Feykir - 14.12.1981, Page 3

Feykir - 14.12.1981, Page 3
Vélstjóra vantar Vélstjóra með full réttindi vantar á skuttogarann Hegranes. Upplýsingar veittar í síma 95-5450 á skrifstofutíma. ■S ÚTGEHÐARFÉLAG ;J SKAGFIHÐINGAr / PÓSTHÓLF ö • SÍMI 5450 ■ SAUÐÁRKRÓKI Frá héraðsdýralækni Skagfirðinga Fyrst um sinn verður lyfjaafgreiðslan opin frá máiiu- degi til föstudags kl. 2-4. Símaviðtöl sömu daga kl. 10-11 f.h. ísíma 5885. Steinn Steinsson. Við minnum á Lagersölu Kaupfélagsins á Eyri. Hið lága verð Lagersölunnar er raunhæf kjarabót. Gerið jólainnkaupin íLagersölunni. BMjSShwQMgSjSSsm SAUÐÁRKRÓKI - HOFSÓSI - VARMAHUÐ - FLJÓTUM Um leið og við minnum á vöruúrval okkar þá óskum við vióskiptavinum okkar gleðilegra jóla. - Raftæki - Allt til jólagjafa Við minnum á JÓLALJÓSIN frá okkur ú^rafsjáhf RAFVERKTAKAR SÆMUNDARGÖTU 1 550 SAUÐÁRKRÓKI S: 95-5481 B3 Frá innheimtu KgJ Sauðárkróksbæjar Síðasti gjalddagi álagðra útsvara og aðstóðugjalda 1981 var 1. desember s.l. Skorað er á alla þá sem enn stunda útsvör og önnur gjöld til bæjarsjóðs Sauðárkróks að gera skil nú þeg- ar. Dráttarvextir4,5% eru reiknaðir mánaðarlega. Hjá þeim sem ekki hafa staðið í skilum verða hafnar lögtaksaðgerðir án frekari viðvörunar. Innheimta Sauðárkróks. SSSBBSBIállHlSSBHSSIslSSSSBlHKHKslBSHSlHlSlsHslIslSIálSSIslIslSSS S S S S S S s s s s s s s H S S s s s s s s s s s s s s s H s s s s s s s s s H s s s H H H H S S H S S S S S Á annan í jólum Ungmennafélagið Tindastóll minnir á skemmtun sína sem verður í Bifröst. Jólatrésskemmtun verður fyrir yngsta fólkið frá kl. 14 til 16. Jólasveinar koma í heimsókn og fleiri góð atriði. Diskótek fyrir unglingana frá kl. 18 til 21. Dansleikur frá kl. 11 til 03. Hljómsveit Geirmundar sér um fjörið. Allir í hátíðarskapi og léttir í lund. Spiluð verðurfélagsvist sunnudaginn 27. des í Bifröst. Konungurfélagsvistanna, Kári Steinsson, stjórnaraf sinni alkunnu snilld. Margt góðra vinninga. Komið og takið slag við nágrannann. UMF Tindastóll óskar velunnurum sínum gleðilegra jóla. s s s s s s s s s s s s s H s s s s s s s s s s s H s s s s s H H H H S S S S S s s s s s B S B S S S S S S S SHHBBHSHHHHHHHHHHSHHHHHHHBHSBBHHHHSHBSHHHH Smælki „En hvað þú ert dapur og aumingjalegur, veslingurinn," kallaði StormurinnTþeg- ar hann geistist fram hjá Regnbogan- um, sem kúrði úti I skoti, og var svo sem ekki neitt. „Það vill ekki rigna,“ sagði Regn- boginn sorgbitinn. „Ekki rigna,“ át Stormurinn eftir honum. „Langar þig að vökna? Ég gæti svo sem hrist vatnið úr skýjunum, ef þér er einhver þægð í því.“ „Það þætti mér gott þú gerðir," sagði Regnboginn, „en gættu þess að byrgja ekki fyrir sólarljósið um leið. Ég þarf bæði sól og regn til lífsins." „Skrítinn ertu,“ sagði Stormurinn og hló. „Það eru nú fáar stundir sem sól og regn fer sarnan," kallaði hann svo hátt, að undir tók í fjöllunum. Um leið sló hann vel í Stormfákinn og svo hristi hann skýin svo hrikalega, að vatnið fossaði úr loftinu eins og vatn úr fötu. Sólin skein glatt í skýjarofunum, svo Regnboginn lifnaði allur. að hann geislaði fagurlega í öllum regnbogans litum. Það voru dýrðarstundir Regn- bogans, og hann varð alltaf fallegri og fallegri. „Svo sannarlega skal ég veita honum nægilegt regn“, æpti Stormurinn, og skók skýin ákaflega. En hann gætti sin ekki í tíma. Skýin hrönnuðust upp og fylltu himinhvolfið, svo sólarljósið hvarf jörðinni. Þá dó R*egnboginn. „Og þar fékk hann nóg,“ hrópaði Stormurinn háðslega, og hélt ferð sinni áfram meðal Höfuðskepnanna. „Hvernig er það, drengur minn,“ spurði kennarinn og sneri sér að einum drengnunt í bekknum. „Ekki getur þó sagt mér hve regnboginn er gamall?" „Jú, það get ég,“ sagði drengurinn. „Hann er jafngamall sólskininu og rignir.gunni." Svo hefur hver fjaðrir sem flýgur. Konan: Hvað meinarðu með því að koma heim fullur? Maðurinn: Það er ekki af góðu. Ég varð blankur. G.G. .............. 111 < SÖGUFÉLAG SKAGFIRÐINGA auglýsir Nú er komin út 5. bókin í röð Skagfirzkra æviskráa. Er hér um að ræða 1. bindi í flokki, sem tekur til ábúenda í Skagafirði á tímabilinu 1850-1890. í bókinni eru nær 300 þættir, langflestir eftir þá Jón á Reynistað og Sigurð á Kárastöðum. Þetta er uppsláttarrit fyrir ættfræói í héraðinu með ítarlegri nafnaskrá. Því miður eru gömlu æviskrárnar uppseldar hjá okkur í bili, en verða væntanlega aftur fáanlegar síðla vetrar eða með vorinu, þegar búið verður að binda nýtt upplag. Við viljum sérstaklega vekja athygli á, að nú fæst aftur hið mikla ritverk SAGA SAUÐÁRKRÓKS í þremur stórum bindum eftir Kristmund Bjarnason á Sjávarborg. Kristmundur er löngu kunnur fyrir vandaða fræðimennsku og listræn tök á máli og stíl. Þótt sagan fjalli fyrst og fremst um Sauðárkrók, tekur hún þó meira og minna til alls héraðsins. Þetta er þvítilvalin og vegleg jólagjöf til Skagfirðinga nær og fjær og verðið mjög hagstætt. Loks viljum við benda á, að Skagfirðingabók, ársrit Sögufélagsins, er enn fáanleg á mjög lágu verði, öll 10 heftin. Hringið eða hafið samband við einhvern eftirtalinna aðila: Reykjavík: Sögufélagið, Garðastræti 13 B. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Bókabúð Máls og menningar. Akureyri: Jón A. Jónsson húsvörður, Hafnarstræti 107. Bókabúð Jónasar. Sauðárkrókur: Sögufélagið, Safnahúsinu, sími 95-5424. Árni M. Jónsson, Grundarstíg 1, sími 95-5128. Sigurlaug Jónsdóttir, Suðurgötu 2, sími 95-5233. fW* . 3

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.