Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 15. október VESTFIRSKA I fréttabwpiðI— NÝJAR VESTFIRSKAR ÞJÓÐSÖGUR „Heldurðu að ég eigi ekki tvenna skó?“ Sigurður Guðmundsson (Siggi Guggu) var á unglingsárum sínum rukkari hjá leigubílstjór- unum á Isafirði. Var hann lengi búinn að reyna að rukka tiltekinn viðskiptavin uppi í hlíð ofan Eyrarinnar en ekkert gekk. Oft þóttist skuldar- inn ekki vera heima og ansaði ekki dyrabjöllu þegar Siggi litli var á ferðinni með rukkara- töskuna. Eitt sinn, þegar Siggi var orðinn reiður og þreyttur á þessum árangurslausu göngum sín- um upp í hlíð, kom hann að húsi skuldarans. Sá hann manninn í glugganum og fór því inn í anddyrið og hringdi bjöllunni. Enginn svaraði frekar en áður. Siggi sá þá skó húsráðandans fyrir utan dyrnar og kallaði: „Ég veit að þú ert heima því skórnir þínir eru fyrir utan.“ Inni var svarað dimmri röddu: „Heldurðu að ég eigi ekki tvenna skó?“ -GHj. Sjallinn og Krúsin á ísafirði: Dyraverðir kynna sér tæki og tól til fíkniefnaneyslu Að sögn Hlyns Snorrasonar lögreglufulltrúa á ísafirði komu dyraverðir í Sjallanum og Krúsinni til lögreglu á fimmtudaginn í síðustu viku til að kynna sér fíkniefni og tæki og tól sem tengjast neyslu þeirra. Tilgangurinn með þessu er að dyraverðirnir séu betur í stakk búnir til eftirlits með efnunum og neyslu þeirra innan veggja skemmti- staðanr.a. Starfsmenn þessara tveggja staða vilja ekki að fíkniefni séu þar innan dyra. Hlynur sagði raunsæjast að reikna með að fíkniefni væri allsstaðar að finna og að neyt- endur þeirra séu svipað hlut- fall af íbúum, hvar sem þeir annars byggju á landinu, og heppilegast að vinna að fíkni- efnamálum samkvæmt því. -GHj. Fullur * a bifhjóli Unglingur var tekinn ölvaður á léttu bifhjóli á ísafirði á föstudagskvöldið. Virðist ölvunarakstur ung- menna á bifhjólum sífellt færast í vöxt á ísafirði og einnig að ungmennin séu próflaus á hjólunum. Nokkur brögð hafa verið að þessu undanfarið. -GHJ. Karin Tiberg og Thorleif Alpberg í Slunkaríki við að setja upp list sína. Karin Tiberg og Thorleif Alpberg í Slunkaríki — sænskir listamenn sem koma til Islands gagngert til að sýna á Isafírði Á laugardaginn kl. 12 á há- degi opna sænsku lista- mennirnir Karin Tiberg og Thorleif Alpberg sýningu á verkum st'num í Slunkaríki. Við hittum þau í gær þegar þau voru að koma verkum sín- um fyrir í Slunkaríki. „Þetta eru verk unnin í anda bronsaldarlistar í Skandi- navíu. Við höfum skoðað mótíf frá steinristum og þegar við höfum séð einhver tæki á gömlu myndunum sem notuð hafa verið til tónlistar höfum við reynt að útfæra þau í list okkar“, sögðu þau Karin og Thorleif í samtali við Vest- firska. Það er óneitanlega sérstætt við þessa sýningu, sem kemur hingað yfir hafið, að hún verð- ur eingöngu í Slunkaríki, en ekki annars staðar á íslandi. Sýningin stendur til 7. nóv- ember. K-lykilIinn boðinn til sölu: Landssöfnun Kiwanismanna í þágu geösjúkra Gleymum ekki geðsjúkum er kjörorð landssöfnunar sem fram fer dagana 15.-17. októ- ber (fram á laugardag) á veg- um Kiwanishreyfingarinnar á íslandi. Þetta er í sjöunda sinn sem Kiwanismenn bjóða K- lykilinn til sölu og í öll skiptin hefur söfnunarfé verið varið til að bæta aðstöðu geðsjúkra. Þessa dagana heimsækir sölufólk K-lykilsins Vestfirð- inga eins og aðra landsmenn. Það er einlæg von Kiwanis- manna að Vestfirðingar taki sölufólkinu vel og hjálpi þeim að skapa geðsjúkum betri tækifæri og bjartari framtíð. Jafnframt sölunni á K-lyklin- um fer þessa sömu daga fram kynning á málefnum geð- sjúkra í landinu með ýmsum hætti. K-dagur hefur verið á þriggja ára fresti frá 1974. Söfnunarfé hins fyrsta K-dags rann til þess að koma á fót vernduðum vinnustað á lóð Kleppsspítala. Sá vinnustaður nefnist Bergiðjan og var hinn fyrsti hérlendis sem eingöngu var ætlaður geðfötluðum. Söfnunarfé K-dags árið 1977 rann einnig til Bergiðjunnar. Árin 1980 og 1983 var söfnunarféð notað til að reisa áfangaheimili við Álfaland í Reykjavík, fyrir fólk sem út- skrifað er af geðdeildum sjúkrahúsanna og stundar vinnu á almennum vinnu- markaði. Árið 1986 var unglinga- deildinni við Dalbraut komið á fót, ásamt því að fé var veitt til geðdeildar Fjórðungs- sjúkrahúss Akureyrar. Fyrir ágóða af K-degi 1989 var keypt raðhús í Reykjavík, þar sem nú er starfrækt sam- býli. Einnig voru þá hafnar endurbætur á sambýli sem Geðverndarfélag Akureyrar á og rekur þar í bæ. Að þessu sinni er ætlunin að reisa hús á lóð Kleppsspítal- ans, sem ætlað er sem stækkun á Bergiðjunni. Húsið verður um 150 fermetrar að flatarmáli á tveimur hæðum. Þar munu starfa um 20-25 manns að framleiðslu á ýmsum þeim vörum sem Bergiðjan fram- leiðir. Þar má nefna gangstétt- arhellur, rennusteina, sekkj- aða mold og margt fleira. Einnig á að ljúka endurbótum við sambýlið á Akureyri, en þar geta dvalið átta manns. Á fyrri K-dögum hafa selst um 300 þúsund lyklar. Síðast (1989) seldust um 58 þúsund lyklar. Nærri lætur að söfn- unarfé fyrri K-daga sé 90 milljónir króna á núvirði. Landsmenn hafa alltaf tekið vel undir beiðni Kiwanis- manna um stuðning við geð- fatlaða, sem eru reyndar stærsti einstaki hópur fatlaðra í landinu og kannski sá hópur sem erfiðast á með að vinna sjálfur að sínum málum. Blindir og sjónskertir og hvíti stafurinn Hvíti stafurinn er helsta hjálpartæki blindra og sjón- skertra við að komast leiðar sinnar. Hann er jafnframt forgangsmerki þeirra í um- ferðinni. Á þetta er minnt sér- staklega nú, hinn 15. október, þar sem sá dagur er „alþjóð- legur dagur hvíta stafsins". Ökumenn og aðrir vegfar- endur taka í ríkara mæli tillit til þeirra sem nota hvíta stafinn. Eitt helsta vandamál blindra sem ferðast með hjálp hvíta stafsins eru kyrrstæðir bílar á gangstéttum. Þeir geta valdið stórhættu, sérstaklega vörubílar og aðrir háir bílar. Stafurinn lendir undir bílnum sá blindi verður ekki var við hann í tæka tíð. Skorað er á ökumenn að virða hvíta stafinn sem stöðv- unarmerki. Vegfarendur eru hvattir til að sýna blindum og sjónskertum fyllstu tillitssemi í umferðinni og bjóða fram að- stoð sína ef þurfa þykir. ÖKUMENN Athugið að til þess að við komumst ferða okkar þurtum við að losna við bifreiðar af gangstéttum. Kærar þakkir Blindir og sjónskertir. Öll herbergi með baði, síma, sjónvarpi, og míníbar! © 91-18650 Raforkuverö Vestfirðinga til hús- hitunar hækkar um allt að 26,3% - ef endurgreiðslu á vsk. til raforkufyrirtækja verður hætt Orkubú Vestfjarða hefur gert lauslega úttekt á áhrifum þess að afnema endurgreiðslur innskatts á þeim hluta starf- semi fyrirtækisins, sem ekki útheimtir útskatt, eins og ríkisstjórn íslands hefur gert tillögur um að gert verði. „Ef miðað er við sömu orkusölu og sama rekstur og var árið 1991, þá mun umrædd aðgerð kosta OV rúmar 60 milljónir króna og jafnvel allt að rúmum 77 milljónum króna“, segir í tilkynningu frá Orkubúinu. „Þessi aðgerð gæti því valdið kostnaðar- auka, sem einvörðungu myndi bitna á þeim viðskiptavinum Orkubúsins sem kaupa orku skv. svonefndum hitatöxtum. Þessi aðgerð hefði því í för með sér hækkun á hitunar- töxtum að lágmarki 17% og allt upp 26,3%, allt eftir því hvort tekið er tillit til VSK á eigin vinnu eða ekki. Ef miðað er við að niðurgreiðslur yrðu óbreyttar frá því sem nú er, þá getur hækkunin orðið minnst 20,5%. Tillaga ríkis- stjórnarinnar um upptöku tveggja þrepa virðisaukaskatts myndi einnig valda verulegum útgjaldaauka, eða tæplega 41 milljón króna.“ „Það hefur ekki komið neitt nýtt fram frá ríkisstjórninni í þessu máli“, sagði Kristján Haraldsson orkubússtjóri í samtali við blaðið í gær. „Það verður ekki hætt að endur- greiða sveitarfélögunum virð- isaukaskattinn. Ég held að ríkisstjórnin hafi nú komist að þeirri niðurstöðu. Þetta er enn að brjótast í ríkisstjórninni hvernig þetta verður með virð- isaukaskattinn af raforku- fyrirtækjum. Ég get ósköp lít- ið sagt um þetta ennþá. Iðnað- arráðherra gat ekkert sagt mér um stöðu mála í gærmorgun“, sagði Kristján Haraldsson. -GHJ

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.