Feykir - 14.12.1981, Blaðsíða 11
t „Kirkja vors guðs er gamalt hús“
Blaðið sem þú ert að lesa á að vera
vettvangur fyrir alla málaflokka.
Nú þegar líður að jólum er ekki úr
vegi að beina huganum lítið eitt að
kristni og kirkjuhaldi. Ekki svo að
skilja að sá sem þetta ritar hafi í
hyggju að fara að predika; til þess
eru aðrir betur fallnir; heldur að
vekja athygli á því hvað fólk sýnir
það oft í verki að því þykir vænt um
kirkjuna sína og vill eitthvað á sig
leggja fyrir hana. Er e.t.v. einhver
predikun í því?
Ég ætla að tilgreina hér tvö dæmi
um kirkjur sem nýlega hefur verið
unnið ýmislegt fyrir, kirkjúr sem
staðið hafa og þjónað sínu hlut-
verki „lengur en elstu menn muna“.
Kirkjurnar að Felli í Sléttuhlíð og
að Hofi á Höfðaströnd.
Sunnudaginn 9. ágúst 1981 var
hátíðaguðsþjónusta í Fellskirkju í
tilefni af 100 ára afmæli þeirrar
kirkju. Var þar meira fjölmenni
saman komið en kirkjan rúmaði og
var því komið fyrir hátalarakerfi
svo þeir sem ekki komust inn gætu
heyrt það sem fram fór í kirkjunni
þó þeir sætu í bílum úti fyrir. Þá-
verandi biskup fslands herra Sig-
urbjörn Einarsson predikaði og auk
hans tóku þátt I athöfninni séra
Pétur Sigurgeirsson sem þá var
vígslubiskup á Akureyri og þjón-
andi prestar og prófastur Skaga-
fjarðarprófastsdæmis. Kirkjukór
Hofs- og Hofsóskirkna annaðist
kirkjusönginn. Organisti var Anna
Jónsdóttir Mýrarkoti.
Við athöfnina flutti Pétur
Jóhannsson frá Glæsibæ yfirgrips-
mikla ræðu og rakti sögu kirkjunn-
ar. Stefán Gestsson á Arnarstöðum,
formaður sóknarnefndar flutti
ávarp og lýsti þcim endurbótum
sem gerðar höfðu verið á kirkjunni
í tilefni þessa afmælis. Fórust hon-
um meðal annars orð á þessa leið.
„Fyrir rúmu ári var svohljóðandi
samþykkt gerð I Fellskirkju: „Al-
mennur safnaðarfundur haldinn að
Felli 10/6 1980 samþykkir að gera
gagngerar endurbætur á kirkjunni 1
tilefni af 100 ára afmæli hennar á
næsta ári og verði afmælisins síðan
minnst með hátíðamessu." Við at-
hugun kom í ljós að kirkjan þurfti
mjög verulegra endurbóta við. öll
járnklæðning var endurnýjuð og
skipt um þar sem fúi var kominn í
timbur sem var vonum minna. Nýir
gluggar voru settir í kirkjuna og
einangrunargler. Um þennan hluta
viðgerðarinnar sá Kristján Ámason
smiður á Skálá og vann hann það af
mikilli kostgæfni og vandvirkni
sem hans var von. Hluta þess verks
vann hann án endurgjalds, auk
þess hefur verið lögð fram mikil
sjálfboðavinna af fólki hér í sveit-
inni og reyndar utan hennar líka,
vil ég þar nefna Jón Jóhannsson frá
Mýrum. Raflögn var endurnýjuð
að verulegu leyti og sett upp raf-
hitun. Kostnaður við rafhitun og
raunar meirihluti endurnýjunar á
raflögn er gerður fyrir peningagjöf
frá hjónunum Jónu og Kristjáni frá
Róðhóli og börnum þeirra. Verkið
var framkvæmt af Gunnlaugi
Jónssyni rafvirkja og var hluti þess
verks unninn endurgjaldslaust. Að
lokum hefur kirkjan verið máluð
innan í hólf og gólf og var það
framkvæmt af Herði Jörundssyni
málarameistara á Akureyri.“
Þá færði Stefán þakkir þeim
fjölmörgu sem unnið höfðu að
þessum störfum og fært kirkjunni
gjafir sem hann taldi upp og voru
margar og miklar. Þakkaði hann
einnig húsráðendum~í Felli fyrir
margvíslega fyrirgreiðslu og að-
stoð, einnig Gísla Felixsyni rekstr-
arstjóra Vegagerðar ríkisins fyrir
hve fljótt og vel hann brást við með
litlum fyrirvara að lagfæra veg og
umhverfi kirkjunnar.
X
Kirkjan á Hofi á Höfðaströnd
var byggð um 1870. Að sjálfsögðu
hefur oft þurft að endurbæta hana
og laga eins og önnur mannanna
verk en hér eru ekki tök á að rekja
þá sögu. Frá því um 1950 hefur litið
verið unnið að viðhaldi kirkjunnar
þar til nú fyrir fáum árum. Var þá
orðið sýnilegt að kirkjan lá undir
stórskemmdum og þörf var skjótra
viðbragða til bjargar. Ljóst var að
fúi var kominn í fótstykki í grind
hússins, leki var á þaki, turninn
orðinn óþéttur og skemmdur af
veðri og vindum og málning tekin
að flagna og molna af bæði utan
húss og innan. Var nú tekin
ákvörðun um að hefjast handa við
gagngerar endurbætur á kirkjunni.
Þessi ákvörðun virtist naumast
vera byggð á neinni skynsemi, því
það sem gera þurfti hlaut að kosta
stórfé en kirkjan að heita mátti
félaus. Nei, ákvörðunin var byggð á
bjartsýni og trú á að guð og góðir
menn myndu leggja málinu það lið
er til þyrfti. Og mönnum varð að
trú sinni. Fyrst var hafist handa við
að skipta um hluta af fótstykki
hússins og lagfæra og endurbæta
ýmislegt í gólfi og veggjum sem í
ljós kom að þurfti í þeim hluta
kirkjunnar sem tekinn var fyrir í
þessum áfanga en það var sá hluti
sem sýnilega var verst farinn.
Kirkjan stóð undir efniskostnaði
við þetta verk og eins við viðgerð á
turninum sem var næsta viðfangs-
efni, en verkið var allt unnið 1
sjálfboðavinnu. Næsta skref var að
skipta um þak á kirkjunni. Efni í
þakið gáfu börn þeirra hjónanna
Jófríðar Björnsdóttur og Jóns
Konráðssonar fyrrum hreppstjóra í
Bæ, en verkið við að setja þakið á
og við allan frágang þess önnuðust
synir hjónanna Ingibjargar Jóns-
dóttur og Þorsteins Helgasonar frá
Vatni. Var það hluti af gjöf þeirra
systkina til kirkjunnar í minningu
foreldra sinna.
Þegar hér \ar komið lá fyrir að
mála kirkjuna og enn kom í ljós að
bjartsýnin sem í upphafi virtust
engin takmörk sett hafði átt rétt á
sér. Pálmi Jóns^on frá Hofi („Pálmi
í Hagkaup") tilkynnti sóknar-
nefndinni að hann vildi gefa máln-
ingu á kirkjuna utan og innan og
greiða kostnað við verkið. Var svo
hafist handa við að mála kirkjuna
utan og var öll sú vinna við undir-
búning og málníngu unnin af
sóknarbörnum í sjálfboðavinnu, en
þegar til þess kom að mála kirkjuna
innan dyra voru ekki tök á öðru en
leita verktaka utan sóknar.
Til að annast þetta verk var ráð-
inn Hafþór R. Þórhallsson hand-
og myndmenntakennari við
grunnskólann á Hofsósi. Er því
verki nú lokið og þykir hafa vel
tekist. Oft er það svo þegar farið er
að gera við gömul hús að ýmislegt
kemur í ljós sem þarfnast aðgerða
en dulist hefur. Svo var hér.
Mönnum varð ljóst að kirkjan var
tekin að hreyfast til í stórviðrum og
var því hætta á að hún kynni að
fjúka. Auk þess virtist þurfa að
styrkja austurstafninn á einhvern
hátt. Voru því settar festingar á
tveimur stöðum á hvora hlið
kirkjunnar og eru þær traustlega
steyptar niður og á austurstafninn
var boltaður stór kross úr járni sem
er steyptur niður og er því bæði
Úr Hofskirkju.
styrktarbiti fyrir stafninn og festing
fyrir húsið. Eins og fyrr segir hafa
kirkjunni verið gefnar ýmsar gjafir.
Ekki hafa þær verið allar taldar hér
enda munu gefendur ekki ætlast til
að svo sér gert. Er þar bæði um að
ræða gjafavinnu og peningagjafir.
Þó ýmsir hafi unnið meira og
minna að því verki sem hér hefur
verið lýst hefur þó framkvæmdin
fyrst og fremst hvílt á herðum
sóknarnefndarformannsins Jóns
Þorsteinssonar í Mýrakoti. Hefur
hann lagt meiri tíma og vinnu í
þetta verk en gera má ráð fyrir að
ókunnugir geti rennt grun 1. Verður
framlag hans til þess verks ekki
metið til fjár enda mundi honum
vart þægð í því.
Af hnýtingum
Hnýtinganámskeið hafa víða verið haldin síðustu
misserin og verið vinsæl. Nýlega barst Feyki
atómljóð ort í tilefni af slíku námskeiði. Þykir
Feyki ástæða til að birta kvæðið, því að ekki er
ósennilegt að þetta sé fyrsta, og kannski síðasta
atómljóð sem ort er vegna hnýtinganámskeiðs.
Ljóðið heitir:
SÁLARFLÆKJA
Ég lærði að hnýta á haustnámskeiði í fyrra og
þótti skrýtið að hnútarnir skyldu vefjast fyrir mér.
Þessi undrun olli mér sálarflækju sem var illleysanleg.
>á rann upp.fyrir mér ljós, þetta var ekkert skrýtið:
Ég hafði margra ára andlega æfingu að baki.
1 40 ár hef ég hnýtt, vetur sUmar, vor, og haust.
Ekki blómahengi og bakkaborða, því það kunni ég ekki.
í 40 ár hef ég verið að hnýta i hann bróður minn.
Skyldi því engan undra þótt ég yrði fljótt öllum hnútum kunnug.
Bjarni A. Jóhannsson.
Hafþór Þórhallsson og Jón Þorsteinsson.
Nokkrar spurningar og vanga-
veltur um samgöngumál í
Skagafirði —en minna um svör.
— Hvað eru það margir aðilar sem sjá um einhverskonar flutninga
um og til Skagafjarðar?
— Hefur ferðum farið fjölgandi og þjónustan batnandi?
— Hverjar eru óskir almennings varðandi samgöngur? Eru þær í
samræmi við óskir þeirra sem samgöngunum ráða?
— Er áhugi fyrir auknum ferðum almenningsfarartækja og áætl-
unarbifreiða eða vill fólk bara einkabíla?
— Gæti hugsast að vöruflutningaþjónustuna mætti reka af meiri
hagkvæmni?
— Væri ástæða til að bæta samgöngur á milli þéttbýlisstaða á
Norðurlandi?
— Hvernig stendur á því að 3 flugfélög hafa fastar áætlunarferðir á
suma staði á Norðurlandi en ferðir fátíðar á aðra?
— Hvað er hægt að gera til að gera flugsamgöngur og ferðir sem
tengjast þeim virkari?
— Er hugsanlegt að samræma meira vöruflutninga og fólksflutn-
inga með bifreiðum?
— Má nýta póstferðir til annarra hluta en að flytja póst?
— Hafa íbúar í Skagafirði áhuga fyrir auknum áætlunarferðum
innan héraðs t.d. „hringferð“ um Skagafjörð?
— Hverjir eiga að sjá um framkvæmd samgangna og rekstur?
Einstaklingar, félög eða ríki og sveitarfélög?
Guðm. Ingi.
Feykir . 11