Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 1
Eigum á lager: Flestar gerðir og stærðir af smíðaefni úr stáli, áli ryðfríu efni og járni. ¥ Vélvirkinn sf. Bolungarvík Sími7348 Fax 7347 I fréttablaðiðJ( Fimmtudagur 6. janúar 1994 • 1. tbl. 20. árg. S 94-4011 • FAX 94-4423 VERÐ KR. 170 m/vsk. Viðtal við yngsta flugmann Cargolux - sjá opnu Hvað var helst í fréttum liðins árs - Sjá samantekt á bls. 7, 8 og 9 Aflabrögð í árslok - bls 4 og 5 Ennaf málum launa- fulltrúa ísafjarðar- kaupstaðar - bls. 2 Plastpoka- regn af öskuhaug- unum yfir á flug- brautina - sjá baksíðu Seladrápið í Skjaldabjarnarvík: Aðeins tvö selshræ fund- ust á vettvangi - menn að bretta upp ermarnar á Keldum til að bera 80 selskjálka við hausana - hugsanlegt að DNA rannsókn verði gerð I lok október í haust fundu selveiðimenn frá Dröngum á Ströndum hátt á fjórða tug dauðra útselskópa í Skjalda- bjamarvfk á Ströndum. Neðri kjálkana vantaði á alla selina, en þeir eru notaðir sem sönn- unargögn þegar hringorma- nefnd greiðir fyrir selina. Sögðu Drangamenn að aðkom- an hefði verið heldur sóðaleg og var málið kært til lögreglu og því haldið fram að þarna væri um veiðiþjófnað að ræða. A þessum tíma voru þeir Finn- bogi Jónasson og Þráinn Arth- úrsson, báðir frá ísafirði, við útselskópaveiðar í Bolungavík á Hornströndum, sem er litlu norðar en Skjaldabjarnarvík. Voru þeir yfirheyrðir hjá lög- reglu á ísafirði vegna þessa máls og teknir af þeim yfir 80 kjálkar af útselskópum. I viðtali við Vestfirska í byrjun nóvem- ber sagðist Finnbogi aldrei í Skjaldabjarnarvík hafa komið og væri þessi veiðiþjófnaður trúlega sviðsettur af þeim Drangamönnum til þess að koma höggi á þá félaga. Haft var eftir selabændum á Strönd- um í fjölmiðlum að Samtök selabænda myndu kosta DNA rannsókn á kjálkununum til samanburðar við hræin sem fundust til þess að upplýsa meintan veiðiþjófnað í Skjaldabjarnavík. Lítið hefur heyrst af þessu máli undanfarið og sló blaðið á þráðinn til Rík- harðs Mássonar, sýslumanns í Strandasýslu, og spurði hann um þetta mál. „Sigurður Right- er hjá rannsóknarstofunni á Keldum ætlar að drffa sig í að bera kjálkana saman við hausa sem sóttir voru í Drangavfk hálfum mánuði eftir að atburð- urinn átti sér stað“, sagði Rík- harður. „Það verður ekki DNA rannsókn til þess að byrja með ef hægt verður að leysa þetta á ódýrari hátt. Það fundust ein- ungis tvö selshræ í Skjaldar- Finnbogi Jónasson og Þráinn Artúrsson meintir sakamenn seladrápsmálinu. bjarnarvík þegar menn sem ég sendi norður konru á vettvang. Þeir komu því með tvo hausa til byggða og aðra tvo hausa frá Dröngum sem sagðir voru úr Skjaldabjarnarvík. Það á að vera búið að taka skýrslur af öllum málsaðilum. Framhald málsins ræðst af því hvað kemur út úr þessari rannsókn", sagði Ríkharður Másson. „Okkur Sigurði Sigurðarsyni dýralækni var falin þessi rann- sókn og við erum að bretta upp ermamar", sagði Karl Skírnis- son hjá Tilraunastöð Háskól- ans á Keldum í samtali við blaðið. „Nú er þetta að bresta á. Eg veit ekkert um hvort gerð verður DNA rannsókn. Mér finnst sennilegt að það verði gert og ákvörðun um það verður tekin á faglegum for- sendum. Það er búið að nefna við nranneskju hér innan lands að gera DNA rannsókn ef með þarf. Þú fréttir af þessu þegar þaraðkemur.“ -GHj. Fjorir varðstjorar settir í embætti Dómsmálaráðuneytið hefur sett Odd Árnason aðalvarð- stjóra í lögregluliði ísafjarðar frá 1. janúar sl. til eins árs í stað Önundar Jóns^0Mi;userrt skip,-r aður var yfirlögreg'luþjónn í lok síðasta árs. Einnig hefur ráðu- ---------------L : '• 2 ; 1 neytið sett Grím Grímsson og Guðmund Fylkisson varðstjóra til sama tíma. Guðmundur Páll Jónsson var settur varðstjóri til 30. septemþer á þesu ári frá og með I. janúar. PÓLLINN HF. S 3092 j Salá & þjónusta Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki © PÓLLINN HF STORUTSALA HEIMILISTÆKJA HF. í fullu gildi hjá okkur og allt á sama verði - komið og gerið góð kaup Nauteyrarhreppur hefur ekki skilaö ársreikningum í þrjú ár - félagsmálaráðuneytið hyggst beita hreppinn dagsektum Hreppsnefnd og oddviti Nauteyrarhrepps í Djúpi hefur ekki skilað ársreikningum hreppsins til Félagsmálaráðuneytisins um þriggja ára skeið. Er um að ræða ársreikninga áranna 1990, 1991 og 1992. Sveitarstjórnum er skylt að skila reikningum í ráðuneytið í síðasta lagi á miðju ári árið eftir reikningsárið, þannig að fyrir mitt þetta ár verður að vera búið að skila inn reikningum síðasta árs, eða ársins 1993. Að sögn Húnboga Þorsteinssonar, ráðuneytisstjóra í Félagsmálaráðuneytinu, hefur Nauteyrarhreppur vanrækt að skila inn ársreikningum og hefur fyrir löngu verið lokað fyrir framlög til hreppsins úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga vegna þessarar vanrækslu. „Seint á síðasta ári var hreppsnefndinni gefin lokafrestur til áramóta með að skila reikningum“, sagði Húnbogi. „Þau ráð sem við eigum eftir við þá er að beita hreppinn dagsektum. Öllum hreppsnefndarmönnum var skrifað bréf þar sem þeim er gerð grein fyrir málinu og tilkynnt um beitingu dagsekta. Þeir hafa verið í sambandi við okkur núna og lofað að skila reikningunum þessa dagana." Reynir Stefánsson, hreppsnefndarmaður og bóndi í Hafnar- dal, sagði í viðtali við blaðið að reikningarnir væru á ábyrgð oddvita og vísaði á hann. Vildi hann ekki tjá sig frekar um málið. Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn, sem sæti á í hreppsnefnd, vildi heldur ekki tjá sig um þetta mál á þessu stigi. Blaðið hafði samband við Ástþór Ágústson, oddvita Naut- eyrarhrepps, en hann vildi ekki tjá sig um þetta mál. Blaðið hefur hins vegar fengið staðfest hjá hreppsnefndar- manni að oddviti verði settur af á næsta fundi hreppsnefndar- innar og annar kosinn í hans stað. Nauteyrarhreppur hefur sett leiguíbúð sem hreppurinn á I Hlíf, íbúðum aldraðra á ísafirði, í sölu og var íbúðin auglýst til sölu sl. haust. Er það gert til vegna slæmrar fjárhagsstöðu sveitarsjóðs. Aldraðir íbúar Naueyrarhrepps hafa haft forgang á þeirri íbúð þegar hún hefur verið laus. -GHj. Svæðisstjóra skíðasvæðis á Seljalands- dal sagt upp Rekstur skíðasvæðisins á Seljalandsdal hefur verið færður undir Áhaldahús ísafjarðarkaupstaðar og tók sú skipan mála gildi um áramótin. Svæðisstjóranum, Hafsteini Ingólfssyni, hefur verið sagt upp störfum en mun hann þó verða starfsmaður skíðasvæðisins, undir Áhaldahúsinu, til vors. Að sögn Smára Haraldssonar bæjarstjóra á ísafirði mun rekstur skíðasvæðisins verða fært undir annan tveggja verkstjóra bæjarins, Kristinn Lyngmó, en hann mun stjórna snjótroðara á Dalnum í vetur. Aðspurður sagði Smári Hafstein vera fyrirmyndar starfsmann en uppsögn hans byggðist einungis á skipulagsbreytingunum. „Það er búið að senda Hafsteini uppsagnarbréfið", sagði bæj- arstjórinn. -GHj. H r FLUGFÉLAGIO ERNIR ÍSAFIROI Sími 94-4200 Daglegt áætlunar- flug um Vestfirði. Leiguflug innan- lands og utan, fimm til nítján far- þega vélar. Sjúkra- og neyðarflugsvakt allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.