Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 3
VESTFIRSKA Fimmtudagur 27. ágúst 3 Frímúrarasalurinn í kvöld: Systur halda tónleika Nú er komið að tónleikum númer tvö í „fímmtudaga- syrpu“ Tónlistarfélags ísa- fjarðar á þessu hausti. Það eru þær systurnar Hólmfríður Sigurðardóttir pí- anóleikari og Rannveig Sif Sigurðardóttir sópransöng- kona, sem ætla að flytja mjög fjölbreytilega tónlist frá ýms- um tírnum. Á efnisskránni eru lög eftir Bach, Purcell, Schubert og Schumann, en einnig eftir ís- lenska höfunda, þær Báru Grímsdóttur og Ingibjörgu Hjörleifsdóttur, sem búsett er hér á Isafirði. Hólmfríður Sigurðardóttir er fædd á ísafirði árið 1955. Hún hóf píanónám 7 ára gömul í Tónlistarskóla Isafj- arðar, þar sem Ragnar H. Ragnar var aðalkennari hennar. Frá ísafirði lá leiðin Systurnar Hólmfríður og Rannveig Sif, dætur sr. Sig- urðar heitins Kristjánssonar prófasts á Isafírði og Margrét- ar Hagalínsdóttur úr Grunna- vík. Tónleikar þeirra eru kl. hálfníu í kvöld. til Þýskalands, í Tónlistarhá- skólann í Múnchen, og þaðan lauk hún einleikara- og kenn- araprófi árið 1980. Villi Magg heitir nú Æsa ÍS-87 Ætla að vinna kúfisk í beitu Hjálmur hf. á Flateyri keypti skelfiskbátinn Villa Magg frá Suðureyri sl. vetur. Heitir báturinn nú Æsa IS-87 og er tilbúinn til skclfiskveiða. Hjálmur hf. er að útbúa skel- vinnslu í landi og er þá miðað við að kúfiskurinn verði fluttur út frystur. Að sögn Kristján Erlingssonar, fjár- málastjóra Hjálms hf. er ætl- unin að skipið hefji veiðar fyrir áramót og veiði kúfisk í beitu handa línubátum. „Það er verið að setja upp vélar til þess að vinna skelina og miðar því verki ágætlega. Við erum að safna saman vél- um víðs vegar af landinu til að hjálpa okkur að ná fiskinum úr skelinni. Við ætlum að vinna þessari vöru markað er- lendis og er það nokkurra ára verk. Við hefjum hins vegar beituframleiðslu fljótlega og ætlum að selja kúfisk í beitu eins og gert var í gamla daga. Veljum íslenskt", sagði Krist- ján Erlingsson í samtali við blaðið. -GHj. Undanfarin ár hefur Hólm- fríður starfað sem undirleikari við Söngskólann í Reykjavík. Hún hefur haldið fjölda tón- leika, bæði ein og með öðrum, og lék síðast hér á ísafirði sl. vetur á tónleikum með flautu- leikaranum Martial Nardeau og Guðrúnu Birgisdóttur. Rannveig Sif Sigurðardóttir er fædd á ísafirði árið 1964. Sjö ára gömul hóf hún nám í fiðluleik við Tónlistarskóla ísafjarðar og síðar á píanó. Söngnám hóf hún í Söngskól- anum í Reykjavík árið 1981 og var eitt ár nemandi Sigur- veigar Hjaltested, en var síðan næstu fjögur ár við söngdeild Tónlistarskólans í Reykjavík, þar sem Elísabet Erlingsdóttir var aðalkennari hennar. Árið 1986 fór hún utan til áfram- haldandi söngnáms, var eitt ár í Múnchen og þrjú ár í Vínar- borg. Síðastliðin tvö ár hefur Rannveig Sif stundað nám í barokksöng við Konunglega tónlistarháskólann í Haag og lauk þaðan prófi í vor. Tónleikarnir verða í Frí- múrarasalnum á ísafirði í kvöld, þann 27. ágúst, og hefj- ast kl. 20:30. Tónlistarfélagið fagnar því mjög að þessar ísfirsku systur skuli halda tónleika á heima- slóðum og hvetur tónlistar- unnendur að fjölmenna á mjög áhugaverða tónleika. (Frá Tónlistarfélagi ísafjarðar). Föndurloftið auglýsir: Bucilla jólavörurnar komnar! Einnig mikið úrval afgjafavöru til að senda vinunum erlendis, svo sem ísl. ullar- og bómullarvörur, ísafjarðar- og íslandsbolir, minjagripir o.fl. o.fl. Alltaf mikið af föndur- og hannyrðavörum. Munið ódýra og góða gistingu í miðbænum. Föndurloftið, Mjallargötu 5, sími 3659 og 3539. Æsa ÍS-87 í Flateyrarhöfn, tilbúin til skelfískveiða. Allt vitlaust í Yagnmum Að sögn lögreglu var útkall. Eru uppiýsingar um mikil ölvum í Vagninum á það mál vel þegnar hjá lög- Flateyri aðfaranótt laugar- reglu. dagsins. Bifreið var stolið Ung stúlka klifraði upp í fyrir utan húsið og fannst topp á ljósamastri á Flat- hún á Þingeyri á laugar- eyrarhöfn sömu nótt, en dagsmorgni. Parna var um var aftur komin til jarðar ölvunarakstur að ræða og þegar lögreglan birtist. hafði þjófurinn komist yfir Einnig var jakka með bíllyklana á einhvem hátt. veski í og ávísanahefti stol- Hann náðist og málið er ið í Vagninum og er það upplýst. mál óupplýst að sögn lög- Brunalúður var settur í reglu. gang á Fiateyri sömu nótt -CHi og slökkviliðið gabbað í Hagkaup sfatnaður! Tökum upp næstu daga úlpur, gallabuxur, flauelsbuxur, boli, peysur, nærfatnað, húfur og vettlinga, allt á Hagkaupsverði. Úlpa. Stærðir: 122, 128, 134, 140, 146, 152, 158, 164, 170, 176. Litir: Svart, dökkblátt og blátt. Úlpa. Stærðir: 122, 128, 134, 140, 146, 152, 158, 164, 170, 176. Litir: Rautt, antikbleikt og fjólublátt. E.GUÐFINNSSONAR F BOLUNGARVÍK Hagkaupsvörurá Hagkaupsverði!

x

Vestfirska fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2298-8475
Tungumál:
Árgangar:
22
Fjöldi tölublaða/hefta:
861
Gefið út:
1975-1996
Myndað til:
14.02.1996
Útgáfustaðir:
Ábyrgðarmaður:
Árni Sigurðsson (1975-1987)
Ólafur Geirsson (1987-1988)
Efnisorð:
Lýsing:
Ísafjörður : [Árni Sigurðsson] 1975-1996.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað: 27. tölublað (27.08.1992)
https://timarit.is/issue/386723

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

27. tölublað (27.08.1992)

Aðgerðir: