Feykir - 14.12.1981, Blaðsíða 16

Feykir - 14.12.1981, Blaðsíða 16
Sv, «e *S> Við hringdum i Árgerði f Lýtingsstaðahreppi rétt áður en blaðið fór í prentun og var þá fundurinn um virkjunarmálið nýhafinn. Ragna Guðmundsdóttir sagði að mjög vel væri mætt, hæstum frá hverju heimili. Aðspurð sagði hún að töluvert hefði verið um ferðir á bæi frá „báðum örmum“. Hún taldi mjög tvísýnt um úrslitin. Ragna var spurð hvort hitinn væri svo mikill að vinabönd ættu eftir að slitna. Hún sagði að sumir spáðu því. „Eg er alsáttur við Húnvetninga“ segir sr. Pétur Þ. Ingjaldsson Svo sem kunnugt er lét sr. Pétur Þ. Ingjaldsson prófastur á Skagaströnd af prestskap í haust fyrir aldurs sakir. Á þeim tímamótum hittum við hann að máli, og báðum hann að leyfa okkur að skyggnast til baka með honum til liðinna ára og eftirminnilegra stunda með Húnvetningum. — Þegar fni liiur nú lil baka til 40 ára slarfs i Húnaþingi, hvaó villu þá um það segja, Húnaþing og Hún- veininga? Ég er alsáttur við Húnvetninga. Þeir hafa reynst mér vel. Mér hefur líkað vel að starfa meðal þeirra. Húnvetningar eru léttir í tali og unna þjóðlegum fróðleik. Þeir eru kirkjuræknir og bera virðingu fyrir kirkjunum sínum, ræktarsamir og traustir. En þeir eru ekkert fyrir uppstillta menn. Mér gekk vel að samlagast þeim. Ég hef alltaf verið fremur hispurslaus og það á, eins og ég sagði, ekkert illa við þá. Þeir taka mönnum fljótt eða þeir taka þeim ekki. -— Hvernig voru fyrstu kynnin? Það voru þó nokkur viðbrigði að koma norður. Ég byrjaði fyrst að þjónæfyrir sr. Björn O. Björnsson veturinn 1940-41. Vorið 1941varég svo vígðúr til Höskuldsstaða- prestakalls. Ég hafði nokkum bú- skap á Höskuldsstöðum. Ég var nú enginn stórbóndi en ég tók þátt í flestum sveitastörfum. Prestakallið er 60 km á lengd og stundum erfitt yfirferðar. Þú spurðir um fyrstu kynni. Það var náttúrlega margt erfitt í byrjun, Skagaströnd er þekkt fyrir stórviðri á vetrum. Ég ferðaðist mikið og oftast einn. En ég kunni fljótlega vel við mig í misjöfnum veðrum. Ég er ekki sammála því sem segir í þessum vísuparti: „Illviðrin á argri strönd illt er við að búa.“ Tónlistarfélag Skagafjarðarsýslu var stofnað árið 1975 og er starfs- svið félagsins einkum í Skagafirði utan Sauðárkróks. Helsta verkefni félagsins er rekstur tónlistarskóla í samvinnu við sveitarfélög í Skaga- fjarðarsýslu og var félagið stofnað með það sem aðal aðalmarkmið. Önnur starfsemi hefur verið fremur fyrirferðarlítil en reynt hefur verið að fá tónlistarfólk til tónleikahalds en það oft reynst býsna erfitt. Þess má hinsvegar geta að á félagssvæði Tónlistarfélags Skagafjarðarsýslu starfa nú þrír kórar fyrir utan kirkjukórana, Karlakórinn Heim- ir, Söngfélagið Harpan og Rökkur- kórinn. Tónlistarskóli Skagafjarðarsýslu starfar við erfiðar aðstæður og á svipaðan hátt og farskólarnir hér áður fyrri því skólinn hefur engan fastan samastað. Nemendur í vetur eru 110 og fer kennslan fram á sex stöðum: Sólgörðum í Fljótum, Hofsósi, Hólum í Hjaltadal, Mels- gili, Varmahlíð og Steinsstaða- skóla. Mér leið vel í kulda og frosti og naut þess að ferðast hvernig sem viðraði. Svo er þess ekki getið að hér er ákaflega sumarfallegt. Seinnipartur vísunnar segir líka margt: „Einhver þyrfti æðri hönd að þeim stað að hlúa.“ Þetta hefur komið fram á Skagaströnd. Það sést i svo mörgu og um þetta get ég sagt margt frá reynslunni þessa fjóra árgtugi. Það kom heldur aldrei neitt fyrir mig á ferðum mínum. Drottinn er þar með verndarhönd sína og blessar íbúana og skýlir þeim. Það er ég viss um. Ég er jafn viss um það þótt skýring sé til á því hvers vegna mér líður vel í kulda og frosti. Hún er sú að ég hef svo lágan blóðþrýsting. — Má ekki œila að það komi sér vel fyrir presta að hafa lágan blóð- þrýsting? Jú, það gæti ég hugsað. Ég hef yfirleitt verið í góðu jafnvægi. Það hefur hjálpað mér að leysa mörg mál að jafnvægið er gott. Það er svo margt óvænt, sem fyrir kemur. Til dæmis get ég nefnt að einu sinni hringdi prófasturinn til mín og bað mig að fara daginn eftir að jarða gamla konu á Vatnsnesinu. Ég vissi ekkert um þessa konu en tók fram nokkrar ræður sem ég hafði flutt um gamlar konur. Þá ætti ég auð- veldara með að byrja ræðuna. Síð- an fékk ég bíl og bílstjóra og lögð- um við af stað vestur í sýslu. Á leiðinni á heimabæ hinnar látnu Kennt er á ýmis hljóðfæri s.s. píanó, orgel, blokkflautu, gítar, þverflautu, fiðlu og harmoniku. Erfiðlega hefur gengið að fá innlenda kennara til starfa við skólann og hefur því verið gripið til þess ráðs að fá kennara til starfa erlendis frá. Hafa frændur okkar Norðmenn reynst skólanum vel og hafa þrír Norðmenn starfað við skólann lengst Einar Schwaiger píanókennari sem var nú að hefja sitt fjórða starfsár við skólann. í haust bættist skólanum góður liðs- auki sem eru tékknesk hjón Jiri Hlavacek og kona hans Stanislava. Er hún sérmenntaður pianókennari en hann hefur starfað sem hljóm- sveitar- og kórstjóri við Óperuna í Prag. Búa þau hjón á Sleitustöð- um ásamt tveim sonum sínum og una hag sínum vel. Auk þess að kenna við Tónlistarskólann stjórn- ar Hiavacek (eða Georg eins og hann er gjarnan kallaður) bæði Karlakórnum Heimi og Hörpunni. Guðm. Ingi. Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson. fréttum við að það ætti bæði að vera húskveðja og jarðarför með líkræðu. Allt bjargaðist þetta og kunnugur maður hafði verið svo forsjáll og hugsunarsamur að skrifa niður á blað það sem helst ein- kenndi þá látnu í lifenda lífi. Já, þetta gekk allt saman furðanlega. Þetta er nú aðeins eitt dæmi. Ég hef Mikið hefur verið um funda- höld síðustu daga vegna fyr- irhugaðrar Blönduvirkjunar. Hver hreppurinn á fætur öðrum hefur verið að senda frá sér ályktanir um málið, og þegar þetta er skrifað, mánu- daginn 14. des., eru Lýting- ar að þinga á almennum hreppsfundi. Það eru hrepps- nefndirnar sem taka endan- lega afstöðu. Sem kunnugt er hefur Blönduóshreppur samþykkt að farin verði leið 1, sú leið sem ríkisstjórnin leggur til. Sama er að segja um Torfa- lækjarhrepp. Leynilegrar at- kvæðagreiðslu úr Svína- vatnshreppi var beðið með þónokkurri eftirvæntingu, en þar urðu úrslit þau að 47 höfnuðu tilhögun 1 en 40 sögðu já við henni. Seyl- hreppingar þinguðu á föstu- dagskvöld og samþykktu með nokkrum atkvæðamun að hafna virkjunarleið 1. Fund- urinn var langur og fjörugur, og margar konur mættu þar. Hreppsnendin sjálf hefur enn ekki ályktað um málið. Bólhlíðingar héldu „Kynn- ingarfund“ um málið á föstudag og var tilhögun 1 hafnað þar með einu mótat- kvæði. Áður hafði hrepps- nefnd Bólstaðarhlíðarhrepps gert eftirfarandi ályktun: átt svo margar góðar stundir með Húnvetningum við athafnir og messugerðir. Stundirnar með fermingarbörnunum eru mér ógleymanlegar. Og eftir á, þegar þau eru orðin fullorðið fólk er eins og þau eigi hvert bein í gamla manninum. Ef ég hitti þau á götu vilja þau t.d. aka mér hvert sem ég þarf að fara. Stundum minna þau mig á orð eða atvik sem ég hef verið búinn að gleyma en hefur náð að festast í barnshuganum og kannski gert þeim gott. Það er margt eftir- minnilegt þegar hugsað er til baka. Aldrei hefur mig vantað organista eins og maður heyrir að sumsstaðar sé. Og oft hef ég haft ágætt söng- fólk í kirkjunum mínum. Sjálfur er ég ekki lagviss. Eg hef mikla rödd en náði ekki lagi almennilega fyrr en um sextugt. Ég hef reynt að hafa það þannig á kirkjunum að hver sókn hafi sinn sunnudag. Svo messaði ég einnig á Héraðshælinu, einkum á efri árum sr. Þorsteins í Steinnesi. Hulda Á. Stefánsdóttir lék þar undir. Það var alltaf gott að starfa með þeirri sómakonu og messurnar á hælinu eru mér eftir- minnilegar. Svo var ég prestur kvennaskólans. Þar messgði ég við skólasetningar og skólaslit. Ég var líka prófdómari í kvennaskólanum á vorin og þar kynntist ég konu minni, Dómhildi Jónsdóttur. Hún „Hreppsnefnd Bólstaðar- hlíðarhrepps lýsir sig tilbúna til áframhaldandi viðræðna um Blönduvirkjun, en hafnar virkjunartilhögun l.“ Það er greinileg andstaða heimamanna gegn Blöndu- virkjun, jafnvel meiri en ýmsa grunaði. Þó er kannski rétt að hafa í huga að ýmsir sem greiða atkvæði gegn virkjun álíta að engu að síður verði virkjað og landið tekið eignarnámi. Segja þeir Nú er út kominn 5. árgangur tíma- ritsins Safnamál, sem Héraðsskjala- safn og Hcraðsbókasafn Skag- firðinga gefa út í sameiningu. Ritið er að þcssu sinni 32 bls. að stærð og hið snotrasta að útliti. Eins og jafnan áður flytur það árs- skýrslur safnanna, bókasafnsins, skjalasafnsins og listasafnsins og eru þar m.a. taldir þeir, sem gefið hafa til safnanna. Þá eru birt úrslit úr vísnakeppni, sem Menningar- sjóður . Magnúsar Bjarnasonar kennara frá Sauðárkróki stendur fyrir og jafnframt efnt til nýrrar keppni. Einnig er á nokkrum síð- um vísnaþáttur, sem Kristmundur Bjarnason hefur tekið saman. Sigurður Helgason ritar stutta grein um bókasafnsþjónustu í Skagafirði og reifar þar hugmyndir sínar um, hvcrnig hcnni skuli hátt- að. Úr Héraðsskjalasafni nefnist syrpa þar sem týnt er til ýmislegt smælki úr fórum safnsins m.a. tvö er ómetanleg eiginkona. Hún hefur stutt mig í starfi, einkum barna- starfinu og séð um kirkjuskóla fyrir mig í mörg ár. Undirbúningurinn þar hefur verið mikils virði fyrir kirkjulegt starf í sókninni. — Nú hefur þú lokið störfum sem sóknarprestur. Hað tekur nú við? Ég þarf að búa um mig í Reykjavík. Núna er ég að fara í gegnum prestþjónustubækurnar og rifja upp allar skírnir, giftingar, fermingar og jarðarfarir. Myndirn- ar eru margar sem koma í hugann og helga hann. Ég er ríkur af góð- um minningum. Ég þarf að fást dálítið við ritstörf, skila af mér greinum og æviminn- ingum til „Húnavöku“. Það rit þykir mér vænt um. Ég bið þig svo að skila kveðju til allra Húnvetninga og annarra vina minna og ég óska þeim gleðilegra jóla, — sagði sr. Pétur að lokum. Ég óska þess sama og óska sr. Pétri velfarnaðar í höfuðborginni þar sem hann leitar nýrra verkefna og á góðar stundir með fjölskyldu sinni og stórum vinahópi. En það þykist ég vita að oft leiti hugur hans norður og svífi yfir vötnum í Húnaþingi. Guð blessi sr. Pétur og fjölskyldu hans. sem svo að eignarnám sé hreinlegasta leiðin. Það komi aðvífandi, og valdi ekki eins miklum spjölluum á mannlegum samskiptum og ef farið verður að semja við hvern og einn. „Eignarnámið bitnar jafnt á öllum, þó að upphæðirnar verði lægri en í samninga- gerð. Dauðinn er vís ef menn hugsa bara um peninga,“ sagði einn oddvitanna við blaðamann um helgina. bréf Konráðs Gíslasonar, sem ekki hafa komið fram áður. Sölvi Sveinsson segir frá merk- um myndum, sem Héraðs- .skjalasafninu bárust eftir filmum Egils Jónassonar frá Völlum í Hólmi. Þær eru flestar frá árunum 1927-1930 af bæjum, fólki, lands- lagi og atvinnusögulcgar myndir. Loks er leitað svara hjá lesendum íþættinum Hverermaðurinn?, þar sem birtar eru óþektar Ijósmyndir úr vörzlu Héraðsskjalasafnsins. Síðasti kafli ritsins nefnist Safna- fréttir. Þar er m.a. greint frá af- mælissýningu á verkum Jóns Stef- ánssonar listmálara, sem haldin var í Safnahúsinu s.l. sumar og getið gjafar Ottós A. Michelsen og Gyðu Jónsdóttur konu hans, en þau afhentu í sumar Héraðsskjaia- safninu hina Ijósprentuðu útgáfu Skarðsbókar. Fréttatilkynning. Óperustjórnandi íSkagafirði: Frá Prag til Sleitustaða H. J. „Dauðinn er vís ef menn hugsa bara um peninga“ LÍNUR SKÝRAST Andstaða við virkjunarleið I. meiri en álitið var Safnamál komin út

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.