Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 6
VESTFIRSKA 6 Fimmtudagur 27. ágúst 1992 - - —| FRÉTTABLAfíin |--- Skráning í körfu- bolta stendur yfir Eins og undanfarin ár mun Körfuknattleikssam- band íslands standa fyrir keppni t 2. deiid karla og kvenna. Öllum félögum er heimilt að senda lið til þátt- töku. Keppninni verður skipt eftir landsfjórðungum, og verður sérstakur riðill fyrir Vesturland og Vestfirði sameiginlega. Leikið verður ífjölliðamótsformi, „turn- eringum" sem fara fram um helgar og leika þá allir við alla. Leikin verða þrjú fjölliðamót, eitt fyrir áramót og tvö eftir áramót. Það lið sem nær bestum árangri úr þessum mótum kemst í úrslitakeppnina þar sem sig- urvegarar úr öllum riðlunum mætast. Frestur til að skila inn þátttökutilkynningum til skrif- stofu KKl' í Laugardal rennur út 14. september nk. Þátttökugjald er kr. 17.000 fyrir hvert lið. (Frá KKÍ). F ermingarbarna- mót á Núpi í næstu viku hefstfermingarbarnamót á Núpi í Dýrafiröi, eins og verið hefur undanfarin ár, þar sem flestir prestar á Vestfjörðum og aðstoðarlíð munu byrja á fermingarund- irbúningi þeim sem síðan verður haldið áfram á hverjum stað í vetur. Er börnunum skipt í tvo hópa, þannig að sá fyrri mætir á hádegi 2. september og dvelur þann dag og fram að hádegi næsta dag, 3. september. Þá kemur seinni hópurinn, og dvelur fram til hádegis 4. september. Þau fermingarbörn, sem áhuga hafa á að taka þátt í mótinu, eru beðin að hafa samband við presta sfna á næstu dögum og skrá sig, eða tala við viðkomandi afleys- ingaprest, sé sóknarprestur í fríi. í Bolungarvík er skráning þó í síma 7320, frá og með sunnudegi 30. ágúst. Nauðsynlegt er að börnin hafi með sér Nýja testamenti, ritföng og annað það, sem venja er að hafa með í slíkar reisur, svo sem svefnpoka, íþróttaföt og hlífðarfatnað. Rútuferðir verða úr flestum plássum í samráði við presta. Framtíðarflugvöllur Vestfjarða á Sveins- eyri við Dýrafjörð? „Nú eru veðurathuganir í gangi úti á Sveinseyrarodda. Það voru settir upp siritandi vindmælar og hitamælar í fyrrahaust. Þeir reyndust ekki nógu vel í vetur því að í þá komst raki. Það var skipt um mælana í vor og síðan hafa mælingarnar gengið mjög vel. Það var talað um tveggja ára mælingar í upphafi. Það er ekkert komið á blað um þennan flugvöll sem hægt er að segja að sé ákvörðun um að hann verði gerður. Ef af verður er þarna um að ræða völl með tveggja kilómetra langri braut og er miðað við að þar geti stærstu þotur lent. Það er búið að skoða aðflugið að miklu leyti. Það kom í Ijós að blindaðflug úr suðaustri er ekki tæknilega framkvæmanlegt, en aftur á móti blind- aðflug frá hafi liggur mjög vel við“, sagði Davíð Krist- jánsson, flugvallarvörður og umboðsmaður Flugleiða á Þingeyri í samtali við blaðið. -GHj. Davíð Kristjánsson tlugvallarvörður á Þingeyri í flugturn inunt. SÝ SLUM AÐURINN í BOLUNGARVÍK Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn í Bolungarvík skorar hér með á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum álögðum 1992 og gjöldum fyrri ára, sem eru til innheimtu hjá ofangreindum innheimtumanni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, útsvar, eignarskattur, sérstakur eign- arskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlána- sjóðs— og iðnaðarmálagjald, slysa- tryggingagjald atvinnurekenda skv. 36. gr. laga nr. 67/1971, kirkjugarðs- gjald, gjald í framkvæmdasjóð aldr- aðra, skattur af verslunar— og skrif- stofuhúsnæði og aðstöðugjald. Einnig er skorað á þá, sem eiga ógreidd eftirtalin gjöld, að gera skil innan sama tíma: Aðflutningsgjald, skipaskoðun- argjald, lögskráningargjald, lestar- gjald, bifreiðagjald, slysatrygginga- gjald ökumanna, þungaskatt sam- kvæmt ökumælum, skipulagsgjald af nýbyggingum, virðisaukaskatt, sem fallinn er í eindaga ásamt viðbótar- og aukaálagningu virðisaukaskatts vegna fyrri tímabila og staðgreiðslu opinberra gjalda ásamt álagi. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrir- vara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og kostnaði að liðnum ofangreindum tíma. Bolungarvík, 26. ágúst 1992. Sýslumaðurinn í Bolungarvík, Jónas Guðmundsson. YiJ kð/um'fa/cfisi'sesrt'vohúzA/. ftXYCID Bííateíga Vl I ^lll Car rental Hóteí Fíókaíunáur Fjölbreyttur matseðill alla daga Sérstakur 3ja rétta matseðill öll föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld Hóteí Fíókaíunáur Vatnsfirði - 451 Patreksfjörður Sími 94-2011 - Farsími 985-31808 Bjarki Rúnar Skarphéðinsson. Bak við hann er lóðin þar sem björgunarmiðstöðin mun rísa í haust. Björgunarsveitin Dýri á Þingeyri byggir yfir tækin Að sögn Bjarka Rúnars Skarphéðinssonar, formanns björgunarsveitarinnar Dýra á Þingeyri, er sveitin að hefja byggingu- á stálgrindahúsi yfir starfsemi sína. Húsið er 10 x 16 m að stærð með 5 m vegghæð. Tvennar bílgengar dyr verða á húsinu og loft yfir helmingi þess þar sem verður fundaraðstaða o.fl. „Húsið mun kosta 2,4 millj- ónir króna frá verksmiðju- dyrum fyrir sunnan. Við höfum loforð frá Samskip að þeir muni flytja það ódýrt vestur. Síðan eru aðilar hér á Þingeyri sem ætla að rétta okkur hjálparhönd, Steypu- stöðin Dyn og Vélaleigan Brautin sf. Við stefnum að því að klára grunninn í haust og vera búnir að koma húsinu fyrir á honum fyrir veturinn, fullfrágengnu að utan. Við erum að byggja yfir þann litla búnað sem við eigum, skjól- fatnað, talstöðvar, fluglínu- tæki. vélsleða og slöngubát. Við munum einnig hýsa sjúkrabíl Rauðakrossdeildar- innar á Þingeyri“, sagði Bjarki Rúnar. „Þetta er erfitt fjárhags- dæmi. Við höfum loforð um eina milljón frá höfuðstöðvum SVFI í Reykjavík. Við eigum að geta útvegað aðra milljón sjálfir. Þá er spurningin um þriðju milljónina. Við komum húsinu upp sjálfir í sjálfboða- vinnu. Við erum alltaf á fullu í fjáröflun. Við höfum sett í gáma fyrir fyrirtæki, safnað dósum, selt flugelda, greni, bollur, kaffi og allt hvað eina. Við förum í póstferðir vest- ur í Lokinhamradal í Arnar- firði hálfsmánaðarlega á vet- urna. Þér er hér með boðið með í slíka ferð í haust. A sjómannadaginn í sumar fengum við Bergþór Gunn- laugsson til þess að taka fyrstu skóflustunguna að björgunar- stöðinni. Fyrr þann sama dag var Bergþór heiðraður í Þing- eyrarkirkju fyrir frækilegt björgunarafrek þegar hann bjargaði skipverja af Kross- nesi SH-308 er það sökk á Halamiðum í vetur. Bergþór stökk fyrir borð og synti til hans og kom honum að skipshlið þar sem félagar hans náðu til þeirra", sagði Bjarki Rúnar í viðtali við Vestfirska fréttablaðið. -GHj. Aðalfundur Aðalfundur Sjálfstæðisfélags launþega á ísafirði og nágrenni verður haldinn að Hafnarstræti 12, 2. hæð, fimmtudags- kvöldið 3. september 1992 kl. 21.00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin.

x

Vestfirska fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2298-8475
Tungumál:
Árgangar:
22
Fjöldi tölublaða/hefta:
861
Gefið út:
1975-1996
Myndað til:
14.02.1996
Útgáfustaðir:
Ábyrgðarmaður:
Árni Sigurðsson (1975-1987)
Ólafur Geirsson (1987-1988)
Efnisorð:
Lýsing:
Ísafjörður : [Árni Sigurðsson] 1975-1996.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað: 27. tölublað (27.08.1992)
https://timarit.is/issue/386723

Tengja á þessa síðu: 6
https://timarit.is/page/6549027

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

27. tölublað (27.08.1992)

Aðgerðir: