Vestfirska fréttablaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 4
4
JR
VIDEO
DEAD AGAIN
Ein af bestu myndum ársins.
Spennandi morðgáta, yfirnáttúr-
leg og rómantísk í senn. Úrvals-
leikararnir Kenneth Branagh
(nefndur til Óskarsverðlauna),
Emma Thompson, Derek Jac-
obi (breski leikarinn frægi),
Andy Garcia og Hanna Schyg-
ulla (aðalleikkonan í verðlauna-
myndum Fassbinders).
- Hvað er hægt að deyja oft fyrir
ástina?
COOPER-
SMITH
Atvinna Coopersmiths er að
rannsaka tryggingamál. Hann
er það sem kallað er öðruvísi
spæjari - með nokkuð takmark-
aða virðingu fyrir yfirvöldunum.
Jesse Watkins á mjög auðuga
konu. Hann byrlar hjákonu sinni
svefnlyf til að geta myrt konu
sína í næði. Málið kemur svo til
kasta trygginganna, og þá er
kallað á Coop, sem leggur eigið
líf í hættu til að upplýsa morðið.
Spennandi!
Þúsundir titla
í gífurlega
rúmgóðu
húsnæði
JR VIDEO
Mánagötu 6 S 4299
Fimmtudagur 27. ágúst 1992
Njáll
glerbrotafakír
Yestfirska fréttablaðið ræðir við Njál Torfason,
„Vestfjarðaskelfinn“ ógurlega, sem gengur,
dansar og syndir á glerbrotum
Texti og myndir:
Róbert Schmidt
- Hver er þessi Njáll Torfason glerbrotafakír? Það er von að menn spyrji. Njáll
Torfason er orðinn landsfrægur fyrir sýningaratriði þar sem hann ýmist gengur,
dansar eða syndir á glerbrotum eins og ekkert sé. - Hvað fær hann til að gera þessa
hluti? - Hvernig er þetta hægt? - Eru brögð í tafli? - Hvað segir konan hans?
Þessum spurningum svarar Njáll hreinskilnislega með gamansömu ívafi.
Njáll Torfason er 42ja ára og frá Vestmannaeyjum. Hann bjó á Tálknafirði í 14
ár, en fluttist til Reykjavíkur fyrir fjórum árum og starfar þar sem verktaki í
þakviðgerðum.
Njáll er búinn að sýna listir
sínar víða um land. Hann
sýndi í tyrsta sinn á Vestfjörð-
um þann 19. júlí sl. á héraðs-
móti á Bíldudal. Par keppti
hann jafnframt á aflrauna-
móti. Einu sinni var hann með
sýningu í Grímsey; þar var þá
fyrsta íþróttamótið í eynni frá
því um aldamót.
Fyrst er Njáll spurður hvort
hann finni ekkert til þegar
hann gengur á glerbrotunum.
„Nei, ég finn ekkert meira
fyrir þessu heldur en þegar ég
geng á parketi. Petta er rosa-
leg einbeiting. Eg sé hvorki
né heyri neitt í kringum mig
þegar ég er að þessu. Það er
eins og ég sé í haug af rjóma
eða raksápu, mér líður
þannig. Þetta er einhver ein-
beiting sem ég næ fram. Eg
finn ekkert fyrir glerbrotunum
þegar ég geng, dansa eða syndi
á þeim."
- Eru einhver brögð í tafli?
„Neinei, það eru engin
brögð í tafli. Einu sinni þegar
ég var að sýna á krá í bænum.
þá ætlaði maður á eftir mér
yfir glerbrotabakkann og taldi
þetta vera eitthvert plat. Eftir
eitt eða tvö skref kastaði hann
sér af glerbrotunum. Hann
skarst illa á ilinni og skemmti
sér ekki meira það kvöld. Það
er kannski rétt að það komi
fram, að maðurinn var í skóm.
Þegar þeir voru skoðaðir á
eftir. litu sólarnir út eins og
hrásalat."
- Ferðu þetta á hugarork-
unni?
„Ég hef oft verið spurður að
þessu, og ég hef svarað því í
léttu gríni að ég sé einfaldiega
íslendingur í húð og hár, og
svo fari ég þetta á kynork-
unni", segir Njáll.
- En hvað segir konan þín
við þessum uppátækjum?
„Hún hefur alltaf talið mig
hálfbilaðan. Ég er bara svona
skrýtinn. Ég hef ofboðslega
gaman af þessu og á mér þann
draum að geta sýnt erlendis.
Það er verið að vinna í málinu.
Ég yrði ánægður með að fá
flugfarið frítt, þó ekki væri
annað.“
Njáll sýnir líka „hellu-
atriðið" hrikalega. Þá eru
þrjár 18 kg gangstéttarhellur
lagðar hver ofan á aðra á
bringuna á Njáli, þar sem
hann liggur á glerbrotunum.
Síðan er stór sleggja notuð til
að brjóta hellurnar. „Ég gerði
þetta í útsendingu á Stöð 2, cn
það misheppnaðist dálítið því
að fyrst brotnuðu bara tvær
hellur af þremur, svo það
þurfti aukahögg til að brjóta
þá þriðju. En á Bíldudal um
daginn fóru þær allar þrjár í
mél við fyrsta högg. Þessar
hellur eru átján kíló hver, en
mér hefur gengið öllu betur
með tvær 50 kg hellur."
- Hvernig þolir líkaminn
svona högg?
„Ég veit ekki hvað skal
segja. Þetta er mikið högg.
Höggkraftur er mældur í
þunga á fersentimetra, og
mesta högg sem
hægt er að slá með sleggju er
nálægt fimm tonnum á fers-
entimetra. Þannig að höggið
Njáll Torfason spásserar á brotnum flöskustútum á Bíldudal 19.
júlí sl.
VESTFIRSKA
| FRÉTTABLAÐIÐ |;
sem ég fæ er nokkur hundruð
kíló. Fyrst þegar ég var að æfa
þetta atriði, þá kom höggið á
mig rétt eftir að hellurnar
brotnuðu, og það fór í nýrum.
En þó að ég sé 42ja ára á öku-
skírteininu, þá er ég 25 ára
innvortis."
- Hefurðu aldrei skorið þig
á glerbrotunum?
„Jú, það gerðist einu sinni
þegar ég var að byrja að æfa
mig. Ég byrjaði á litlum
bakka, svona brauðbakka, en
hef síðan aukið ummálið til
muna."
Glerbrotabakkinn sem
Njáll gengur á er tvískiptur.
Annars vegar eru flöskustútar
cn hins vegar smærri glerbrot.
Þrjú hundruð Beck‘s bjór-
flöskur eru notaðar og ferðast
Njáll mcð glerbrotin í ferðat-
öskunni sinni með sér á milli
staða þar sem hann sýnir.
Njáll er spurður hvort hann
geti gcngið á glóandi kolum:
„Ég hef engan áhuga á að
prófa það. Ég hef heyrt að það
sé hægt og séð þetta á
myndum. En það eru aldrei
sýndar myndir af fótunum á
þessu fólki daginn eftir. Ég hef
heyrt að menn fái margar
blöðrur. En ég ætla fljótlega
að prófa að ganga á logandi
glerbrotum, einnig að rífa
sundur bílbretti með höndun-
um. Það vcrður spennandi að
sjá hvort það gengur upp."
Njáll kveðst ekki vera að
spá í atvinnumennsku í þcss-
um bransa. Njáll Torfason er
yfirvegaðuy- persónuleiki,
frekar rólegur og með góða
kímnigáfu. Á mótinu á Bíld-
udal reif hann sjö símaskrár
og svo fjárlögin á eftir. Hann
sagði að þeir í þinginu væru
ekki eins fljótir að afgreiða
fjárlögin. Einu sinni fór Njáll
í keppni við Friðrik Sophus-
son og
Höskuld Jónsson hjá ÁTVR.
Njáll var með fjárlögin en þeir
Friðrik og Höskuldur tneð
tóma sígarettupakka. Njáll
var fljótari að rífa fjárlögin í
tvennt en þeir sfgarettu-
pakkana. Óstaðfestar fregnir
herma að hann hafi síðan af-
hent Friðriki stærri hlutann
(útgjöld ríkissjóðs) en Hö-
skuldi minni hlutann (tekjurn-
ar). Á meðal annarra verka
Njáls má nefna, að hann hefur
dregið fjóra Skóda í einu með
löngutönginni einni saman.
Það eru margar sögur af
Njáli Torfasyni. Hér er ein
stutt í lokin, sem gerðist þegar
hann var ungur og vann á
Þingeyri: Einn daginn greip
hann löngun til að synda yfir
Dýrafjörðinn. Og það gerði
hann. Síðan ætlaði hann að
húkka sér far til baka. En Njáli
fór brátt að leiðast biðin eftir
bíl, þannig að hann stakk sér
til sunds á ný og fór sömu leið
til baka. Þess má geta að
vegalengdin fram og til baka
er samtals hált'ur fimmti kíló-
metri.
Róbert Schmidt.
Essoskálinn
á Flateyri stækkaður
Hjónin Pétur Þórðarson og Kristín Gunnlaugsdóttir sem
reka Essoskálann á Flateyri hafa stækkað við sig og byggt
sólstofu við skálann að sunnanverðu.
„Við verðum búin að reka skálann í tvö ár í október í
haust. í sólstofunni er borð og sæti fyrir 20 manns. Við
bjóðum upp á allan skyndibitamat, kótelettur, fisk, pitsur,
kaffi, kakó, langlokur, samlokur og allt sem nöfnum tjáir
að nefna. Hér er líka bensínstöð og við erum með allar
bílavörur. Einnig erum við með vísi að matvöruverslun.
Við verslum með mjólk, kex, sykur og hveiti og ýmislegt
annað. Við opnuðum sólstofuna 23. júlí sl. og tók hálfan
mánuð að reisa hana. Þetta vantaði hér á staðinn því við
gátum ekki boðið ferðafólki og öðrum upp á sæti“, sögðu
þau Pétur og Kristín í samtali við VESTFIRSKA.
-GHj.
Pétur Þórðarson og Kristín Gunnlaugsdóttir.
Stöð tvö:
Veiðiþáttur
af Hornströndum
Pálmi Gunnarsson, söngvari og veiðimaður, og Börkur
Baldvinsson, þáttagerðarmaður hjá Stöð 2, ætluðu á
Hornstrandir á mánudag ásamt hljóðmönnum og töku-
mönnum til þess að gera 35 mínútna þátt um silungsveiði
á stöng í sjó, ám og vötnum norður þar. Ætlunin var að
flétta hina fögru og óspilltu náttúru Hornstranda inn í
þáttinn. Hafa þeir félagarnir gert nokkra slíka víða af land-
inu og verða þeir sýndir á Stöð 2 í haust og vetur. Nú hefur
verið stálgarður á Vestfjörðum og var því ferðinni frestað
um hálfan mánuð.
Aðstoðarmenn þeirra félaga hér vestra eru þeir Gísli
Hjartarson á (safirði og Jósef Vernharðsson í Hnífsdal.
-GHj.