Feykir - 14.12.1981, Síða 10
Ég ætla á Melana
næsta sumar"
segir Pálína á Skarðsá
Pálfna tilbúin i hcyskapinn. Hún er ekki bogin f baki þótt hún hafi látið vélarnar lönd
og leið, og tekist á við hlutina með Ifkamsaflinu.
Blaðamaður Feykis fór við annan
mann að heimsækja Pálínu Kon-
ráðsdóttur í Skarðsá í Sæmundar-
hlíð sunnudaginn 29. nóvember
síðastliðinn. Pálína hefur búið ein í
Skarðsá í 30 ár, allt frá því að faðir
hennar Konráð Konráðsson dó.
Hún hefur litið verið á ferðalögum
um dagana. fór í fyrsta sinn til
Reykjavíkur fyrir fáeinum árum
þegar hún gekkst undir aðgerð á
mjöðmum og lá lengi á sjúkrahúsi.
En hún kom aftur heim í Skarðsá
strax og hún varð rólfær, og vill
ekki annars staðar vera. Hún geng-
ur við eina hækju. stundar sauð-
fjár- og hrossabúskap þó komin sé
yfir áttrætt. Ekki segist hún eiga
eins mörg hross og sumir haldi. „en
kynið er Ijúft og hrekklaust.“
Torfbærinn hennar er hlýr þó 10
stiga frost sé úti. Þar er bæði sími og
rafmagn, en að öðru leyti er flest
eins og það tilheyri öðrum tíma,
fyrri öld. Göngin eru þröng og
dimm. Það var gaman að koma
kaupamaður af næsta bæ í heim-
sókn til Pálu i gamla daga. Hún
hitaði kakó sem var gott. Kári
Jónsson í Valagerði orti eitt sinn
vísu um kakóið hennar Pálu:
Út um göngin ilminn fann
— eftir þekju blærinn líður —-
heitir Pála húsfreyjan,
heimsins besta kakó sýður.
Ung vakti hún yfir vellinum í
Skarðsá á vorin, og skiptust þau á
um það, hún og Kalli bróðir hennar
sem síðar var bóndi í Auðnum í
Sæmundarhlíð. Það stóð eitt sinn
til að Pálína færi á Kvennaskólann
á Blönduósi, en þá var skólinn
fullskipaður og hún komst ekki að.
Móðir Pálínu veiktist 1928 og var
sjúklingur þau 10 ár sem hún átti
ólifuð. Mesta breytingin, eftir að
þau voru orðin ein, Pálína og Kon-
ráð faðir hennar, var þegar hann
missti málið. Hann var mállaus í
átta ár og máttvana. Hann dó í
Skarðsá árið 1951.
Var gestagangur mikill i gamla
daga?
Það komu oft gestir úr Svartárdal
og Blöndudal sem versluðu i
Króknum.
Hefur þú aldrei gengið í kven-
félagið?
Nei, það hefur ekki verið aðstaða
til þess. t t
Leiðist þér ekki?
„Nei, það er frekar að mér leið-
ist margmennið. Þó hef ég oft
gaman af að vera innan um fólk.“
Hún fór í réttirnar í haust og ætlar
fram á Melana í vor (landsmót
hestamanna á Vindheimamelum).
Hver veit nema eitthvað af hross-
um hennar sjáist þar líka.
Nýtur þú ekki fyrirgreiöslu af
hálfu hins opinbera? Þarft þú t.d. að
borga afnot af útvarpi og sima?
„Ég neyrði einhversstaðar að
gainalt fólk sem sér um sig sjálft
ætti rétt á fríu útvarpi og síma. Ég
gleymdi nú að spyrja Svavar
Gestsson ráðherra að þessu ísumar
þegar hann kom hingað. Svo datt
mér í hug að prufa það í haust að
borga ekki símann. Honum hefur
ekki verið lokað ennþá.“
Við spyrjum hvort Pála hafi
aldrei ort neitt. Ekki vildi hún viður-
kenna það. En það er skáldskapur
og fræðimennska í ættum hennar.
Móðir hennar og Stefán G. voru
systkinabörn. Og föðurfólkið er í
ætt við Gísla Konráðsson fræði-
mann og það fólk allt. Sigurbjörg
Jónsdóttir amma Pálu orti þessa
vísu:
Tíminn aldrei tekur stans,
talsvert marga blekkir,
upphaf bæði og endi hans
enginn maður þekkir.
Gísli á Bessastöðum í Sæmund-
arhlíð föðurbróðir Pálu orti eftir-
farandi vísu þar sem hann stillir
upp hlið við hlið „lúnum hrauk" og
„andans hauki.“ Annar leitar nið-
ur, hinn upp. Einn vonar og brýst
um fast, annar missir dug, hrífst
ekki með þó að gneisti af hinum:
Lúnum hrauk það ljær ei dug
— leitar hann oní svörðinn —
þó andans haukur hefji flug
heims um vonarskörðin.
Kannski hefur Pála haft þessa
vísu í huga þegar hún lá brotin á
sjúkrahúsi mánuðum saman,
ákveðin í að koma aftur í „Vonar-
skarðið" heima.
Við sátum lengi dags hjá Pálínu í
Skarðsá þennan sunnudag og
drukkum kaffi, ekki kakó eins og í
gamla daga, og reyktum vindla.
Ennþá er kraftur í bóndanum á
Skarðsá. Hart hefur eflaust verið
barist stundum þó að sú barátta
hafi mestöll verið háð í sömu land-
areigninni, innan og utan torf-
veggjanna í Skarðsá, og við fá vitni.
Meft „stórcigar" oc glettni í svip.
Hólmfríður Jónasdóttir hefur sent
Feyki bréf til birtingar. Hólmfríður
hefur búið á Sauðárkróki i meira en
hálfa öld. Hún hefur tekið mikinn
þátt i félagsstörfum um dagana. var
m.a. formaður verkakvennafélagsins
Öldunnar í mörgár. Hún hefur setið á
Alþýðusambandsþingum og lands-
fundum kvenfélaga. verið á kosn-
ingaferðalögum með Jóhannesi úr
Kötlum. stundað barnakcnnslu og
unnið i fiski og öðru því sem til hefur
fallið. Fyrir þremur árum gaf Hólm-
friður út Ijóðabókina Undir herum
liimni sem prentuð var hjá Prentverki
Odds Björnssonar á Akureyri. Hólm-
friður er dóttir Hofdala-Jónasar og á
því ekki langt að sækja skáldgáfuna.
Þessa visu orti hún í fyrra:
Kvöldið dregur dauðahljótt
dökkan væng á gluggann,
jörðin þokar okkur ótt
inn í næturskuggann.
Ingimar Bogason kom með þennan
fyrripart á kven'félagsfundi einn ný-
ársdag fyrir allmörgum árum:
Hvað er það sem konur þrá
en karlmenn ekki skilja?
Hólmfríður svaraði:
Að vera mcira en beinin blá
og brot af þeirra vilja.
Hér fer á eftir bréf Hólmfríðar.
10 .., Feykir ,,
Hvers vegna kvennaframboð
Ég get ekki stillt mig um að fara
nokkrum orðum um hin svoköll-
uðu kvennaframboð, sem nú eru
hér á döfinni og mikilli umræðu
hafa valdið víða um land og þó
sérstaklega í Reykjavík og Akur-
eyri. Þó ber ekki að efa, að konur
hafi verið linar til opinberra starfa,
ekki sízt í þjóðmálum, svo sem
innan veggja alþingis og sveitar-
stjórna allt fram að þessu, og mættu
þær gjarnan hafa meiri áhrif á þeim
sviðum. Ekki skulu menn ætla, að
hér sé spjótum beint til þeirra
kvenna, sem í dag sitja á þingi
kjörnar af listum stjórnmálaflokk-
anna, síður en svo. Þær skipa án efa
sæti sín með prýði og fylgja málum
fram af festu og fullri djörfung. Hið
sama er víst að segja um konur í
sveitarstjórnum.
Þá vaknar ósjálfrátt spurningin:
En hvers vegna eru stjórnmála-
flokkarnir svo tregir til þess að setja
konur í örugg sæti á framboðslist-
um til alþingis og sveitarstjórna? Er
það vegna þess, að karlar líti enn á
konuna sem tæki til þess að stjórna
heimilunum, ala upp börn o.þ.h.
Eða eru þeir hræddir um að missa
þau fríðindi, sem þeir hafa tileink-
að sér um langan aldur með því að
geyma hana innan heimilisveggja?
Sú var tíð, að konan var ekki
frjáls að hafa aðrar skoðanir í
stjórnmálum en eiginmaðurinn,
talið var sjálfsagt að hún kysi að
hans frumkvæði, að hans vilji væri
einnig hennar.
Fram í hugann kemur lítil saga,
sem gerðist fyrir um það bil 50 ár-
um, og sýnir hún glöggt þetta
gamla viðhorf. Sagan er hvorki
löng né merkileg, og gerðist á þeim
tíma þegar framsóknarmenn hófu
hér undirskriftaáróður fyrir að
skipta Skagafjarðarkjördæmi í tvö.
Mektarbóndi austan vatna kom á
heimili ungra hjóna, sýndi þeim
skjalið og reifaði málið. Hjónin létu
sér fátt um finnast, einkum konan,
og segir þá kosningasmalinn þessi
víðfræguorð við bónda: Hvemiger
það, ertu ekki húsbóndi á þínu
heimili. Hjónin skiluðu auðu.
í dag eru tímarnir breyttir, og er
það vel. Konur hafa yfirleitt sömu
skilyrði til náms á svo til öllum
sviðum og karlar, enda búnar þeim
hæfileikum, sem sízt eru þeim fjöt-
ur um fót. En margra aldaundirok-
un er ekki auðvelt að brjóta af sér á
nokkrum áratugum. Til þess dygði
ekki skemmri tími en heil öld, og
mætti gott kaila ef marki yrði þá
náð.
Enn í dag gerast konur næsta
tregar til þess að taka verulegan
þátt í stjónun lands og þjóðar. Við
megum ekki skella skuldinni að
öllu leyti á feður og syni. Og þá er
komið að spurningu dagsins, sem
er yfirskrift þessa greinarkorns, og
viðhorf mitt til hennar.
Ég tel að kvennaframboð út af
fyrir sig leysi ekki þann vanda, sem
glímt er við í dag, svo yfirgripsmikil
er flokkapólitík á íslandi og í
heiminum, að óháð framboð
kvenna komi ekki til með að lægja
öldumar í þeim átökum.
Fjöldi þeirra kvenna, sem að
framboðinu standa, telja sig ekki
bundnar neinum stjórnmálaflokki,
en alþjóð veit að svo er ekki, enda
naumast leggjandi eyru við slíkum
yfirlýsingum.
Hafa þær í hyggju að stofna nýj-
an flokk í næstu alþingiskosning-
um, eða vinna hverju sinni með
þessum eða hinum flokki að mál-
um, sem hugur þeirra stefnir til?
Því litla sem maður hefur heyrt eða
séð frá samtökunum, virðast for-
ustumenn þeirra eiga naumast svör
við.
Undirrituð er hjartanlega sam-
mála konunum, að nauðsyn beri til
að fjölga — og hvetja sem flestar
konur til starfa á opinberum vett-
vangi, en gera skuli það með öðrum
ráðum en þeim, sem hér hefur ver-
ið drepið á.
Er ekki farsælast að vinna að því
fram að sveitarstjómarkosningum í
vor að knýja á forustumenn flokk-
anna að úthluta konum örugg sæti
á framboðslistum.
Það skyldi þó aldrei verða sú
raunin, að ekki reyndist auðhlaup-
ið verk að finna konur, sem væru
tiltækar að takast á við vandann.
Hólmfríður Jónasdóttir.