Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA --1 FRÉTTABLAÐIP |- Fimmtudagur 27. ágúst 1992 Slátra 13 þúsund fjár „Við byrjum að slátra 9. september og erum á fullu við að undirbúa og gera sláturhús- ið klárt“. sagði Birkir Guð- mundsson frá Hrauni á Ingj- aldssandi, sláturhússtjóri Barða hf, á Þingeyri, í samtali við blaðið. ..Það gengur vel að ráða mannskap og ég er bjart- sýnn á að það takist. Við kom- um til með að slátra tæpum 13 þúsund fjár. Vegna flata niðurskurðarins í haust gæti talan farið eitthvað hærra. Við ættum að geta afgreitt þetta á svona 24 virkum dögum. Ætli verði ekki 35 manns við þetta. Við erum hættir að slátra stór- gripum inn á frost á haustin eins og við gerðum áður. Við slátrum nú með reglulegu millibili svo aldrei þurfi að frysta nautakjötið. Við höfum verið að slátra hálfsmánaðar- Birkir Guðmundsson sláturhússtjóri Barða hf. lega í sumar og komum kjöt- inu fersku á markaðinn", sagði Birkir. -GHj. Rækjubaujan á Ross Cleveland slitnaði upp í óveðrinu á föstudaginn slitnaði upp baujan sem merk- ir flak enska togarans Ross Cleveland og rak hana inn á Hnífsdalsvíkina. Flakið liggur í kantinunr fram af Skutuls- firði og hefur verið á því bauja til þess að rækjubátar festi ekki í því vciðarfæri st'n. Ross Cleveland fórst í ofsaveðri í febrúar 1968 á siglingu undan Grænuhlíð til ísafjarðar og hvolfdi skipinu vegna yfirís- ingar. Einn maður, stýrimað- urinn Harry Eddom, komst af með ótrúlegum hætti og fannst nær dauða en lífi inni í botni Seyðisfjarðar eins og frægt v,arð. Að sögn hafnarvarðar á ísa- firði var reynt að sækja baujuna á hafnsögubátnum Þyt en hann flaut ekki upp að henni á víkinni. Varðskip kom síðan og sótti baujuna og fór með hana inn á ísafjörð þar sem beðið er eftir nýjum legu- færum við hana frá Hafna- málastofnun. Verður bauj- unni komið fyrir á sínum stað strax og þau verða komin. Sagði hafnarvörður keðjuna hafa tærst í sundur niður við steinninn sem heldur bauj- unni. -GHj. Sjálfstæðishúsið ekki lengur blátt: „Skemmtistaðir eiga að vera áberandi" - segir Steinþór (Dúi) Friðriksson Sjallinn á ísafirði hefur heldur betur tekið stakkaskiptum þessa dagana. Húsið sem verið hefur blátt er nú orðið einhvern veginn rauðgulbrúnt, svipað og lóðabelgir, og áberandi eftir því. „Skemmtistaðir eiga að vera áberandi", sagði Steinþór Friðriksson, sem rekur Sjallann og Krúsina, og var að mála ásamt Helga bróður sínum og Rafni Jóns- syni tónlistarmanni og Agli syni hans. Dúi þvertók fyrir að þessi litaskipti væru á nokkurn hátt af pólitískum ástæð- um, en eins og kunnugt er á Sjálfstæðisflokkurinn húsið og félagsheimili hans er á annarri hæðinni. „Þegar ég málaði húsið biátt fyrir tveimur árum varð fólk hreinlega vitlaust og spurði hvort ég væri ekki með fullum sönsúm“, sagði Dúi. „Nú gerist það sama, og fólk spyr af hverju þessi fallegi blái litur megi ekki vera áfram! Þannig að þessi appelsínulitur hlýtur að venjast lika.“ Kátir málarar: Dúi, Rabbi, Egill og Helgi. Vélstjóri óskast Vélstjóri óskast á bát. Þarf að hafa 2. stig vélstjóranáms. Báturinn er að fara á troll, verður á línu í vetur. Uppl. í síma 7440 eða 7293 á kvöldin. Togarabaujan á Hnífsdalsvíkinni. Slitlag fyrir Dýrafjörd Nú er búið að leggja varan- legt slitlag á þjóðveginn í Dýrafirði frá Ketilseyri og yfir Dýrafjarðarbrúna að Næfra- nesi. Er þá komið samfellt slit- lag frá Þingeyri að Gemlufalli eða alla leið fyrir Dýrafjörð. Fláningsmenn Okkur vantar tvo til þrjá vana flánings- menn til starfa í sláturhúsi okkar á Þing- eyri í haust. Upplýsingar gefur Birkir Þór Guðmunds- son, sláturhússtjóri, í símum 8360 eða 4271. Sláturfélagið Barði hf. Myndin er tekin viö Ketilseyri í síðustu viku og sést yfir í Lambadal handan fjarðar. Dýrafjarðarbrúin sést fyrir ofan hægra horn skiltisins. -GHj. Rúmlega 170 Stapar á ættarmóti — Hógværðin ekki aðalsmerki þessa fólks Segja má að verulega mikið hafi gcngið á að Núpi í Dýra- firði 25. júlí sl. Þá var blásið til ættarmóts meðal niðja Kristjáns Kristjánssonar í Stapadal, en þeir ganga manna á meðal undir nafninu Stapar. Kallinu hlýddu rúm- lega 170 manns. Kristján Kristjánsson bóndi í Stapadal í Arnarfirði fæddist 22. október 1844á Borg í Arn- arfirði, sonur Kristjáns Guðmundssonarsterka. Hann eignaðist 15 börn með Símon- íu Pálsdóttur eiginkonu sinni og 5 með Guðnýju Guð- mundsdóttur ráðskonu sinni. Þeir rúmlega 170 sem komu saman að Núpi í Dýrafirði seinast í júlí og minntust sam- eiginlegs forföður síns, voru af ýmsu sauðahúsi eins og fara gerir. Þó þykjast glöggir menn sjá ákveðið yfirbragð sem fylg- ir afkomendum Kristjáns. Þetta er fremur lágvaxið fólk, karlmenn kraftalegir og samanreknir, en konur fín- gerðari. Margir afkomenda Kristjáns sækja sjó og þykja sumir fisknir í betra lagi en gengur og gerist. Hógværð og lítillæti er ekki aðalsmerki þessa fólks, heldur vill það að sem flestir viti af tilvist þess. Þess ber og að geta, að karl- menn í þessari ætt eru afar kvenhollirog mætti rekja ýmis dæmi þess. Þarna var stofnað til vin- áttutengsla sem endast munu ævilangt. Margir fundu aftur gamla kunningja og allir urðu nokkurs vísari um þann jarð- veg sem ættkvíslir Vestfirð- inga eru sprottnar úr. I veg- legum sameiginlegum kvöld- verði á laugardagskvöldið var margt til skemmtunar. Ásgeir Svanbergsson flutti samantekt um Kristján frá Stapadal og það umhverfi sem hann ólst upp í. Friðrik Kristjánsson minntist föður síns og flutti kvæði eftir hann. Ræður voru haldnar, bæði í gamni og al- vöru, og sungið svo undir tók í vestfirskum fjöllum. Síðan var stiginn dans fram eftir nóttu. Öruggt má telja, að þetta hafi verið fyrsta en alls ekki síðasta samkoman sem þetta lífsnautnafólk efnir til. Páll Ásgeirsson, Svanbergssonar, stýrði veislunni, og sést hér í ræðustól ásamt Hrefnu Oskarsdóttur, Þórhallssonar úr Kefla- vík, en hún var kjörin „Ættingi kvöldsins" fyrir atorku sína og ósérhlífni við undirbúning mótsins og almenna lífsgleði. Prófastur leysir af í þremur prestaköllum og frekar fjórum: Fimmtán kirkjur undir Séra Baldur Vilhelmsson, prófastur í Vatnsfirði, þjónar Unaðsdalskirkju, Melgraseyr- arkirkju, Nauteyrarkirkju og Ögurkirkju, auk Vatnsfjarð- arkirkju. Um þessar mundir hefur hann þó öllu meira undir: Hann leysir af þrjá presta í sumarleyfum þeirra, þ.e. prestana á Þingeyri, í Holti og á Suðureyri. Auk þess kveðst prófastur leysa sjálfan sig af í sínu eigin i einu sumarleyfi. Geri aðrir betur en þjóna 15 kirkjum í einu. Það eru kirkjurnar á Hrafns- eyri, Þingeyri, Mýrum, Núpi, Sæbóli á Ingjaldssandi, Kirkjubóli í Valþjófsdal, Holti, Flateyri, Suðureyri, Stað í Súgandafirði, Vatns- firði, Ögri, Nauteyri, Melgras- eyri og Unaðsdal. -GHj. Haustið komið í gærmorgun (miðviku- dag) þegar íbúar við Isa- fjarðardj úp fóru á fætur var grátt ofan í miðjar hlíðar á Snæfjallaströnd. Hitastigið á ísafjarðarflugvelli var 3,8 stig kl. 7 að sögn Gríms Jónssonar flugumferðar- stjóra. Klukkan 6 var hit- inn 3 stig á Galtarvita, 3 stig í Æðey og 3 stig á Horn- bjargsvita. Að sögn Sigur- jóns Samúelssonar, bónda á Hrafnabjörgum í Laugar- dal í Djúpi, voru élja- leiðingar í dalnum hjá hon- um í gærmorgun og grátt í kollinn á Laugabólsfjall- inu. Það er því greinilegt að farið er að hausta á Vestfjörðum. -GHj.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.