Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ 5 VIDEO ÓGNAREÐLIÐ KOMIÐ! í þessari heimsfrægu kvik- mynd fer Michael Douglas með hlutverk rannsóknarlögreglu- manns sem er falið að rannsaka mjög kaldrifjað morð. Rithöf- undur nokkur (Sharon Stone) er sterklega grunuð um að vera morðinginn og því fer rann- sóknarlögreglumaðurinn á hennar fund. Þvert gegn vilja stnum verður hann ástfanginn af henni og þrátt fyrir að sifeiit komi fram nýjar vísbendingar um sekt hennar tekur hann ekki mark á þeim og tengist henni æ sterkarí böndum, Án þess að hann geri sér grein fyrir leggur hann líf sitt í hættu í hvert skipti sem hann hittir hana. Mr. og Mrs. Bridge Þetta er hjarmæm og áhrifa- rík ntynd þar sem hjónin og Óskarsverðlaunahafarnir Paul Newman ogjoanne Woodward eru framúrskarandi I hlutverki hjóna. Árið 1917 snýr lögfræð- ingurinn Walter Bridge heirn frá skotgröfum Evrópu og gift- ist unnustu sinni í Kansas City. Fjölskyldan lifir eftir boðorðum hr. Bridge sem heldur uppi járnaga. Þegar txirnin vaxa úr grasi kemur harðneskja Walters t veg fyrir að hann tjái þeim ást sína. Það er ekki fyrir en hús- bóndinn veikist alvarlega að hann gerir sér grein fyrir hve heitt hann elskar fjölskyldu sína. Glettin og áhrífarík mynd um fjölskyldu sem stendur saman í blíðu og stríðu. mm'rnim g.'síhfjwfeiíaittai jtipjstíí JRVIDEO Mánagötu 6 ® 4299 UPPSKRIFT I VESTFIRSKA frá Þórunni Guðmundsdóttur Ingibjörg Jónsdóttir skoraði á mig að koma með mataruppskritt f Vestfirska fréttablaðið. Hér á eftir er uppskrift að góðum fiskrétti, sem ég fékk hjá einni kunningjakonu minni: Fiskur í ananas 2 ýsuflök 1 stór laukur 1 rauð paprika 1/4—1/2 dós ananas karrý 1/41 rjómi ostur Fiskurinn er roðflettur, skorinn í síykki, kryddaður með örlitlu salti og pipar, velt upp úr hveiti og snöggsteiktur. Síðan er honum raðað í smurt eldfast mót. Saxaður laukur og paprikan steikt á pönnu. Ananas og safa hellt á pönnuna, saman við laukinn og paprikuna, og kryddað með karrý. Rjóma er síðan heilt út í og þykkt með stná hveiti. Sósunni er hellt yftr fiskinn og rifnum osti stráð yfir. Bakað í ofni þar til osturinn cr gulbrúnn. Borið fram með hvítlauksbrauði og sveppakrydduðum hrís- grjónum — og að sjálfsögðu hrásalat ef viil. Eg læt fylgja með kökuuppskrift. Þessi hefur komíð sér vel sem eftirréttur eða með kaffinu. Hdn . er borin fram heit með þeytlum rjóma eða ís. Svona hljóðar uppskriftin: 1 bolli hveiti 1/2 bolli sykur 1 tsk salt 1 tsk natron 1/2 dós blandaðir ávextir 1 egg Öllu er hrært saman. Sfðan er blandað saman 1/2 bolla af púður- sykri og 1/2 bolla af kókosmjöli og stráð yfir deigið. Bakað í 180°—200° f ca, 30—40 mfnútur. Ég skora á Báru Þórsdóttur, Hafnarstræti 18, að koma með næstu uppskrift. Paul Weeden kemur aftur til ísafjarðar -djassnámskeið og djasskvöld á hótelinu Ingólfsbrunnur Aðalstræti 9, Reykjavík Vestfirðingar! Pétur Sigurðsson endur- kjörinn forseti ASV Nú geta djassunnendur farið að hlakka til, því að í vændum er djassnámskeið á vegum Tónlistar- skóla ísafjarðar. Slíkt námskeið var haldið á sama tíma í fyrra og vakti mjög mikla ánægju þátttak- enda, enda mikil þörf fyrir leiðsögn á þessu sviði. Nefna má, að Stór- sveit MI, sem var mjög virk í skemmtanalífinu hér vestra í fyrra- vetur, varð einmitt til upp úr því námskeiði. Námskeiðið nú fer fram dagana 2.—7. nóvember og lýkur því með djasskvöldi á Hótel Isafirði. Þar munu þáttakendur koma fram og einnig Paul Weeden kvartettinn, en hótelið sér um veitingar. Leiðbeinandi verður sá sami og í fyrra, bandaríski gítarleikarinn Paul Weeden. Hann býr í Noregi, en starfar víða um heim við kennslu og námskeiðahald. Hann mun kenna bæði hópum og ein- staklingum og er ástæða fyrir á- hugafólk að sækja til hans leið- sögn. Hann vinnur markvisst með byrjendur í djassleik, en einnig með langt komna og atvinnufólk. Paul Weeden leiðbeinir bæði hljóðfæraleikurum og söngvurum. Skráning fer fram á skrifstofu Tónlistarskólans í síma 3926 kl. 13—17 og þar eru einnig veittar allar frekari upplýsingar. Þegar þið eruð í Reykjavík, er tilvalið að koma í kaffi og mat hjá mér. Þið getið litið í Vestfirska fréttablaðið með kaffinu. Ingólfsbrunnur Eva Hjaltadóttir Um síðustu helgi var 29. þing Alþýðusambands Vestfjarða (ASV) var haldið í Stjórnsýsluhús- inu á Isafirði. ASV er svæðasam- band verkalýðs— og sjómannafé- laga í Vestfjarðakjördæmi, sem eru í Alþýðusambandi Islands. Þingið var fjölmennt og sátu það fulltrúar frá flestum félögum á svæði ASV. Gestir þingsins voru þeir Asmund- ur Stefánsson, forseti ASI, sem flutti ávarp um ástand og horfur í þjóðfélaginu og um kjaramál, og Ari Skúlason, hagfræðingur ASI, sem flutti erindi um EES. Eftirtalin hlutu kosningu í stjórn Alþýðusambands Vestfjarða: For- seti var kjörinn Pétur Sigurðsson, Isafirði; varaforseti Helgi Ólafsson, Hólmavík; ritari Lárus Benedikts- son, Bolungarvík; gjaldkeri Karitas Pálsdóttir, ísafirði; og meðstjórn- andi Birna Benediktsdóttir, Tálknafirði. I varastjórn voru kjörin þau Lilja R. Magnúsdóttir, Suður- eyri, Páll Hólm, Isafirði, og Sig- urður Þorsteinsson, Flateyri. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Sigurður Þorleifsson, Bolung- arvík, og Friðrik Már Gunnarsson, Isafirði, og til vara Bjarni Gestsson ísafirði. -GHj. Pétur Sigurðsson, forseti ASV, setur 29. þing ASV á ísafirði um helgina. íþróttir fýrir alla- gönguátak í haust Landssamtökin íþróttir fyrir alla efna til sérstaks gönguátaks í haust. Einkunnarorð átaksins eru ganga er góð íþrótt. Hugmyndin er sú að gera göngu, útivist og hreyfingu að föstum þætti í daglegu lífi. Landsbanki Islands, Olíufélagið Skeljungur og Sjóvá— Almennar hafa ákveðið að styðja með mynd- arlegum hætti við bakið á samtök- unum Iþróttir fyrir alla. Samningar þess efnis voru undirritaðir fyrir skömmu. Gönguátakið sem stendur í eitt ár hefst formlega í kvöld, fimmtu- daginn 22. október. með því að fé- lög, fyrirtæki, skólar og einstak- lingar gefa sér tíma til að fara í gönguferð. Forráðamenn fyrir- tækja, félaga og skóla eru beðnir um að hafa hvetjandi áhrif á sitt fólk til að taka þátt í þessu göngu- átaki. Flestir vita að útivist og hreyfing og hæfileg áreynsla stuðla að betri líkamlegri og andlegri líð- an. Fyrsta gangan á Isafirði hefst fimmtudagskvöldið 22. október kl. 18, í þann mund sem Vestfirska fréttablaðið er komið í sölu. Lagt verður upp frá Silfurtorgi og vega- lengdin er 3 kílómetrar. Þeir sem ekki komast kl. 18 finna sér ein- hvern annan tíma til að vera með. Samtökin Iþróttir fyrir alla hvetja Isfirðinga og alla Vestfirð- IÞROTTIR FVRIR RLLfl inga til að sýna samstöðu og taka þátt í þessu átaki á næstu vikum og allt árið og um alla framtíð. Stuðningur Landsbankans, Sjó- vár—Almennra og Skeljungs gerir samtökunum Iþróttir fyrir alla kleift að skipuleggja söfnun félaga og starfa áfram af þrótti um land allt. Ætlunin er að bjóða upp á ráð- gjöf og þjónustu í fyrirtækjum, standa reglulega fyrir fjöldasam- komum eins og almenningshlaup- um og göngudögum, efna til fræðslunámskeiða um næringar- fræði og um mikilvægi þess að stunda holla hreyfingu, gefa út fræðsluefni og bjóða upp á afslætti til félagsmanna hjá sportvörubúð- um og íþróttamiðstöðvum, svo eitthvað sé nefnt. Frá undirritun samninga um styrki stórfyrirtækja viö landssamtökin Iþróttir fyrir alla. Frá vinstri Bjarni Snæbjörn Jónsson frá Skeljungi, Einar Sveinsson frá Sjóvá—Almennum, Sverrir Hermannsson frá Landsbankanum og Sigrún Stefánsdóttir, formaður samtakanna Iþróttir fyrir alla.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.