Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 10
VESTFIRSKA 10 Fimmtudagur 22. október 1992 —-----—---------—=-------------- \ i?bfttaBLAÐIÐ NÝJAR VESTFIRSKAR ÞJÓÐSÖGUR Nýju fötin hans Benna Bernharð Hjaltalín (Benni á Mánakaffi) er aðsjáll í fjármálum og til alls vís í þeim efnum eins og ísfirðingar vita flestir. Eitt sinn á velmektarárum sínum, þegar hann átti næstum alla Mánagötuna á Isa- firði nema Elliheimilið, þurfti hann að skreppa suður til Reykjavíkur á fund Sambands veitinga— og gistihúsaeigenda, sem halda átti á Naustinu. Benni rauk náttúrlega beint úr eldamennskunni á Mána- kaffi og inn á flugvöll án þess að gefa sér tíma til að skipta um föt eða pakka niður í ferðatösku eins og flestir aðrir hefðu gert í hans spor- um. Þegar til Reykjavíkur kom vandaðist málið, því vitað var að margt fyrirmanna myndi verða á Naustinu og snæða með gistihúsa- eigendunum. Var þar skilyrði að menn væru heldur vel klæddir. Nú voru góð ráð dýr. Benni fór því í fataverslun Andersen & Lauth á Laugarveginum og fékk að máta föt. Hann fataði sig upp frá toppi til táar og leit að lokum út eins og hann væri klipptur út úr nýjasta tísku- blaði. En þá vandaðist málið, Benni hafði nefnilega enga peninga til þess að borga með. Hann spurði því afgreiðslu- manninn hvort hann vildi ekki vera svo góður að pakka inn gömlu föt- unum inn og senda þau til vestur á Isafjörð í póstkröfu á sömu upphæð og úttektin vegna alfatnaðarins nýja. Nafn og heimilisfang skyldi einfaldlega vera Bernharð Hjaltalín veitingamaður, Hótel Mánakaffi, Isafirði. Afgreiðslumanninum þótti þetta hið besta mál og gerði svo sem kúnninn bauð og þeir kvöddust síðan með handabandi. Ef póstkrafan með gömlu lörf- unum hans Benna liggur ekki enn þann dag í dag ósótt á pósthúsinu á Isafirði, þá hefur hún væntanlega verið endursend í fyllingu tímans. Fataverslun Andersen & Lauth er löngu horfin af sjónarsviðinu en Benni Hjaltalín er „still going strong“ eins og Johnny gamli Wal- ker. -GHj. Björn E. Hafberg: Hvers vegna leita hugsanir á saklaust fólk? Reikningsaðferðir samgöngu ráðher rans I síðustu viku hafa gerst meiri tíðindi í ís- lensku samfélagi en stundum gerðust á heilum áratugum héma í den. Slík endaskipti hafa orðið á ýmsum hlutum að fávísir útpískaðir vinnu- þrælar og langþreyttir atvinnuleysingjar vita lengur vart sitt rjúkandi ráð. Það sem hæst bar í fréttum um helgina var vaskleg framganga skipstökumannanna austur á fjörðum. Og það er varla að maður þori að malda í móinn eða hafa aðra skoðun en þá, að þetta haft verið snilldarlega frábært eða eitthvað í þeim dúr. En það er með þetta mál eins og flest önnur, að þau hafa a.m.k. tvær ef ekki fleiri hliðar (samanber söguna af mönnunum sem fikruðu sig upp eftir stómm pýramída). Sagan er þannig, að fjórir menn fikmðu sig í brennandi sólarhita upp sinn hvetja hlið pýramída. Þeir litu allir til toppsins af og til, staðráðnir að ná þangað, og þangað komust þeir einn af öðrum. En í ljós kom er þeir vom allir komnir niður á nýjan leik, að útsýnið á leiðinni upp var aldeilis ekki eins hjá þeim öllum, sem von var. Og þannig er því farið með flesta smíð mannanna, að það skiptir meginmáli frá hvaða hlið er horft. En aftur að skipstökumönnunum. Þeim tókst vissulega að vekja athygli á þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað í ýmsum iðngreinum hér á landi á síðustu ámm, og er það vel. En að stjómvöld skyldu láta undan, f ljósi orða hæst- virts samgönguráðherra kvöldið sem umsáturs- ástand stóð yfir, þá er það með ólíkindum. Enda sá samgönguráðherra ástæðu til að koma af sér hluta af ábyrgðinni með því að ítreka rækilega að hann hefði spurt bæði forsætisráðherra, fjár- málaráðherra, iðnaðarráðherra og hugsanlega einhveija fleiri hvað hann ætti að gera við þessa blessaða menn. Ráðherrann hæstvirti komst nefnilega að þeirri niðurstöðu, að ef hann léti eftir mönnunum myndi það kosta ríkið aukalega um tuttugu milljónir, og þeim peningum mætti verja betur en í að láta gera við skipið hér heima á klakanum. Eg held nú blessaður ráðherrann hafi misreiknað sig uppá nokkrar milljónir og er það svo sem ekki í frásögur færandi. Dæmi ráðherrans var á þessum nótum, tölur eru af- rúnnaðar til hægðarauka: Það kostar sex milljónir að gera við skipið úti í Póllandi og þær verðum við að borga hvort sem við sendum skipið út eður ei. Og það kostar tólf milljónir að gera við skipið hér heima. Samanlagður kostnaður u.þ.b. átján milljónir. Þegar ráðherrann hafði rúnnað þessar tölur af komst hann að þeirri niðurstöðu, að ef við sendum skipið ekki út værum við að „kasta þessum tuttugu milljónum í sjóinn" (orðalag ráðherrans). Ef ég hefði reiknað dæmið hefði ég a.m.k. reynt að muna eftir því að þessar niður- greiddu sex milljónir sem við ætluðum að gauka að Pólverjunum fyrir vikið hefðu undir öllum kringumstæðum átt að koma til frádráttar. En með þessu er dæmið kannski ekki nema hálf- reiknað og verður hver og einn að reikna sig á sínunt forsendum til enda, og þá er rétt að hafa í huga s.s. atvinnuleysisbætur, gjaldeyrissparn- að og fleira og fleira, og má þá vera að útkoman yrði sú að mesti gróðinn fælist í tapinu, eða ættum við kannski að hafa það öfugt? En þetta mál hlýtur allt að vera hið undar- legasta nú á tímum sameiningar og frjálsrar samkeppni. Hvernig skyldu hæstvirtir stjórn- málamenn hafa hugsað sér að bregðast við þegar allt hefur verið opnað upp á gátt og erlend stór- fyrirtæki fara að bjóða í verk hér á landi? Hafa þeir þá kjark til að taka þeim tilboðum sem hagstæðust eru? Eða hvers vegna varð þessi ó- vænta kúvending samgönguráðherra? Var það kannski af því að hann reiknaði vitlaust í upp- hafi? Eða var það kannski eitthvað allt annað sem olli því að ríkisstjómin lét undan? Sam- gönguráðherrann hlýtur að gefa þjóðinni skýr- ingu á því hvers vegna hann kaus að .Jcasta tuttugu milljónum I sjóinn". Ræðan hans Ásmundar Eins og svo oft áður hafa Vestfirðingar orðið þess vafasama heiðurs aðnjótandi að þaðan koma eða þar eru lagðar hinar stóru línur í kjarabaráttu almennings. Og enn á ný hefur verið blásið í herlúðrana. Eg held helst að menn hal'i blásið í öfugan enda og þá verða hljóðin Iítt áheyrileg. Eg efast ekkert um að útgerðarmenn og aðra athafnamenn skorti fé til að ráðast í skynsamlegar og arðbærar fjárfestingar, þrátt fyrir að þeir fái nýju skipin sín smíðuð á niður- greiddu verði í Póllandi. En ef það er orðin stefna forystu launþegahreyfinarinnar að nú, þegar fjárhagsleg afkoma fólks er lakari en um langa hríð, þá sé enn hægt að auka við skatt- heimtu almennings, þá er illa fyrir örsnauðum verkalýð komið. Að vísu hafa þessir háu herrar bætt því við að það verði endilega að gera eitt- hvað í því að láta þá sem enga skatta hafa borgað, s.s. ýmsa sjálfstæða atvinnurekendur, loks fara að borga eitthvað. Og ég bara spyr, eru stjórnvöld tilbúin að viðurkenna að einhver slíkur hópur sé til? Og ef hann er til, því hefur þá ekkert verið gert í því máli fyrr? Og jafnvel forsætisráðherranum var brugðið við þessar yf- irlýsingar verkalýðsleiðtogans um aukna skatt- heimtu launamanna, því það er jú stefna ráð- herrans að hafa helst sem allra minnsta skatta. Og mér finnst allt þetta orðið svo skrýtið, að mér datt helst í hug að Asmundur sem er á leiðinni að skipta um vinnu hefði tekið með sér vitlausa ræðu, og það væri kannski skýringin á allri þessari endaleysu. Hver veit. Kveðja, Björn E. Hafberg. Ný stillingartölva á bílaverkstæði Bllaleigunnar Ernis - mælir nánast hvaö sem er í bílvélum Magnús Jóhannsson og Sigþór Rúnarsson mæla bílvél meö nýju tölvunni á bílaverkstæöi Bílaleigunnar Ernis á [safjarðarflugvelli. Bifreiðaverkstæði Bílaleigu Ernis hf. á Isafjarðarlugvelli hefur keypt afar fullkomna tölvu til þess að stilla bílvélar og gefa ýmsar upplýsingar um ástand þeirra. „Tölvan mælir hleðsluna, hversu mikið startarinn tekur í amperum og voltum, og jafn- vægisprufar hvern strokk út af fyrir sig, og aflið sem mótorinn missir við að slá út hverjum fyrir sig. Einnig mælir tölvan fjórar gasteg- undir í útblæstrinum og sýnir okkur nákvæmlega neistaferlið frá upp- hafi til enda í minisekúndum. Við getum einnig mælt dieselbíla með þessari tölvu og er þetta eina tækið á Vestíjarðasvæðinu sem getur það. Við getum mælt kveikjur með inn- byggðu háspennukefli þannig að tölvan getur nánast mælt allt í bíl- vélum“, sagði Magnús Jóhannsson hjá Bílaleigunni Erni á ísafirði í samtali við blaðið. Að sögn Magnúsar kostaði tæk- ið vel á aðra milljón króna. Menn geta mætt á verkstæðið hjá þeim og fengið bílinn mældan á örskömm- um tíma og útprentun á mæling- unni. Eftir að bíllinn hefur svo verið stilltur má fá aðra útprentun og sjá árangurinn með því að gera samanburð á útprentunum. Verkstæðið er með þjónustu- umboð fyrir Subaru, Nissan, Hyunday og Lada, en þjónustar að öðru leyti hvaða bílategund sem er. -GHj Bolungarvík: Bókasafnið flutt Bókasafn Bolungarvíkur hefur nú verið flutt úr gamla barnaskól- anum í nýtt húsnæði í nýbyggingu Grunnskólans og sameinast skóla- bókasafninu þar. VESTFIRSKA leit inn á safnið og ræddi við Kristínu Magnúsdóttur bókavörð. „Eg hef starfað sem bókavörður við safnið síðan 1984 og þá í gamla barnaskólanum", sagði Kristín í samtali við blaðið. „Það erbúinn að vera minn draumur að flytjast hingað. Arið 1976 var gerður samningur um að sameina skóla- bókasafnið og almenningsbóka- safnið, en það komst ekki í fram- kvæmd fyrr en nú. En tilfinningar mínar eru blendnar því mér finnst þetta gerast svo hratt nú, því á- kvörðunin var tekin í svo mikilli skyndingu. Mér frnnst undirbún- ingurinn að flutningnum ekki hafa verið nógu mikill. Annars hefur þetta gengið ljóm- andi vel og safnið er komið á sinn stað. Kennaramir og bókasafns- stjómin hafa hjálpað okkur heil- mikið. Samt er töluverð vinna eftir. Safnið er nú í húsnæði sem er álíka stórt og við höfðum áður. En við bætist grfðarstórt vinnuherbergi og geymsla. A skrá hjá okkur eru um 10.200 bindi. Safnið, sem fyrstu árin nefndist Lestrarfélag Bolung- arvíkur, varð 100 ára í fyrra. Bókasafnsfræðingur er nú kom- inn að skólabókasafninu. Það er Sigrún Sigurðardóttir. Annars vinnum við hér í sameiningu, enda er þetta orðið eitt safn“, sagði Kristín Magnúsdóttir. -Ghj. Sigrún Siguröardóttir, Kristín Magnúsdóttir og Elías Jónsson, sonur Sigrúnar, í bókasafninu í Grunnskólanum í Bolungarvík. Prentun- Ijosritun- pappírssala (jQ 1SPRENT HF. Prentsmiðja sími 94-3223

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.