Vestfirska fréttablaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 4
VESTFLRSKA
4
Fimmtudagur 6. janúar 1994
--- ------------------ ------------1 rn FTTAB LAÐIÐ
¥ TTl i
I FRÉTTABLAÐIÐ I
Vestfirska fréttablaöiö er víkublað, óháð stjórnmálaflokkum.
Blaðið kemur út síðdegis á fimmtudögum og fæst bæði í lausasölu
og áskrift. Verð kr. 170.
Ritstjórn og auglýsingar: Austurvegi 2, ísafirði, sími (94J-4011,
fax (94)-4423. Ef enginn er við á skrifstofunni er reynandi að
hringja í síma (94)-3223 (Isprent) eða farsíma 985-39748.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon.
Blaðamenn: Hlynur Þór Magnússon, hs. (94)-4446.
Gísli Hjartarson, hs. (94)-3948, farsími 985-39748.
Skrifstofa: Sigurlaug Hauksdóttir.
Útgefandi: Vestfirska útgáfufélagið hf., Austurvegi 2, ísafirði.
Prentvinnsla: ísprent hf., Aðalstræti 35, ísafirði, Sími (94)-3223.
y
Leiðari
Að láta vaða
á súðum
Enn á ný siglum við inn í nýtt ár með von um að það verði
okkur til meiri gæfu en árið á undan. Ekki mega menn þó
skella hurðum á fortíðina, því það er nefnilega aldrei að vita
nema af reynslunni megi eitthvað læra.
Fróðlegt var að fylgjast með þáttum í sjónvarpi fyrir ára-
mótin um verstöðina ísland. Þar er einmitt lýst í stórum
dráttum útgerðarsögu íslendinga sem sýndi okkur að hvað
eftir annað hafa menn látið vaða á súðum og engu skeytt um
reynslu þeirra sem á undan sigldu. Sömu mistökin voru gerð
trekk í trekk, þegar allir íslendingar ætluðu að verða ríkir í
einu vetfangi á sama hlutnum. Menn eyðilögðu markaði með
offramleyðslu hvað eftir annað. Fjárfestingar í sjávarútvegi
voru með sömu formerkjum, framkvæmdar í gusum með
misviturri ríkisforsjá. Enn þann dag í dag horfum við á svipuð
dæmi eins og enginn hafi neitt lært. Of stór fiskiskipastóll er
þegar fyrir hendi til að veiða enn færri fiska en árið áður og
samt er verið að auka afkastagetuna með erlendri lántöku
svo milljörðum skiptir. Málið er bara það, eins og reynslan
sýnir að þó einn geri það gott í einhverri atvinnugrein, þá er
ekki þar með sagt að allir aðrir geti líka grætt á sama hlut-
num. Offramleiðsla, ofmettun á markaðnum og offjárfesting
eru hættur sem menn verða að læra að varast, að öðrum
kosti endurtekur sagan sig æ ofaní æ með sömu mistök-
unum.
Stóri draumurinn
Á teikniborði þeirra sem betur mega sín í íslenskum fjár-
málaheimi er nú verið að teikna þau stærstu mistök sem ís-
lenska þjóðin hefur nokkurntíma látið sér detta í hug. Þegar
er búið að offjárfesta í virkjunum svo alvarlega horfir í orku-
búskapnum. Þar þykir mönnum samt ekki nóg að gert.
Núerþaðstóri draumurinn, hundurtil Evrópu! Jáþaðskal
leggja hund til Evrópu, spottakorn af rafmagnsstreng svo
selja megi orkuþyrstum þjóðum rafmagn. Þetta eru menn nú
með á teikniborðinu suður í henni Reykjavík í fúlustu alvöru.
Draumur se_m trúlega á eftir að verða að stærstu fjármála-
mistökum í íslandssögunni. Nú er unnið á fullu að þessari
hugmynd þrátt fyrir að mjög óvíst sé með orkuverðið í
framtíðinni og óhemju orkumagn tapist vegna viðnáms á
flutningsleiðinni, svo ekki sé talað um kostnað við virkjanir
og lagningu sæstrengs til meginlands Evrópu.
Til viðbótar öllum vafaatriðum þá má leiða sterkar líkur að
því, að innan tiltölulega fárra ára takist mönnum að beisla
kjarnasamrunaorku, sem gerir raforkuflutning frá vatns-
aflsvirkjunum um streng frá Islandi að hreinni fjarstæðu hvað
kostnað snertir.
Bent hefur verið á betri nýtingu orkunnar hér á landi til
dæmis með því að framleiða með nýjustu tækni fljótandi
eldsneyti sem vinna megi með raforku úr vatni og úr and-
rúmsloftinu. Þannig bendir margt til að fullnægja mætti nær
allri orkuþörf íslendinga með innlendri orku á samkeppnis-
færu verði. Þess vegna væri nú þegar hægt að hefja til-
raunaframleiðslu á slíku eldsneyti þó í smáum stíl væri,
vinnslan til þess er þegar í gangi í áburðarveksmiðjunni í
Gufunesi. Trúlega er sú hugmynd þó of góð til að stoltir ís-
lendingar geti sætt sig við hana, líkt og íslenska hugmyndin
um skuttogarana. Nei það þarf eilíflega að sækja hug-
myndirnar yfir lækinn og kaupa þær af útlendingum til að
þær fáist viðurkenndar hér á landi. Stoltir íslendingar verða
nefnilega að hugsa stórt, já risastórt, ef ekki í álverum um
allar jarðir, þá í rafstrengjum yfir hálfan hnöttinn.
Allt kemur gott að utan, það þekkja íslenskir hugvitsmenn
mætavel, enda ná þeir sjaldnast eyrum íslenskra ráða-
manna. í smækkaðri þjóðfélagsmynd má líka sjá slíkan
þankagang á landsbyggðinni, þar sem flest er betra sem
kemur að sunnan, meira að segja kvótakerfið - eða hvað?
- hk.
SlMI OKKAR ER 688888
A IfóAc/um'M&MM'Sem'Jbiff' vatUaA'.
|MTS1Rsa
ÞÚ TEKUR VIO BÍLNUM A FLUGVELLINUM PEGAR ÞÚ KEMUR OG
SKILUR HANN EFTIR A SAMA STAÐ ÞEGAR ÞÚ FERÐ
Við sjávarsíðuna
Rækjuaflinn úr Djúpinu orðinn
916 tonn
Á áramótum var búið að
veiða tæp 916 tonn af 2.500
tonna rækjukvóta sem heimilt
er að veiða úr Isafjarðardjúpi á
rækjuvertíðinni í vetur. Þrjátíu
og tveir bátar stunda rækju-
veiðar í Djúpinu og landa afla
sínum hjá fimm rækjuverk-
smiðjum, í Bolungarvík, á Isa-
firði og í Súðavík. Hæstur er
Valur frá Súðavík með 58.991
- leyfilegt aö veiöa
tonn, annar Sigurgeir Sigurðs-
son frá Bolungarvík með
49.332 tonn og þriðji Haukur
frá Bolungarvík með 48.145
tonn.
Hjá Bakka hf. í Hnífsdal
hefur verið landað 196,5 tonn-
um af 370 tonna kvóta verk-
smiðjunnar, hjá Básafelli hf. á
ísafirði 88,2 tonnum af 490
tonna kvóta, hjá Frosta hf. í
2.500 tonn í vetur
Súðavík hefur verið landað
119,4 tonnum af 370 tonna
kvóta, hjá Rit hf. á ísafirði hef-
ur verið landað 336,4 tonnum
af 860 tonna kvóta, og hjá Þur-
íði hf. í Bolungarvík hefur verið
landað 174,3 tonnum af 420
tonna kvóta verksmiðjunnar.
Eftir er að veiða tæp 1.600
tonn af rækjukvótanum úr
Djúpinu í vetur. Kvótinn á
hvern einstakan bát á þessari
vertíð er breytilegur, eða allt
frá 68 tonnuni og upp í 148
tonn. Flestir bátanna eru með
kvóta upp á 70 til 80 tonn.
Einungis fjórir rækjubátar réru
milli jóla og nýárs og var afli
þeirra frekar rýr, eða rúm 2,8
tonn, enda var bræla og ógæftir
og dagurinn stuttur.
-GHj.
Július Geir-
mundsson með
33ja milljóna
aflaverðmæti i
síðasta túr
Frystitogarinn Júlíus Geir-
mundsson kom inn til Isafjarð-
ar á Þorláksmessu og landaði
140 tonnum af unnurn fiski eftir
3ja vikna veiðiferð. Uppistaða
aflans var þorskur. Aflaverð-
mæti úr þessari veiðiferð er um
33 milljónir króna og er aflinn
upp úr sjó 263 tonn. Skipstjóri
á Júlíusi í þessari veiðiferð var
Órnar Ellertsson.
-GHj.
Stefnir landaði
32 tonnum
Sléttanes með
18,5 milljóna
aflaverðmæti
Frystitogarinn Sléttanes frá Þingeyri landaði 75 tonnum af
frystum flökum á Þingeyri á Þorláksmessu eftir 21 dags veiði-
ferð á Vestfjarðamiðum. Aflaverðmæti úr veiðiferðinni er um
18,5 milljónir króna. Þetta er um 155 tonna afli upp úr sjó.
Skipið hélt aftur út til veiða á mánudaginn. Skipstjóri á Slétta-
nesi er Vilhelm Annasson.
-GHj.
Guðbjörg með
10 tonn
Togarinn Guðbjörg landaði 10 tonna afla á ísafirði daginn
fyrir gamlársdag eftir 2ja daga veiðiferð á Vestfjarðamiðum.
Skipstjóri var Ásgeir Guðbjartsson. Skipið landaði 55 tonnum,
mest þorski, á Þorláksmessu eftir sjö daga túr á Vestfjarða-
miðum. Skipstjóri í þeirri veiðiferð var Guðbjartur Ásgeirson.
-GHj.
Togarinn Stefnir landaði 32
tonnum, mest ýsu, á Isafirði
daginn fyrir gamlársdag. Skip-
ið fór út þriðja í jólum og var
að veiðum á Vestfjarðamiðum.
Skipstjóri var Grétar Kristjáns-
son frá Litlabæ í Súðavík.
-GHj.
Skutull með 50
tonn af rækju
Rækjuskipið Skutull kom
inn til ísafjarðar 21. desember
með 50 tonn af freðinni rækju
eftir viku veiðiferð. Aflaverð-
mætið úr túrnum er um 8
milljónir króna. Skipið var að
veiðum út af Vestfjörðum á
miðum sem ekki hefur verið
mikið veitt á áður. Miðin eru í
vestur frá Straumnesi og sunn-
arlega á Halanum. Skistjóri á
Skutli er Rafn Svansson. Skut-
ull hefur fengið 1.550 tonn af
rækju á síðsta ári að verðmæti
um 300 milljónir króna. Geri
aðrir betur!
-GHj.
Hálfdán með 25
tonn
Togskipið Hálfdán í Búð
landaði daginn fyrir Þorláks-
messu á ísafirði. Var skipið
með 24,4 tonn af ýsu og þorski
eftir átta daga veiðiferð á Vest-
tjarðamiðum. Skipstjóri var
Skarphéðinn Gíslason. Skipið
lá síðan í höfn yfir jól og áramót
til þess að gefa mannskapnum
frí og teygja úr kvótanum.
-GHj.
Framnes með 18
tonn af rækju
Franines, sem nú stundar
rækjuveiðar, landaði 18 tonn-
um af úthafsrækju á Isafirði á
gamlársdag. Skipið var að
veiðum fyrir Norðurlandi og
fór út þriðja jóladag. Rækjan
fór til vinnslu hjá Bakka hf. í
Hnífsdal.Skipstjóri á Fram-
nesi er Benedikt Jóhannsson.
-GHj.
Páll Pálsson
með 13 tonn
Páll Pálsson landaði 13 tonna afla á (safirði 30. des. si.
Skipið fór út til veiða 27. des. og var á Vestfjarðamiðum.
Megnið af aflanum var ýsa. Skipstjóri í þessari veiðiferð var
Kristján Jóakimsson.
-GHj.
Orri fékk
61 tonn
í desember
Línubáturinn Orri frá ísafirði fékk 61 tonn í 15 róðrum í des-
ember. Ætlunin var að láta bátinn róa milli jóla og nýárs en
hann komst út í einn 3ja tonna bræluróður og sneri við í annað
skiptið. Orri rær með einfalt, 48 bala, og slægir um borð.
Skipstjóri á Orra er Pétur Birgisson.
-GHj.
Haffari og
Kofri landa hjá
Bakka
Rækjuskipið Kofri frá Súðavík landaði 30. desember 27,7
tonnum af úthafsrækju eftir stuttan túr, en skipið fór út 27. des.
Haffari landaði 23,5 tonnum af úthafsrækju á gamlársdag.
Hann fór einnig út 27. des. Rækjan fór öll til vinnslu í Bakka
hf. í Hnífsdal því nú er verið að breyta rækjuvinnslu Frosta hf.
í Súðavík og verður breytingunum lokið 15. janúar nk. Afli
beggja skipanna úr túrunum á undan fór einnig til vinnslu í
Bakka.
-GHj.