Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.04.1988, Side 5

Vestfirska fréttablaðið - 27.04.1988, Side 5
£ vestlirska TTABLADID 5 SMÁ KRIMMI Innbrotsþjófur verður bráðkvaddur við störf Það er ekki á hverjum degi sem menn brjótast inn á heimili prófessora í stærðfræði, fá sér þar gamalt viskí í glas, og deyja. Hvernig kemur eiginkona prófessorsins við söguna í þessu tilviki? S. stofugólfinu heima hjá mér, þar sem líkið hafði legið, var nú ekkert að sjá nema útlínurnar sem lögreglan m m hafði teiknað með krít. Lögreglumaðurinn sem í fyrradag hafði fengið það hlutverk að stjórna rannsókn málsins, var nú aftur kominn að ræða við mig. „Er konan þín farin eitthvað?" spurði hann. „Já“, svaraði ég, „hún fór til kunningjafólks." „Já akkúrat", sagði hann. „Þetta hlýtur að hafa verið skelfilegt fyrir hana, að þessi maður skyldi deyja svona fyrir augunum á henni. Það virtist ekki ama neitt að honum, hann var að enda við að fá sér þarna viskí úr flösku. Eða það sem hann hélt að væri viskí. Meira að segja tólf ára gamalt Ambler's Scotch. Gamalt og gott.“ „Jú, auðvitað hlýtur svona að koma við fólk“, sagði ég. „Að ekki sé nú minnst á það, að maðurinn skuli hafa brotist hér inn og ógnað konu minni með hnífi." „Þessi maður hafði sloppið út af stofnun. Hann varð á sínum tíma nánum ættingja sínum að bana. Nú er hann eflaust kominn á viðeigandi stofnun í öðrum heimi", sagði lögreglumaðurinn. „En það er eitt sem ég þarf að nefna, herra minn. Það er varðandi viskíið sem hann fann þarna í skápnum. Ég er búinn að láta efnagreina það í rannsóknar- stofunni hjá lögreglunni. Það var alls ekki neitt viskí í flösk- unni. Það var í henni efni sem er notað til að hreinsa ámurnar í brugghúsunum. Það er lífshættulegt ef það kemur inn fyrir varirnar á manni. Þetta efni fæst líka í verslunum. En það má segja að þetta hafi verið mikil heppni, að einmitt þessi glæpamaður skyldi fá sér úrflöskunni, en ekki konan þín ... “ Ég horfði á hann skelfingu lostinn. Vissi hann kannski að Súsanna var dagdrykkjumanneskja og drakk alltaf Ambler‘s Scotch? „Við höfum enga skýringu á því, hvernig þetta sótthreins- unarefni hefur komist í flöskuna", hélt rannsóknarlögreglu- maðurinn áfram. „Það er búið að hafa samband við brugg- húsið, og þeir segja að það sé óhugsandi að svona geti gerst hjá þeim. Og þó að slíkt hefði samt sem áður gerst hjá þeim, þá hefði verið um hundruð flaskna að ræða með sama innihaldi út úr verksmiðjunni, en ekki bara eina. - Skilurðu hvað ég er að segja?“ „Ég get ímyndað mér það.“ „Slík mistök í verksmiðjunni mundu hafa ægilegar af- leiðingar. Þess vegna höfum við leitað uppi og rannsakað allt sem við höfum náð í af framleiðslu brugghússins frá sama tímabili. Geturðu ímyndað þér hver niðurstaðan varð?“ Ég yppti öxlum. „Ekkert!" sagði lögreglumaðurinn íbygginn á svip. „Við fundum hreint ekki neitt. Hver einasta flaska sem við athug- uðum var eins og hún átti að vera. Hvað segir þú um það?“ Þegar ég svaraði ekki, þá hélt hann áfram: „Einhvern veginn gæti manni fundist það undarlegt, að konan þín skyldi fara í burtu. Maður gæti haldið að kona fyndi stuðning hjá eiginmanni sínum eftir svona voðaatburði." „Venjuleg eiginkona mundi eflaust gera það“, svaraði ég. „Ertu þar með að segja að konan þín sé ekki venjuleg eiginkona?" Aftur lét ég spurningu hans ósvarað. „Þú ert prófessor í stærðfræði, mikið á fyrirlestraferðum, ráðstefnum víðs vegar um lönd... “ „Ég sinni einfaldlega starfi mínu“, greip ég fram i fyrir honum. „Nágrannarnir halda því fram, að stundum hafi mátt heyra í næstu hús þegar þið hjónin voruð að rífast.“ „Það er nú líklega fullmikið sagt,“ sagði ég. „Þegar við vorum hérna úti í búðinni að taka viskílagerinn til rannsóknar, þá sagði stúlkan á kassanum að konan þín hafi alltaf komið annan hvern dag og keypt eina flösku af Ambler's Scotch." „Hún fær sér oft lögg í glas“, sagði ég. „En þú?“ „Nei, ég smakka aldrei áfengi. En, ágæti lögreglumaður, þú ættir nú að vita að í öllum hjónaböndum koma timabil erfiðleika, tímabil þegar ekki er allt eins og það gæti best verið.“ „Mig grunaði nú eitthvað slíkt.“ Hann horfði fast á mig. „Þú veist sem sagt að konan þín á sér elskhuga?" „Við, sjáðu til, við höfum gert með okkur samkomulag. Hvort okkar um sig gerir það sem það langartil. Konan mín er í Öldungadeildinni, stundar sjálfsvarnarnámskeið, starfar við... “ „Ekkert afbrýðisamur?" spurði hann. „ÉKíki get ég sagt það.“ „Hugsarðu um skilnað?" „'ý'arla." Hann kinkaði kolli. „Hvað hefur þekktur stærðfræðipróf- essor í laun?“ „Það er nú ansi lítið“, svaraði ég. „En konan þín?“ „Hún hefur töluverðar tekjur af sínu erfðagóssi." „Og þú mundir hætta að njóta góðs af því ef þið skilduð", sagði lögreglumaðurinn og einblíndi á mynd eftir Picasso sem hékk á veggnum. Allt í einu varð ég gripinn þeim undarlega ótta, að hann gæti séð í gegnum myndina, séð inn í innmúraða peninga- skápinn á bak við hana, og séð þar flöskuna með sótthreins- unarefninu. Og sprautuna sem ég hafði notað til að stinga með í gegnum tappann á viskíflöskunni. „Vonandi kemur ekkert fyrir konuna þína“, sagði lög- reglumaðurinn. „Skilurðu mig? Rannsókninni er ekki lokið enn.“ Ég kinkaði kolli. Hann stóð upp. „Ég þekki konuna þína. Ég hitti hana alltaf í Öldungadeildinni. Það er svona aukastarf hjá mér að kebna þar. Svo hef ég nú kynnst henni aðeins betur en það“, sagði hann og gekktil dyra. „Hún ervissulegaóvenju- leg kona. Það er alveg rétt hjá þér. Mig grunar að hún komi ekki alveg strax heim aftur. Á ég að skila kveðju?“ Getur það verið? VARMALAND Tilvalinn staður fyrir ráðstefnur, ættarmót og þreytta ferðalanga. Upplýsingar í símum 91-611614 (Lilja) og 91-37658 (Ragnheiður). Að ísafjarðarkaupstaðursénúað semjaviðbændurnaí Djúpinu... ... um kaup á þúfum ... ... til að fylla í holurnar í kaup- staðnum!!! AÐALSAFNAÐAR- FUNDUR ísafjarðarsafnaðar fyrir árið 1987 verður haldinn í Kapellunni á Sal Menntaskólans fimmtudaginn 28. apríl 1988 kl. 8.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tekin ákvörðun um staðsetningu og byggingu nýrrar kirkju. 3. Önnur mál. Sóknarnefnd ísafjarðar. NAMSTILBOÐ! Að loknum grunnskóla. ÞJÁLFUNARBRAUT Markmið námsins er að búa nemendur undir nám og störf á vettvangi félags- og íþróttamála. Eðlilegasta framhald til stúdentprófs er íþrótta- braut. Námstími er fjórar annir. NÚPSSKÓLI S 8222 OG 8236.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.