Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 17.09.1992, Blaðsíða 6
VESTFIRSKA 6 Fimmtudagur 17. september 1992 VIDEO JFK ÓSKARSVERÐLAUNAMYND Tilnefnd til 8 Óskarsverðlauna John F. Kennedy einn ástsæl- astí og vinsælasti forseti Banda- ríkjanna frá upphafi var skotinn til bana 22. nóvember árið 1963. Sádagurmarkartímamót í sög- unni. Jim Carrison (Kevin Cost- ner saksóknari New Orleans rannsakaði málið. Hann fórnaði öllu og varð heltekinn af málinu og leitinni að sannleikanum. Pað var reynt að þagga niður í honum og gera honum erfitt fyrir en hann hélt ótrauður áfram. Frábær og mögnuð mynd með úrvali heimsþekktra leikara. ROCKETEER er í stíl við Leitina aö týndu örk- inni, þrungin spennu, skemmtun og tæknibrellum. Myndin geríst í Hollywood á fjórða áratugnum og segir frá flugmanninum Cliff Secord, sem hefur ekki vegnað sem best um dagana. Fyrir slembilukku dettur hann ofan á frábæra uppfinningu, þotuhreyf- il sem gerir honum kkleift að þjóta um himingeiminn eins og eldflaug. Btræfinn njósnari (leik- inn af Timothy Dalton) kemst á snoðir um þetta og hyggst ræna hreyflinum og þá reynir á hetju- skap og karlmennsku Cliff Secords. Þúsundir titla í gífurlega rúmgóðu húsnæði JR VÍDEÓ Mánagötu 6 S 4299 s Coca Cola á Islandi 50 ára: V estfir ðinganýlenda hjá VífilfeUí hf. -Islendingar eiga heimsmet í kókdrykkju: Hvert mannsbarn í landinu drekkur 90 lítra á ári og Vestfirðingar eru á landsmeðaltalinu Fimm fræknir Vestfirðingar hjá Vífilfelli hf. Frá vinstri Sigurður Borgar Guðmundsson frá Þingeyri, sölufulltrúi, Olafur Jens Daðason frá Bolungarvík, sölumaður, ívar Arnarson frá Bolungarvík, bílstjóri, Bæring Ólafsson frá Patreksfirði, sölustjóri, og Páll Elíasson frá Arnarnúpi í Dýrafirðj, bílstjóri. A myndina vantar sjötta Vestfirðinginn, Kristin Ragnarsson tæknistjóra. Á þessu ári hefur Vífilfell hf. framleitt kók á íslandi í fimmtíu ár. I tilcfni afmælisins voru haldnir tónlcikar í verk- smiðju fyrirtækisins á Stuðla- hálsi á laugardaginn. Milli fimm og sjö þúsund unglingar sóttu tónleikana. Á fimmtu- daginn var opnað nýtt skrif- stofuhúsnæði við verksmiðj- una á Stuðlahálsi og er þá öll starfsemi Coca Cola á Islandi komin á einn stað. VEST- EIRSKA var boðið í hóf sem haldið var við opnun bygging- arinnar og voru myndirnar hér á síðunni teknar við það tæki- færi. Einnig var blaðinu boðið á tónleikana. Nýja húsið er hið glæsileg- asta. Það er að mestu úr speg- ilgleri að utan - stærsti spegill á Islandi. Inni í anddyrinu er foss sem fellur með þægilegum vatnsniði í tveimur þrepum niðurvegginaofan ítjörn. Allt er blómum prýtt og utandyra er elsta átöppunarvél verk- smiðjunnar til sýnis. Blaðið komst að raun um það að Vestfirðinganýlenda er í verksmiðjunni - þar eru a.m.k. sex Vestfirðingar. Bæring Ólafsson frá Patreks- firði er sölustjóri Vífilfells hf. og í söludeildinni vinna tveir aðrir Vestfirðingar, þeir Ólafur Jens Daðason frá Bol- ungarvík og Sigurður Borgar Guömundsson frá Þingeyri. Kristinn Ragnarsson frá Bol- ungarvík er tæknistjóri og sér um tæknilegt viðhald fram- leiðsluvéla verksmiðjunnar. Þeir Páll Elíasson frá Arnar- núpi í Dýrafirði og ívar Arn- arsson frá Bolungarvík eru meðal bílstjóra fyrirtækisins og aka út kóki í Reykjavík. Að sögn Bærings Ólafsson- ar, sölustjóra, er þetta nýja hús fyrsta skrifstofubyggingin sem Vífilfell byggir. Voru tvær húseignir við Hofsvallagötu seldar og byggt fyrir það fé sem fyrir þær fékkst. og á að lýsa hreinleika og „Þcssi bygging er glæsileg bjartsýni. Húsið sómir sér vel Hliðvörðurinn er einnig vestfirskur. Hann heitir Guðbjörn Kristjánsson og er frá Bolungarvík. Hann vinnur reyndar hjá Securitas en sinnir eingöngu öryggisgæslu fyrir Vífilfell. Starfsmenn Vífilfells færðu fvrirtækinu þennan skjöld ■ afmælis- gjöf, en á honum er þekktasta vörumcrki í heimi. I FRÉTTABLAÐIÐ Hluti starfsmanna og gesta í veislunni í nýja húsinu við Stuðla háls. hér í Reykjavfk með hinu þekktasta allra vörumerkja í heiminum. I því verður mið- stöð fyrir viðskiptavini okkar í framtíðinni og þeir koma hér inn til að kynnast framleiðslu- vörum okkar. Við íslendingar drekkum mest allra íbúa í heiminum af Coca Cola, eða 90 lítra á íbúa á ári, og við þessir þrír Vest- firðingar í söludeildinni erum ábyrgir fyrir því að hluta til að við erum söluhæstir á Coca Cola í heiminum í dag. Neysl- an er mismunandi eftir lands- hlutum, en umboðsmaður okkar á Vestfjörðum, Tryggvi Tryggvason á ísafirði, hefur náð þeim árangri að vera með um 90 Iítra á ári á hvcrn Vest- firðing. Þetta er alveg á lands- meðaltalinu, sem er mjöggóð- ur árangur. Þessi árangúr byggist á því að við höfum mjög góðu starfsfólki á að skipa. Við reynum að halda uppi góðum aga og góðri stjórn á hlutun- um, rétt eins og er á sjónum fyrir vestan, og ekkert er gefið eftir. Hér er mikill keppnis- andi og við lítum á starfið sem ákveðinn vígvöll þar sem við ætlum okkur að sigra, bæði til styttri og lengri tíma“, sagði Vestfirðingurinn Bæring Ólafsson í samtali við blaðið í afmælishófi Vífilfells á fimmtudaginn. -GHj. Pétur Björnsson forstjóri heldur ræðu við opnun nýja hússins. Páll Kr. I’álsson fram- kvæmdastjóri Vífilfells tekur hraustlega til matar síns í af- mælisveislunni. Torfneshúsið Ljóð eftir Nönnu Hálfdánardóttur samspil þitt var mtíii fjalls og fjöru þar slitum við systkinin bamsskónum þeir ruddu þér burt vegna þess að grunnur þinn var besta undirstaða komandi mennta þarna blómstra þeir eins og við þörnin þín gerðum í uppvexti okkar í dag er þú allri fegurð rúið umhirðulaust veglaust í framandi umhverfi niðurlægt í augum vegfarandans sorgarsaga þín svíður I augun mín Höfundur ólst upþ í gamla Torfneshúsinu, eins og Ijóst má vera. Húsið var fyrir nokkrum árum tekið af lóð sinni, sem nú er lóð Menntaskólans á ísafirði, flutt inn að Kirkjubóli í Skutulsfirði og sett þar á tunnur ttí bráðabirgða. Og er þar enn...

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.