Feykir - 14.12.1981, Blaðsíða 8
FeykÍR
ÚTGEFANDI: FEYKIR H/F.
Rltstjórl og ábyrgðarmaður:
BALDUR HAFSTAÐ.
Auglýilngar:
BJÚRN MAGNÚS BJÖRGVINSSON,
Síml 95-5661.
Rltstjóm:
ARNI RAGNARSSON, HILMIR HÚHANNESSON,
HJÁLMAR JÚNSSON, JÚN ASBERGSSON, JÚN FR.
HJARTARSON.
Rltnetnd á Sigluflrðl:
BIRGIR STEINDÚRSSON, SVEINN BJÚRNSSON,
GUNNAR RAFN SIGURBJÚRNSSON, KRISTJAN
MÖLLER, PALMI VILHJALMSSON.
Rltnefnd á Hvammstanga:
HÚLMFRlÐUR BJARNADÚTTIR, EGILL GUNN-
LAUGSSON, HELGI ÚLAFSSON, ÞÓRVEIG HJART-
ARDÚTTIR, HAFSTEINN KARLSSON, MATTHlAS
HALLDÚRSSON.
Rltnelnd á Blönduósl:
MAGNÚS ÓLAFSSON, SIGMAR JÚNSSON, BJÖRN
SIGURBJÚRNSSON, ELlN SIGURÐARDÚTTIR,
SIGURÐUR EYMUNDSSON.
Ritnefnd á Skagaströnd:
ELlN NJALSDÚTTIR, SVEINN INGÓLFSSON, JÓN
INGIINGVARSSON, MAGNÚS B. JÚNSSON, ÚLAF-
UR BERNÓDUSSON.
Rltnefnd á Hofsósl:
FJÓLMUNDUR KARLSSON, GUÐMUNDUR INGI
LEIFSSON, PALMI RÚGNVALDSSON, BJARNI JÚ-
HANNSSON, Sr. SIGURPÁLL ÚSKARSSON, RÓSA
ÞORSTEINSDÓTTIR, BJÖRN NlELSSON, ÞÚRDlS
FRIÐBJÖRNSDÚTTIR.
Útllt: REYNIR HJARTARSON.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR HF.
AKUREYR11981
Feykir er hálfsmánaðarblað.
Áskrlft 10 kr. á mánuðl.
Lausasala 3 kr.
Gleðileg jól
Varla mun fyrirfinnast sá maður i kristnu
landi, sem ekki hugsar til jötunnar í
Betlehem á jólanóttina. Jólaguðspjallið
er okkur hjartfólgnust allra sagna. Það er
frásögn, sem snertir við okkur á sérstakan
hátt. Þó er sýnin sem á jólum blasir við
innri sjónum ekkert óvenjuleg eða mikil-
fengleg. Það fæddist barn. Einstaklingur
kom í þennan heim. Það er alltaf að ger-
ast. Að sjálfsögðu er það merkilegt en
ekki einstætt. En þessi einstaki atburður
væri ekki rifjaður upp og jafnvel lifaður
upp um hver jól, ef ekki væri nokkuð sér-
stakt við hann. Fegurð hans og umhverf-
isins hefur ekki haldið honum á lofti. Sé
jólasagan litin veraldlegum augum einum
er frásögnin ekki mikils virði. Það er
nokkuð annað og óvenjulegt sem heldur
henni á lofti. Það þættu ekki mikil jól,
væri jólaguðspjallið ekki lesið, þrátt fyrir
einfaldleik sinn og andstæðu við nútíma-
Iff. Það er ekki ytra borð þess sem heldur
þvi á lofti heldur eitthvað annað.
Eitthvað annað. Eitthvað annað en það
venjulcga og hversdagslega, ræður mestu
um líf okkar. Það er ekki ytra borð til-
verunnar, sem gefur henni merkingu. Það
eru ekki dægurmálin, stundleg og léttvæg,
sem lífinu ráða. Það er ekki hin ytri um-
gerð jólanna sem gefur þeim gildi. Það er
ekki jólahaldið heldur Jesús Kristur okk-
ar á meðal, sem breytir dimmu í dagsljós
og gefur okkur að sjá skýrt það sem e.t.v.
er óljóst í annan tíma. Stundum má heyra
það í máli manna að þeim finnist, sem
þorri fólks hverfi frá heimi raunveruleik-
ans um jólaleytið. Þau verði hvíld frá
amstri daganna, jafnvel flótti frá þeim
verkcfnum sem bíði úrlausnar og allrar
athygli. Vandamálunum sé slegið á frest.
Má vera að þessi skoðun á jólahaldi
gægist fram i atferli sumra fyrir jól og
eftir. Sé svo þá fara jólin hjá. Þessi
merkasti atburður í allri sögu mannkyns
hefur þá ekki náð tilgangi sínum. Þess
vegna skal það undirstrikað að jólin eru
ekki stundargaman. Þau skal ekki undir-
búa og halda svo sem mcnnimir væru einir
í ráðum. Þau verða ekki keypt fremur en
annað það sem dýrmætast er í þessum
heirni. Þau koma, —„ég færi yður mikinn
fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum,“
sagði sendiboði Guðs á jólanóttina
fyrstu. Jólin kom til okkar og færa gleði
og fögnuð að því marki sem við veitum
þeim viðtöku. Látum raunveruleika
þeirra breyta skuggatilveru í Ijóssin ver-
öld.
I Jesú nafni. Gleðileg jól.
Hjálmar Jónsson.
Kristin auglýsir Frónkex.
„Hvar eru Hólar í Hjaltada',“
heyrði blaðamaður Fcykis spurt á
Akureyri á dögunum. „Eru þeir
ekki rétt hjá Blönduósi?“ Víst eru
þeir Norðlendingar til sem aðeins
hafa óljósa hugmynd um þetta fom-
fræga menningarsetur. Hinir eru
fleiri sem fyllast lotningu þegar á
staðinn er minnst eða þeir nálgast
hann. Þessir menn gleðjast nú yfir
því að enn skuli vera hafið blóm-
legt starf á þcssu forna höfuðbóli.
Það var fimmtudaginn 3. desem-
ber að blaðamaður Feykis lagði
land undir fót og hélt heim að Hól-
um til að forvitnast um starfið í
Bændaskólanum. Eins og kunnugt
er tók skólinn til starfa í haust eftir
tveggja ára hlé. Nýr skólastjóri var
ráðinn, Jón Bjarnason frá Bjarnar-
höfn á Snæfellsnesi, cand. agric.
frá Búnaðarháskólanum að Asi í
Noregi. Kona Jóns er Ingibjörg
Kolka, Húnvetningur að ætt, dótt-
urdóttir Páls Kolka. Þau hjón eiga
fjögurbörn.
Mikið undirbúningsstarf hefur
verið unnið á Hólum að undan-
förnu. Heimavistin ígamlaogstóra
skólahúsinu hefur verið endur-
bætt, loft- og útveggir verið ein-
angraðir, dúkar lagði á gólf og nýr
húsbúnaður settur í herbergi. I
vistinni er aðstaða til að hita kaffi
og sitja á rökstólum. Þá hafa íbúð-
arhús skólastjóra og kennara verið
lagfærð. Hitaveituvatn er nú kom-
ið í hvert hús. Verið er að vinna að
endurbótum á kjallara skólahúss-
ins þar sem matsalur og eldhús eiga
að vera.
Skólinn var settur við hátíðlega
athöfn þann 8. október. 28 nem-
endur eru í skólanum í vetur í
tveimur deildum, efri og neðri
deild. í efri deild eru nemendur er
útskrifast sem búfræðingar eftir
eins vetrar nám. Hafa þeir góða
undirbúningsmenntun. I neðri
deild eru þeir sem taka tveggja ára
búnaðarnám. Fyrri veturinn fer
nám þeirra fram á Hólastað fram í
lok febrúar, en utan hans, á svo-
kölluðum verknámsbýlum, " frá
marsbyrjun til maíloka.
þetta kom fram í viðtali við
skólastjórann Jón Bjarnason. Jón
sagði að í mörg horn væri að líta í
skóiastarfinu. Allt væri nýtt fyrir
alla og það reyndi mjög á góða
samvinnu kennara og nemenda.
Starfið og uppbyggingin væri hóp-
Skólastjóri á eftlrlltsferð.
Fjórar Hólameyjar, f.v. Margrét, Eiva, Kristin, Erla.
nemendafélagsins (skipt er um
stjórn á mánaðarfresti) voru
eingöngu stúlkur. Félagslíf kvað
Jón vera mikið og marga klúbba
starfandi, svo sem Ijósmynda-
klúbb, íþrótta-, tafl- og bridge-
klúbb- og hestamannafélag. Þá
hefðu nemendur sótt spilakvöld og
samkundur í nágrenninu og þannig
kynnst fólki í sveitinni.
Af greinum sem kenndar eru
nefndi Jón fyrst véla- og verkfæra-
fræði, sem hann sagði vera orðið
eitt aðalfagið. Kennslan er bæði
verkleg og bókleg. Hinar
hefðbundnu búgreinar, sauðfjár- og
nautgriparækt, eru þungamiðjan í
náminu og verða sjálfsagt áfram.
En aukin áhersla verður lögð á
hliðargreinar. Á Hólum er sérlega
góð aðstaða til hrossaræktar og
kennslu í þeirri grein vegna hest-
hússins þar ög tamningastöðvar-
innar. Þá er laxeldisstöðin Hólalax
í hlaðvarpanum og gefur mikla
Öllum stjórnum er
steypt á mánaðar
festi
Við brugðum okkur nú upp á efstu
hæð skólahússins, en þar eru ne-
mendur „efri deildar" til húsa, þ.e.
fólkið sem lýkur búfræðiprófi á að-
eins einu ári. Sumir hafa lokið stú-
dentsprófi, aðrir hliðstæðu námi
eða verknámi af einhverju tagi.
Það kom fram á rabbfundi í einu
herbergjanna að þetta væri síðasta
árið sem unnt verður að ljúka bú-
fræðináminu á einum vetri. f' 'ms-
möguleika til kennslu í fiskirækt.
Þá stendur til að verknám í loð-
dýrarækt hefjist alveg á næstunni.
Finnið þið til einangrunar hér
inni í djúpum dal, langtfrá þéttbýli?
Það fólk sem hingað kemur þarf
auðvitað að geta unað sér í
dreifbýli. Staðurinn hefur upp á
margt að bjóða og hefur mikinn
,,sjarma“. Staður sem er í
uppgangi er líka aðlaðandi. Það má
búast við aukinni starfsemi hér og
auknum mannskap á næstu árum.
Hvað getið þið tekið við mörgum
nýjum nemendum nœsta haust?
Það er ekki hægt að hafa fleiri en
28-30 nemendur í skólanum meðan
heimavistin stækkar ekki. Jón
sagði að það væri þegar farið að
spyrjast fyrir um pláss næsta haust.
Umsóknarfrestur rynni lögum
samkvæmt ekki út fyrr en 1. ágúst,
en ástæða væri þó til að sækja sem
fyrst til að tryggja sér rúm.
Menn hafa undrast hve fljótt og
vel tókstað endurvekja Bœndaskól-
ann. Hvernig var þetta mögulegt?
Jón kvað breiða fylkingu standa
þarna að baki. Fjölmargir Norð-
lendingar hefðu stutt þetta mál.
Margir bera mjög sterkar taugar til
Hóla og vilja að þar verði áfram
menntasetur. Fjórðungssamband
norðlendinga hefur hvatt eindregið
til uppbyggingar Hólastaðar. Þá
hefur stuðningur núverandi ríkis-
stjórnar verið drjúgur. Endurreisn
Hólastaðar hefur verið sérstakt
hugðarefni landbúnaðarráðherr-
ans, Pálma Jónssonar á Akri.
Er þörf fyrir tvo landbúnaðar-
skóla?
Jón kvað svo vera. Hann sagði
að það væri síaukin þörf á menntun
í landbúnaði. Hinir tveir skólar
mundu þurfa að sérhæfa sig hvor á
sínu sviði, þó að frumgreinarnar
væru þær sömu á báðum stöðum. Á
Hólum yrði eins og fram hefur
komið lagt kapp á hrossarækt,
fiskirækt ogloðdýrarækt.
Að lokum lét Jón þess getið að
starfið það sem af er hefði gengið
framar vonum. Einvalalið nem-
enda væri nú í skóianum og væri
slíkt ómetanlegt á fyrsta starfsári.
Næsta ár verða 100 ár frá stofnun
Bændaskólans á Hólum og verður
þess minnst hinn 4. júlí
verkefni allra sem að skólanum
standa. — Meðal nemenda væri já-
kvæður andi. Jafnvægi væri milli
kynjanna, stúlkur næstum eins
margar og piltar. Hlutfall kvenna
kvað Jón varla vera hærra í öðrum
búnaðarskólum. í fyrstu stjórn
0 . Feykir
Hér iærist fieira
en
það hvað rolian
á að éta
Við brugðum okkur sem snöggv-
ast „íneðra".
Þar komum við auga á þá
Bjarna Ragnarsson og Hauk Sigur-
björnsson sem voru að glugga í
stærðfræði inni á herbergi. Þeir
voru brattir, sögðu að alltaf væri
nóg að gera, hvort sem það væri
vélfræði (Þar er m.a. traktor rifinn
sundur og settur saman á ný),
logsuða, rafsuða, jarðfræði félags-
fræði eða íþróttir. Haukur er Mý-
vetningur, Bjarni sunnanmaður.
Hvers vegna þessi búnaðarskóli?
Bjarni sagði að sig hefði alltaf
langað út á landsbyggðina, og ný-
greinarnar hér á Hólum hefðu
smitað (fiskirækt, loðýrarækt).
Bjarni sem er 27 ára sagði að sitt
fyrra nám hefði verið stundað í
gagnfræðaskóla og skóla lífsins og
nú hefði sig langað að vita hvort
ekki væri til annar sniðugur skóli,
og sér litist mjög vel á þennan.
Báðir sögðu þeir félagar að þeir
teldu það bráðnauðsynlegt að
leggja stund á búfræðinám ef mað-
ur ætlaði að starfa að landbúnaði,
jafnvel þó að maður þekkti vel til
sveitastarfa. Þar lærist fleira en það
semrollanáað éta. Þaðerspannað
stórt svið í mannlegum sam-
skiptum og samskiptum við
skepnurog vélar.?“
Leiðist fólkinu aldrei, t.d.
Reykjavíkurfólki sem allt í einu er
komið í afskekktan norðlenskan
dal?
Það geta alltaf komið slík tíma-
bil. En ef maður er nógu jákvæður
Sveinn Orri t.v. og Þorvarður að tafli.
Gyða, Magnús og Bjami taka lagið á kvöldvöku.
Meiri persónuleg
tengsl
Við ræddum stuttlega við tvo
kennara, Þau Álfhildi Ólafsdóttur
og Þorvald Óskarsson á Sleitustöð-
um.
Álfhildur kennir jarðfræði, eðlis-
fræði, verkfærafræði o.fl. Hún
hefur lokið kandidatsprófi frá bún-
aðarskólanum á Hvanneyri og hef-
ur samanburðinn við þann skóla.
Hún kvað sömu námsskrá vera í
báðum skólum og námið sambæri-
legt. Munurinn lægi í valgreinun-
um. Meðal valgrcina á Hólum nú
væri trésmíði, málmsmíði og bók-
band. Margir tækju mcira en þeir
þyrftu af valgreinum og væri því
álagið mikið. Smæð skólans kvað
Álfhildur gefa niöguleika á meiri
persónulegum tengslum en t.d. á
Hvanneyri. „Maður kynnist fleiri
hliðum á skólanum en
kennslunni.“ Þctta væri tímafrckt
en gæfi manni meira.
Þorvaldur verkstæðisformaður á
Sleitustöðum og formaður karla-
kórsins Heimis kennir vélfræði á
Hólum tvo daga í viku. Þorvaldur
sagði að heimamenn gleddust mjög
yfir endurreisn Hólastaðar, og
fylgdust af áhuga með gangi mála
þar. Sagði Þorvaldur að ncmendur
væru mjög áhugasamir, og að
stúlkurnar gæfu piltunum ekkert
eftirívélfræðinni.
Ölvaður af hrifningu ók blaða-
maður úr hlaði á Hólum. Það
starfslið og námsfólk sem þar dvel-
ur lofar góðu um að nýtt blóma-
skeið í sögu Hólastaðar sé nú að
renna upp.
Bjami t.h. segir Hauki til.
skrá bændaskólanna hefur verið
breytt, og héðan í frá mun námið
takatvovetur.
Efri deildin kom til starfa nokkr-
um vikum á undan neðri deild og
það lenti því á henni að skipu-
leggja félagsstarfið. Ekki sölsaði
þó efri deildin undir sig öll embætti
nemednafélagsins nema til
bráðabirgða, því að stjórnum er
steypt á mánaðarfresti og nýjar
kosnar.
Hvað tekur við þegar þessu námi
lýkur? Er framhaldsnám í út-
löndum nœsta skrefið?
Ekki vildu þau veðja á fram-
haldsnám. Búskapur virðist vera
næsta mál á dagskrá, þ.e. ef jörð er
föl. Sumir hinna jarðlausu er sagðir
íarnir að líta í kringum sig og útlitið
taliðsæmilegt!
Er námið erfitt? Haldið þið að
þiðfallið fyrir jól eins og nemendur
Gunnars forðum (Nemendur féllu
fyrirjól, enfénaðurá þorra)?
Prófin eru ekki fyrr en eftir jól
hjá okkur. Það er samt nóg að
gera; því auk námsinls, sem er
nokkuð stíft, er mikið um að vera
ífélagslífinu. Árshátíðin er 12. des-
ember með heimatilbúnu skemmti-
efni, og skólablað er í mótun.
Leita nemendur mikið út fyrir
staðinn?
Nei. Það er kannski skroppið við
og við í bíó og á böll og í verslunar-
ferðir (fjórir bílar eru í eigu nem-
enda, þar af einn í viðgerð). En
nemendur eru sjálfum sér nógir að
mestu um félagslíf. Þeir komast
ekki í helgarfrí, því að kennt er á
laugardögum. Þessi einangrun
þjappar hópnum saman.
Er áfengi haft um hönd?
Nei. Nemendur settu sér sjálfir
reglur í haust. Öllum bar saman um
að áfengi væri vágestur á heimavist
og óæskilegur förunautur í ferðum
sem farnar væru á vegum skólans.
Áfengi er einfaldlega þurrkað út af
dagskránni. Hópurinn fór á ball á
Króknum um helgina og skemmti
sérvel, ódrukkinn.
Þorvaldur Óskarsson á Sleitustöðum.
sjálfur þá er umhverfið jákvætt.
Borgin heillar okkur ekki svo
mjög. Kvöldvökur eru um helgar
með leikþáttum, uppákomum og
söng. Allt starfsfólk og börn eru
með.
Eru vistarreglur strangar?
Nei. Það er t.d. ekki verið að fyl-
gjast með hvenær farið er að sofa.
Reykingar eru leyfðar í setustof-
um, en ekki í herbergjum. Áfengis-
bannið er alveg ófrávíkjanlegt. Þó
að einhverjir kunni að malda í mó-
inn í svip viðurkenna flestir að það
er gott að læra að skemmta sér
ófullur.
Þetta eru bestu
strákar, en dálítið
klaufskir við vélar
Frammi á gangi efri deildar er n.k.
setustofa. Þar sátu fjórar stúlkur
sem blaðamaður tók tali.
Að hvaða leyti er jxssi skóli ólík-
uröðrum skólum sem þið þekkið?
Smæð skólans gerir það að allir
fá að njóta sín. Það má segja að
kennarar og nemendur séru eins og
ein fjölskylda. Kennarar taka þátt
í því sem gerist utan kennslu-
stunda. I stóru menntaskólunum
er kennarinn eins og dómari uppi á
pallinum. Og margir nemendur
hverfa, verða útundan.
Er rígurmilli deilda?
Nei. Neðri deildin kom að vísu
nokkrum vikum á eftir okkur og
efrideilarfólk þá búðið að kynnast
innbyrðis. En þetta blandast allt í
klúbbunum og félagsstarfinu.
Láta strákarnir vel að stjórn?
.Þetta eru bestu strákar, en dá-
lítið klaufskir við vélarnar.
Á leiðinni niður rákumst við
sem snöggvast inn á herbergi
neðri deildarmanns. Tveir menn
sátu þar að tafli með klukku, og
ekki þótti vert að tefja tíma þeirra.
Þeir tefldu báðir af miklu öryggi
eftir því sem næst varð komist.
Þorvarður náði rýmra tafli á drottn-
ingarvæng, en Sveinn Orri gaf sig
hvergi og beitti Hólamannavörn.
Staðan var tvísýn þegar blaðamað-
ur yfirgaf skákmennina.
Ljósmyndastofa Hólamanna.
Feykir . 9