Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.01.1994, Qupperneq 2

Vestfirska fréttablaðið - 06.01.1994, Qupperneq 2
VESTFIRSKA Vestfjaröa- þingmenn styðja allir ferjubryggjur við Djúp - tel eðlilegt að málið fari í gegn á þessu ári, segir Matthías Bjarnason Bílaferjan Fagranes. Skömmu fyrir jól komu þingmenn Vestfjarða saman til þess að ræða málefni Djúpferjunnar Fagraness. Blaðið hafði samband við 1. þingmann kjördæmisins og spurði hann frétta af byggingu ferjubryggja á ísa- firði og í Djúpi. „Þingmenn kjördæmisins hafa tekið þá afstöðu að styðja við byggingu ferjubryggja", sagði Vestfjarðagoðinn. „Við höfum allir sameinast í þessu máli. Málið er í höndum samgönguráðherra og Vegagerðarinnar. Það var sett inn heimildargrein um 20 milljón króna fjárveiting í fjárlög þessa árs. Við lögðum áherslu á að halda þessu þar inni svo ekki yrði sagt að fjárveitingin hefði fallið niður. Svo verður framkvæmdavaldið að taka endanlega ákvörðun um að byggja bryggjur. Ef langur dráttur verður á þessum framkvæmdum er hægt hjá okkur Vestfjarðaþing- mönnum að taka þetta mál upp á Alþingi. Sighvatur var ekki á fundinum vegna anna sem ráðherra en hann hefur lýst því yfir við mig að hann sé fylgjandi þessu máli. Við munum fylgja þessu máli eftir. Margt hefur skeð í þessu ferjumáli sem okkur hefur ekki verið nein sérstök ánægja að, eins og t.d. gagnrýni sumra manna fyrir vestan á ferjureksturinn. Eins var með skilyrðin sem Nauteyarhreppur setti í upphafi þegar óskað var eftir bryggjustæði á Nauteyri. Það tafði málið og spillti mikið fyrir því. Þetta var afar slæmt.“ - Ertu bjartsýnn á að þetta gangi í gegn á þessu ári? „Ég veit það ekki. Á maður ekki alltaf að vera bjart- sýnn? Mér finnst bara eðlilegt að það eigi að ganga í gegn“, sagði Vestfjarðagoðinn, járnkarlinn Matthías Bjarnason í samtali við blaðið í gær. -GHj. Áramótadans- leikur í nýju félagsheimili á Hólmavík Áramótadansleikur var haldinn í nýju félagsheimili á Hólmavík á Ströndum og var það jafnframt fyrsti al- menni dansleikurinn í húsinu. Að sögn Höskuldar Er- lingssonar lögreglumanns var fullt út úr dyrum og skemmtu Strandamenn sér mjög vel. Stóð dansleik- urinn frá miðnætti til fjögur á nýársnótt. Allt fór vel og friðsamlega fram. Draumalandið úr Borgarnesi lék fyrir dansinum. -GHj. Fimmtudagur 6. janúar 1994 --- -------- --------------------1 ttp ÉTTAJBLA TtTr> | Mál fv. launafulltrúa ísafjarð- arkaupstaðar hjá BSRB - að beiðni FosVest í októberbyrjun hætti Sól- veig Kristjánsdóttir, fv. launa- fulltrúi Isafjarðarkaupstaðar, störfum eftir að hafa verið gert að rýma skrifstofu sína og vinna frammi í svokölluðum „almenningi". Gekk Sólveig út eftir deilur við bæjarstjóra vegna þessara breytinga. Tvennum sögum fer af máli þessu og er önnur sú að bæjar- stjóri hafi rekið Sólveigu úr starfi en hin að Sólveig hafi sjálf gengið út. Það liggur hins vegar fyrir að bæjarstjóri út- vegaði starfsaðstöðu fyrir tvo starfsmenn, óviðkomandi rekstri bæjarins, á bæjarskrif- stofunum, starfsmanni Nor- ræna félagins og starfsmanni atvinnuátaks kvenna á Vest- fjörðum. Fékk starfsmaður at- vinnuátaksins sérstaka skrif- stofu og einnig starfsmaður húsnæðisnefndar kaupstaðarins en launafulltrúa gert að vinna frammi á gangi. Vestfirska greindi frá þessum málum á sínum tíma. Að sögn Þorbjörns Sveins- sonar, formanns Félags opin- berra starfsmanna á Vestfjörð- um, sendi Sólveig félaginu sín gögn um málið um áramótin og óskaði eftir því við félagið að það gerði eitthvað í málinu. Smári Haraldsson. „Við samþykktum á stjórnar- fundi milli jóla og nýárs að senda þetta mál til lögfræðings BSRB", sagði Þorbjörn. - Er rétt að allt logi á bæjar- skrifstofunum út af því að bæj- arstjóri og fjármálastjóri séu að hræra í launamálum starfs- fólksins? „Ég get ekki tjáð mig um það í dag. Það er ekkert komið á hreint með eitt eða neitt. Það er eitthvað nýtt skipulag í gangi þarna. Síðan ég kom hingað 1986 hefur alltaf verið titringur þarna á bæjarskrifstofunum." -Er ekki meiri titringur Sólveig Kristjánsdóttir. núna? „Eitthvað er alla vega í gangi en það hefur ekki komið til fé- lagsins ennþá", sagði Þorbjöm. Blaðið hafði samband við Smára Haraldsson bæjarstjóra og spurði hann um mál launa- fulltrúans. „Sólveig fékk bara gerð upp sfn laun og enginn samningur var gerður við hana um starfslok. Ég hef ekkert af því heyrt að þetta sé komið til BSRB. Ég man ekki til þess að þetta mál hafi verið tekið upp á meirihlutafundi." - Er rétt að meirihluti bæjar- stjórnar hafi metið pólitíska stöðu sína meir í þessu máli en rétt Sólveigar sem launþega, þ.e.a.s. ef farið væri ofan í það? „Hvaða rétt á þessi einstak- lingur? Hefur eitthvað verið brotinn réttur á Sólveigu? Ég hef ekki heyrt það. Annars veit ég ekkert um þetta mál annað en það að hún er hætt störfum. Það urðu heilmikil læti í kringum þetta mál þótt ég vissi aldrei hvað væri verið að fjalla um nema það að manneskjan hætti. Það stóð ekki til að brjóta á Sólveigu neina samninga. Mér vitanlega er þetta mál hvergi til umræðu núna“, sagði bæjarstjórinn í samtali við blaðið. Því er við þetta að bæta að Sólveig Kristjánsdóttir er flutt burtu úr bænum. Hefur hún undir höndum vottorð vinnu- veitanda, undirritað af bæjar- stjóra, þar sem fram kemur að henni var sagt upp vegna sam- dráttar og skipulagsbreytinga á skrifstofu. Einnig gaf bæjar- stjóri henni skrifleg meðmæli. í byrjun nóvember birti Vest- firska myndir bæði af vottorð- inu og meðmælunum. -GHj. Dýrheimar á ísafirði Litli leikklúbburinn er í þann veginn að byrja æfingar á leik- ritinu Dýrheimar, sem verður sýnt er líða tekur á vorið. Leik- ritið er leikgerð á sögum eftir Rudyard Kipling um úlfa- drenginn Mowgli og ævintýri hans. Liekstjóri Dýrheima verður Kolbrún Halldórsdóttir, en hún hefur nýverið unnið mikinn leikstjómarsigur er hún leik- stýrði Skilaboðaskjóðunni í Þjóðleikhúsinu. Þar að auki er Kolbrún þekkt fyrir önnur leik- rit sem hún hefur stýrt og eru My Fair Lady á Akureyri og Jesus Christ Superstar með Freyvangsleikhúsinu einna þekktust. Það er hvalreki á íjörur leikhúsmanna á Isafirði að fá að starfa með konu á borð við Kolbrúnu. Auk Kolbrúnar stendur ein- valalið að uppfærslunni. Þýð- ing verksins var í höndum Guðjóns Olafssonar fram- haldsskólakennara og ljóða- þýðingar voru í höndum Þórar- ins Eldjárns. Tónlistarstjórn 1. Fundurinn leggur áherslu á að nytjastofnar á Islandsmið- um eru sameign þjóðarinnar eins og fram kemur í I. grein laga um stjórnun fiskveiða og leggur áherslu á að starfa beri samkvæmt því. 2. Fundurinn telur að kvóta- mun verða í höndum Jónasar Tómassonar auk þess sem El- ísabet Gunnarsdóttir arkitekt hannar leikmynd sýningarinnar og síðast en ekki síst mun Árný Aurangasri Hinriksson veita ráðgjöf varðandi búninga svo að allt verði nú sem best úr garði gert. Ráðgert er að fyrsti lestur á kerfið í núverandi mynd hafi engum árangri skilað og þurfi að endurskoða það frá grunni. 3. Fundurinn telur að setja þurfi lög er komi í veg fyrir að sjómenn séu látnir taka þátt í kaupum á kvóta eða veiði- heimildum í hvað mynd sem leikritinu fari fram á föstu- dagskvöld, 7. janúar kl. 20.00 í húsakynnum Framhaldsskóla Vestfjarða og eru allir félagar LL hvattirtil aðkomaogeinnig aðrir þeir sem hafa áhuga á að starfa að sýningunni. Þess má geta að hlutverk eru fjöldamörg og að allir fá að taka þátt sem vilja. er. 4. Fundurinn telur að setja beri allan afla á markað eða markaðstengja fiskverð, til að tryggja sjómönnum rétt gang- verð fyrir aflann. Flensan í rénun Að sögn Einars Ax- elssonar, yfirlæknis á Heilsugæslustöðinni á ísafirði, er flensufarald- urinn heldur í rénun. „í byrjun desember voru tvær vægar um- gangspestir í gangi“, sagði Einar í samtali bið blaðið í gær. „Einnig fékk fólk væga flensu t' byrjun desember. Um miðjan mánuðinn fór að bera á erfiðari tilfellum hjá eldra fólki og hjá yngstu kynslóðinni. Núna virðist flensan vera í rénun og fólk vera að ná sér eftir hana. Mun tærri veiktust núna heldur en í fyrra. Þrtta er nánast að verða gengið yfir. Mér virðist fólk bara vera hraust þessa dagana." Einar vildi koma þvf að að Sigurður Júlíus- sön, háls-, nef-, og eyrnaiæknir kæmi aftur vestur í janúar til þess að gera aðgerðir á fólki. -GHj. Við byggjum tónlistarbús Ályktun aðalfundar Vél- stjórafélags ísafjarðar 26. desember 1993

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.