Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 8
VESTFIRSKA Fimmtudagur 17. september 1992 -| FRÉTTABLAÐIP 1= ÞINGEYRI * -1 einu ordi sagt, ótíð Að sögn Bjarna Kristjáns- sonar, hafnarvarðar á Þing- eyri, hefur í einu orði sagt verið ótíð sem hamlað hefur gæftum allan septembermán- uð. Framnesið landaði 14. september 64 tonnum. Aflinn var mest ufsi og karfi. Fram- nesið var að landa í gær (mið- vikudag) á að giska 60 tonnum af karfa og ufsa. Sléttanesið hefur landað tvisvar í mán- uðnum, hinn þriðja 53,6 tonnum, mest þorski, og þann sjöunda 37,9 tonnum af þorski og ufsa. Björgvin Már hefur landað 4.117 kg í fjórum sjóferðum. Dögg landaði 970 kg í tveimur sjóferðum, Tjaldanes 10.593 kg í tveimur sjóferðum, og Unnur 370 kg í tveimur sjó- ferðum. Þessir þrír bátar eru á línuveiðum. Af handfærabátunum er það að frétta að Dýrfinna fékk 335 kg í einni sjóferð, Jóna Magg 105 kg í einni sjóferð, Sjöfn 858 kg í einni sjófcrð, og Stígandi 743 kg í einni sjófcrð. Tveir dragnótabátar lönd- uðu á Þingeyri á þessu tíma- bili. Mýrafell landaði 6.625 kg úr fimm sjóferðum og Tjalda- nes II 376 kg úr tveimur sjó- ferðum. Tjaldanes II hefur að sögn Bjarna sett hluta aflans í gáma og hefur þá fiskinum verið safnað saman úr nokkr- um sjóferðum. Ekki hafði Bjarni tölur yfir það magn. Þetta er sá afli sem hefur farið í gegnum hafnarvogina á Þing- eyri það sem af er þessum mánuði. Geiri Bjartar og fyndni fiskifræðingurinn / Morgunblaðinu í gær, miðvikudag, ritar fískifræð- ingurinn íngvar Vilhjálmsson pistil, sem virðist til þess sam- an settur að gera grín að mönnum á borð við Ásgeir Guðbjartsson skipstjóra og því sem þeir vita um þorsk. Fiskifræðingurinn dregur hin- ar „ velgrunduðu kenningar aflaskipstjórans mikla“ sund- ur og saman í háði og segir að „kenningasmiðunum" beri ótvíræð skylda til, þjóðarsinn- ar vegna, að „koma hinum merku kenningum sínum á framfærí á alþjóðavettvangi“ og þá mundi nafn íslands kom- ast i heimspressuna, „ímynd fslands kæmist í topp, þaðyrði á allra vörum og miklar físk- birgðir innanlands seldust á augabragði, og jafnvel ykist ferðamannastraumur (money, money)“. Og margt fleira skrifar fískifræðingurinn í þessum dúr. Vestfirska fréttablaðið fagnar þessum nýstárlegu skrifum fiskifræðingsins. Mik- ið værí gefandi fyrír það ef allir fískifræðingar Hafrannsókn- astofnunar tækju upp ritstörf af þessu tagi og skrifuðu þind- aríausar brandaragreinar og háð um Geira Bjartar og reynslu hans, ef þeir aðeins hættu i staðinn þeim vísinda- störfum og þeirri ráðgjöf sem eru í þann veginn að leggja ís- lenskan þjóðarhag í rúst. Meira af svonalöguðu! FLATEYRI - Kolvitlaust tíðarfar „Það hcfur vcrið kolvitlaus tíð. Bátarnir komust út 3ja og 4ða september og ekkert aftur fyrr en 1 lta, þá komust flestir bátar á sjó, og svo ekkcrt fyrr cn í gær, 15da, þá komust nokkrir á sjó“, sagði Reynir Jónsson, hafnarvörður á Flat- eyri, í samtali við blaðið. Togarinn Gyllir landaði 7da sept. og landaði þá rúmum 50 tonnum og var uppistaða afl- ans þorskur. í fyrradag land- aði hann aftur rétt rúmum 50 tonnum af blönduðum afla. Dragnótabáturinn Óskar komst á sjó tvisvar og landaði þá 13.420 kg. í mánuðinum lönduðu 22 handfærabátar á Flateyri. Afli þeirra var þessi: Ásborg 270 kg í einum róðri; Bára 355 kg 3 r.; Bibbi Jóns 1.845 kg 1 r.; Draupnir 875 2 r.; Fífa 265 kg 1 r.; Frami 695 kg 1 r.; Gladdi 1.750 kg 3 r.; Guðbjörg Krist- ín 910 kg 1 r.; Hafsteinn 345 kg 2 r.; Heppinn 1.057 kg 1 r.; Hringur 345 kg 2 r.; Katla 795 kg 2 r.; Lára 3.815 kg 3 r. Már 495 kg 3 r.; Nökkvi 2.800 kg 4 r.; Óttar 445 kg 1 r.; Pólstjarn- an 320 kg 1 r.; Stakkur 323 kg 1 r.; Straumur 8.770 kg 4 r.; Valþór285 kg 1 r.; Vilborg205 kg I r.; og Þorbjörg komst þrjá róðra og fékk 700 kg. Á línunni fékk Jenný II 2.095 kg í þremur róðrum; Jónína var með tæp 20 tonn í tvcimur róðrum; Magnús Guðmundsson með 5.200 kg í 4 r.; Stína tæp 8 tonn í 4 r.; Torfi 1.650 kg í 2 r.; og Þjótur fékk rúm 5 tonn í fjórum róðrum. Aflinn skiptist þannig eftir tegundum: Ca 109 tonn af þorski; tæp 10 tonn af ýsu; karfi 100 kg; steinbítur tæp 7 tonn; rúm 1.100 kg af kola; og ýmislegt 540 kg. Afli Gyllis frá því í fyrradag er ekki inni í þessum tölum. -GHj. Flateyrarhöfn. Ný brú á Orrann Nýja brúin var hífð á sinn stað um borð í Orra ÍS-20 á laugardaginn, en hann hefur legið brúarlaus í ísafjarðar- höfn um hríð. Brúin var teikn- uð í Skipatækni hf. í Reykja- vík og smíðuð af Skipasmíða- stöð Marsellíusar hf. á ísa- fírði. Verkinu á að vera lokið fyrir 1. nóvember og var verk- ið boðið út um allt land. Skipa- smíðastöðin var með lægsta tilboðið og hljóðaði það upp á 13.1 milljón króna. Orri var smíðaður í Flekke- fjord í Noregi 1967 fyrir Hrað- frystihúsið Norðurtanga hf. á ísafirði og hefur verið í eigu fyrirtækisins alla tíð. Skipið var yfirbyggt 1985 og telst nú 257 brúttórúmlestir að stærð. Skipið hét áður Guðbjartur Kristján og hafa einungis verið með það fjórir skipstjórar á þessum 25 árum sem liðin eru frá því það kom til landsins, þeir Hörður Guðbjartsson, Sigurður heitinn Bjarnason, Skarphéðinn Gíslason og Pét- ur Birgisson. Er það mjög fátítt með svo gömul skip í íslenska flotanum nú til dags. -GHj. Gráslepputíðin: Metafli í Reykhólahreppi Heildarafli ■ Reykhóla- hreppi á grásleppuvertíðinni, sem nú er nýlokið, var meiri en nokkru sinni fyrr. Að hluta til má skýra þessa miklu veiði með aukinni sókn, sem aftur á móti er til komin vegna greiðr- ar og góðrar sölu á grásleppu- hrognum um þessar mundir. Saltað var í milli 740 og 750 tunnur af grásleppuhrognum í Reykhólahreppi að þessu sinni. Fjórtán bátar stunduðu veiðina, en þar af voru fjórir sem fengu meira en 100 tunnur af hrognum. Það voru (þó ekki endilega í þessari röð) Hera, Flatey (Hafþór Hafsteinsson), Markús, Reykhólum (Þórar- inn Þorsteinsson), Sigrún, Stað á Reykjanesi (Guðmund- ur Friðgeir Snæbjörnsson), og Nóney, Reykhólum (Tómas og Egill Sigurgeirssynir). Tíðarfarið á vertíðinni var óvanalega rysjótt. Haft ereftir Hugo Rasmus, sem stundað hefur veiðiskap frá Reykhól- um allt frá 1975, að hann muni ekki eftir annarri eins tíð. Sölumálin eru í góðu horfi þessi misserin, allt selt fyrir- fram á þokkalegu verði. Nú fást 1125 þýsk mörk fyrir tunn- una, komna í höfn erlendis, sem er 100 mörkum meira en í fyrra. / Pungapróf í Arneshreppi Jón Ólafsson á Hólmavík byrjaði sl. sunnudag með pungaprófsnámskeið norður í Árneshreppi á Ströndum. Þar verður um helgarkennslu að ræða og eru 9 nemendur skráðir. Jón mun annast kennsluna að mestu leyti, en auk hans er Þorbjörn Sveins- son slökkviliðsstjóri á ísafirði væntanlegur til þess að fjalla um brunavarnir og önnur ör- yggismál. í fyrra voru haldin tvö pungaprófsnámskeið í Strandasýslu, á Hólmavík og Drangsnesi. Annað námskeið verður haldið á Hólmavík eftir áramótin er næg þátttaka verður. Nú er mikilvægt að ná sér í réttindi, því að á næsta ári verður gengið hart eftir slíku, ef menn ætla á annað borð að fá að sækja sjó á skeljum sínum.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.