Vestfirska fréttablaðið - 27.04.1988, Page 9
t5
vestfirska
TTABLASIO
UR YMSUM ATTUM
íslenskt þjóðminjafélag
undirbúið
Stofnfundur verður haldinn 3. maí
Á þessu ári eru liðin 125 ár frá
stofnun Þjóðminjasafns íslands.
Nú hefur safnið loksins fengið allt
Þjóðminjasafnshúsið vð Suður-
götu til umráða, en Listasafn fs-
lands fluttist þaðan um áramótin
og í hið nýja húsnæði að Fríkirkju-
vegi 7 í Reykjavík. Afmælis
Þjóðminjasafnsins hefur verið
minnst með ýmsum hætti: Gefinn
hefur verið út bæklingur um sögu
safnsins, þar sem einnig er fjallað
um hlutverk þess í nútíð og
framtíð; Menntamálaráðuneytið
stóð fyrir hátíðarsamkomu í Há-
skólabíói 28. febrúar síðastliðinn;
og nú hefur verið ákveðið að
stofna félag til að styrkja Þjóð-
minjasafnið í starfi og vekja skiln-
ing á mikilvægi þess að vel sé búið
að því.
Nokkur aðdragandi hefur verið
að þessari félagsstofnun. Hún er
að frumkvæði nefndar sem
menntamálaráðherra skipaði sl.
haust til að vinna að áætlun um
vöxt og viðgang Þjóðminjasafns fs-
lands til aldamóta. Haldinn var
undirbúningsstofnfundur í febrú-
ar, þar sem kosin var undirbún-
ingsstjórn til að sjá um formlega
stofnun félagsins. f henni eiga sæti
Katrín Fjeldsted formaður, Ólafur
Ragnarsson, Sverrir Kristinsson,
Sigríður Erlendsdóttir og Þór
Magnússon, og til vara Sverrir
Scheving Thorsteinsson og Guð-
jón Friðriksson. Enn hefur félagið
ekki hlotið nafn, en það hefur
gengið undir nafninu Þjóðminja-
félagið.
Samin hafa verið lög fyrir félag-
ið, en samkvæmt þeim geta allir
orðið félagar sem stuðla vilja að
því að vekja skilning stjórnvalda
og annarra á mikilvægi safnsins í
nútímaþjóðfélagi. Félagið vinnur
að því að auka og bæta tengsl
Þjóðminjasafnsins við alla þætti
þjóðlífsins: Stjórnvöld, fyrirtæki,
stofnanir og einstaklinga, bæði
innanlands og utan. Þá mun félag-
ið afla safninu minja og gripa sem
réttast þykir að varðveita í safninu
eða á vegum þess vegna menning-
arsögulegs gildis. Það mun leita
fjáröflunarleiða til kaupa á slíkum
munum og til kostnaðarsamra við-
gerða á gripum í eigu safnsins. Fé-
lagið mun einnig afla fjár til sér-
stakra rannsóknarverkefna. Það
mun efna til fyrirlestra fræði-
manna, efna til skoðunarferða og
verða Þjóðminjasafninu til aðstoð-
ar við útvegun farandsýninga frá
öðrum löndum.
Stofnfundur félagsins verður
haldinn í Þjóðminjasafni íslands
við Suðurgötu á krossmessu,
þriðjudaginn 3. maí kl. 17:15.
Þangað er allt áhugafólk um menn-
ingarminjar velkomið, en einnig
geta menn haft samband við
Þjóðminjasafnið eða einhvern úr
undirbúningsstjórn til að láta skrá
sig í félagið. Þeir sem skráðir eru
fyrir 3. maí teljast stofnfélagar.
Rétt er að geta þess, að hafi
menn hugmyndir að nafni á félag-
ið, þá eru ábendingar vel þegnar,
og við þeim er tekið hjá ofan-
greindum aðilum.
Kaupfélag Dýrfirðinga:
Bjarni Grímsson
lætur af starfi
Staða félagsins erfið, eins og annarra fyrirtækja i
fiskvinnslu og dreifbýlisverslun
Bjarni Grímsson sem gegnt hef-
ur starfi kaupfélagsstjóra Kaupfé-
lags Dýrfirðinga á Þingeyri undan-
farin fimm ár lætur nú af því og
hverfur til starfa á öðrum vett-
vangi. Óráðið er í stöðu kaupfé-
lagsstjóra á Þingeyri. Bjarni vildi í
samtali við Vestfirska fréttablaðið
ekki láta uppi að svo stöddu hvar
hann væri ráðinn til nýrra starfa.
Aðalfundur Kaupfélags Dýr-
firðinga verður haldinn í næsta
mánuði. Eitt helsta mál fundarins
verður slæm staða Kaupfélagsins,
en það hefur flogið fyrir að tap á
rekstri þess hafi á síðasta ári verið
um 40 milljónir. Bjarni Grímsson
vildi ekki staðfesta þá tölu enda
sagði hann að ársreikningar lægju
ekki fyrir enn. Hann dró hinsvegar
enga dul á að staða Kaupfélagsins
væri mjög slæm, enda áraði nú afar
illa bæði fyrir fiskvinnslu og dreif-
býlisverslun. Kaupfélagið hefur
lagt í nokkrar fjárfestingar og
endurbætur á undanförnum fimm
árum og sagði Bjarni að fjár-
magnskostnaður samfara erfiðum
ytri skilyrðum væri félaginu mjög
þungur í skauti.
9
Stórvirki í tilefni fertugsafmælis
Tónlistarskóla ísafjarðar:
Barnaóperan
„Eldmærin“
færð upp
Nær hundrað manns
leggja hönd
Á laugardaginn verður enska
barnaóperan „Eldmærin“ frum-
sýnd á Isafirði. Það er Tónlistar-
skólinn á ísafirði sem ræðst í þessa
uppfærslu í tilefni af 40 ára afmæli
sínu á þessu ári. Það er barnakór
Tónlistarskólans undir stjórn
Beötu Joó sem ber hitann og þung-
ann af flutningi verksins ásamt 7
manna hljómsveit. Rúnar Guð-
brandsson annast leikstjórn.
„Eldmærin" er byggð á rúss-
nesku ævintýri sem gerist í Úral-
fjöilum. Tónlistin er eftir Róbert
Long en textar eftir Dorothy Gulli-
ver. Þýðing er eftir Guðfinnu Dóru
Ólafsdóttur, en undir hennar
stjórn var óperan flutt í fyrsta
skipti á íslandi.
Vestfirska fréttablaðið leit inn á
æfingu síðdegis í gær og þar voru
myndirnar teknar sem fylgja grein-
inni. Það var ys og þys og mikið
brambolt eins og vera ber þegar
um 40 krakkar á aldrinum frá 7-13
ára eru samankomnir. Flestir eru
9-10 ára. í rabbi við aðstandendur
sýningarinnar kom fram að um 50
manns taka virkan þátt í sýning-
unni, en sennilega eru þeir nær 100
sem lagt hafa hönd á plóginn á
einn eða annan hátt. „Þetta er
geysiskemmtileg hópvinna og það
leggjast allir á eitt um að gera góða
sýningu", sagði Rúnar Guð-
brandsson í samtali við blaða-
mann.
að verkinu
Að endingu er rétt að grípa
niður í formála leikskrárinnar, en
þar segir í ávarpi Sigríðar Ragnars-
dóttur skólastjóra Tónlistarskól-
ans:
„Nútímamaðurinn er því miður
alltof oft óvirkur neytandi þess
sem samfélagið býður honum, og
á þetta ekki síst við um þá tónlist
og hávaða, sem dynur í eyrum all-
an sólarhringinn og mengar um-
hverfið meira en orð fá lýst. Þess
vegna ríður mjög á að hvetja ungt
fólk til þátttöku í skapandi starfi
og er tónlistariðkun þar afar þung
á metunum. Fjöldi ísfirskra ung-
menna tekur virkan þátt í starfi
Tónlistarskólans - ekki síst kór-
starfinu - og er óskandi að þessi
iðja þeirra geti orðið þeim gleði-
gjafi í lífsbaráttunni á ókomnum
árum. Það er nefnilega ekki hægt
annað en að komast í gott skap
þegar maður fer að syngja!"
Það er klukkan 16 á laugardag-
inn sem barnaóperan „Eldmærin"
verður frumsýnd í sal Grunnskól-
ans á ísafirði. Það er ekki að efa
að það er hverjum manni hollt að
bregða undir sig betri fætinum og
hlýða á skemmtilega tónlist og sjá
ungmenni flytja afrakstur erfiðis
síns af heilum hug. Það gæti verið
góður undirbúningur fyrir Eur-
ovision-útsendingu sjónvarpsins
um kvöldið.
NAMSTILBOÐ!
Að loknum grunnskóla.
VIÐSKIPTABRAUT
Markmið námsins er að búa nemendur undir
almenn verslunar- og skrifstofustörf. Veitir rétt til
verslu narleyfis að öðrum skilyrðum fullnægð-
um.
Námstími er fjórar annir.
NÚPSSKÓLI S 8222 OG 8236.