Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 22. október 1992 YESTFIRSKA J FRÉTTABLAÐIÐ VESTFIRSKA I FRÉTTABLAÐIÐ | Vestflrska fréttablaöiö er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum, og kemur út síðdegis á fimmtudögum. Blaðið fæst bæði í lausasölu og áskrift. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon. Verð i lausasölu kr. 150. Verð í áskrift kr. 135 ef notaðar eru Visa eða Eurocard skuldfærslur (það er ekkert flókið, bara hringja og gefa okkur upp númerið á kortinu); annars kr. 150. Ritstjórn og auglýsingar: Austurvegi 2 (Kaupfélagshúsinu, 2. hæð), ísafirði, sími (94)-4011, fax (94)4423. Blaðamenn: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, Ísafirði, heimasími (94)4446, og Gísli Hjartarson, Fjarðarstræti 2, isafirði, heimasími (94)-3948. Prentvinnsla: ísprent hf., Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)-3223. Hlutavelta í Bolungarvík Tveir vinir í 2. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur héldu hlutaveltu í síðustu viku til styrktar Rauða krossi íslands, og söfnuðust 660 krónur. Þeir heita Sigurður Freyr Bjarnason og ísak Sigurðsson. Elías Hóim Guðmundsson póstmeistari í Bolungarvík, sem jafnframt gjaldkeri Rauðakrossdeildarinnar þar, veitti peningunum viðtöku, og var þessi mynd tekin viö það tækifæri við pósthúsdyrnar í Bolungarvík. Nýr ruslabíll á ísafirði Þessa eldhressu öskukarla hittum við þegar þeir voru að tæma ruslageymslur fjölbýlishúss við Fjarðarstræti á ísafirði á þriðjudags- morguninn. Þeir eru komnir á nýjan bíl, þeir Hafþór Halldórsson og Ari Sigurjónsson sorphirðar á ísafirði og í Bolungarvík. „Þetta er Scania Vabis 92, árgerð 1982, innfluttur notaður frá Svíþjóö. Hann pressar ruslið inn í sig og rúmar því helmingi meira en gamli bíllinn. Hann er einnig útbúinn til að losa í sig gáma á staðnum. Það er gríðarlegur munur hjá okkur að vinna á þessum bíl miðað við þann gamla. Nú ætlum við að fara að einblína meira á að taka taka rusl úr gámum hjá fyrirtækjum því þessi bíll býöur upp á þaö“, sagði Hafþór Halldórsson, verktaki við sorphiröu i Bolungarvík og á ísafirði, í samtali viö VESTFIRSKA. —GHj. Skattsvik orðin þjóðarböl - segir Alþýðusamband Vestfjaröa Á þingi Alþýðusambands Vest- fjarða á ísafirði um síðustu helgi var eftirfarandi ályktun samþykkt: Utlendingar og fatlaðir 29. þing ASV beinir þeim til- mælum til aðiidarfélaga sinna, að gæta þess sérstaklega að útlend- ingar og fatlaðir njóti sömu félags- legra réttinda og aðrir. Þess er ekki síst þörf nú á tímum aðhalds og niðurskurðar. Sparnaður ungmenna 29. þing ASV bendir á þann mismun sem er á innheimtu og á- byrgð ríkisins milli ungmenna á almennum vinnumarkaði annars vegar og hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum hins vegar. I tilefni af þeim áformum stjómvalda að breyta skyldusparnaði, skorar ASV á stjórnvöld og Alþingi að tryggja sparnað ungmenna á almennum vinnumarkaði, m.a. með því að samþykkja framkomið frumvarp á Alþingi og bendir á þá leið að inn- heimta skyldusparnað með stað- greiðslu skatta. Skattsvikin þjóðarböl 29. þing ASV telur skattsvik og undandráttarmöguleika í skatta- framkvæmd í landinu orðið slíkt þjóðarböl, að öllu verði að kosta til svo réttlæti og jafnrétti ríki í hlut- deild landsmanna í sameiginlegum kostnaði. Fyrsta skrefið í þessum efnum gætu verið hertar reglur um útgáfu á VSK—nótum. Því næst verði undanþágum í VSK—kerfinu fækkað og tekin upp tvö skattþrep, þó þannig að þess verði gætt, að kostnaður heimilanna aukist ekki og að húshitunarkostnaður hækki ekki á köldu svæðunum. Jafnframt verði tekjuviðmiðanir hækkaðar verulega hjá sjálfstæðum atvinnu- rekendum. Eignir í Flókalundi til sölu 29. þing ASV samþykkir að leitað verði eftir kaupendum að fé- lagsmiðstöðinni í Flókalundi. Útlendingar viti rétt sinn 29. þing ÁSV felur stjórn sam- bandsins að láta þýða kjarasamn- inga sambandsins yfir á ensku, þannig að auðveldara verði að kynna útlendingum rétt þeirra. Kaupmenn virði hvíldartíma 29. þing ASV skorar á verslun- areigendur að virða lögboðinn hvíldartíma verslunarfólks. Þingið telur það sjálfsögð mannréttindi að fólk sé ekki þvingað til vinnu um helgar og á öðrum lögboðnum frí- dögum. Þing ASV hafnar „sænsku leiöinni“ um niðurfærslu launa og félagslegra réttinda Þing ASV um helgina sam- þykkti eftirfarandi ályktun um verkalýðs— og kjaramál: 29. þing ASV. bendir á að brýn nauðsyn er á skjótum viðbrögðum vegna þess alvarlega ástands, að ekki sé sagt hruns, sem blasir við í atvinnu- og efnahagsmálum. Nú er meiri þörf en oftast áður að stjórn- völd hafi nána samvinnu við aðila vinnumarkaðarins, því vandinn verður ekki leystur nema allir snúi bökum saman og leggi sitt af mörkum. Þeir tekjulægstu Þingið telur að ekki sé hægt að ganga nær þeim tekjulægstu í þjóðfélaginu en þegar hefur verið gert. Launamunur á Islandi hefur vaxið hröðum skrefum og hefur nú óheillavænleg áhrif á efnahagslíf okkar. „Sænsku leiðinni" með nið- urfærslu launa og félagslegra rétt- inda er því hafnað. Til þess hefur láglaunafólk ekki svigrúm. Hátekjuskattur Við ítrekum enn að hátekju- skattur og skattlagning fjár- magnstekna er sjálfsögð leið til tekjujöfnunar og fjáröflunar fyrir rfkissjóð. í því sambandi eru stjórnmálamenn minntir á fögur fyrirheit um lagfæringar á hripleku skattkerfi. Án slíkra lagfæringa mun reynast erfitt að ná til þeirra sem fram að þessu hafa verið stikkfrí þegar almenningur hefur greitt herkostnaðinn af stríðinu við verðbólguna. Skerðing aflaheimilda Gífurleg skerðing aflaheimilda bitnar þegar fram í sækir fyrst og fremst á sjávarplássum hvarvetna á landinu, ekki síst á Vestfjörðum, þar sem þorskveiðar eru undirstaða atvinnulífsins. Það er því höfuðnauðsyn, ef ekki á að koma til stórfelldrar byggða- röskunar, að stjómvöld gangist fyrir úrlausnum fyrir þau byggðar- lög sem verst hafa orðið úti í skerðingunni. Hinir þurfa líka bætur Stjómvöld hafa ákveðið að bæta útgerðarmönnum skerðingu afla- heimilda með beinum fjárframlög- um, en virðast hafa gleymt því að fleiri eiga lífsafkomu sína undir veiðiheimildum. Sjómenn, fisk- vinnslufólk og fiskvinnslufyrirtæki era engu betur sett en áður, ef sæ- greifunum dettur í hug að kaupa eitthvað annað en kvóta fyrir glaðninginn. Þingið telur nauðsynlegt að létta byrðar sjávarútvegsins eftir föng- um og bendir á að fiskvinnslan býr við mjög hátt raforkuverð, meðan erlend stórfyrirtæki fá niðurgreidda orku. Frystitogarar 29. þing ASV varar við fjölgun frystitogara og leggur áherslu á að beina þeim á veiðar vannýttra fiskistofna. Leggja verður áherslu á að auka verðmætasköpun í sjáv- arútvegi og fullvinnslu aflans í fiskvinnslufyrirtækjum og fjölga þannig atvinnutækifærum í landi. I dag situr ftskvinnsla í landi ekki við sama borð og frysting á sjó hvað varðar opinbera skattlagningu. Þeim álögum verður að létta af fiskvinnslu í landi, svo hún verði samkeppnisfær. Víða standa frysti- hús hálfnýtt og kanna þarf mögu- leika á að nýta þau undir einhvern atvinnurekstur. Stuðla þarf að auk- inni atvinnu með því að efla ís- lenskan iðnað, ekki síst skipasmíð- ar, með því að vinna viðhald og nýsmíði hér á landi. Vaxtahækkun Þingið mótmælir vaxtahækkun í félagslega húsnæðiskerfinu. Með henni er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur og unnið gegn til- gangi kerfisins. Við leggjum á- herslu á að uppbyggingu félagslega húsnæðiskerfisins verði haldið á- fram, láglaunafólki til hagsbóta og gegn atvinnuleysi í byggingariðn- aði. 29. þing ASV lýsir sambandið reiðubúið til samvinnu við alla sem hlut eiga að máli um lausn þeirra vandamála í atvinnu- og efnahags- málum sem við erað glíma. Ahersluatriði í næstu kjarasamningum I næstu kjarasamningum ber að leggja megináherslu á: Atvinnuör- yggi, stöðugleika í efnahagsmál- um, að staðinn sé vörður um vel- ferðarkerfið, að tryggt sé jafnrétti til náms, að engin laun verði lægri en skattleysismörk hverju sinni, og atvinnuframlag kvenna verði metið til jafns við karla og launamisrétd leiðrétt. 29. þing ASV beinir því til að- ildarfélaga sambandsins að þau leggi áherslu á aukna samvinnu sín á milli. Vakin er athygli á að breyttar samgöngur og fjarskipta- tækni kalla á samvinnu og jafnvel sameiningu félaga þar sem því verður við komið. Með því yrðu félögin færari en áður um að sinna hlutverki slnu sem þjónustu— og baráttutæki félagsmanna. Skipulagsmál Skipulagsmál hreyfingarinnar hafa lengi verið í ólestri og tíma- bært er að umræða um þau fari fram úti í félögunum. Það er verkalýðshreyfingunni lífsnauðsyn á þeim erfiðu tímum sem nú fara í hönd. ASV stóð með málm- og skipasmiðum Á þingi ASV um síðustu helgi var samþykkt einróma að senda eftirfarandi skeyti til Sambands málm— og skipasmiða, en félags- menn í sambandinu höfðu stöðvað flutningaskipið Búrfell á Fáskrúðs- firði til að hindra að það færi til viðgerðar í Póllandi: 29. þing Alþýðusambands Vest- fjarða, að störfum á Isafirði 18. október 1992, sendir járniðnaðar- mönnum baráttukveðjur í glímu þeirra við að halda í landinu at- vinnumöguleikum sem nú fœrist í vöxt að afsala útlendingum. Samstaða gæti snúið þessari ó- heillaþróun við. Þing ASV, Pétur Sigurðsson, forseti. Sem kunnugt er skipti sam- gönguráðherra um skoðun á einni nóttu og ákvað í samráði við tvo aðra ráðherra að viðgerð á Búrfelli færi fram hérlendis. Rjúpnaueiði ei* algerlega bönnuö / lantíi Kleifa / Ögurhreppi. LtmdeigantlL Aðalfundur Styrktarsjóðs húsbyggingar Tónlistarskóla ísafjarðar Aðalfundur Styrktarfélags húsbyggingar Tónlistarskóla ísafjarðar verður haldinn fimmtudaginn 5. nóvember kl. 20:30 í Húsmæðraskólanum. Stjórnin. BIFREIOAEIGENDUR ATHUGIÐ! Vorum að fá mikið úival affelgum undirnýlega japanska bíla. Tilvalið fyrir snjódekkin. Verð 1500-2000 kr. eftir tegundum. Bílapartasalan Austurhlíð, 601 Akureyri, srmi 96-26512, fax 96- 12040. Opið 9-19 og 10-17 lougardoga

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.