Pálssyni frá Hnífsdal. „Sjálfur hef ég síðan rnikinn áhuga á að kynna mér bókina Æfintýramaðurinn Jón Ólafs- son, scm samin er af Gils Guðmundssyni. Saltfiskverkandi Hugsar þú um ve/ferd starfsfó/ks/ns? Söltunarkerfi frá TRRU5T hf skilar þár aukinni framleiÖni og hagnaÖi og bætir um leið verulega aðstööu starfsfólks og léttir líkamlegt erfiöi TRAUST HS® Box 4413 - 124 Reykjavík - Sími 91-83655 - Tlx 3010 - Fax 687060

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.