Vestfirska fréttablaðið - 27.04.1988, Page 1
Bílddælingar vilja fá hitaveitu
OV hefur komið í veg fyrir það hingað til
Bílddælingar eru nýbúnir að
skrifa Orkubúi Vestfjarða bréf og
biðja það um að taka nú af skarið
varðandi hitaveitu til Bíldudals.
Árið 1976 og aftur 1982 voru gerð-
ar frumathuganir varðandi hita-
veitu fyrir þorpið, og niðurstaðan
varð sú í bæði skiptin að hér yrði
um hagkvæma framkvæmd að
ræða. Pað var hins vegar pólitísk
ákvörðun OV á sínum tíma að
leggja samt ekki í þetta verk, þar
sem það vildi fremur stýra fjár-
magni í arðbærari framkvæmdir.
Bílddælingar sóttu þetta mál
allfast, og jafnframt var leitað eftir
því að einkaleyfi OV til orkusölu
yrði aflétt í þessu tilviki, svo að
Bílddælingar gætu sjálfir unnið að
málinu. Pví var líka hafnað, þar
sem slíkt myndi veikja Orkubúið
og gera það vanhæfara til að sinna
lögboðnu hlutverki sínu um allan
fjórðunginn.
Nú hafa Bílddælingar vakið
þetta mál enn á ný, og kveðast nú
ekki munu una því að fá ekki hita-
veitu ef ljóst er að hún muni skila
hagnaði fyrir bæjarfélagið og létta
stórlega þá byrði sem húshitun á
Bíldudal er. Nú er eingöngu raf-
magnskynding á Bíldudal. Til
skamms tíma var þar olíukynding
um allt, en stjórnvöld fengu menn
til þess að skipta yfir. Til dæmis
um kyndingarkostnað má taka Fé-
lagsheimilið. Pað er ekki mikið
notað, þó svo að leikifimikennslan
fari þar fram, en kynding þess
kostar um 50 þúsund á mánuði.
Pað er frá Dufansdal, sem er um
15 km frá kauptúninu, sem Bíld-
dælingar vilja leggja hitaveituna.
Par mun fást 80-90 stiga heitt vatn.
Bílddælingum þykir merkilegt (og
kannski svolítið hart) að lesa og
heyra um það í fréttum, þegar
nokkrir búandkarlar á Skeiðunum
taka sig saman um að leggja á eigin
kostnað hitaveitu tólf kílómetra
leið fyrir sjö bændabýli, á meðan
400 manna kauptúni er bannað að
gera slíkt.
Þess má geta, að iðnaðarráð-
herra getur heimilað sveitarfélagi
að gera þessa hluti, þrátt fyrir um-
ræddan einkarétt OV.
Stjórn Orkubúsins fjallar í þess-
ari viku um érindi Bílddælinga, og
munum við greina frá afgreiðslu
þess í næsta blaði.
Verkfallið á ísafirði:
Ákveðni og
kurteisi einkenna
störf verkfallsvarða
Verkfallsvakt Verslunar-
annafélags ísafjarðar hefur að-
setur í Alþýðuhúsinu, og þar fer
fram skipulag eftirlits og aðgerða
undir stjórn Salmars Jóhannsson-
ar formanns félagsins (hann er á
einni myndinni við skrifborð sitt,
og virðist ánægður með gang
mála). í gær (þriðjudag) fylgdust
tíðindamenn Vestfirska með öfl-
ugum hópi verkfallsvarða á ferð
um kaupstaðinn. í hópnum voru
eingöngu konur, og segir það
kannski nokkra sögu um það
hversu miðað hefur í jafnréttis-
málum hér um slóðir. Yfirmenn
(verslunarstjórar og því um líkt)
eru í flestum tilvikum karlar, og
mega vinna (þó að stundum sé
það nú umdeilt), á meðan undir-
mennirnir (í flestum tilvikum
konur) eru að berjast í verkfall-
inu.
Við vorum samferða verkfalls-
vörðum í allmörg fyrirtæki, þar
sem grunur lék á því að ekki væri
farið að settum reglum. Fram-
koma varðanna einkenndist
hvarvetna af ákveðni og festu, en
þó fyllstu kurteisi, enda hefur allt
farið vel og friðsamlega fram.
Ein myndanna var tekin þegar
vasklegur hópur verkfallsvarða
var á leið út úr Alþýðuhúsinu
áleiðis til eftirlits. Önnur mynd
er úr Vöruvali, þar sem mann-
skapurinn er að ræða við Bene-
dikt Kristjánsson kaupmann. Þar
varð samkomulag um að kjötiðn-
aðarmenn hættu að vinna við af-
greiðslu á kjötvörum. Og loks er
mynd af því þegar verkfallsverðir
eru á leið inn á skrifstofu Tryggva
Guðmundssonar innheimtulög-
fræðings ísafjarðarkaupstaðar,
en rætt var um að hann hefði látið
vinna þar á hverjum degi í trássi
við verkfallið.
Skilyrðin sem fiskvinnslan má búa við
af hálfu stjórnvalda:
SVARTNÆTTI!
Lokun frystihúsa víða um Vestfirði blasir við
„Flestir fundarmanna voru sam- vinnurekendur í lengstu lög vegna að þegar Þjóðhagsstofnun reiknar
mála um að þeir hefðu sjaldan eða þess að slíkt getur hæglega valdið út tap á fiskvinnslunni, þá eru
aldrei seð hann svartari“ sagði fólksflótta og enn meira tapi en þættir á borð við saltfis.kvinnslu
Bjarni Grímsson kaupfélagsstjóri orðiðer. Víðast á Vestfjörðum sér teknir með í dæmið. Hér á Vest-
á Þingeyri um fund Félags fisk- fiskvinnslan langflestum íbúanna fjörðum er hiutfall saltfiskvinnslu
vinnslustöðva á Vestfjörðum sem fyrir ltfsviðurværi. Það gerir það lægra en víðast hvar annars staðar
haldinn var á ísafirði á mánudag- enginn að gamni sínu að loka eina og því er ástandið hér trúlega mun
inn. Fundurinn samþykkti ályktun fyrirtækinu á staðnum. verra en útreikningar Þjóðhags-
þar sem skorað er á stjórnvöld að Einnig er rétt að hafa það í huga stofnunar gefa til kynna.
gefa verðmyndun á gjaldeyri :
frjálsa sem lið í því að lagfæra þau
mjög erfiðu ytri skilyrði sem fisk-
vinnslan býr við um þessar mundir.
„Við höfum mátt þola verðfall á
mörkuðum okkar, bæði í Evrópu
og í Bandaríkjunum" sagði Bjarni
Grímsson. „Eg þekki enga sið-
menntaða þjóð sem ekki bregst við
slíkum aðstæðum með því að leið-
rétta gengið."
Bjami sagði að fastgengisstefna
stjórnvalda hefði löngu gengið sér
til húðar, og löngu væri tímabært
að ríkisstjórnin endurskoðaði
stefnu sína í ljósi breyttra að-
stæðna. Fiskvinnslan er nú rekin
með allt að 15-18% halla að dómi
fundarmanna.
„Það er í hæsta máta óeðlilegt
að við þurfum að skríða fyrir
stjórnvöldum eins og beininga-
menn til þess að fá rétt verð fyrir
það sem við erum að framleiða“,
sagði Bjarni.
Einhverjir fundarmanna höfðu
við orð að ekkert blasti við annað
en lokun frystihúsa víða á Vest-
fjörðum ef ekki yrði að gert. Slíkar
aðgerðir forðast vestfirskir at-
Óskum starfsfólki okkar á sjó og landi,
svo og viðskiptavinum öllum, gleðilegs sumars.
Sinar ffidéjinnsson k.
Reglubundnar ferðír
frá Reykjavík 6-7 sinnum í
mánuði til Vestfjarða
RÍKISSKIP
NÚTÍMA
FLUTNINGAR