Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 12
Fallegar franskar leöur skjalatöskur fyrir dömur og herra. Verö frá 1.790.- til 7.400.- j BOKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR l Sími 3123 ísafirði ERNIR P Bflaleiga Hafið samband við markavörð Vegna útgáfu markaskráa árið 1988, samkvæmt lögum nr. 6/1986 um afréttamál, fjallskil o.fl. og reglugerð nr. 224/1987 og tölvuskráningar á mörkum hjá Búnaðarfélaginu, beina markanefnd og Búnaðarfélag Islands þeim tilmælum til allra eigenda búfjármarka (annarra en frostmerkinga), að þeir til- kynni viðkomandi markaverði mörk sín til birtingar í marka- skrá sýslunnar, eigi síðar en 10. janúar 1988. Takið ekki áhættu í grásleppunni Stjórn Landssambands Smá- bátaeigenda vill vara grásleppu- veiðimenn við því að hefja veiðar á vertíðinni 1988 án þess að eiga trygga sölu á þeim hrognum sem þeir munu afla. Stjórn L.S. telur mjög alvarlega stöðu vera komna upp og telur óvarlegt að veiða meira en 8 — 10.000 tunnur á næstu vertíð eigi viðunandi verð að fást. Meiri veiði býður heim hættu á verðfalli og sölu- erfiðleikum að mati stjórnar L.S. Stjórnin gerði könnun á stöðu markaðsmála fyrir grásleppuhrogn og urðu niðurstöður þær helstar að verksmiðjur innan L.S. muni eiga í byrjun vertíðar á lager um 8— I0.000 tunnur. Kanadamenn eiga 800 tunnur óseldar í Danmörku og bjóða þær til sölu á 925 mörk. ísafjörður: s Asa seld Tögbáturinn Ása, sem verið hefur í eigu Rækjuverksmiðju O.N. Olsen hf.á Isafirði hefur verið.seldur til Hafnarfjarðar. Söluverð mun vera 25 milljónir króna. Ásán er 22 ára gamalt tréskip.sem byggt er Stykkis- hólmi og telst vera 63 tonn. Ástæður þess að skipið var selt voru þær að sögn Theódórs Norðquíst framkvæmdastjóra O.N. Olsen hf., að skipið var of lítið til að geta stundað veiðar á úthafsrækju á vetrum og það var hinsvegar of stórt og dýrt í rekstri til að veiða innfjarð- arækjuna á Djúpinu. Bjartara framundan í rækjuvinnslunni: 100 mUljónir vestur Hráefhi tryggt Verðjöfnunarsjóður „eyrnamerktura og þak sett á framleiðslu verksmiðjanna Mikið er að birta yfir rekstrar- horfum rækjuverksmiðja á Vestfjörðum, samkvæmt fregnum. sem Vestfirska frétta blaðiðteluráreiðanlegar. Kem- ur þar tvennt til: f íyrsta lagi haldgóð trygging fyrir því að núverandi verksmiðjur fái hrá- efni til vinnslu og þá eru bundn- ar vonir við að vérðjöfnunar- sjóður rækju verði „eyrna- merktur'* hverjum þeim sem í hann greiðir og hefur greitt. Petta mundi geta þýtt allt að því 100 milljóna króna tilflutn- ingfjármagns til Vestfjarða. Fyrirhugað mun vera. að setja einhverskonar þak á vinnsluheimild hverrar verk- smiðju. Munu þá þær verk- smiðjur, sem hafa langan rekstrártíma njöta góðs að: því og vera með hærra vinnslumark en nýjar rækjuvinnslur. Petta mun sfðan eiga að stuðla áð því að færri hefji rækjuvinnslu en ella hefði orðið. „Eyrnamerking“ fjármagns í verðjörnunarsjóði rækju er tal- in næsta vís. Bæði þing Lands- sambands ísl. útvegsmanna og Farmanna- og fiskimanna sám- band íslands samþykktu til- lögur í þá áttina. Pétta mundi tákna að etdri rækjuvinnslur munu hafa séraðgang að því fjármagni. sem lner og ein þeirra hefur greitt í verðjöfn- unarsjóð. Þá mun einnig ákveðið, að Þjóðhagsstofnun geri úttekt á rekstri fimm rækjuvérksmiðja. Munu forráðamenn rækjuverk- smiðja gera sér góðár vonir um lækkaðar greiðslur í kjölfar þcssarar úttektar. Muni þá: koma greinilega í ljós, hve rækjuvinnslan er rekin með miklu tapi. Fordæmi munu fyrir því vegna loðnuvinnsiu að endurgreitt sé út verðjöfnunar- sjóðí aftur í tímann, þegar í ljós kemur að halli hefur verið á vinnslunni. Eyrnamerking fjármagnsins í verðjöfnunarsjóði og hugsan- legar endurgreiðslur aftur í tím- ann vegna taprekstarar rækju- verksmiðjanna er talin geta valdið allt að 100 milljóna króna flutningi á fjármagni til Vest- fjarða frá höfuðborgarsvæðinu. O.N. Olsen: 99Uppsagnir ekki til framkvæmda,, — segir Theódór Norðquist „Ég á ekki von á því núna, að til þess muni koma að uppsagn- irnar komi til framkvæmda,“ sagði Theódór Norðquist fram- kvæmdastjóri Rækjuverk- smiðju O.N. Olsen hf. á ísa- firði.Vestfirska fréttablaðið ræddi við hann vegna fregna af því að fyrirtækið hefði sent öllu starfsfólki sínu, rúmlega þrjátíu manns, uppsagnarbréf, sem taka átti gildi frá og með næstu áramótum. „Mikill hallarekstur á rækju- vinnslu, óvissa um kvótamál og verðlagningu hráefnis og hrá- efnisöflun voru ástæður þess að við töldum okkur nauðbeygða til að grípa til þessarra að- gerða,“ sagði Theódór Norð- quist ennfremur. Hann taldi þó góðar líkur á því, að horfur í rækjuvinnslu væru ekki eins svartar eins og menn hefðu óttast fyrir nokkr- um dögum. „Uppsagnir starfsfólksins koma því varla til framkvæmda eins og ég sagði áður,“ sagði Theódór Norðquist að lokum. Suðureyrarkirkja 50 ára Við 50 ára afmæli suðureyrarkirkju s.l. sunnudags sr. Sigurður Guðmundsson. Aðrir á mjndinni eru frá vinstri: Sr. Gunnþór Ingason sem áður fyrr þjónaði á Suðureyri, sr. Karl V. Matthíasson sem nú þjónar þar, biskup Islands og sr. Lárus Þ. Guðmundsson á Holti, prófastur. ísafjörður: Siggi á veiðar um áramót „ Við höfum fengið ádrátt um að skipið fái veiðileyfi um ára- mótin“ sagði Guðmundur Sig- urðsson útgerðarmaður Sigga Sveins í viðtali við Vestfirska fréttablaðið. Þá er reiknað með því að hann fái kvóta eins og önnur raðsmíðaskip. Um áramót verður Siggi Sveins búinn að liggja bundinn við bryggu tilbú- inn til veiða í þrjá mánuði. MYNDAVELAR OLYMPUS - RICOH - PAlNTASOlNriC myndaalbúm, myndavélatöskur, leifturljós, rafhlöður og allt í myndavélar PÓLLINN VERSLUN RAFÞJÓNUSTA SÍMI3092 BILALEIGA Nesvegi 5 • Súðavík © 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegi 34 • V/Miklatorg © 91 -25433 Afgreiðsla á ísafjarðarflugvelli © 94-4772 SENDUM BÍLINN Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.