Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 4
4 VESTFIRSKA SPYR: Hvað vinnurþú langan vinnudag? Snævar Guðmundsson, bóndi á Melgraseyri: Ég vinn 10-12 klukkustundir alla daga vikunnar. Borgar Halldórsson, öryrki á ísafirði: Ég dunda við að vaska upp með konunni annað slagið. Ég er líka að dúlla við að mála kjallarann hjá okkur. Ég hef •ekki unnið í þrjú ár því ég er öryrki. Magnea Guðfinnsdóttir, verkakona í Bolungarvík: Frá klukkan 7:30 til 17. Það ei oft unnið meira því núna er mjög lítið að gera. Hlíf Guðmundsdóttir, kennari á ísafirði: Ó, ég vinn nú eiginlega allan sólarhringinn, en ég sef nú stundum. En i alvöru, þá vinn frá því ég vakna á morgnana og þar til ég fer í rúmið á kvöldin. Inni í þessu eru tóm- stundir, auðvitað. Jens í Kaldalóni, bóndi á Kirkjubæ í Skutuls- firði: Það er nú misjafnt. Á sumrin við heyskapinn geturþað orð- ið allt upp í 15-17 tíma á sól- arhring. Á vetrum er þetta svona 5-6 tíma vinna. Fimmtudagur 15. október 1992 ;| FRÉTTABLAÐIÐ |- S Gísli B. Arnason: Athugasemdir vegna skrifa Sigurjóns J. Sigurðssonar Greinarkorn þetta skrifa ég að gefnu tilefni til frekari upplýs- inga fyrir lesendur, vegna greinar ritaðrar af Sigurjóni J. Sigurðssyni sem birtist í hæst- virtu héraðsfréttablaði BB hér á ísafirði miðvikudaginn 14. október (í gær) varðandi íbúð- ir í félagslega kerfinu á ísa- firði, en þar er mjög frjálslega farið með staðreyndir. Blaðamaður bendir á að íbúar í raðhúsi við Stórholt, þar sem undirritaður býr, hafi búið í leigulausu húsnæði í allt að þrjú ár. Einnig að viðkom- andi aðilar hafi hirt leigutekj- ur af íbúð sinni á Akranesi á sama tíma. Ég veit ekki hvort Sigurjón á við undirritaðan, en geri ráð fyrir því, þar sem undirritaður er eini íbúinn í áðurnefndu raðhúsi, sem á óselda íbúð á Akranesi. Mál þetta vil ég rekja eins ítarlega og mér er unnt til að leiðrétta þær rangtúlkanir sem blaðamaður BB er með í blaði sínu. Eins ætla ég að skýra frá ástæðu þess að hæstvirtur blaðamaður fjallar um mál þetta með þeim hætti sem hann gerir. Forsaga málsins er sú, að undirritaður ásamt fjölskyldu fluttist til ísafjarðar í nóvemb- er 1983 og hóf þá störf í lög- reglunni á ísafirði. Á þeim árum var mjög erfitt að fá leiguhúsnæði á Isafirði og lent- um við í því að þurfa að flytja fjórum sinnum fyrsta árið sem viðbjuggum hér. Fljótlegaeft- ir að við komum hingað, sett- um við íbúð okkar á Akranesi á söluskrá því við vorum ákveðin í að kaupa íbúð hér á Isafirði. Ekkert gekk að selja íbúðina á Akranesi og lentum við í því hvað eftir annað að missa leiguhúsnæði hér, vegna þess að íbúðirnar sem við bjuggum í voru seldar, eða íbúarnir fluttu aftur á ísafjörð. Á árinu 1988 vorum við bú- inn að fá nóg af leigumarkaðn- um á Isafirði og sóttum um íbúð hjá stjórn verkamanna- bústaða og lögðum fram öll gögn þar að lútandi og eins allt sem viðkom íbúðinni á Akra- nesi, sem enn var óseld. Þá vorum við búinn að flytja sex sinnum frá því að við komum á Isafjörð og vorum alveg búin Gísli B. Árnason: að fá meira en nóg af því. Á miðju ári 1989 var okkur til- kynnt af stjórn verkamanna- bústaða að búið væri að út- hluta okkur íbúð í raðhúsi í Stórholti. Afhending á íbúð- inni dróst hins vegar fram í desember sama ár. Fljótlega eftir að ég undir- ritaður var fluttur inn í íbúð- ina hafði ég samband við starfsmann stjórnar verka- mannabústaða og vildi fá að vita hvenær ætti að ganga frá samningi og hvenær greiðsla á útborgun ætti að fara fram. Hann kvaðst ekki geta sagt til um það, því gögn að sunnan væru ekki komin. Hann upp- lýsti þó að úthlutun til undir- ritaðs hafi verið samþykkt hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Hann kvaðst ætla að hafa sam- band við undirritaðan þegar umrædd gögn bærust að sunn- an og þá yrði hægt að ganga frá málinu. Undirritaður hafði marg- sinnis samband við starfs- manninn á árinu 1990 til að fregna af gangi málsins og ósk- aði ítrekað eftir að samningur yrði gerður sem fyrst, en lítið virtist ganga fyrir sunnan að útbúa umrædd gögn. Það næsta sem gerðist í mál- inu var að undirritaður hafði samband við fyrrverandi bæjarstjóra og óskaði eftir að hann skoðaði málið og kann- aði hvort ekki væri hægt að fara í að gera samning og að taka við greiðslu á útborgun. Hann kvaðst ætla að athuga málið. Ekkert heyrðist frá honum og hætti hann störfum sem bæjarstjóri skömmu síðar. Fljótlega eftir að núver- andi bæjarstjóri tók til starfa hér á ísafirði gekk undirritað- ur á fund hans og skýrði honum frá málinu og að mig væri farið að lengja eftir að samningur yrði gerður. Hann tók mér mjög vel og kvaðst hissa á öllum þessum seina- gangi og ætlaði að skoða málið. Ekkert heyrði undirrit- aður síðan af málinu fyrr en í síðasta mánuði er núverandi starfsmaður verkamannabú- staða hafði samband við undirritaðan og óskaði eftir ákveðnum gögnum og virtist loks hilla undir að málið yrði tekið fyrir og afgreitt. Undirritaður hefur marg- sinnis haft samband við bæjar- yfirvöld á ísafirði, sem eiga að sjá um þessi mál og óskað eftir að samningur um kaupin á íbúðinni yrði gerður og út- borgun greidd, en án ár- angurs. Það er ekki um neina tilviljun að ræða að Sigurjón ákvað að skrifa um mál undirritaðs og birta mynd af bakhlið (er hann hræddur við að koma framan að mönnum?) raðhúss þess sem undirritaður býr í, þrátt fyrir að fram kæmi í grein hans að ólokið væri mun eldri mál- um í kerfi félagslegra íbúða á Isafirði og skal ég rekja það hér að neðan. Undirritaður hætti störfum í lögreglunni á áramótum 1990-1991 og hóf þá rekstur á bílasölu á ísafirði. Þeir sem standa í slíkum rekstri þurfa mikið að auglýsa og er fyrir- tæki undirritaðs engin undan- tekning þar á, eins og lesend- um héraðsfréttablaða á Vest- fjörðum er sjálfsagt kunnugt. Þar sem héraðsfréttablöðin eru tvö hér á svæðinu, hafði undirritaður ákveðið að beina viðskiptum fyrirtækisins til beggja blaðanna, eins og framast væri kostur. Á þeirri forsendu hafði undirritaður nú fyrir skömmu samband við blaðamann BB, Sigurjón Sig- urðsson, og tilkynnti honum að fyrirtæki undirritaðs muni flytja auglýsingar sínar yfir til Vestfirska fréttablaðsins, en fyrirtæki undirritaðs hafði ver- ið í viðskiptum hjá BB um nokkurra mánuða skeið og því kominn tími til að skipta yfir á ný. Sigurjón var ekki ánægður með það og hafði stór orð um kosti og galla blað- anna, og ætla ég ekki að rekja hér efnislega þau ummæli sem hann lét sér um munn falla um blað samkeppnisaðilans. Hann reyndi töluvert að fá undirritaðan til þess að skipta um skoðun, en án árangurs. Hann hefur greinilega ekki sætt sig við þessa lausn mála og hefur ákveðið að ná sér Athugasemd frá Smára Haraldssyni bæjarstjóra vegna fréttar í BB í gær um húsnæðismál á Isafirði Varðandi það sem vitnað er til mín í Bæjarins besta í dag [14. október], þá vil ég taka fram, að ég er að tala um þessi mál almennt. Það er ekki við einstakling- ana að sakast, sem hafa keypt sig inn eða ílutt inn í húsin í góðri trú, heldur er það vandamál kerfisins, bæjarins, að það skuli ekki hafa verið gengið frá þess- um málum. Þegar ég tala um alvarlegt mál, þá á ég við að það sé alvarlegt af hálfu kerfisins, sem hefur brugðist, og fyrir einstakl- ingana sem í því lenda. Margir hafa haft af þessu hinar mestu áhyggjur. Þessi umræddi einstakl- ingur, sem rætt er um í BB, kom t.d. til mín, skömmu eftir að ég tók við sem bæjarstjóri, og lýsti áhyggjum sínum yfir því að ekki væri enn búið að ganga frá kaupum hans á húsinu. TILBOÐSVERÐ á rit og reiknivélum í samvinnu við Nýherja hf. FACITT120 skólaritvél (18.450, -) OMIC 212 reiknivél (9.800, -) FACITC370reiknivél (13.900,-) FACIT C260 reiknivél (7.950, -) AÐEINS ÚT ÞESSA VIKU t BÓKAVERZLUN JÓNASAR TÓMASSONAR Sími 3123, ísafirði kr. 15.900,- kr. 6.200,- kr. 9.900,- kr. 5.600,- niðri á undirrituðum með ein- hverjum hætti, eins og sjá má í umræddri grein hans sem alls ekki er skrifuð með hlutleysi góðs blaðamanns að leiðar- ljósi. Það sem mér flaug fyrst í hug við lestur greinar Sigur- jóns, eru orð ónefnds alþingis- manns, sem féllu á hæstvirtu alþingi nú fyrir skemmstu: „Skítlegt eðli“. Mér finnast þau orð lýsa best lágkúru- legum skrifum og framsetn- ingu blaðamannsins í um- ræddri grein, þar sem ein- stakur aðili er tekin fyrir og fjallað opinskátt um hans mál, án þess að honum sé gefinn kostur á að skýra sinn málstað. Þetta staðfestir það sem undirrituðum hefur borist til eyrna, en ekki trúað, að ónefndur aðili, sem rekur skemmtistaði á ísafirði, hafi fengið mjög slæma umfjöllun í BB, eftir að hann hætti að auglýsa í því blaði. Sé þetta rétt, þá er þarna mjög lág- kúrulega að verki staðið og lýsir best lítilmannlegu eðli blaðamannsins. Gísli B. Arnason. Guðfínnur Einars- son sjötugur Guðfinnur Einarsson. Völusteinsstræti 26 í Bol- ungarvík, verður sjötugur á, laugardaginn, 17. októ- ber. Hann er að heiman. Umhverfis- væni nestís- pakkinn Hann er þannig úr garði gerður, að fasta fæðan er sett í box sem nota má aftur og aftur, en ekki í plast- poka, filmu eða álpappír sem daglega fer í ruslið. Drykkjarföngin eru á plast- flösku eða brúsa sem not- aður er aftur og aftur. Það er orðið mjög algengt að börnin kaupi alla sína drykki á fernum í skól- anum. Einni móður blöskraði ruslahrúgan sem flæddi upp úr ruslafötunni í skóla- stofunni þegar hún var að sækja barnið sitt. Næsta dag tók hún fram hálfs lítra gosbrúsa, hreins- aði af honum miðann og blandaði kókómalt í brúsann. Stundum var bamið líka með ferskan ávaxtasafa eða saft í brús- anum. Barninu þótti brúsinn mjög fínn og móðirin komst að því að hún var ekki einungis að minnka ruslaframleiðsluna í heim- inum með þessari ágætu hugmynd, heldur sparaði hún einnig dágóðan skilding, því drykkirnir í brúsanum voru mun ódýr- ari en þeir í femunum. (Ur Foreldrastarfi, nýútkomnu fréttabréfi For- eldrafélags Gmnnskólans á ísafirði).

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.