Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 27. AGUST 1992 27. TÖLUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR Minnkandi afli í netin í Djúpinu og sjómenn loga af marglyttu Sigurður Hjartarson á Húna ÍS-211 landaði 2,3 tonnum af þorski í norðaustan áhlaupinu sL föstudag. Aflann fékk hann undir Grænuhlíð fram af Beinunum og út undir Bringurnar. „Aflinn hefur ekki verið nógu góður í þorskanetin. Það var ágætt fyrstu vikuna en veiðar voru leyfðar 15. ágúst. Þá byrjuðu fjórir bátar. ég á Húna, Sigurgeir Sigurðsson og Árni Óla, allir frá Bolungar- vík, og svo Dagný frá Isafirði. Það var reytingur fyrstu dag- ana en síðan hefur dregið úr fiskiríi og verið ótíð. Mest fór aflinn upp í tvö og hálft tonn yfir daginn og nú er aflinn 400- 500 kg á dag. Ég ræ með fimm trossur. Það hefur verið hel- vítis ótíð og harðsótt og marg- lyttan hefur verið að hrekkja okkur. Menn hafa alveg logað þegar þeir koma í land. Það var miklu meira fiskirí í netin í fyrrahaust og miklu meiri fiskur í Djúpinu þá. Þá var líka mun meira af ýsu í aflanum. Hún er eitthvað seinna á ferðinni núna en í fyrra. Það er einn bátur á síldar- netum í Djúpinu. Þjóðólfur frá Bolungarvík, og er hann búinn að vitja um einu sinni og fékk tonn. Hann er að taka í beitu fyrir sig“, sagði Sigurð- ur Hjartarson, trillukarl og Stapi í Bolungarvík, í samtali við blaðið á þriðjudaginn. -GHj. Mjög gott atvinnuástand á Flateyri og fólki fjölgar stöðugt „Það hefur verið mjög gott atvinnuástand hér á Flateyri í sumar. Við fengum mjög mik- ið af aðkomubátum. Þeir voru yfir 40 þegar mest var og skiluðu mjög miklum afla á land. Allur þessi afli var unn- inn hér en ekki settur á fisk- markað. Ástandið virðist vera mjög gott með atvinnu áfram Sléttanesið verður frystitogari „Það hefur verið unnið að þeirri hugmynd í nokk- uð langan tíma að breyta Sléttanesinu í frystitogara. Ég vonast efir að hægt verði að byrja á verkinu eftir tvo til þrjá mánuði. Breytingamartaka 16 til 18 vikur. Aftur á móti standa ekki til neinar breytingar á rekstri Framnessins og verður hann eins og verið hefur. Vinnslan í landi verður minnkuð en frysti- húsinu verður tryggt nægi- legt hráefni", sagði Magnús Guðjónsson, kaupfélagsstjóri á Þingeyri Magnús Guðjónsson kaupfélagsstjóri á Þingeyri. í samtali SKA. við VESTFIR- -GHj. í haust og vetur. Við höfum ekki séð atvinnuleysi á Flat- eyri í mörg ár og ég efast um að ég kynni að fylla út umsókn um atvinnuleysisbætur ef hún kæmi inn á borð til mín. Þann- ig að ástandið er mjög gott og vantar alltaf fólk. Hér var 4% fjölgun á íbúa- skrá á milli áranna 1990 og 1991. 1. desember sl. voru 410 á íbúaskrá í Flateyrarhreppi á móti 393 árið 1990. Það sem af er þessu ári hefur enn fjölgað og íbúafjöldinn í dag er kom- inn upp undir 430 manns. Vandamálið er hins vegar að okkur vantar íbúðir fyrir þá sem vilja flytja hingað", sagði Kristján J. Jóhannesson, sveitarstjóri á Flateyri, í sam- Kristján J. Jóhannesson, sveitarstjóri á Flateyri. tali við VESTFIRSKA. -GHj. Aldrei meira hey Samúel Zakaríasson, bóndi í Djúpadal í Austur-Barð, sagði í samtali við blaðið að hann hefði á 75 ára ævi sinni aldrei heyjað eins vel og í sumar. Væri þetta í fyrsta sinn sem hann væri alveg öruggur á haustnóttum um að verða ekki heylaus. „Ég lauk fyrra slætti 26. júlí og hafði 100 rúll- ur af þurru. Fyrir tveimur dögum sló ég 11 rúllur af há og fyrir hálfum mánuði 41 rúllu af há“, sagði heiðurs- maðurinn Samúel í Djúpadal. -GHj. POLLINN HF. © 3092 Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki @ SALA Rafgeymar Rafhlöður Hleðslutæki ÞJONUSTA Viðgerðir rafkerfa og rafbúnaðar í bátum, bílum og vinnuvélum IRITSTJÓRN 0G AUGLÝSINGAR: SÍMI 944011 • FAX 94-4423 Súlu bjargað út af Kóp Ólafur Veturliði Þórðarson, trillukarl á Þingeyri, bjargaði lífi hafsúlu sem var með net flækt um gogginn og gat ekki étið. „Ég var á skaki á Sigurvin ÍS vestur við Kóp og þá kom til mín súla. Hún var illa haldin og réðst á fisk við borðstokk- inn hjá mér. Ég handsamaði hana og sá þá að netadrusla var flækt utan um gogginn á henni. Hún var alveg kefluð og gat ekki étið og var grindboruð. Ég gat skorið netið af goggnum og síðan flaug hún frjáls ferða sinna. Hún fór strax að éta og hefur vonandi getað bjargað sér“, sagði Ólafur Veturliði í samtali við VESTFIRSKA. -GHj. Óðinn bakari lokar versluninni Óðinn bakari ætlar að loka sölubúð sinni við Hafnar- stræti á ísafirði um mánaðamótin. Að sögn Óðins reisti hann sér hurðarás um öxl er hann festi kaup á húsinu Hafnarstræti 4. Taprekstur hefur verið á búðinni og Öldu- kaffi frá upphafi. Kveðst hann því verða að selja húsið til þess að halda sjó. Óðinn mun halda áfram bakstri af fullum krafti við Silfurgötu og selja brauð og kökur t versl- anir á ísafirði og nágrenni svo sem verið hefur. Hafnarstræti 4 er nú til sölu og segist Óðinn selja það í einu lagi eða hverja hæð út af fyrir sig. -GHj. Óðinn bakari við ofninn. Skemmdarverk á Skóda Aðfaramótt laugardags voru unnin skemmdarverk á þessum Skóda á Kaupfélagsplaninu á ísafirði. Ung stúlka sem á bílinn skildi hann eftir vegna þess að sprungið var á einu hjóli. Daginn eftir, þegar að var komið, var búið að méla framrúðuna og báðar hliðarrúðurnar vinstra megin. Stórir steinar lágu í sætum bílsins. Tjónið er tilfinn- anlegt fyrir stúlkuna, auk þeirra óþæginda sem þetta skap- ar henni. Lögreglan á Isafirði lýsir eftir vitnum að þessu skemmdarverki og biður þau að hafa samband. -GHj.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.