Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA ^____ Fimmtudagur 17. september 1992 ;| FRÉTTABLAPIP I Oldungadeildin sett á Hólmavík — 25 nemendur eru í skólanum Frá Hólmavík. UmboJsmaíur VF í Bolungarvík Umboðsmaður Vestfirska fréttablaðsins í Bolungarvík er Bergljót V. Jónsdóttir, kennari, Völusteinsstræti 20, sími 7361. Hún sér um sölu, áskriftir og dreifingu Vestfirska í Bolungarvík. Öldungadeild Framhalds- skóla Vestfjarða verður starf- rækt á Hólmavík í vetur og var skólinn settur á mánudags- kvöldið. Björn Teitsson. skólameistari, mætti á staðinn og kom deildinni af stað og fræddi fólk um starfsemina. 25 nemendur eru skráðir til námsins. Á þessari fyrstu önn verður boðið upp á byrjun- aráfanga í dönsku, ensku, ís- lensku og stærðfræði og eftir áramót bætast inn nýjar grein- ar. Að sögn Stefáns Gíslason- ar, sveitarstjóra á Hólmavík og skólanefndarmanns í Fram- haldsskóla Vestfjarða, er enskan vinsælust meðal nem- endanna. Kennt verður í Grunnskólanum á Hólmavík og annast kennsluna þau Ey- þór Gissurarson, Ólöf Stef- ánsdóttir og Sveinbjörn Dýrmundsson, kennarar við Grunnskólann. „Ég er afskaplega ánægður með þetta og aðalpunkturinn er sá, að þetta fær fólk til að afla sér menntunar og gera eitthvað af þvf sem það langar til. Þetta var mikið baráttumál hjá okkur í fyrra að fá skólann hingað og við sóttum það mjög stíft. Málið strandaði alltaf í menntamálaráðuneytinu. Reyndar kostar þetta afar lítið, því skólagjöldin eru 15 þús. kr. á nemanda. En for- sendur breyttust eftir að Framhaldsskóli Vestfjarða tók til starfa 1. apríl í vor og nú er skólastarfið hafið“, sagði Stefán Gíslason í samtali við blaðið. -GHj. UPPSKRIFT I VESTFIRSKA Múlakí spámaður I síðasta blaði spáði Ástþór í Múla því að komandi vetur yrði afar harður, svo mjög að elstu menn hér um slóðir hefðu alls ekki kynnst slíkum hörkum. í tilefni spádóms þessa hefur blaðinu borist eftirfarandi vísa frá tryggum lesanda: Harður vetur hefst á ný, hörmunga með vindagný. Sól munu byrgja sorgarský, ef sannlega spáir Múlakí.* * Múlakí: Spámaðurínn í Mií/a, samanber Malakíspámað- ur i Hihlíunni. frá Magna Örvari Guðmundssyni Pasta er mjög holl og ódýr kolvetnarík fæða. Oft er hægt að nýta afganga af kjöti og fiski með því að sjóða pöstu og hafa sósu með. Engin þörf er að hengja sig mjög fast við uppskriftir, heldur láta hug- myndaflugið ráða. Hér kem ég með eina uppskrift, sem er kannski ekki í ódýrari kantinum, en þetta er máltíð fyrir fjóra. Vestfirðingar — velkomnir í Dragtina, Klapparstíg 37. Þeir sem klippa þessa auglýsingu úr blaðinu og framvísa henni í versluninni fá 10% afslátt! Dragtin, Klapparstíg 37. Tortellini og jurtakrydduð tómatsósa með osti Ingólfsbrunnur 1 poki tortellini með osti eða kjöti svolítið salt matarolía 2 litlir laukar 25 g smjör 1 dós niðursoðnir tómatar - með safanum 2 msk tómatpurée 1 teningur kjötkraftur 1-2 tsk timian 1-2 tsk oregano 1-2 tsk basilikum svartur pipar 1 dl þeytirjómi 200 g rifinn ostur 45% Sjóðið 2,5 lítra af vatni og setjið út í það 3 tsk salt og ca. 1 msk matarolíu. Setjið tortellini út í og sjóðið mjög varlega í 16 mínútur, hrærið við og við. Mýkið niður finhakkaðan laukinn í smjör- inu, blandið tómötunum, tómatpurée, kjöt- Adalstrœti 9, Reykjavík r Vestfirðingarl Þegar þið eruð í bænum, er tilvalið að koma í kaffi og mat hjá mér. Ingólfsbrun nur, Eva Hjaltadóttir. Magni Örvar Guðmundsson. kraftinum og kryddinu ut i. Sjoðið saman í ca. 15 mínútur, blandið síðan rjómanum og ostin- um í og látið ostinn bráðna, látið suðuna koma upp, sjóðið varlega í 2-3 mínútur og smakkið. Gætið þess að sjóða tortellini-ið ekki of lengi, best er að það sé aðeins þétt undir tönn, eða al dente eins og Italir kalla það. Þess vegna er best að búa fyrst til sósuna og þegar hún er byrjuð að malla setur maður pöstuna upp. Hellið síðan sósunni yfir tortellini-ið, eftir að látið hefur verið renna vel af því vatnið, og berið fram með grófu brauði og ef vill fersku grænmetissalati. Ég skora á Signýju Rósantsdóttur að koma með nœstu uppskríft, ég veit að hún lumar á ýmsu skemmtilegu. Vísukorn Ég hengdi Möggu mína í nótt í snæri. Ég minnist hennar þó með nokkrum trega. En Magga mín, hún hraut svo hræðilega, að hér var ekki nokkurt undanfæri. 5 Ráðist á blaðsölu- barn Ekki taka allir því fagn- andi, að nú skuli vera farið að bjóða vestfirsku viku- blöðin til sölu í stað þess að dreifa þeim frítt. Blaðsölu- drengur í Bolungarvík fékk heldur betur að finna fyrir því. Þegar hann kvaddi dyra og bauð blað til sölu, gerði húsráðandi hvorugt, að kaupa blað eða afþakka, heldur réðst hann umsvifa- laust á drenginn, þreif fyrir bringsmalir honurn, tusk- aði hann til og reif föt hans. Drengurinn mun ekki hafa orðið fyrir meiðslum, en hætt er við að þessi atburð- ur eigi samt sem áður eftir að sitja í honum. Tveir stútar ÍSAFJÖRÐIJR Að sögn lögreglu á Isa- firði var helgin með ein- dæmum róleg. Tveir öku- menn voru stöðvaðir og færðir til blóðprufu, grun- aðir um ölvunarakstur, og eru það reyndar helmingi fleiri stútar en helgina þar á undan. -GHj. Umboðs- maður a Þingeyri er Guðrún S. Bjarna- dóttir, Brekku- götu 60, sími 8127

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.