Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 27.08.1992, Blaðsíða 8
ATVINNA Starfsmann vantar til verslunarstarfa. Um er að ræða vinnu allan daginn. ._____ Upplýsingar gefa Jónas eða Gunnlaugur. BOKAVERSLUN JONASAR TÓMASSONAR Sími 3123, ísafirði — Meira en skuttogara- afli á trillurnar! Aö sögn Reynis Jónssonar, hafnarvarðar og vigtar- manns á Flateyri, voru um 50 trillur sem lönduðu á Flateyri i júní og júlí. Af þeim voru 35 og upp í 40 aðkomubátar. Allir voru á handfærum. „Fiskiríið var ágætt þegar gaf á sjó. Aflinn var frá 600 kg og upp í tvö og hálft tonn á færi, en ótíðin hefur verið í fleiri daga en gefíð hefur á sjó. Þessa dagana hefur verið sæmílegt fiskirí af ágætum fiski. Nú er trillunum farið að fækka. Ætli það séu ekki um 30 eftir. Þessir bátar hafa skiiað rúmlega skuttogaraafla hingað í sumar, allt að 150 tonnum á viku að meðaltali. Þessa vikuna er aflinn um 60 tonn af trillunum. Nú er nokkrir bátar, sjö eða átta, byrjaðir á línu og eru flestir með beitningarvélar um borð. Svo er línan stokkuð upp í landi. Jónína var með 20 tonn eftir tvo daga. Hún er á linu og rær með tvöfalt. 20 tonn er skammturinn hennar eftir tvo og þrjá daga. Þetta hefur aðallega verið þorskur en er nú orðinn svolítið steinbítsblandaður. Þeir hafa róið hérna út í Kantinn. ÖLL AÐSTAÐA OG MÓNUSTA VEITT Hér er öllum aðkomubátum og líka heimabátum veitl sú aðstaða og þjónustu sem þeir þurfa. Þeim er útvegað húsnæði til að vinna í og vera í, þvegið fyrir þá og allir keppast um að gera sem mest fyrir þá. Sjö þessarra báta ætla að vera áfram hér og róa á línu“, sagði Reynir Jóns- son í samtali við blaðið. -GHj. Revnir Jónsson hafnarvörður á Flateyri í vigtarskúmum. 117 kg. spraka á haukalóðir Halldór Egilsson.á Björgvini Má ÍS-468 frá Þingeyri reyndi með haukaióðir á gömlum sprökumiðum í Amar- firði í síðustu viku. Fékk hann þessa spröku sem vó 117 kg innanífarin. Á myndinni era frá vinstri Ragnar Gunn- arsson háseti, Sigfús Jóhannesson tengdafaðir Ragnars, Egill Halldórsson, sonur Halldórs skipstjóra, og Halldór skipstjóri og eigandi Björgvins Más. Voro þeir allir í um- ræddum róðri. Kváðust þeir félagamir ætla að reyna aftur með haukalóðir þegar veður lægði. Gifting í Unaðsdalskirkju Brúðhjónin Þórhildur Þórisdóttir og Viggó Þór Marteinsson nýgift á tröppum kirkjunnar í Unaðsdal. Hjónavígslur eru ekki á hverjum degi í Unaðsdals- kirkju á Snæfjallaströnd, og ekki einu sinni á hverju ári eða hverjum áratug. Slík athöfn fór þar þó fram laugardaginn 15. þessa mánaðar. Prófastur Isafjarðarprófastsdæmis, séra Baldur Vilhelmsson í Vatns- firði, gaf þá saman hrúðhjónin Viggó Þór Marteinsson úr Reykjavík og Þórhildi Þóris- dóttur. Þórhildur er dóttir Friðbjartar dóttur Jens í Kaldalóni, fyrrverandi bónda á Lónseyri og í Bæjum, nú bónda á Kirkjubæ í Skutuls- firði. Að sögn séra Baldurs voru um 150 manns við giftinguna í kirkjunni og 160 manns í veisl- unni sem haldin var í Dalbæ. Þar var dansað fram undir morgun og einnig var varðeld- ur á melnum ofan viö sam- komuhúsið. Ekki er vitað um annan eins mannfjölda við kirkju og veislu á Snæfjalla- strönd á þessari öld, nema ef vera skyldi í afmæli aldarinnar hjá Kjartani Halldórssyni frá Bæjum sem haldið var á átt- unda áratugnum. Að sögn séra Baldurs eru 12 ár frá því að síðast var hjóna- vígsla í Dalskirkju, en þar áður leið þó lengra á milli eða nær þrír áratugir; árið 1951 voru gefin þar saman þau Kjartan Helgason í Dal og Stefanía Ingólfsdóttir. -GHj. Ný íþróttamiðstöð á Þingeyri Grunnur hinnar væntanlegu íþróttamiðstöðvar á Þingeyri. Þingeyrarhreppur er nú að koma sér upp íþróttamiðstöð við íþróttasvæðið á Þingeyrar- odda. Fyrsti áfanginn er hafinn, en þar er um að ræða jarðvinnu og steypu á sökklum og kjallara. í húsinu verður íþróttasalur, sundlaug og bún- ingsklefar. Salurinn er 20 x 30 m og sundlaugin 16,67 x 8,2 m. Byggingin samanstendur af tveimur bogaskemmum sem tengdar verða saman með millibyggingu, en í henni verða baðherbergi og bún- ingsklefar sem samnýtast bæði fyrir húsið og íþróttasvæðið úti. Áætlað er að verkið taki fimm ár og kosti 100 miljónir króna. -GHj. VI iSl n FU RSI KA | FRÉTTABLAÐIÐ RITSTJÓRN 0G ÁUGLÝSINGAR: SÍMI 94-4011 • FAX 94-4423 — Elli Kjaran leggur vetrarveg um Hrafnseyrarheiði í síðustu viku hitti blaðamaður Elís Kjaran Friðfinnsson ýtustjóra þar sem hann var að leggja vetarveg Arnarfjarð- armegin I Hrafnseyrarheiði. Elís heilsaði blaðamanni með eftirfarandi vísu: Elís Kjaran er mitt nafn, einn af Friðfinnssonum, Ég garga oft sem gamall hrafn en gleðst með fögrum konum. „Ég er að gera vetrarbraut fyrir snjóbílinn hérna niður í dalinn. Hérna er snjóléttara og ekki eins mikil hætta á snjóflóðum og uppi á þjóðveginum þar sem snjóhengjur hanga í brúnum allan veturinn. Það eru ekki nema tuttugu ár síðan ég tók þátt í að grafa upp úr snjóflóði tvo unga menn hér í Manntapagilinu á Skipadalnum, að sjálfsögðu dána. Þeir gengu í gildru Vegagerðarinnar þarna upp í brúninni. Mér finnst það vel þess vert að reyna að gera eitthvað hér til þess að svona atburður endurtaki sig síður. Auðkúluhreppur heitinn borgar þessa framkvæmd að hálfu á móti Vegagerðinni. Þegar hreppurinn var samein- aður Þingeyrarhreppi átti hann nokkrar krónur í sjóði og setti það skilyrði að þær yrðu notaðar til samgöngubóta milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Þetta voru rúmar 500 þús. kr. Þennan veg verður hægt að nota sem jeppaveg snemma á vorin og á haustin þegar lokast uppi, því þar lokast svo fljótt. En fyrst og fremst er þetta hugsað fyrir snjóbílinn svo hann sé öruggur fyrir snjóflóðum og svo hefur hann átt i erfiðleikum að komast upp vegna bratta. Þá hefur hann orðið að fara upp Fossabrekkur og upp úr Hauksdal upp á fjall og er það mjög hættulegt þegar slæmt skyggni er. Hann gæti farið fram af fjallinu. Þessi leið er eina leiðin sem ég hef átt fyrir ýtuna til að komast yfir á veturna. Ef ég hef mokað mig eftir veginum hefur það tekið tvo-þrjá daga, en eftir þessari slóð tekur það mig klukku- tíma. Eg er búinn að tala um þetta við Vegagerðina í mörg ár og fyrir tveimur árum sýndi ég toppunum þar þetta vegarstæði og þeirfordæmdu þetta þá“, sagði Elís Kjaran. -GHj.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.