Feykir - 14.12.1981, Qupperneq 12

Feykir - 14.12.1981, Qupperneq 12
 Verðbólgu þankar Sonurinn: Verðbólga. Það tala allir um verðbólgu. Hvað er það, pabbi? Faðirinn: Verðbólga, drengur minn. Ertu að spyrja um verð- bólgu? Það hélt ég að allir vissu, hvað væri verðbólga. Það er ofþensla í þjóðfélaginu, varðhækkanir og spenna. Það er eins og bólguskratti á þjóðarlíkaman- Sonurinn: Er þá ekki hægt að lækna hana með penesillini, eins og júgurbólguna? Faðirinn: Nei, sonur sæll. Þótt penesillin sé gott við bólgu, dugir það harla lítið á verðbólguna. Hún er annars eðlis — þar þarf skurðaðgerð að koma til. Sonurinn: Hvernig er verðbólga, pabbi? Faðirinn: Hvernig hún er —nú hún er þannig, drengur minn, að allt hækkar og hækkar og þenst út. Kaupið hækkar, varan hækkar og öll þjónusta stórhækkar. Vegna verðbólgunnar verður afnotagjaldið af sjónvarpinu okkar i ár, hærra heldur en sjónvarpið kostaði fyrir nokkrum árum. Sonurinn: Vá — maður. Faðirinn: Við getum lika tekið annað dæmi. Fyrir 30 árum keypti hann afi þinn íbúðarhúsið sitt fyrir þrjártiu þúsund krónur. I dag kaupi ég gleraugu fyrir sömu upphæð. Að 30 árum liðnum færð þú kennske saum- nál fyrir sömu upphæð og hann afi þinn galt fyrir íbúðarhúsið sitt. Þannig er verðbólgan, minn kæri sonur. Sonurinn: Stórkostlegt. Hvað myndi húsið hans afa kosta þá? Faðirinn: Hundruð milljóna króna, eða milljarða. Hver veit það í dag? Sonurinn: Við erum ríkir, pabbi, að eiga svona mikið. G.G. Tækjakynning samvinnufélaganna Félagsmálanefnd samvinnufélag- anna í A.-Hún, sem stofnuð var vorið 1980, en í henni eru 2 fulltrú- ar frá Sölufélagi A.-Hún., 2 fulltrúar frá Kaupfélagi Húnvetn- inga og 2 fulltrúar frá starfs- mannafélagi samvinnufélaganna í A.-Hún. gengst núna fyrir fyrir- tækjakynningu samvinnufélag- anna í A.-Hún. fyrir 8. bekk grunnskólanna í sýslunni. Nem- endur grunnskólans á Húnavöllum samtals 25 unglingum var boðið til Blönduóss þriðjudaginn 10/11 kl. 10.00 árdegis. Farið var með þau í Vélsmiðju Húnvetninga, skrifstofu K.H., kjötvinnslu og stórgripaslát- urhús S.A.H. o.fl. Voru þeim sýndir ýmsir starfsþættir áðurnefndra vinnustaða í fylgd forráðamanna. Hádegisverður var framreiddur í BAÐSTOFUNNI af mötuneyti S.A.H. Að honum loknum fluttu formenn félaganna, Björn Magnússon Hólabaki (K.H.), Kristófer Kristjánsson Köldukinn (S.A.H.) og Árni S. Jóhannsson kaupfélagsstjóri stuttar ræður um aðdragandann að stofnun félag- anna, og rekstur þeirra fyrr og nú. Að síðustu lýstu þeir yfir ánægju sinni yfir komu nemenda og væntu þess að þeir hefðu af henni nokkurt gagn og gaman. Eftir myndatökur var yfirreiðinni haldið áfram þar til heimsókninni lauk kl. 14.00. Nemendum grunnskólanna á Blönduósi og Skagaströnd var boðið í samskonar heimsókn. Frá vinstri: Ólafur M. Þorláksson, Þorbjörg I. Jónsdóttir, Ragnheiður R. Ólafs- dóttir, Sigurjón E. Karlsson, Kristján Frfmannsson, Páll ö. Eggertsson, Guðsteinn Einarsson skrifstofustjóri, við tölvuna situr Lilja Árnadóttir. Starf USVH mikið á þessu ári Starfsemi U.S.V.H. hefur verið mikil á þessu ári og verður nú getið þess helsta. Spurningakeppni U.S.V.H. var háð á liðnum vetri, en þessar samkomur eru nú orðnar árlegur viðburður og er aðsókn mjög góð. Keppendur voru skóla- nefndir barna- og unglingaskól- anna í sýslunni. Skólanefnd Barnaskóla Staðarhrepps sigraði. Á þessum samkomum voru flutt fjöl- breytt skemmtiatriði í umsjá ung- mennafélaganna. Það mun láta nærri að um 80 manns hafi komið fram á þessum þremur kvöldum fyrir utan keppendur. Héraðsþing var haldið 5. apríl. Þingið var starfssamt og samþykkti margar tillögur og ályktanir. Nú- verandi stjórn er þannig skipuð: Formaður. Gunnar Sæmundsson. Gjaldkeri. Þorsteinn Sigurjónsson. Ritari. Björn Sigurvaldason. Vara- form. Friðrik Böðvarsson. Með- stjórnandi. Sigurður P. Björnsson. U.S.V.H. gefur út ritið Húna og kom 3. árg. út á árinu. Útgáfu- Ritsljóri! Ný!ega var mér boðið i fyrirlestrar- ferð til Orkneyja i tilefni af litkomu Ijóðabókar minnar „I Remember Yon, Vikings", sem þar hefur vakið mikinn fögrutð. Segir ekki afferðum minumfyrr en ég hitti að máli munk einn afgamlan. Kvaðst Itann svo hrærður eftir fyrirlestur minn, að sem þakkiœtisvott vildi hann færa mér að gjöf íslenskt handrit fornt, sem legið hefði I klaustri eyja- skeggja frá öndverðu. Ég þáði það með þökkum og viti menn! Hér var þá kominn sjálfur Hringsþáttur, — ómetanleg heimild um þróun ís- lenskrar skáldskaparlistar. Tel ég vel við hœfi að birta þáttinn i Feyki (með nútímastafsetningu minni), þar eð Skagfirðingar hafa löngum verið manna hagyrtastir. Björn hét maður. Hann bjó á Botnum ásamt móður sinni og sonum tveim. Hét sé eldri Hringur. Orti hann með slíkum glæsibrag að ungur varð hann skáld mest og best á íslandi. Hringur var kappi kyngimagn- aður og fór oft til leika. Þar Hring- sneri hann hverjum þeim sem við liann atti kappi og var gjarna stig- inn Hring-dans honum til heiðurs. Eitt sinn sem oftar fór Hringur til leika. Þá bar svo við að hann sat hjá. þar eð hann skorti keppinaut. Þá varð Brjáni á Bala að orði: „Það stendur á stöku". Braust þá Hring- ur snarlega fram, yggldi sig og þrumaði: „Þar skjátlast þér Brjánn, því ei stendur hér á stöku.“ Kastaði hann síðan fram stöku orðljótri, sem var argasta níð um Brján og bræður hans. Var hún lengi í 'nnum höfð. en féndur voru drengirnir upp frá þessu. Hringur gerðist snemma mjöð- glaður mjög og sat gjarna að drykkju frani á nætur. Amma hans, Mjöðvör, var lítt hrifin af óreglu stráksa og reyndi títt að tala um fyrir honum. Nótt eina kom henni ekki dúr á auga og staulaðist því til baðstofu. Lá Hringur þar, hýr að vanda, en Mjöðvör byrsti sig og mælti: „Nú er kominn háttatími, Hringur minn.“ Hringur lét ekki segja sér þetta tvisvar en orti á svipstundu kvæðabálk mikinn með dróttkvæðum hætti og nokkrar lausavísur með öðrum hætti. Mjöðvör undi þessu háttalagi illa og æddi til rekkju, en augu hennar skutu gneistum stórum. Hringur var kvennaljómi skær og sagt var um stúlkur þær er við hann eltust að þær „Hring-sner- ust.“ Kvöld eitt var Hringur í konuleit og er hann kom heim að Botnum, illa til reika, mætti hann Mjöðvöru í bæjardyrunum. „Henti þig nokkuð, Hringur minn?“, spurði hún forviða. Þá mælti bróðir Hrings, fjögurra vetra: „Amma góð, vel veistu að Hring henda margir hlutir.“ Setningu þessa greip Hringur á lofti, hnyklaði brýrnar og orti fyrstu Hring-hendu sem ort var á íslandi. Var efni hennar slíkt að eigi verður hún í letur færð, en á henni mátti skilja að konur hafði Hringur fundið, eigi færri en þrjár. Þá er Hringur var sautján vetra varð faðir hans sjúkur ákaflega. Þegar hann átti skammt eftir ólifað lét hann kalla garpinn Hring fyrir sig. Hringur kom að vörmu spori. Stundi þá Björn bóndi: „Viltu Botna að mér látnum, Hringur, kæri son? Hringur varð kvumsa og mælti: „Eigi vil eg svo lengi með botninn bíða, faðir sæll, en hafirðu fyrripart vil ég botna strax.“ Eins og gefur að skilja botnaði Björn ekkert í þessu bráðlæti son- arins og sló því botn í samtalið. Gaf hann upp andann skömmu síðar. En ekki var þó andleysinu fyrir að fara á Botnum eftir þetta, því Hringur tók við búi og var mikill andans maður. Hann stuðlaði að vísu að breyttum háttum á búi sínu en aldrei ruglaðist hann í ríminu þótt langlífur yrði. Lýkur hér Hringsþætti. Isafirði, 3. des. 1981, Vaka Lækdal, Ijóðskáld. ■m Feykir starfsemi þessi hófst árið 1976, en þá var gefið út Ársrit U.S.V.H. í tilefni 45 ára afmælis sambandsins. Þessu hefur verið haldið áfram og héfur ritið komið út annað hvert ár, en nú verður þessi útgáfa árlega. Húni hefur að geyma fjölbreytt efni, sögur, sagnir og kveðlinga. íþróttastarf sambandsins var með miklum blóma í sumar. Framkvæmdastjóri og þjálfari var Flemming Jessen. Það hefur verið ómetanlegt að fá hann til starfa og á hann miklar þakkir fyrir sitt starf. Fjölmörg mót hafa verið haldin m.a., Vormót, unglingamót og Héraðsmót i frjálsum íþró.ttum, sundmót og knattspyrnumót. Þá stóð sambandið fyrir keppni - frjálsum íþróttum milli U.S.V.H., H.S.S. og U.D.N. og sigraði U.S.V.H. Keppendur frá sam- bandinu hafa tekið þátt í mörgum mótum utan héraðs og fóru kepp- endur m.a. á Landsmót U.M.F.Í. á Akureyri. Árangur í sumar hefur í mörgum greinum verið all góður, þó hefur frábær árangur Bjarka Haraldssonar vakið mesta athygli, en hann hefur sett hvert fslands- metið á fætur öðru í sínum aldursflokki. Þann 28. júní var U.S.V.H. stofnað og varð því sambandið 50 ára á liðnu sumri. Nú hefur verið ákveðið að minnast þessara tíma- móta með hófi í félagsheimilinu Víðihlíð, laugardaginn 12. des. og hefst það kl. 21. Öllum ungmenna- félögum og velunnurum sam- bandsins er boðið. Nóv. 1981, Gunnar Sœmundsson. Jólasíld 1-2 síldar úr edikslegi. 50 g mayonnaise. I dl sýrður rjómi. Salt - pipar - sinnep. I dl rauðrófur í bitum. 1 harðsoðið egg saxað. 1 epli í bitum. 1 msk. saxaður laukur. Látið síga vel af flökunum, skerið í ca 2 cm breiða bita og leggið á fat. Hrærið saman mayonnaise og rjóma og bragðbætið með salti, pipar og sinnepi eftir smekk. Bætið rauðrófum, eplum, eggi og lauk í og blandið vel saman, setjið sósuma sitt hvoru megin við síldina á fatinu. Berið rúgbrauð, gróft brauð og egg með. Verði ykkur að góðu. Gleðileg jól, Anna Rósa.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.